Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 26

Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 26
26 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRÁ árinu 2003 hefur Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, haldið námskeið í nálastungum sem hefur verið sérsniðið fyrir sjúkraþjálfara. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt og oft hafa færri kom- ist að en vilja. Á nám- skeiðunum er farið yfir helstu grunnþætti nálastungumeðferðar, s.s. af hverju með- ferðin getur dregið úr verkjum, hvernig á að stinga, algengustu punktana ásamt helstu frábendingum. Á námskeiðinu sem undirritaður sótti (vor- ið 2004) útskýrði Magnús af hverju hann ákvað að halda slíkt námskeið fyrir sjúkraþjálfara (og lækna). Honum fannst vanta námskeið þar sem ekki er farið í líf- fræði mannskepn- unnar (anatomy) né líf- eðlisfræðina (physiology) heldur gert ráð fyrir ítarlegri þekkingu í þessum fög- um og því kennt beint um verklegu þætti nálastungumeðferðar. Einnig vill hann miðla sinni þekk- ingu á nálastungumeðferð sem hluta af almennri verkjameðferð en lang- varandi verkir eru í dag eitt algeng- asta vandmál sem sjúkraþjálfarar fást við. Sjálfur lærði hann meðferð- ina í Svíþjóð og hefur notað hana ár- angursríkt svo árum skiptir. Námskeiðinu á Reykjalundi var skipt upp í tvær helgar, eina fræði- lega og hina verklega að mestu. Í síðarnefnda þættinum komu sjúk- lingar, sem þegar voru í meðferð hjá þeim sjúkraþjálfurum sem sóttu námskeiðið, til Reykjalundar og Magnús ráðlagði um í hvaða punkta væri ákjósanlegast að stinga og þannig var nálastungumeðferðin veitt „alvöru“ sjúklingum. Þau vandamál sem nálastungur hafa reynst mjög vel við eru höf- uðverkur og migreni. Einnig hafa þær reynst vel við langvarandi vöðva- bólgum, sem koma m.a. í kjölfar bílslyss (hálshnykksáverka). Eftir námskeiðið voru skjólstæðingar viðkomandi „stungnir“ í allt að 5 skipti og það einu sinni í viku. Hver meðferð tekur 20–30 mínútur og þá felst hún aðallega í slökun þar sem viðkomandi liggur í þægilegri stöðu. Nálunum er stungið í ákveðna punkta og svo snýr sjúkraþjálfari þeim þangað til að sjúkling- urinn finnur eins kon- ar sviða eða dofa- tilfinningu. Þeir sem þjást af langvarandi höfuðverk, þjást gjarnan af þreytu og sofa illa. Það er al- gengt að viðkomandi sofni með nálarnar í sér enda geta þær haft mjög afslappandi og sefandi áhrif. Eftir 4–5 vikur eða jafnmargar meðferðir metur sjúkraþjálfari hvort eigi að halda áfram að stinga eða ekki. Það er ráðlagt að gera það ekki ef skjólstæðingur finnur engan mun eða er jafnvel verri, en halda áfram og stinga í allt að fimm skipti í viðbót ef viðkomandi finnur ein- hvern mun. Hann getur verið margs konar, m.a. að höfuðverkjaköstin koma sjaldnar eða eru styttri í senn. Annar kostur við meðferðina getur verið minni notkun lyfja, s.s. verkja- og bólgu- eyðandi lyf. Það er einnig stungið allt að 5 sinnum í viðbót (alls 10 skipti) þótt einkenni séu ekki til staðar lengur. Skv. Magnúsi finna allt að 8 af hverjum 10 minni einkenni eftir nálastungumeðferð og margir losna alveg við höfuðverk svo vikum eða mánuðum skiptir. Ef einkenni koma aftur er ákjósanlegt að veita meðferðina helst ekki fyrr en 3–6 mánuðum eftir fyrstu meðferðarlot- una. Sjúkraþjálfarar fá réttindi hjá