Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 8
ÁKI Gränz, listamaður í Njarðvík í Reykjanesbæ, er langt kominn með að gera styttu af Ása heitn- um í Bæ í fullri líkamsstærð. Áki segir að Árni Johnsen hafi leitað til sín og beðið sig að gera stytt- una. Til hliðsjónar hafði Áki ljós- mynd eftir Sigurgeir Jónasson ljósmyndara frá Skuld í Vest- mannaeyjum. Myndin var tekin um borð í Hlýra VE, báti Jóns í Sjólyst, en Ási reri oft með Jóni á vordögum. Á mynd Sigurgeirs situr Ási á vélarhlíf Hlýra með þorsk á stingnum, en Ási var ein- stakur galdramaður í fiskveiðum. Höggmynd Áka verður steypt í kopar og mun væntanlega sitja á steini við höfnina í Vest- mannaeyjum í framtíðinni. Áki Gränz gerði sem kunnugt er höggmyndina af Ólafi Thors sem stendur í Keflavík í Reykjanesbæ. „Ég gerði þetta í vetur, greip í þetta svona öðru hvoru, en mynd- in er ekki tilbúin,“ sagði Áki um styttuna af Ása í Bæ. „Fyrst bjó ég Ása til svolítið stærri en gerði svo aðra minni styttu og yngdi hann svolítið upp. Ási hafði marg- ar myndir í andlitinu.“ Áki kveðst muna vel eftir Ása með hárið flaksandi á yngri ár- um, enda báðir Vestmanna- eyingar. Áki lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni málarameist- ara og listmálara í Vestmanna- eyjum. Þegar Áki lauk mál- aranáminu var hann ráðinn til að ljúka við að mála Ölfusárbrúna. Hann bjó á Selfossi í ár, flutti svo til Reykjavíkur og 1949 alfarinn til Njarðvíkur. Áki er nú kominn á níræð- isaldur en lætur aldurinn ekki tefja sig frá listsköpuninni og hefur nóg að gera. Hann fylgdist með Engilbert Gíslasyni við myndlistarsköpun hans en lagði samt ekki málverkið fyrir sig. Hann fór hins vegar að fást við gifsmyndir úti í Vestmannaeyjum og gerði margar styttur af sjó- mönnum og seldi. Áki segist enn vera að rekast á þessar styttur í húsum, enda fóru þær víða um land. Morgunblaðið/RAX Áki Gränz er langt kominn með að gera styttu af Ása í Bæ í fullri líkamsstærð. Ási í Bæ hafði margar myndir í andlitinu Morgunblaðið/Sigurgeir Ási í Bæ sitjandi á vélarhlíf Hlýra VE með þorsk á stingnum. 8 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmál belgískaknattspyrnuliðs-ins Charleroi gegn Alþjóða knatt- spyrnusambandinu, FIFA, hefur vakið athygli að undanförnu enda um prófmál að ræða. Charle- roi stefndi FIFA vegna meiðsla sem Abbelmajid Oulmers, leikmaður fé- lagsins, varð fyrir í vin- áttuleik með landsliði Marokkó í nóvember 2004. Oulmers var frá vegna meiðslanna í átta mánuði en á meðan þurfti Charleroi að greiða laun hans. Belgíska félagið krafð- ist bóta en í kjölfar þess að G-14, samtök átján ríkustu félagsliða heims, tóku upp hanskann fyrir fé- lagið, og hafa nú þegar látið í té yf- ir 100 milljónir króna til mála- reksturs, hefur málið undið upp á sig . Lögmaður Charleroi, Jean- Louis Dupont, varði á sínum tíma Jean-Marc Bosmans, en í kjölfar máls hans var reglum FIFA um félagaskipti breytt. Áhrif þessa máls gætu hins vegar orðið tölu- vert meiri enda ekki á færi allra knattspyrnusambanda að greiða gríðarhá laun landsliðsmanna sinna. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnsam- bands Íslands, segist sjá fram á breytt landslag í íslenskri knatt- spyrnu falli dómurinn félagsliðun- um í hag. KSÍ hafi varla bolmagn til að greiða hátt launuðum leik- mönnum landsliðsins laun fyrir sín störf og falli dómur á versta veg þyrfti hugsanlega að skera niður aðra starfsemi sambandsins. „Stærsti hluti þessa máls er sá að samböndin þyrftu að taka ábyrgð á launum leikmanna á meðan þeir eru hjá landsliðum. Það hefur gríðarlega mikið að segja fyrir minni knattspyrnusam- bönd og þá fyrir okkur hér á Ís- landi. Meginhluti leikmanna ís- lenska landsliðsins er hverju sinni samningsbundinn erlendum fé- lögum og þiggur há laun fyrir. Að mínu viti eru þetta launa- og tryggingagreiðslur sem við mynd- um varla standa undir. Ef við ætt- um að standa undir þeim sæi ég fram á