Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 18
18 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG SAT í mesta sakleysi og horfi
á fréttir laugardaginn 5. mars, þegar
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra birtist á skjánum og sagði, í
viðtali við NFS, að forsvarsmenn
Alcans í Straumsvík
hefðu skýrt rík-
isstjórninni frá því að
ef álverið fengist ekki
endurbætt og stækkað
þá lægi það fyrir að
loka því á næsta ára-
tug. Ég ætlaði ekki að
trúa mínum eigin eyr-
um. Hvernig geta for-
svarsmenn fyrirtækis
leyft sér annað eins og
svo bæta þeir gráu of-
an á svart með því að
senda upplýsingafull-
trúa fyrirtækisins, í
fjölmiðla til að láta
okkur vita að í þessum orðum felist
ekki hótun. Ef þetta er ekki hótun,
hvað er það þá?
Alcan í Straumsvík hefur fram til
þessa verið í Hafnarfirði í ágætri
sátt við bæjaryfirvöld og bæjarbúa.
Fyrirtækið hefur m.a. tekið þátt í
uppbyggingu íþróttastarfs í bænum
með myndarskap en það gefur for-
svarsmönnum þess ekki rétt til að
koma fram eins og þeir hafi valdið.
Það er enginn að banna Alcan að
vinna að endurbótum hjá fyrirtæk-
inu. Öllum umbótum hjá fyrirtækinu
er fagnað. Það er stækkun álversins
sem stendur í fólki.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð í Hafnarfirði er andsnúin því að
Alcan í Straumsvík fái leyfi til að
stækka álverið og ég veit að skoð-
anasystkinum okkar fjölgar eftir
hótanir álrisans. Hafnfirðingar láta
fyrirtæki ekki kúga sig
til hlýðni með þessum
hætti.
Hvað ef fyrirtækið
fær svo leyfi til að
stækka? Ætlar það þá
að hóta því næst að
fara ef það fær ekki að
menga eins og því
hentar? Ætla bæjaryf-
irvöld í Hafnarfirði að
veita fyrirtæki, sem
leyfir sér svona fram-
komu enn sterkari
stöðu?
Þjóðarbúið er þanið
til hins ýtrasta og eru
hagfræðingar innan úr bankakerf-
inu, atvinnulífinu og háskóla-
umhverfinu farnir að vara sterklega
við áframhaldandi stóriðjustefnu. Í
staðinn fyrir að láta kúga sig til
hlýðni, af álrisanum, ættu bæjaryf-
irvöld í Hafnarfirði að leggja sitt á
vogarskálarnar til að laða til sín há-
tækni- og þekkingarfyrirtæki sem
óðum eru að flýja land með dýrmæta
þekkingu með sér. Við vinstri græn
viljum frekar hlúa að þeim ferða-
þjónustuaðilum sem þegar eru í
bænum og laða til Hafnarfjarðar
fleiri fyrirtæki á því sviði. Við viljum
bjóða slík fyrirtæki velkomin í bæ-
inn og auðga þannig atvinnulífið en
ekki leggja of mörg egg í sömu körf-
una. Allra síst þegar þeir sem halda
um handfangið hóta að sturta úr
körfunni ef þeir fá ekki það sem þeir
vilja.
Við líðum ekki forsvarsmönnum
fyrirtækja að haga sér á þennan
hátt. Alcan í Straumsvík hefur verið
í Hafnarfirði í ágætri sátt við bæj-
arbúa og hefði getað verið það
áfram. Hins vegar er það alveg ljóst
að það er á stefnuskrá vinstri
grænna að álverið í Straumsvík
verði ekki stækkað og viljum við að
bæjarbúar fái að kjósa um stækkun
álversins samhliða kosningum til
sveitarstjórna í vor. Hafnfirðingar
vilja velja sjálfir og láta ekki segja
sér fyrir verkum.
Álrisi ygglir sig
Guðrún Ágústa Guðmunds-
dóttir fjallar um áliðnaðinn ’Við líðum ekki forsvars-mönnum fyrirtækja að
haga sér á þennan hátt.
