Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm 1. - 8. apríl. Gisting á
hinu glæsilega Hotel Mediterraneo ****, sem slegið hefur í gegn hjá
Íslendingum, með hálfu fæði í
8 nætur á hreint frábæru
tilboðsverði. Einstakt tækifæri
til að ná úr sér hrollinum eftir
veturinn og njóta frábærs
aðbúnaðar og þjónustu.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Benidorm
1. - 8. apríl
frá kr. 44.990
Glæsileg gisting & hálft fæði
Verð kr. 44.990 8 nætur
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á
Hotel Mediterraneo með hálfu fæði.
Flug, skattar, gisting, hálft fæði og
íslensk fararstjórn.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
ÞINGFLOKKUR framsóknar-
flokksins kom saman á stuttum fundi
kl. 17 í gær þar sem ákveðnar voru
breytingar á ráðherraskipan flokks-
ins að tillögu formanns. Að fundinum
loknum gerði Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, fréttamönn-
um grein fyrir breytingunum og
nýrri verkaskiptingu í ráðherra-
hópnum, sem munu fara fram á
þriðjudaginn en stefnt er að ríkis-
ráðsfundi á Bessastöðum kl. 11.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að mikil eindrægni hefði
verið í þingflokknum um tillögu
hans.
Árni Magnússon, félagsmálaráð-
herra, hefur ákveðið að hætta í
stjórnmálum og segja af sér embætti
ráðherra. Siv Friðleifsdóttir kemur á
ný inn í ríkisstjórnina og tekur við
embætti heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra og Jón Kristjánsson, sem
gegnt hefur starfi heilbrigðisráð-
herra, verður félagsmálaráðherra.
Af persónulegum
ástæðum
Halldór sagði að ástæða þing-
flokksfundarins hefði verið sú að
Árni Magnússon hefði ákveðið að
draga sig út úr stjórnmálum. „Þetta
er ákvörðun sem hann hefur tekið af
persónulegum ástæðum. Við munum
sakna Árna mikið. Hann hefur
reynst okkur afar góður liðsmaður,
staðið sig með prýði í sínu ráðuneyti
og starfað mjög vel fyrir Framsókn-
arflokkinn. Ég óska honum velfarn-
aðar,“ sagði Halldór.
Siv Friðleifsdóttir kemur nú á nýj-
an leik inn í ríkisstjórnina en hún lét
af embætti umhverfisráðherra í
september 2004. „Hún hefur starfað
lengi sem ráðherra eða í tæp sex ár
og reyndist afskaplega vel sem ráð-
herra,“ sagði Halldór. ,,Siv hefur
mikinn áhuga á heilbrigðismálunum.
Því er ekki að neita, að þessi mála-
flokkur er erfiður.
Jón Kristjánsson er búinn að
sinna því starfi með miklum sóma í
rúm fimm ár. Heilbrigðisráðherrann
sem var á undan honum, Ingibjörg
Pálmadóttir, var í sex ár og það hafði
enginn heilbrigðisráðherra setið
lengur,“ sagði Halldór ennfremur.
Hann sagði einnig að Jón Krist-
jánsson gjörþekkti málefni félags-
málaráðuneytisins. Hann hefði á ár-
um áður unnið í mörgum nefndum á
vegum þess og þekkti sveitarstjórn-
armálin einstaklega vel. ,,Við höfum
því ákveðið að gera þetta svona og
erum öll ánægð með það. Siv er
ánægð með það hlutverk sem hún
fær. Það er mjög krefjandi verkefni.
Ég veit að hún mun sinna því vel.
Hún hefur fengið svolitla hvíld og
kemur afskaplega hress inn í þetta á
nýjan leik. Það er stundum ágætt að
fá tækifæri til þess að horfa á rík-
isstjórnina svona utan frá. Það er
þroskandi og Jón þekkir þetta allt
saman afskaplega vel hinum megin,
þannig að ég tel að þetta séu góðar
breytingar sem við erum að fara út í
og ég er viss um að þær verða rík-
isstjórninni farsælar,“ sagði Halldór.
Halldór sagði einnig við frétta-
menn að framsóknarmenn ætluðu
sér stóra hluti í næstu kosningum.
