Morgunblaðið - 19.02.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.02.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 17 Íbúð óskast í Hafnarfirði Starfsmann okkar bráðvantar einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð sem allra fyrst í suðurbæ Hafnarfjarðar. Reglusemi og skilvísar greiðslur. Upplýsingar í síma 849 3863. Óska eftir Málverk Óska eftir að kaupa málverk eftir eftirtalda lista- menn: Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur, Svavar Guðnason og Guðmundu Andrésdóttur. Upplýsingar í síma 864 3700. Kennsla Bílasalar Námskeið til undirbúnings prófi fyrir þá sem vilja afla sér leyfis til sölu notaðra bifreiða verður haldið dagana 20. mars til 4. apríl 2006 í Reykjavík. Upplýsingar eru veittar hjá Fræðsl- umiðstöð bílgreina í síma 586 10 50. Umsóknir þurfa að berast Fræðslumiðstöð bílagreina í síðasta lagi 28. febrúar 2006. Prófnefnd bifreiðasala. Fræðslumiðstöð bílgreina hf. Listmunir TIL SÖLU veglegt hundrað ára handútskorið borðstofu- sett, gamalt uppgert Salon sett og 3 ára leður- sófasett. Til sýnis og sölu að Flyðrugranda 10, bjalla A-4, sunnudag kl. 14 - 17. Styrkir Til leigu nálægt Landspítala, góð 6 herbergja íbúð, laus strax Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „T - 18211“. Húsnæði í boði Til sölu er Hressingarhælið við Kópavog. Kópvogsbær óskar eftir tilboðum í kaup á Hressingarhælinu við Kópavog. Húsið er steinsteypt, 505 m2 að flatarmáli, hannað af Guðjóni Samúelssyni og tekið í notk- un 1926. Æskilegt er að lagfæra bygginguna og koma henni sem næst í upprunalega mynd. Enn fremur þarf að varðveita ýmsa hluta bygg- ingarinnar og endurgera aðra í sem næst upp- runalegri mynd. Í kauptilboði skal gerð grein fyrir þeirri starf- semi sem bjóðandi ætlar að hafa í húsinu. Skilyrði er að starfsemin verði tengd félagslegri eða menningarlegri starfsemi. Enn fremur er skil- yrði að starfsemin geti þrifist vel innan um ná- læga íbúðabyggð, sem fyrirhuguð er á svæðinu. Nánari upplýsingar um húsið, kaupskilmálar o.fl. liggja frammi í afgreiðslu tæknideildar Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu tæknideildar Kópavogs í síðasta lagi þriðjudaginn 21. mars kl. 11:00. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Fyrirtæki Vélamenn, meiraprófsbílstjórar og verkamenn óskast Vegna mikilla verkefna viljum við ráða vana vélamenn, meiraprófsbílstjóra og verkamenn til starfa sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Jarðvéla í síma 564-6980, eða fyllið út umsóknareyðublað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is Bakkabraut 14, 200 Kópavogur. Óskum eftir að ráða starfsmann í þróunarvinnu hjá DNG ehf. DNG ehf. er þróunar- og framleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi og verktakastarfsemi. Leitum við nú eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á hönnun rafeindabúnaðar og geta unnið sjálf- stætt í vöruþróun og verið verkefnastjóri í ein- stökum verkum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi inn umsóknir fyrir 1. mars. nk. til DNG ehf. Lónsbakka, 601 Akureyri eða helgi@dng.is Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði óskast Óska eftir verslunarhúsnæði, 200-300 fm, til kaups eða leigu á Laugaveginum. Áhugasamir sendi til augldeildar Mbl. eða í box@mbl.is merkt: „V — 18204“. Húsnæði óskast Menntamálaráðuneytið Þýðingarsjóður Auglýsing um styrki til útgáfu á þýðing- um erlendra bókmennta Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 með síðari breytingu, um Þýðing- arsjóð, er hlutverk sjóðsins að veita útgefend- um fjárstuðning til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli, jafnt skáldverka sem viðurkenndra fræðirita. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almenn- um gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til Þýðingarsjóðs í fjárlögum 2006 nemur 12,5 milljónum króna. Eyðublað fyrir umsóknir um framlag úr sjóðn- um fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublöð á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Umsóknarfrestur rennur út 20. mars 2006. Stjórn Þýðingarsjóðs 17. febrúar 2006.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.