Alcan í Straumsvík
hefur verið í Hafnarfirði
í ágætri sátt við bæjar-
búa og hefði getað
verið það áfram.‘
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Höfundur er í 1. sæti V-lista
í Hafnarfirði.
ÍSLENSKA þjóðin verður að slá
skjaldborg um miðhálendið og koma
í veg fyrir að áform um orkuvinnslu í
Kerlingarfjöllum, ásamt tilheyrandi
skemmdarverkum og þau áform
Landsvirkjunar, að breyta rennsli
Skaftár og gera Langasjó að for-
arþró, verði að veruleika og norsk
ferðaþjónusta geti farið
að auglýsa stærstu
ósnortnu víðerni Evr-
ópu í Noregi, það gæti
orðið íslenskri ferða-
þjónustu skeinuhætt.
Atvinnugrein sem veit-
ir þúsundum atvinnu
og skilar tugum millj-
arða árlega í ísl. þjóð-
arbú. Þó meirihluti
landsmanna sé hlynnt-
ur aukinni raf-
orkuframleiðslu með
jarðhita, er ekki þar
með sagt að þeim
meirihluta sé alveg sama hvar jarð-
hitaorkuver eru staðsett.
LV forkólfum er víst nokk sama,
eru sömu skoðunar og áður ,,ferða-
þjónusta er bara sumarvinna fyrir
skólafólk“ þeir séu æðstir allra í ís-
lenskri náttúru og geti þess vegna
virkjað þar sem þeim sýnist, eins og
þeim sýnist, vaðandi yfir allt og alla
,,í vaðmálsfötum og sauðskinns-
skóm“, veifandi útblásnum en gal-
tómum gróðapung stóriðjuorkusöl-
unnar í annarri hendi og
styrkjaskjóðunni í hinni, til kaupa á
jákvæðri ímynd og vinsældum.
Virkjanaáróðurinn glymur nú sem
aldrei fyrr, leiðandi skoðanakönn-
unum og fleiri áróðursbrellum er lát-
ið rigna yfir þjóðina. Aðrar atvinnu-
greinar geta hypjað sig. Vegna
alþjóðlegra viðhorfsbreytinga und-
anfarin ár, gagnvart óspilltri náttúru
og breyttrar stefnu stóriðjufyr-
irtækja, munu stjórnir Alcan og Al-
coa alls ekki vilja tengja fyrirtækin
við kaup á orku sem fengin er með
ósvífnum yfirgangi, jarðvöðulshætti
og skemmdarverkum á nátt-
úruperlum. Það sama á væntanlega
við um Century Aluminium. Nátt-
úruperlur hafa ekki minna gildi, þó
fáir hafi séð þær.
Gerum orkuhákum og valdafíklum
sem einskis svífast og nota Lands-
virkjun til atkvæðaveiða, ljóst að
ekki verði gengið lengra í virkj-
anaframkvæmdum fyrir stóriðjuver,
en áætlanir um virkjanir í neðri
Þjórsá og jarðhitavirkjanir á Norð-
urlandi gera ráð fyrir. Hugsanlega
dugar Alcan í Straumsvík, helmingur
fyrirhugaðrar stækkunar, hinn helm-
ingurinn, hvað mengun varðar, gæti
verið hjá álverksmiðju á Norður-
landi, það er sæmileg sátt um þessar
virkjanir og mögulega yrði sátt hjá
Hafnfirðingum um
þessa stækkun álvers-
ins. Stjórnir Alcan og
Alcoa leggja nú alla
áherslu á að verk-
smiðjur séu byggðar í
góðri sátt við nágranna.