Landlæknisembætti Íslands eftir námskeiðslok svo framarlega sem þeir hafa lokið hefðbundnu B.S. prófi í sjúkraþjálfun (4 ár í Háskóla Íslands). Þannig geta þessir sjúkra- þjálfarar veitt nálastungumeðferð sem hluta af annarri „hefðbund- inni“ meðferð við vöðvabólgu og höfuðverk eins og slökunarnudd, teygjur, liðlosun, hita eða kulda, rafmagnsmeðferð ásamt hentugum styrkjandi æfingum. Þetta er því góður kostur fyrir sjúkraþjálfara ef einkenni s.s. höfuðverkur stafar ekki af spenntum og stífum vöðvum né að sjúklingurinn hefur orðið fyr- ir áverka (fengið högg/hnykk/slink). Uppruni og orsök höfuðverkja geta verið óljós og það er mjög gjarnan þá sem nálastungumeðferð kemur til greina. Annar kostur þess að sjúkra- þjálfarar geta veitt nálastungu- meðferð þar sem hún er hluti af annarri meðferð sjúkraþjálfarans er að það er ekkert aukagjald tekið fyrir það heldur greiðir viðkomandi skjólstæðingur fyrir hverja nála- stungumeðferð eins og fyrir venju- lega meðferð hjá sjúkraþjálfara. Nálastungumeðferð hjá sjúkraþjálfurum Guðjón Traustason fjallar um nálastungur ’Uppruni og or-sök höfuðverkja geta verið óljós og það er mjög gjarnan þá sem nálastungu- meðferð kemur til greina.‘ Guðjón Traustason Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. TENGLAR .............................................. www.tr.is). Í ÁRATUGI hefur verið rætt um uppbyggingu stóriðju við Eyja- fjörð. Fyrir nærri 30 árum snerist umræðan eingöngu um álver, en þegar menn sáu hve álver voru umhverf- isóvæn var farið að tala um stóriðju eða orkufrekan iðnað. Þessi orðanotkun ber kannski vott um meiri víðsýni, en nú 30 árum síðar er víðsýnin ekki meiri en svo að enn er einungis talað um ál- ver þegar talið berst að stóriðju við Eyja- fjörð. Reyndar ber það nokkurn vott um víðsýni að nú er ekki einungis talað um álver við Eyja- fjörð heldur álver á Norðurlandi. Er látið í það skína að álver verði annaðhvort við Skagafjörð, Eyja- fjörð eða Skjálfanda. Ekki er mér fyllilega ljóst hvaðan orkan á að koma, en auðvitað skiptir máli hvaða landi á að fórna og hvernig. Ég lít sem sagt á virkjun fallvatna eða háhita fyrir álver sem fórn. Lengi var hér starfandi stofnun sem hét Markaðsskrifstofa iðn- aðarráðuneytis og Landsvirkjunar (MIL) og var hlutverk stofnunarinnar að laða stóriðjufyrirtæki til landsins. Hug- myndaauðgin var ekki meiri en svo að varð- andi Eyjafjörð kom nánast ekkert til greina né út úr starfi stofnunarinnar annað en álver. Þessi Mark- aðsskrifstofa hefur nú sem betur fer verið lögð niður, að mér skilst. En enn eru menn við sama hey- garðshornið og hugsa bara um ál. Þeim sem vilja gjarna byggja at- vinnulífið á öðrum grunni en inn- fluttu álgrýti er núið því um nasir að þeir vilji „bara tína fjallagrös“. Þetta er auðvitað útúrsnúningur, fjallagrös eru svo sem ágæt, en við eigum líka margra annarra kosta völ (samhliða fjallagrösunum). Enn fremur segja álmenn að um leið og hefja eigi framkvæmdir sjái álvers- andstæðingar verðmæti í hverri þúfu. Þetta er líka útúrsnúningur, verðmætin eru í hverri þúfu og hafa verið þar alla tíð, hvort sem um er að ræða fegurð eða aðrar landnytjar. Tæknikratarnir hafa bara ekki vitað um þessi verðmæti, en nú eru sem betur fer komnar fram aðferðir til að meta verðmæti náttúruauðlinda. Framboð á ósnortinni náttúru er