Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 18

Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 18
18 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Styrkur til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða á árinu 2006 Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er til- gangur hans “að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni skal veita við- urkenndum félögum, samtökum og skipulögð- um hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli“. Ekki eru veittir styrkir til þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, þ.m.t. samnorrænum sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum, og ekki er úthlutað ferða- styrkjum til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum. Í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferða- kostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalar- kostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá aðilum sem uppfylla framangreind skilyrði. Í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda, tilgang fararinnar og tengilið í Noregi. Auk þess skal tilgreina þá fjárhæð, sem farið er fram á. Umsóknir skal senda beint til stjórnar sjóðsins og sendar Norðurlandaskrifstofu forsætisráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 5. hæð, 150 Reykjavík, fyrir 22. mars 2006. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vefsíðu forsætisráðuneytisins, forsaetisradu- neyti.is. Í forsætisráðuneytinu, 14. febrúar 2006. Styrkir úr Grænlandssjóði Stjórn Grænlandssjóðs auglýsir eftir umsókn- um um styrki úr sjóðnum á árinu 2006. Grænlandssjóður er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnis- ferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlend- inga og Íslendinga. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem uppfylla framangreind skil- yrði. Umsóknum skal beint til stjórnar Grænlands- sjóðs og sendar Norðurlandaskrifstofu forsæt- isráðuneytisins, Hverfisgötu 6, IS-150 Reykjav- ík, fyrir 29. mars 2006. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vefsíðu forsætisráðuneytisins, www.forsaetisraduneyti.is/Graenlandssjodur. Í forsætisráðuneytinu, 13. febrúar 2006. Tilkynningar Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs í Félagi rafeindavirkja Samkvæmt 34. gr. laga Félags rafeindavirkja skal auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður félagsins tveimur mánuðum fyrir aðalfund. Stjórn félagsins er skipuð 7 mönnum, for- manni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Auk þess eru kosnir þrír varamenn. Í trúnaðarráð skal kjósa 5 full- trúa og jafnmarga til vara. Með hliðsjón af framansögðu tilkynnist hér með að framboðs- frestur er til kl. 16:00 föstudaginn 17. mars 2006. Skila ber framboðslista á skrifstofu fé- lagsins fyrir þann tíma. Hverjum lista skal fylgja skrifleg staðfesting þeirra sem eru á list- anum. Reykjavík, 17. febrúar 2006. Stjórn Félags rafeindavirkja. Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur auglýsir eftir umsóknum. Markmið sjóðsins er að stuðla að heilbrigðu líf- erni og bættu mannlífi og efla menntir, menn- ingu og íþróttir. Markmiðum sínum hyggst sjóðurinn ná með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni - ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Skilafrestur er til 7. mars 2006. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef sjóðsins www.minningmargretar.is Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Kína, Rússlandi og Tékklandi Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa Íslendingi til náms í kínversku við háskóla í Kína námsárið 2006—2007. Um- sækjendur um styrki til grunnnáms í háskóla skulu vera yngri en 25 ára og yngri en 35 ára ef þeir sækja um nám á meistarastigi. Um- sóknarfrestur er til 30. mars nk. Stjórnvöld í Rússlandi bjóða einnig fram einn styrk handa Íslendingi til háskólanáms skólaárið 2006—2007 og þrjá styrki til skemmri námsdvalar eða rannsókna í Rússlandi á sama námsári. Umsækjendur um styrki til háskóla- náms í Rússlandi skulu að öðru jöfnu vera yng- ri en 25 ára og umsækjendur um styrki til skemmri námsdvalar eða rannsókna skulu vera yngri en 35 ára og hafa lokið MA- eða MS-prófi. Fyrrnefndu styrkirnir nema 600 rúblum á mánuði (u.þ.b. 1.350 ísl. kr.) en þeir síðar- nefndu 1.500 rúblum á mánuði (u.þ.b. 3.400 ísl. kr.). Að auki verður styrkþegum séð fyrir herbergi á stúdentagarði sem þeir greiða fyrir sömu leigu og rússneskir námsmenn. Styrkþegar greiða sjálfir allan ferðakostnað. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Einnig er gert ráð fyrir að tékknesk stjórn- völd bjóði fram styrk til átta mánaða náms- dvalar við háskóla í Tékklandi skólaárið 2006- 2007. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einnig til greina, þó ekki skemur en til þriggja mánaða. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknir skal senda til menntamálaráðuneyt- is, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum og læknisvottorði. Menntamálaráðuneyti, 17. febrúar 2006. menntamalaraduneyti.is Verkefnastyrkir 2006 NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í at- vinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum: Auðlindir sjávar Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að ný- tingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjá- varvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina. Ferðamál Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun nátt- úru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum. Upplýsingatækni Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsinga- tækni á svæðinu. Annað samstarf Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndun- um. Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, ein- um eða í samstarfi við rannsóknar og þróunar- stofnanir. Styrkir eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverk- efna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóða- áætlunarinnar (NPP). Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftir- sóknarverðar. Styrki er lengst unnt að veita til 3 ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja Nora landa eða fleiri. Sækja má umsóknareyðublöð á dönsku, norsku og sænsku á heimasíðu NORA, www.nora.fo og skila til: NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12, Box 259, FO-110 Tórshavn, Sími: +298 353110, Fax: +298 353101, nora@nora.fo Umsóknir skulu hafa borist NORA í síðasta lagi 3. apríl 2006. Frekari upplýsingar veitir: Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Svf. Skagafjörður. Sími 455 5400 netfang thorarinn@byggdastofnun.is . Jafnframt er að finna upplýsingar á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.