Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 29
raunar í föðurhúsum alla tíð og
reyndist ömmu mikil hjálparhella
eftir að afi dó haustið 1971. Að
loknu skyldunámi hóf hann störf í
almennri verkamannavinnu og var
hamhleypa til verka, þótt hann væri
augljóslega á rangri hillu í ljósi hins
ákafa áhuga síns á bókum. Ein-
hverju sinni hafði ég orð á því við
móður mína að mér þætti skrítið að
bókakarl og fræðagrúskari eins og
Maggi frændi hefði ekki farið í lang-
skólanám. Hún svaraði því til að
hann hefði einfaldlega ekki haft
tækifæri til þess, raunar eins og svo
margir aðrir unglingar í þá daga.
Þetta var á eftirstríðsárunum, þjóð-
in fátæk, nýgengin úr kreppu og
framleiðsluhugsun mjög áberandi
og í hávegum höfð. Það var víða
verk að vinna. En hann bætti sér
það upp síðar á ævinni með því að
taka sér býsna löng frí frá vinnu,
sem mörgum fannst harla óvenju-
legt, til að sinna áhugamáli sínu;
lestri bóka. Bækur voru líf hans og
yndi.
Ég umgekkst Magga auðvitað
mest sem strákur og unglingur og
gerði mér sömuleiðis far um að
skjótast í heimsókn á Grettisgötuna
á háskólaárum mínum. Eins og
gengur dró verulega úr samskiptum
okkar eftir að ég var sjálfur kominn
með fjölskyldu og annir hversdags-
ins urðu meira krefjandi. Síðustu
árin voru samskipti okkar sáralítil.
Fyrir nokkrum árum veiktist Maggi
svo mjög að honum var vart hugað
líf um tíma. Hann glímdi við þessi
veikindi æ síðan – síðustu árin á
Elliheimilinu Grund – og átti ekki
afturkvæmt á heimili sitt við Grett-
isgötuna.
Fyrir vináttu og ræktarsemi
hans, þegar samskipti okkar voru
sem mest, verð ég ævinlega þakk-
látur. Það er komið að skilnaðar-
stundu. Sómamaður er genginn.
Blessuð sé minning Magnúsar Jóns-
sonar, Magga frænda.
Jón G. Hauksson.
Ó, dauði. taktu vel þeim vini mínum,
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá til þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans
auður,
sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér.
Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður
sem einskins hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðm.)
Nú kveðjum við Magga frænda,
eldri bróður pabba okkar, sem bjó
hjá Gurrý ömmu í litla gula húsinu á
Grettisgötunni. Við eigum margar
minningar um Magga frænda.
Fyrstu minningarnar um hann eru
frá því að hann tók á móti manni
þegar við heimsóttum þau ömmu og
hann. Þá togaði maður stundum í
jakkavasann hjá honum og þá laum-
aði hann oft nammi í vasann og gaf
okkur.
Þær eru ofarlega í huganum
minningarnar um hjólreiðatúrana
sem voru þvílíkt sport. Stundum var
setið á bögglaberanum og stundum
á stýrinu. Hjólreiðatúrarnir enduðu
oft niður á tjörn að gefa öndunum
brauð sem var alveg æðislegt.
Seinna fengu elstu barnabörn föður
okkar að upplifa þetta.
Þegar við fengum að fara í heim-
sókn til Gurrý ömmu og Magga
frænda með strætó þá tók Maggi
ekki annað í mál en að ganga með
okkur upp á Hlemm þegar við vor-
um að fara heim og beið með okkur
þar til við vorum komnar upp í
strætó á leið heim.
Maggi frændi dó 27. feb. um
morguninn en þann dag fæddi ein af
okkur litla dóttur. Þannig er nú lífið
þegar einn kveður er annað líf sem
fæðist.
Við viljum þakka fyrir alla góðu
stundirnar með þér, Maggi frændi,
og vitum að nú ert þú kominn á
betri stað.