Íslendingar munu þá
framleiða vistvæna
orku fyrir stór-
iðjuframl. ál og járn-
blendi um 5000 kg á
mann, skuldir Lands-
virkjunar munu verða
nálægt þrjú hundruð
milljörðum, þær skuldir
munu leggjast af miklum þunga á ís-
lenskt atvinnulíf og heimili. Allir sjá
þá miklu áhættu fyrir fámenna þjóð,
sem fylgir svo mikilli fjárfestingu í
orkuframleiðslu, fyrir áhættusaman
atvinnurekstur. Mál að linni, nóg sé
orðið nóg.
Íslendingar munu ekki leysa
mengunarvanda heimsins, þó þeir
virkjuðu allar landsins ár og læki og
boruðu eftir allri þeirri jarðhitaorku
sem finnst í iðrum íslenskrar jarðar.
Engin þjóð er svo grunnhyggin að
eyða öllum sínum ,,olíulindum“ á sem
skemmstum tíma eða gera áratuga
samninga við útlend fyrirtæki um af-
not af öllu vatnsafli. Það er aðeins
Framsóknarfl. sem berst fyrir þeirri
afburða heimsku að Íslendingar geri
slíka samninga, einskonar orku-
vændi (powerprostitute). Íslendingar
hafa nú þegar fengið meira en ríflega
heimild til mengunar.
Meðalverð áls sl. 25 ár er lægra en
það verður að vera, til þess að svo-
nefnd viðunandi arðsemi Kára-
hnjúkav. náist, m.v. áætlað kostn-
aðarverð 85 milljarða. Á þessu
tímabili hafa verið á Vesturlöndum 3
svokallaðar efnahagsuppsveiflur, ál-
verð hækkað og lækkað, verið um
1300 dölum lægra og um 600 dölum
hærra en ,,háa“ verðið sem nú kætir
brellugefna ráðherra framsóknar og
þungavigtarfræðingar ráða sér ekki
af gleði yfir og segja af miklu yfirlæti
og þjósti, að sanni frábæra arðsemi
Kárahnv. Því miður er útlit fyrir að
tvö ár séu í full afköst hennar og
kostnaður stefni í 110–120 milljarða.
Viðunandi arðsemin svonefnda verði
algerlega óviðunandi.
LV forkólfar keppast nú við að
stofna dótturfyrirtæki, þ.á m. er
Landsnet, sem LV á að meirihluta,
samtímis er reynt að þyrla upp mold-
viðri vegna 45% eignarhl. Reykjavík-
urborgar í Landsvirkjun. Skuldirnar
dreifast á fleiri kennitölur og auknir
möguleikar á blekkingum í orku-
verði. Allt sveipað myrkri við-
skiptaleyndar, hjá þessu ríkisvernd-
aða einokunarfyrirtæki. Enron átti
líka mörg dótturfyrirtæki. Ljósið í
þessu enronska rekstrarmyrkri LV
er að Fjarðaál verður rekið af traust-
asta álframleiðanda heims og verður
góður vinnustaður, þó Alcoa ráði
ekki heimsmarkaðsverði áls og verði
ekki áfellst fyrir að hafa náð hag-
stæðum samningum um orkukaup.
Virkjanaáætlanir LV snúast að
mestu um að viðhalda verkefna- og
lánaveltunni, arðsemi aukaatriði. Að
venju mun ekki skorta afrekssögur
og sjálfshól í skýrslur ríkisverndaðra
á næsta aðalfundi LV enda bera þeir
í raun enga ábyrgð á framkvæmdum
og rekstri. Staðfest er að gróði LV af
orkusölu til stóriðjunnar er svo óljós
og óviss að enginn banki fæst til þess
að fjármagna virkjanaframkvæmdir
LV nema með fullri ríkisábyrgð og
ábyrgð Reykjavíkurborgar á öllum
skuldum Landsvirkjunar.
Virkjanaáróðurinn
Hafsteinn Hjaltason fjallar
um orkusölu til stóriðju ’Staðfest er að gróði LVaf orkusölu til stóriðj-
unnar er svo óljós og
óviss að enginn banki
fæst til þess að fjár-
magna virkjanafram-
kvæmdir LV nema með
fullri ríkisábyrgð og
ábyrgð Reykjavíkur-
borgar á öllum skuldum
Landsvirkjunar.‘
Hafsteinn Hjaltason
Höfundur er vélfræðingur.