„Það verður að viðurkennast að okk-
ar hlutur í skoðanakönnunum hefur
ekki verið neitt sérstaklega góður þó
það hafi nú oft gerst fyrr. Við erum
ákveðin í að standa okkur vel það
sem eftir er af þessu kjörtímabili og
ég er alveg viss um að það mun
ganga vel hjá okkur,“ sagði Halldór.
Aðspurður hvort komið hafi til
álita að tilnefna einhvern annan úr
þingflokknum í ráðherraembætti,
sagðist Halldór hafa gert tillögu um
Siv og hún verið samþykkt. „Það
koma allir þingmenn til greina í
þessu sambandi, en það er mikil ein-
ing um Siv.“
Siv heilbrigðisráð-
herra og Jón félags-
málaráðherra
Breytingar verða á morgun á ráðherraliði Framsóknarflokksins. Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra og þingmennsku
og hættir afskiptum af stjórnmálum. Siv Friðleifsdóttir verður heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Breytingarnar kynntar. Jón Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson og Siv Frið-
leifsdóttir gera fréttamönnum grein fyrir ráðherrabreytingunum sem
verða gerðar á morgun. Jón tekur við embætti félagsmálaráðherra og Siv
verður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÉG HEF á undanförnum vikum
farið í gegnum ákveðið endurmat á
mínu lífi, og hef tekið þá ákvörðun
að starfa ekki áfram á opinberum
vettvangi. Ég tók um það ákvörðun
fyrir tveimur, þremur vikum að
fara ekki fram í næstu alþing-
iskosningum, og við þær aðstæður
finnst mér rétt að víkja af velli og
víkja fyrir nýju fólki sem hefur
mikinn áhuga á því að starfa í póli-
tík,“ sagði Árni Magnússon á
fréttamannafundi, eftir að tilkynnt
var að hann ætlaði að hætta af-
skiptum af stjórnmálum.
„Síðan hefur það gerst núna á
síðustu dögum að mér hefur boðist
spennandi starf sem ég hef ákveðið
að taka, og hverf þá til þeirra starfa
sáttur við Guð og menn. [...] Ég tek
við starfi hjá Íslandsbanka á al-
þjóða- og fjárfestingasviði bankans
og leiði þar starf bankans á sviði
endurnýjanlegra orkugjafa. [...]
Þetta er mín persónulega ákvörð-
un, og þarna er ég fyrst og fremst
að hugsa um hag minn og minnar
fjölskyldu,“ sagði Árni.
„Stjórnmálin eru heillandi fyrir
þá sem eru tilbúnir að gefa sig í þau
af fullum krafti. Ég hef verið það til
þessa, en ég er það ekki lengur.
Þess vegna finnst mér heiðarlegast
að standa þá upp og gefa nýju fólki
tækifæri til að hasla sér völl á þessu
sviði,“ sagði Árni.
Í samtali við Morgunblaðið eftir
að tilkynnt var um ákvörðunina
sagði Árni að hann hafi ákveðið að
draga sig út af hinum pólitíska vett-
vangi, og því áreiti sem honum
fylgi. „Ástæðan er persónuleg, ég
er að taka ákvörðun um að haga lífi
mínu öðruvísi í framtíðinni en ég
hef gert í nánustu fortíð.“ Árni
staðfesti að eiginkona hans hafi
glímt við veikindi, en sé á batavegi.
„Ég hef haft atvinnu af stjórn-
málum í 11 ár, þannig að ég þekki
þann vettvang orðið mjög vel, og
hef öðlast þar mikla reynslu og
kynnst mörgu frábæru fólki. En
þetta er starf sem felur í sér mikið
álag og áreiti, ekki bara á sjálfan
mann heldur ekki síður fjölskyld-
una. Það eru mörg störf í okkar
samfélagi, sem betur fer, sem eru
spennandi og krefjandi, en fela
ekki í sér sömu aðkomu á opinber-
um vettvangi, og sama áreiti og
pólitíkin gerir,“ sagði Árni.
Spurður hvort þetta þýði að hann
sé alfarinn úr stjórnmálum sagði
Árni: „Ég hef tekið þá ákvörðun að
hætta í pólitík. Enginn veit sína ævi
fyrr en öll er, en ég er ekki á þeim
buxunum að koma til baka.“
„Ég hef tekið
þá ákvörðun að
hætta í pólitík“
Morgunblaðið/Sverrir
Árni Magnússon hættir sem félagsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund sem
fyrirhugaður er á morgun, og tekur við starfi hjá Íslandsbanka.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
JÓN Kristjánsson, fráfarandi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, sagði að sér litist
mjög vel á að söðla um og taka við ráðherra-
embætti í félagsmálaráðuneytinu, á fundi með
fréttamönnum eftir að Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra tilkynnti um uppstokkun í
ráðherraliði Framsóknarflokksins.