minnkandi en eftirspurnin vaxandi. Ég hef enga löngun til að fá ál- ver við Eyjafjörð. Stóriðjuver og háspennulínur lýta þennan fallega fjörð og reyndar einnig Skagafjörð og Skjálfanda. Atvinnulíf við Eyja- fjörð á margra annarra kosta völ og álver fer illa við ímynd ferða- þjónustu- og matvælafram- leiðslusvæðis sem þar væri nær að treysta. Ef menn eru enn blindir og sjá ekkert nema álver í vænt- anlegri atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi, þá tel ég það betur niðurkomið við Húsavík en Eyja- fjörð eða Skagafjörð, meðal annars vegna þess að þar eru atvinnukost- ir færri. Göng undir Vaðlaheiði leiða til þess að atvinnusvæði þessa fyrirhugaða álvers næði einnig til Eyjafjarðar. En skynsamlegast væri fyrir landsfeðurna að hverfa frá álversstefnunni í atvinnu- málum. Þeim finnst það líklega of flókið því það er skipulagslega erf- iðara en áreiðanlega heilladrýgra til framtíðar. Álver við Eyjafjörð enn og aftur Bjarni E. Guðleifsson fjallar um álver og atvinnuuppbygg- ingu á Norðurlandi ’Ef menn eru enn blindirog sjá ekkert nema álver í væntanlegri atvinnu- uppbyggingu á Norður- landi, þá tel ég það betur niðurkomið við Húsavík en Eyjafjörð eða Skagafjörð …‘ Bjarni E. Guðleifsson Höfundur er náttúrufræðingur og starfar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með búsetu á Möðruvöllum í Hörgárdal. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AÐ SIGRA heiminn er eins og að spila á spil, segir Steinn Stein- arr í þekktu ljóði, og bætir því við í lokin að „þótt þú tapir, það gerir ekkert til,/ því það er nefnilega vitlaust gefið“. Þetta reynist þó því miður ekki alls kostar rétt. Í okkar þjóðfélagi um þessar mundir er hin vitlausa gjöf látin standa eins og ekkert sé. Og spil- að áfram eftir því. Háspilin og trompin fá því miður allt annað gildi en þeim er ætlað, og fyrir bragðið hefur verðmætamat brenglast á hreint út sagt ótrúleg- an hátt. Það sem ætla mætti að mestu skipti, umönnun manneskj- unnar, er minnst metið á dögum ríkidæmis, eyðslu og græðgi. Þetta byrjar um leið og börnin okkar draga fyrst andann. Ljós- mæður, sem bera þetta fagra starfsheiti og fylgjast með börn- um fyrstu vikurnar, þær skulu illa launaðar. Þótt þær spari heil- brigðiskerfinu stórfé. Leikskólakennarar skulu illa launaðir. Þótt þeir kveiki fróðleik og þroska barnanna og geri báð- um foreldrum kleift að stunda at- vinnu, og efli þar með hag þjóð- félagsins. Grunnskólakennarar skulu illa launaðir. Þótt þeir leggi grunninn að menntun þjóðarinnar. Framhaldsskólakennarar skulu illa launaðir. Þótt þeir mennti unglingana til að búa sig undir ævistarf í þágu þjóðarinnar. Sjúkraliðar skulu illa launaðir. Þótt þeir hlynni að veiku fólki að flýti fyrir bata þess og greiði götu þess aftur til atvinnulífsins. Sama gildir um hjúkrunarfólk almennt. Slökkviliðs- og sjúkraflutnings- menn skulu illa launaðir. Þótt þeir flytji okkur fársjúk til aðhlynn- ingar og bjargi verðmætum úr eldsvoða. Þarf ég að halda þessari upp- talningu áfram? Hvað er eiginlega að okkur? Af hverju látum við þetta við- gangast? Halda menn að þetta sé til heilla fyrir framtíð okkar? Er ekki kominn tími til að safna spilunum saman, stokka þau, og gefa upp á nýtt? Og gefa rétt? Fara að meta umönnun mann- eskjunnar í réttu hlutfalli við gildi hennar? Njörður