að skera yrði niður stóran hluta af annarri starfsemi sam- bandsins. Þar sæi ég t.d. fyrir mér öll önnur landslið og spurning hvort það dygði til,“ segir Geir sem sótti aukafund formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnu- sambanda Evrópu í janúar sl. þar sem farið var yfir málið. Í kjölfarið af þeim fundi var ákveðið að því sem næst öll knatt- spyrnusambönd innan Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, myndu styðja við bakið á FIFA í þessu máli. „Það verður að vernda og gera grein fyrir því hversu miklir hagmunir þetta eru. Þau [félagsliðin] eru í raun og veru að ráðast gegn grasrótarstarfsem- inni því knattspyrnusamböndin skipuleggja og bera mikla ábyrgð á grasrótarstarfsemi knattspyrnu um allan heim.“ Málið verður dómtekið fyrir dómstól í Belgíu en sama hver nið- urstaðan verður er fastlega gert ráð fyrir að því verði áfrýjað til Evrópudómstólsins í Lúxemberg – og fari þá sömu leið og mál Bosmans. Áætla má að nokkur ár taki að skera úr um ágreiningsefn- in, nema sáttaleið finnist. Geir segir tíma til kominn að stöðva markaðshyggju stóru fé- lagsliðanna. „Það er skylda FIFA og UEFA að verja hagsmuni minni sambanda og ég vona svo innilega að það finnist samkomu- lag, eða FIFA vinni málið, fyrir sína hönd og knattspyrnusam- banda um allan heim. Það er kom- inn tími til að stöðva stóru félögin í markaðshyggjunni en laun leik- manna eru orðin svo yfirgengileg að liðin verða sífellt að leita nýrra leiða til að auka tekjur sínar. Það er ljóst að ef félagsliðin ná til sín þeirri meginreglu, að knatt- spyrnusambönd greiði laun leik- manna á meðan þeir taka þátt í landsleikjum, þýðir það meiri tekjur í vasa félagsliðanna og þá breytist landslagið, það er ljóst.“ Ráðast á grundvallarreglur Dómsmál Charleroi og FIFA hefur langan aðdraganda sem rekja má til G-14 samtakanna. Þau hafa sótt það stíft að FIFA og UEA greiði félagsliðunum fyrir þátttöku leikmanna í úrslitakeppni EM og HM. Á þann hátt hafa þau viljað fá hlut í miklum sjónvarps- og markaðstekjum frá þessum stórmótum. Nú hafa þau breytt vinnubrögðum sínum og ráðast á grundvallarreglur um að leikmenn skuli taka þátt í landsleikjum án nokkurrar umbunar til félagsliða. Samkvæmt reglum FIFA ber félagsliðum einnig að tryggja leik- menn vegna hugsanlegra slysa í landsleikjum. Margir leikmenn eru einnig með persónulegar tryggingar, sem verja þá gegn tekjumissi vegna meiðsla. Þau lið sem standa að G-14 eru Real Madrid, AC Milan, Ajax, Liv- erpool, Juventus, Bayern Mün- chen, Inter Mílanó, Barcelona, Manchester United, Borussia Dortmund, PSV, Porto, Marseille, Paris SG, Arsenal, Bayer Lever- kusen, Olympique Lyon og Val- encia. Fréttaskýring | Landslag knattspyrnunnar kann að breytast á næstu árum Miklir hags- munir í húfi Allt stefnir í áralöng átök milli ríkustu fé- lagsliða heims og knattspyrnusambanda Laun landsliðsmanna eru of há fyrir KSÍ. Ef illa fer þyrfti að skera niður í starfsemi KSÍ  Fyrsta fyrirtaka í dómsmáli belgíska félagsliðsins Charleroi gegn Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, fer fram í síðari hluta marsmánaðar. Ein krafan er sú að knattspyrnu- sambönd taki þátt í launa- greiðslum leikmanna þegar þeir eru á vegum landsliðs viðkom- andi þjóðar. Búist er við að rétt- arhöldin taki nokkur ár en nið- urstaðan getur breytt landslagi knattspyrnunnar svo um munar. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FLUGMAÐUR hjá Icelandair gerir öryggismál í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar að umtalsefni í nýjasta Frétta- bréfi FÍA, Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Telur hann misræmis gæta varðandi vopnaleit þar sem far- þegar og áhafnir gangist undantekn- ingalaust undir leit en ekki flugvirkj- ar eða þeir sem starfa við hreinsun og hleðslu flugvéla. Stefán Thorder- sen, yfirmaður öryggissviðs Flug- málastjórar á Keflavíkurflugvelli, segir að þessi þáttur öryggismála sem og aðrir séu unnir eftir lögum og reglum og séu stöðugt í endurkoðun. Segir hann hugsanlegt að tekin verði upp leit hjá þessum starfshópum sem nefndir eru. Elmar Gíslason flugmaður segir í grein sinni meðal annars að flug- virkjar gangi til starfa án eftirlits og hafi óheftan aðgang um allt vallar- svæðið og að flugvélum. Starfsmenn við hreinsun hafi óheftan aðgang um allt farþegarými véla og hlaðmenn séu eftirlitslausir í lestum vélanna. Elmar tekur fram að hann sé ekki að draga heilindi þessa starfsfólks í efa né að áhafnir telji eftir sér að fara gegnum vopnaleit, hann sé aðeins að benda á ákveðið ósamræmi. Stefán Thordersen segir það rétt hjá Elmari að munur sé á leit hinna ýmsu starfshópa. Í Leifsstöð sé unn- ið samkvæmt lögum um loftferðir og reglum um flugvernd og þar sé gert ráð fyrir leit á farþegum og áhöfnum en ekki öðrum starfsstéttum. Þær stéttir sæti þó eftirliti, ferill manna sé skoðaður og allir undirgangist ákveðnar umgengisreglur. Einnig fari fram margs konar óvæntar leitir og athuganir meðal þessara hópa og í tækjum sem þær noti við störf sín. Stefán segir það hins vegar til skoðunar í flugheiminum, ekki bara hjá Flugmálastjórn í Keflavík, hvort vopnaleitin skuli ná til fleiri stétta eins og nefnt er í grein Elmars. Þá leggur Stefán áherslu á að allar ör- yggis- og umgengnisreglur séu jafn- an til endurskoðunar og að menn leggi áherslu á að halda vöku sinni í þessum efnum. Telur misræmis gæta í vopnaleit í Leifsstöð Yfirlýsing Árna Magnússonar MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra. Hún birtist hér í heild sinni. „Ég hef óskað eftir því við Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra að ég verði leystur undan skyldum fé- lagsmálaráðherra og mun jafnframt óska lausnar sem alþingismaður. Ég hef nú haft atvinnu mína af stjórnmálum í á ann- an áratug. Þar að auki hef ég átt sæti í bæjarstjórn í rúm fimm ár og gegnt margvíslegum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Þegar ég lít yfir þann feril finnst mér margt hafa áunnist og að ég hafi komið ýmsum framfaramálum í verk. Öðrum hafi ég komið í góðan farveg. Mörgu finnst mér jafn- framt ólokið en þannig verður það víst alltaf. Ég hef á þessum árum kynnst mörgu afbragðsfólki á vettvangi stjórnmálanna og margt af því er í hópi minna bestu vina. Ég hef notið mikils trausts flokks- manna og stuðnings þeirra og fyrir það er ég þakk- látur. Nú hef ég hins vegar tekið ákvörðun um að víkja af hinum pólitíska vettvangi og hverfa til annarra starfa. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fjöl- marga fólki sem ég hef notið samstarfs og samskipta við á undanförnum áratug og meira en það. Framsóknarfólki og -flokki óska ég alls hins besta í framtíðinni. Þessi ákvörðun mín á sér nokkurn aðdraganda. Ég hef á síðustu vikum endurmetið líf mitt og stöðu. Niðurstaðan er sú að ég hef kosið að draga mig af opinberum vettvangi og undan því áreiti sem slíku fylgir. Af því leiðir að ég mun ekki gefa kost á mér við næstu alþingiskosningar. Þegar þannig er komið þykir mér rétt að víkja fyrir nýju fólki. Sá tími sem er til kosninga mun nýtast nýjum ráðherra til að setja sig inn í mál og setja sitt mark á þá fjölmörgu krefj- andi málaflokka sem þar eru til umfjöllunar. Um leið og ég lýsi þessu yfir vil ég gera grein fyrir því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við Íslandsbanka og tek þar við starfi forstöðumanns á fjárfestinga- og alþjóðasviði á næstu dögum. Verkefni mitt verður að byggja upp og veita forstöðu nýju árherslusviði bankans á alþjóðamarkaði. Er þar um að ræða fjármögnun verkefna á sviði virkjunar endurnýjanlegra orkugjafa en þar ætlar bankinn sér mik- inn hlut á næstu árum. Það er með tilhlökkun sem ég tekst á við þann nýja og spennandi starfsvettvang sem Íslands- banki er, með öllu því hæfa fólki sem þar starfar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.