Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 15
Vanir jarðvinnuverkstjórar
óskast
Vegna mikilla verkefna viljum við ráða vana
jarðvinnuverkstjóra til starfa sem fyrst.
Góð laun í boði.
Vinsamlegast hafið samband við Ólaf Þór Kjartansson í
síma 660-0590 eða skrifstofu Jarðvéla í síma 564-
6980. Einnig má fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu
fyrirtækisins www.jardvelar.is Bakkabraut 14, 200
Kópavogur.
- Einn vinnustaður
GOTT HEIMILI FYRIR BÖRN
Velferðarsvið fer með ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar, þ.m.t. barnavernd og félagsþjónustu. Það ber
ábyrgð á að framfylgt sé stefnumótun og áætlunargerð í velferðarmálum, eftirliti og mati á árangri, samhæfingu og
samþættingu í málaflokknum. Þróun á mati á gæðum velferðarþjónustu, tengslum rannsókna og þjónustu, nýsköpun
og þróun nýrra úrræða í velferðarþjónustu. Að auki annast Velferðarsvið rekstur ýmissa úrræða.
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir fjölskyldu á
höfuðborgarsvæðinu sem er tilbúin til að taka að sér börn
í tímabundna vistun. Fjölskyldan þarf að geta tekið á móti
allt að þremur börnum á aldrinum 0–18 ára. Um er að
ræða börn sem tímabundið geta ekki búið hjá foreldrum
sínum og miðar vistunin að því að þau njóti traustra
uppeldisskilyrða og öruggs heimilislífs. Heimilið þarf að
vera reyklaust og án gæludýra.
Við leitum að:
• Fjölskyldum sem hafa reynslu af starfi með börnum.
• Fjölskyldum sem geta mætt þörfum ólíkra barna.
• Fjölskyldum þar sem a.m.k. annar aðilinn vinnur heima.
Við bjóðum:
• Faglegan stuðning við fjölskyldurnar.
• Aðgang að fræðslustarfi Velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Óskarsdóttir, forstöðumaður Vistheimilis barna, Laugarásvegi 39, í síma 581 1024.
Umsóknir berist til Sigrúnar Óskarsdóttur merktar: GOTT HEIMILI FYRIR BÖRN.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar
má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf.
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi
borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Raftækjaverslun
Óskum eftir að ráða hressan og duglegan
starfskraft við almenn verslunarstörf.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Umsóknareyðublöð á staðnum eða sendið á
gloey@gloey.is
Glóey ehf., Ármúla 19.
Embætti
hæstaréttardómara
Dómaraembætti við Hæstarétt Íslands er laust
til umsóknar. Skipað verður í embættið frá og
með 15. apríl 2006.
Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
eigi síðar en hinn 10. mars nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
16. febrúar 2006.Íslenskumælandi
Pólverji
Verkfræðistofan Höfn ehf. óskar fyrir hönd um-
bjóðenda sinna eftir íslenskumælandi Pólverja
í ýmis verkefni tengd byggingaframkvæmdum.
Nánari upplýs. veitir Ólafur í síma 840 0950
eða oli@hsg.is.
Verkfræðistofan Höfn ehf.,
Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík,
s. 588 1580 — fax 544 4225 — jon@vsh.is
Umsjónarmaður með
upplýsingavef
Ábyrgðarsvið og helstu verkefni:
• Tekur þátt í þróun og innleiðingu á gagnvirkum upplýsingavef
hjá embættinu
• Hefur daglega umsjón með upplýsingavefnum
• Kemur í viðeigandi farveg ábendingum sem berast um Netið frá
borgurum, lögreglu og öðrum
• Miðlar upplýsingum til borgara og lögreglu um Netið
• Aðstoðar og leiðbeinir umsjónarmönnum undirvefja
• Gerir þjónustumælingar
• Sinnir öðrum verkefnum eftir samkomulagi
Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Yfirgripsmikil þekking á vefumsjón og reynsla af gagnvirkri
upplýsingamiðlun um Netið.