P. Njarðvík Vitlaust gefið Höfundur er prófessor emeritus og rithöfundur. ÝMSAR leiðir hafa verið farnar við út- hlutun byggingalóða í Reykjavík og á höf- uðborgarsvæðinu. Og allar eiga þær það sam- eiginlegt að hafa verið gagnrýndar. Það sýnir að erfitt er að gera öll- um til hæfis þegar skipta á lífsins gæðum. Sú var tíðin að tryggara þótti að hafa flokksskírteini í réttum lit, til þess að fá lóð undir hús sitt. Einu sinni var tekið upp punktakerfi. Dregið var úr „potti“ við út- hlutun lóða í Lamba- seli. Sagt var að sumir þeirra heppnu hafi fengið gott verð þegar þeir seldu öðrum lóð- irnar. Í Grafarholti gerðu byggingaraðilar tilboð í lóðirnar. Þetta var mjög gangrýnt. Taldi minnihluti borg- arstjórnar verðspreng- inguna, sem þá varð einkum stafa af lóða- skorti. Lækningin væri að hafa ávallt nægt lóðaframboð til þess að mæta eftirspurninni. Kannski ekki svo vit- laust? Eða hvað? Skoðum það nánar. Enda þótt við Íslendingar búum við meira landrými en flestar aðrar þjóðir verðum við að átta okkur á og viðurkenna þá staðreynd að engin lífsgæði eru takmarkalaus. Landrými ekki heldur. Þegar ég fluttist hingað á höf- uðborgarsvæðið árið 1968 og fór að starfa við húsabyggingar í Breiðholt- inu, sem þá var að byggjast, var talað um að byggðin væri að „færast til fjalla“, bara komin suður fyrir Elliða- ár. Þess má líka minnast, að fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 þótti nú ekki álitlegt að byggja á „sprungusvæðinu“ við Rauðavatn. Í Morgunblaðinu var „Rauðavatns- slysið“ málað dökkum litum. Síðan er mikið vatn til sjávar runn- ið. Nú er Breiðholt allt, Grafarvogur, Grafarholt, Árbæj- arhverfi og meira að segja Norðlingaholt að verða fullbyggt. Sjálft Morgunblaðið er komið á sprungusvæðið við Rauðavatn. Þetta hefur byggðin þanist út á 38 árum. Nú er stefnan tekin í hlíðar Úlfarsfells. Þegar það svæði verður full- byggt ásamt Geld- inganesi, sem varla tek- ur mörg ár með sömu þenslu, má segja að sneyðast taki um bygg- ingalóðir í borgarland- inu. Vatnsmýrin er svo kapítuli út af fyrir sig, og í leiðinni verður mér hugsað til ofurheilanna, sem ætla að troða bákn- inu, sem á stofnanamáli nefnist „Landspítali – háskólasjúkrahús“ ofan í kraðakið á Landspít- alalóðinni. Með þessar stað- reyndir í huga er ekki mjög trúverðugt af mönnum, sem vilja láta taka sig alvarlega, að segja að leysa megi vandann með nægu lóðafram- boði. Það sem máli skiptir er að byggðin verði hæfilega þétt, svo að lagnakerfi borgarinnar verði betur nýtt og al- menningssamgöngur fýsilegur kost- ur til þess að draga úr því umferð- aröngþveiti sem einkabílisminn skapar á álagstímum. Í markaðsþjóðfélagi okkar get ég ekki séð heppilegri né réttlátari leið en útboð, þegar veita þarf aðgang að takmörkuðum gæðum. Æskilegt væri að öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu settu sér skýr- ar, samræmdar reglur um lóðaút- hlutanir á meðan eitthvað er enn eftir til þess að úthluta. Lóðaúthlutun og skipulagsmál í Reykjavík Sigmar Hróbjartsson fjallar um skipulagsmál í Reykjavík Sigmar Hróbjartsson ’Það sem máliskiptir er að byggðin verði hæfilega þétt, svo að lagnakerfi borgarinnar verði betur nýtt og almennings- samgöngur fýsi- legur kostur …‘ Höfundur er ellilífeyrisþegi í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.