Guðríður, Hafdís og
Díana Guðjónsdætur.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 29
MINNINGAR
✝ Teitur Krist-jánsson fæddist
í Litla Laugardal í
Tálknafirði í
V-Barðastrandar-
sýslu hinn 16. októ-
ber 1928. Hann lést
á heimili sínu hinn
24. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Kristján Kristófers-
son og Jóhanna
Pálsdóttir. Systkini
Teits eru: Jóna, f.
1917, Páll, f. 1918,
látinn, Kristín, f. 1920, látin,
Kristófer, f. 1922, látinn, og Gísli,
f. 1924, látinn.
Teitur kvæntist Margréti Birnu
ur Hrafn, f. 1992, b) Egill Óskar, f.
1994, c) Eiríkur Rúnar, f. 1997. 3)
Ingvar, f. 1958. Synir hans: a) Teit-
ur Þór, f. 1982, b) Haukur Már, f.
1984, c) Bjarki Freyr, f. 1993. 4)
Birgir, f. 1960, kvæntur Þuríði
Helgu Benediktsdóttur. Börn
þeirra eru: a) Benedikt Orri, f.
1988, b) Tinna Björk, f. 1994. 5)
Aðalsteinn Þór, f. 1961. 6) Jóhanna
Kristín, f. 1963, gift Gísla Ágústs-
syni. Dóttir þeirra er: Selma Mar-
grét, f. 2000. Dóttir Jóhönnu er
Elsa Rut Gylfadóttir, f. 1989.
Sem ungur maður stundaði
Teitur sjómennsku á vetrum á
Gylfanum og Verði frá Patreks-
firði en vann á jarðýtu og við bú-
störf á sumrin. Árið 1955 flytjast
Teitur og Margrét til Reykjavíkur
og stofna heimili. Teitur lærði
húsasmíði og varð það hans ævi-
starf.
Útför Teits verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Aðalsteinsdóttur frá
Fáskrúðsfirði hinn
31. mars 1956. For-
eldrar hennar voru
Aðalsteinn Valdimar
Björnsson og Þórunn
Jóhannesdóttir Mich-
elsen. Börn Teits og
Margrétar eru: 1)
Hilmar, f. 1955,
kvæntur Ingibjörgu
Þóru Marteinsdóttur.
Dætur þeirra eru: a)
Hildur, f. 1980, gift
Jóhanni Erni Sigur-
jónssyni, dóttir
þeirra er Alda Marín, f 2002. b)
Katrín, f. 1984. 2) Sigrún, f. 1957,
sambýlismaður Gísli Rúnar Har-
aldsson. Synir þeirra eru: a) Giss-
Sálin fleyg og höndin hög
hlýða sama dómi.
Eilíf ráða listar lög
litum, svip og hljómi.
(Einar Ben.)
Hjartkær tengdafaðir minn er lát-
inn 77 ára að aldri. Það er enginn ald-
ur nú til dags og alls ekki hjá honum
sem okkur öllum fannst sterkastur
allra, hraustur, keikur, eilífur, ný-
hættur í formlegri vinnu. Hann var
þó alls ekki hættur, sífellt eitthvað að
vinna fyrir sig og sína. Frár á fæti,
hljóp upp um fjöll og firnindi og
höfðum við yngra fólkið ekki roð við
honum, hann á vaðstígvélum, við á
fullkomnustu gönguskóm. Já, minn-
ingarnar streyma fram. Tjaldferð-
irnar góðu sem farnar voru um sveit-
ir landsins, þar var Teitur á
heimavelli, þekkti nánast hvern bæ,
fjöll og fugla og ef hann var ekki viss
þá var „bókin góða“ tekin fram,
Vegahandbókin, sú var sko notuð,
mikið flett. Teitur var mikill hag-
leiksmaður, vinnusamur mjög, ekta
Vestfirðingur enda úr Arnarfirðin-
um. Hann fæddist í Tálknafirði og
fluttist með foreldrum sínum ungur
að Öskubrekku í Fífustaðadal og
seinna að Feigsdal í Bakkadal í Arn-
arfirði.
Ég var svo lánsöm að fara í Vest-
fjarðaferð með tengdaforeldrum
mínum fyrir nokkrum árum, það er
stór perla í minningasjóði mínum.
