Morgunblaðið - 19.02.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.2006, Qupperneq 12
12 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Hornafirði Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunardeild og heilsugæslu Hjúkrunarfræðingar óskast á hjúkrunardeild, heimahjúkrun og heilsugæslu HSSA. Starfs- hlutfall samkomulagsatriði. Kynnið ykkur kjör og hlunnindi. Umsóknarfrestur er til 15 mars nk. Afleysing ljósmóður hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraþjálfara í sumar Sjúkraþjálfara vantar í afleysingu frá 1. maí til 1. sept. eða eftir nánara samkomulagi. Möguleiki að vinna sem 50% launþegi á hjúkr- unarheimili og 50% verktaki á stofu. Ljósmóðir, sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar óskast til afleysinga í sumar á fæðingar- og hjúkrunar- deild og heilsugæslu. Nánari upplýsingar um þessi störf veitir Guðrún J. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri HSSA, sími 478 1400 og 866 3051, gjj@hssa.is. Vefverslunarstjóri Viltu taka þátt í spennandi og metnaðarfullu verkefni með Pennanum? Við leitum að dríf- andi starfsmanni með brennandi áhuga á markaðsmálum og vefverslun í starf vefversl- unarstjóra. Hér er um nýtt starf að ræða með mikla möguleika fyrir réttan aðila. Vefverslun- arstjórinn mun taka þátt í þróun og uppbygg- ingu vefverslunar og bera ábyrgð á rekstri hennar. Verkefnið krefst góðra skipulags- og samskiptahæfileika. Menntunar- og hæfniskröfur: Við leitum að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og með brennandi áhuga á markaðsmálum og notkun internetsins.  Góðir samskiptahæfileikar.  Sjálfstæði og drifkraftur.  Íslensku- og enskukunnátta.  Háskólamenntun á sviði viðskipta- og markaðsfræða.  Ritfærni.  Reynsla af verslunarstörfum er kostur. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu okkar www.penninn.is. Nánari upplýsingar fást með því að senda fyrir- spurn á atvinna@penninn.is. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar nk. Vilt þú slást í hópinn? Vegna aukinna umsvifa leitar sölu- og markaðssvið Árvakurs hf. að flinku sölufólki sem er reiðubúið að leggja töluvert á sig til að sýna árangur og hafa gaman af vinnunni sinni. Markmiðið er að efla og stækka vörumerkin sem Árvakur hf. á og rekur um þessar mundir. Það er gott ef þú hefur reynslu af því að selja en það er líka í lagi ef þú hefur trú á því að þú getir selt og viljir sýna fram á það. Það skiptir líka máli að vera góð eða góður í mannlegum samskiptum og áræðin(n) í framkomu. Fyrir metnaðarfulla einstaklinga er hér skemmtilegt tækifæri til að sanna hæfni sína. Ef þetta á við þig sendu þá endilega til okkar umsókn sem allra fyrst. Ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar hafðu samband við forstöðumann sölu- og markaðssviðs, Margréti Kr. Sigurðardóttur í síma 5691173 eða margret@mbl.is Umsóknum með ferilskrá þarf að skila inn fyrir 1.mars í afgreiðslu Morgunblaðsins í Kringlunni 1. Einnig er hægt að fylla út umsókn á mbl.is. Neðst á forsíðu er valið 'Sækja um starf' og síðan valið auglýsingasala. Í reitinn ástæða umsóknar þarf að skrifa "sölufulltrúi". Ferðaþjónusta Ferðaskrifstofan Katla DMI ehf sem sérhæfir sig í móttöku erlendra ferðamanna, óskar eftir að ráða starfsmenn á skrifstofu sína í Reykjavík. Um er að ræða annars vegar fast starf í hópa- deild og hins vegar sumarafleysingar. Starfsmennirnir þurfa að:  Hafa mjög góða þýskukunnáttu jafnt í töluðu sem rituðu máli,  hafa góða skipulagshæfileika, eiga auðvelt með að umgangast fólk og geta unnið sjálf- stætt og undir álagi. Menntun og/eða reynsla af sambærilegum störfum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Pétur Óskarsson í síma 561 7550 Skriflegum umsóknum ásamt ferilsskrá skal skila til Katla DMI ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík eða á netfangið info@katla-dmi.is, fyrir 01.03.2006.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.