• Reynsla af kynningarstarfi og upplýsingamiðlun í ræðu og riti
• Mjög góð íslenskukunnátta og ritfærni
• Þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni
Lögreglustjórinn í Reykjavík óskar eftir að ráða
umsjónarmann upplýsingavefs. Nánustu samstarfs-
menn umsjónarmannsins eru sviðsstjórar, aðstoðaryfir-
lögregluþjónar, aðalvarðstjórar, lögreglufulltrúar, umsjón-
armenn undirvefja og yfirmaður tölvudeildar.
Umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík er stærsta lögregluumdæmið og jafnframt það
fjölmennasta. Hjá því starfa um 350 starfsmenn, þar af rúmlega 250 lögreglumenn.
Traust, samstarf og árangur eru leiðarljós starfsmanna. Hlutverk lögreglunnar í
Reykjavík er að gæta laga og réttar, standa vörð um öryggi borgaranna, þjónusta
almenning á sem bestan og hagkvæmastan máta og stuðla þannig að virðingu fyrir
stjórnskipuninni, stöðugleika samfélagsins og félagslegri velferð íbúa. Framtíðarsýnin
er að lögreglan í Reykjavík sé viðurkennd fyrir að stuðla að stöðugleika og öryggi
íbúanna. Hjá henni starfi hæfir og ánægðir starfsmenn sem vinna í þágu borgaranna
af einlægni og fagmennsku og að lögreglan í Reykjavík sé í fremstu röð norrænna
lögregluliða.
Um er að ræða innleiðingarverkefni til sex mánaða með möguleika
á framtíðarstarfi, byggt á niðurstöðum úttektar á verkefninu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Hrefna Jónsdóttir,
starfsmannastjóri, í síma 444-1000.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru
samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 5. mars nk. Umsóknum ásamt upplýsingum
um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi
vill koma á framfæri skal koma til starfsmannastjóra embættisins,
Hverfisgötu 113-115, 150 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir
með tölvupósti á lr@lr.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
liggur fyrir.
Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri Sími: 461 1099 · Hafnarfjörður Sími: 510 9500
Í fararbroddi í ferðaþjónustu
Vegna stóraukinna verkefna óskar ferða-
skrifstofan Terra Nova eftir að bæta við sig
starfsfólki í innan- og utanlandsdeild.
Innanlandsdeild
Í innanlandsdeild eru lausar tvær stöður við móttöku erlendra
ferðamanna til Íslands. Helstu verkefni fela m.a. í sér sölu og
skipulagningu ferða. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem
fyrst, en beðið er eftir rétta aðilanum ef þarf.
• Háskólamenntun
• Reynsla af sambærilegum störfum og/eða
leiðsögumennsku æskileg
• Mjög góð frönsku- og enskukunnátta nauðsynleg
• Skipulags-, sölu- og samskiptahæfileikar, jákvæðni,
stundvísi og metnaður
Utanlandsdeild
Í utanlandsdeild er laus staða sölufulltrúa í fullt starf.
Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
• IATA-UFTA próf, starfsreynla í Amadeus æskileg
• Tveggja ára starfsreynsla á ferðaskrifstofu eða við
önnur skrifstofustörf
• Sölu- og samskiptahæfileikar, þjónustulund, jákvæðni,
stundvísi og metnaður
Umsókn sendist til:
Terra Nova, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík eða á netföng:
anton@terranova.is (störf í innanlandsdeild)
hildur@terranova.is (starf í utanlandsdeild)
Eingöngu er tekið við skriflegum umsóknum með mynd ásamt
upplýsingum um menntun, starfsreynslu, tungumálakunnáttu
og fleira. Nánari upplýsingar um störf í innanlandsdeild veitir
Anton Antonsson framkvæmdastjóri og upplýsingar um starf í
utanlandsdeild veitir Hildur Gylfadóttir sölustjóri. Upplýsingar eru
ekki veittar í síma. Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum verður svarað.