ÞEGAR þetta er skrifað er
krónan óstöðugri en hún hefur
verið í mörg misseri. Þessir síð-
ustu atburðir hljóta því að vekja
upp þá spurningu með enn meiri
þunga en áður hvort
íslenskt hagkerfi sé
ekki að missa af viss-
um stöðugleika með
því að vera með eigin
gjaldmiðil, þann
minnsta í heimi sem
er á floti, þ.e. verð
hans ræðst á markaði.
Aðrir kostir eru þá að
taka upp annan gjald-
miðil t.d. evruna. En
er það mögulegt?
Ísland er sjálfstætt
land með eigin lög.
Sem sjálfstætt land
höfum við valið að
vera með eigin gjald-
miðil sem heitir ís-
lensk króna. Ekki
fæst séð að neinn geti
bannað okkur að nota
eitthvað annað sem
gjaldmiðil. Við gætum
notað smjör sem
gjaldmiðil ef við vild-
um, eða gull eða jafn-
vel einhvern stóran
gjaldmiðil eins og t.d.
evru. Það er ekki for-
dæmalaust að sjálf-
stæð smáríki noti
gjaldmiðla annarra
landa. Ekki er Món-
akó með eigin gjald-
miðil né Liechten-
stein.
Ef við gefum okkur að við Ís-
lendingar getum tekið upp erlend-
an gjaldmiðil án þess að spyrja
kóng eða prest, hvað mun það
kosta okkur? Einhliða upptaka
evrunnar þýddi að við þyrftum að
safna saman öllum íslensku krón-
unum og læsa þær niðri í skúffu og
láta þá sem áttu krónurnar hafa
evrur í staðinn. Samkvæmt Seðla-
banka Íslands eru um 13 millj-
arðar króna í seðlum og mynt í
umferð á Íslandi. Til að skipta öllu
þessu í evrur þyrftum við því að
útvega evruseðla og evrumynt sem
samsvarar 13 milljörðum króna.
Einhverjar aukabirgðir þyrfti
seðlabankinn að hafa ef fólk af ein-
hverjum ástæðum færi að taka
peninga út af reikningum sínum í
meira mæli en nú er. Hvernig eig-
um við að útvega þessa seðla og
mynt? Í versta falli þyrfti að taka
þetta að láni. Þá er fjármagns-
kostnaður óumflýjanlegur. Fáir fá
betri vaxtakjör en íslenska ríkið og
má því reikna með lágum vöxtum á
láni teknu hjá venjulegum banka.
3% vextir af 16 milljörðum eru
sem dæmi 480 millj. á ári. Spurn-
ingin er þá hvort upptaka evr-
unnar sé hálfs milljarðs virði á ári
hverju.
Hins vegar er ekki útilokað að
aðrar ódýrari leiðir séu til staðar.
Ein gæti verið sú að semja um lán
beint frá Evrópska seðlabankanum
á strípuðum stýrivöxtum hans sem
eru nú 2,25%. 2,25% af 16 millj-
örðum eru 400 milljónir á ári. Önn-
ur leið gæti verið að gera samning
við Evrópska seðlabankann um
jöfn skipti. Evrópski seðlabankinn
léti okkur í té evrur sem samsvara
16 milljörðum króna en við afhent-
um honum í staðinn 16 milljarða af
íslenskri krónu. Þessi samningur
gæti verið uppsegjanlegur af
beggja hálfu þannig að skiptin
gengju til baka á fyrirframákveðnu
gengi ef annar aðilinn teldi fyr-
irkomulagið sér óhagstætt. Ef
hægt væri að ná svona samningi
myndi upptaka evrunnar ekki
kosta okkur neitt. Þetta fyr-
irkomulag yrði Evrópska seðla-
bankanum algjörlega að kostn-
aðarlausu, bankinn myndi
einfaldlega prenta aðeins fleiri
seðla.