„Ég vann fyrir Pál Pétursson [fyrrverandi
félagsmálaráðherra], mikið í nefndum og
meðal annars í kringum sveitarstjórnarmál
hér á árum áður. Ég bara hlakka til og er
ánægður með þetta. Ný verkefni gefa alltaf ný
tækifæri og það er ágætt að skipta um. Ég er
búinn að vera í fimm ár í heilbrigðisráðuneyt-
inu, það var góður tími og skemmtilegur. Það
er erfitt ráðuneyti, eins og hefur komið fram
hér, en þetta var viðburðaríkur og skemmti-
legur tími, og ég hlakka bara til að takast á við
ný verkefni í nýju ráðuneyti,“ sagði Jón.
Hann sagðist ekki sjá fram á rólega tíma í
félagsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf nóg að
gera í öllum ráðuneytum, það er alveg víst
með það. Það eru erfiðir málaflokkar líka í fé-
lagsmálaráðuneytinu.“ Spurður um þau mál
sem hann hyggist leggja áherslu á í nýju ráðu-
neyti sagði Jón: „Það eru nú sveitarstjórn-
arkosningar framundan, sveitarstjórnarmál
eru auðvitað stór þáttur. Þar er hluti af trygg-
ingakerfinu, atvinnuleysistryggingarnar,
vinnumálastofnun, húsnæðismál, það er fullt
af verkefnum, en ég vil ekki segja á þessari
stundu hvernig mál munu ráðast á næstunni.“
„Ný verkefni
gefa alltaf ný
tækifæri“ „ÞETTA er mikil áskorun, þetta er mjög stórt ráðuneyti og um40% af útgjöldum ríkisins sem fara til heilbrigðis- og trygginga-
mála,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, verðandi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra. Hún sagði það leggjast vel í sig að taka við
embættinu.
„Ég er að taka við mjög góðu búi hjá Jóni Kristjánssyni, þannig
að ég er bara full tilhlökkunar og veit að þetta mun takast mjög
vel til hjá okkur,“ sagði Siv á fundi með fréttamönnum. Spurð
hvort hún óttaðist ekki að tími hennar í heilbrigðisráðuneytinu
verði erfiður sagði Siv: „Nei, alls ekki. Ég veit að þetta er mjög
erfitt ráðuneyti og þungir málaflokkar, en það eru mörg tækifæri í
þessum málaflokki, og hann snertir hvert einasta heimili í landinu
og hvern einasta einstakling. Þannig að ég geng til þessa verk-
efnis bljúg, en full tilhlökkunar.“
Siv sagðist ekkert vilja gefa út með áherslubreytingar í ráðu-
neytinu á þessu stigi. „Þetta ber að mjög óvænt, ég tek við góðu
búi, en það eru mörg mál sem við munum að sjálfsögðu skoða á
næstunni. Heilbrigðismálin eru í mjög góðu ástandi á Íslandi,
sama á hvaða mælikvarða það er mælt, þannig að við erum búin að
vinna gott verk, en að sjálfsögðu ætla ég að standa mig áfram vel
fyrir hönd Framsóknarflokksins í þessum málaflokki.“
Fjölmörg verkefni framundan
Siv sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að hún hafi
verið að vinna lengi í heilbrigðismálunum. „Ég var oddviti rík-
isstjórnarflokkanna í þessum málaflokki frá árunum 1995–1999,
og hef svo verið í heilbrigðisnefnd í rúmlega eitt og hálft ár eftir
að ég fór úr ríkisstjórninni. Þannig að ég hef unnið í þessum mála-
flokki um langt skeið, og það eru fjölmörg verkefni sem eru fram-
undan.“
Spurð hvaða verkefni hún á við sagði Siv: „Ég vil ekki fara mjög
náið út í það á þessu stigi, en það er alveg ljóst að m.a. þarf að fara
vel yfir öldrunarmálin, en ég vil ekki fara djúpt ofan í það núna.
En það er málaflokkur sem við munum skoða núna á næstunni.“
„Þarf að fara vel
yfir öldrunarmálin“