Hér hefur verið varið nokkrum
orðum í upptöku evrunnar á Ís-
landi frá sjónarhóli Íslands, en
hvernig snýr málið frá
sjónarhóli Evrópu-
sambandsins?
Evrópusambandið
vill að öll aðildarríki
sambandsins taki upp
evru til þess að evr-
ópskur markaður sé
sem skilvirkastur.
Evrópusambandið vill
einnig gjarnan að evr-
an keppi við dollarann
um að vera helsti
gjaldmiðill heimsins.
Hvernig liti ESB á
það ef lítið ríki óskaði
eftir sérstökum samn-
ingum við sambandið
til að geta tekið upp
evruna. Í fyrsta lagi
er þetta ríki í Evrópu.
Í öðru lagi er ríkið á
evrópska efnahags-
svæðinu sem segja má
að komist næst því að
vera fullgildur aðili. Í
þriðja lagi fullgildir
ríkið öllum kröfum um
stöðugleika í ríkisfjár-
málum svo sem fjár-
lagahalla, reyndar er
ríkissjóður hér rekinn
með afgangi en með
töluverðum halla í
flestum ríkjum Evr-
ópusambandsins. Í
fjórða lagi er landsframleiðsla á
mann mikil í ríkinu, reyndar ein-
hver sú mesta í heimi, en hagkerfið
samt það lítið vegna fámennis að
engu skiptir þó ríkið sé með evru
varðandi hagstjórn í sambandinu.
Það myndi með öðrum orðum ekki
skapa neitt ójafnvægi á evrusvæð-
inu þó í þessu landi kæmist til
valda stjórn sem klúðraði málum
sínum algjörlega, enda slíkt ólík-
legt. Í fimmta lagi gæti upptaka
ríkisins haft áhrif á viðhorf ann-
arra til evrunnar. Þetta gæti verið
mun mikilvægara atriði en sýnist
við fyrstu sýn. Að ríkt land eins og
Ísland vilji taka upp evru mun
auka hróður hennar. Danir hafa
ekki tekið upp evruna þó þeir séu
meðlimir í sambandinu og helsta
markmið seðlabanka Danmerkur
sé að halda gengi dönsku krón-
unnar sem fastast við evruna. Í
hvaða stöðu væru Danir ef Íslend-
ingar, sem ekki eru meðlimir í
sambandinu, tækju upp evru? Það
verður að segjast eins og er að
staða Dana yrði þá nokkuð furðu-
leg ef ekki beinlínis kjánaleg. Lík-
legt er að margir Danir færu þá að
spyrja sjálfa sig þeirrar óþægilegu
spurningar af hverju þeir væru að
dröslast með eigin gjaldmiðil ef ná-
grannaríki sem ekki væru einu
sinni í sambandinu teldu sig betur
komin með evru. Svipaðar spurn-
ingar gætu vaknað í Svíþjóð.
Með hliðsjón af framansögðu er
dregin sú ályktun að Evrópusam-
bandið myndi taka mjög jákvætt í
að gera sérstaka samninga við Ís-
land, þannig að landið gæti tekið
upp evru með sem minnstum
kostnaði.
Engar líkur eru þó á því að Ís-
land fengi beina aðild að Seðla-
banka Evrópu nema með fullri að-
ild að ESB. Það er, Íslendingar
kæmu ekki að stjórn peningamála
á evrusvæðinu nema með inngöngu
í ESB.
Evra án ESB-
aðildar – er það
mögulegt?
Jón Þorvaldur Heiðarsson
fjallar um möguleika
Íslendinga til að taka upp
evruna sem gjaldmiðil
’… Evrópusam-bandið myndi
taka mjög já-
kvætt í að gera
sérstaka samn-
inga við Ísland,
þannig að landið
gæti tekið upp
evru með sem
minnstum
kostnaði.‘
Jón Þorvaldur
Heiðarsson
Höfundur er hagfræðingur hjá Rann-
sóknarstofnun Háskólans á Akureyri.