Hann var alveg hreint óendanlega
fróður um land og þjóð. Alltaf mun
ég minnast orða hans þegar við vor-
um fyrir utan Hrafnseyri: „Sjáðu
Ingibjörg, hve þeir eru fallegir Ket-
ildalirnir mínir,“ og seinna um dag-
inn þegar búið var að tjalda við Dynj-
anda þá var elduð ýsa sem hann hafði
fengið að gjöf hjá sjómönnunum á
Flateyri, yndislegar minningar,
ómetanlegur fjársjóður. Stundirnar
allar í bústaðnum góða í Eilífsdal,
þar sjást mörg handarverkin hans,
melur einn svæðið í kring, nú
uppgróið og fallegt. Þar voru barna-
börnin í fyrirrúmi sem og heima, allt-
af að gera eitthvað fyrir þau eða með
þeim. Betri afa er vart hægt að
hugsa sér fyrir barnabörnin, alltaf til
í allt, óþrjótandi kraftur í leik og
starfi.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Tómas Guðm.)
Lokið er farsælli ævi góðs manns.
Ég kveð Teit með sorg og söknuði og
er þakklát fyrir samvistir okkar sem
aldrei bar skugga á. Hugurinn dvel-
ur hjá Margréti, sem sér á eftir lífs-
förunaut sínum, hennar er missirinn
mestur. Megi henni hlotnast styrkur
í sorginni.
Ingibjörg Þóra Marteinsdóttir.
Hafðu þakkir fyrir allt og allt,
kæri Teitur, alla óeigingjarna og
mikla hjálp hér heima við, við hinar
sífelldu endurbætur og uppbyggingu
í húsinu okkar. Hér við lok mikils og
langs vinnudags óska ég þér friðar
og góðrar hvíldar og bið góðan guð
að styðja eftirlifandi eiginkonu, börn
og fjölskyldur þeirra.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín tengdadóttir,
Þyrí.
Mig langar til að skrifa nokkur orð
til að minnast afa. Hann var raunar
ekki afi minn heldur meira pabbi
minn. Hann kenndi mér allt sem ég
þarf að kunna um muninn á því að
nota skrúfu og nagla, hvernig best er
að saga og þótt það hafi einhvern
veginn hljómað furðulega frá honum,
þá eru kraftarnir víst ekki allt.
Stundirnar í bílskúrnum eru ómet-
anlegar, þar sat maður oft og ann-
aðhvort horfði á hann vinna eða þá að
maður fékk lítinn spýtukubb til að
smíða úr eða tálga.
Hann sýndi alltaf mikinn áhuga á
því hvernig mér gekk í skólanum og
þótt ég kynni lítið sem ekkert í hlut-
unum sagðist hann alltaf vera viss
um að ég fengi tíu á prófinu, en ef það
rættist ekki sagði hann rólega: „Ertu
nokkuð búin að fá miklu hærra á
þessu ári?“
Stundum efaðist ég um það hver
ætti áhugamálin, ég eða hann. Þá
sérstaklega í þau þrjú ár sem ég var
með kanínurnar, hann var ótrúlega
natinn við að hanna og byggja kofa,
grindur og alls konar krúsidúllur og
stundum þótti ömmu nú nóg um
ruglið í okkur. Svo þegar kanínu-
greyin voru orðin flestum til ama þá
fór hann með þær upp á dýraspítala
og lét svæfa þær, og ég held bara að
það sé eitt af fáum skiptum sem ég sá
honum vökna um augun.
Ef maður kom með smávægilegt
vandamál eða hugmynd til hans fór
alltaf í gang mikil hugmyndavinna
um það hvernig best væri að laga það
og oftast kom hluturinn margendur-
bættur til baka.
Sumarbústaðarferðirnar voru líka
æði margar og þar var margt brall-
að, náð í vatn, höggvinn eldiviður og
gruflað í garðinum, alltaf var jafn
gaman að hjálpa til við það, þó að í
dag sé manni ljóst að líklega þvæld-
ist maður nú bara mest fyrir.
Ég býst ennþá við því að hann
gangi inn um dyrnar, fari í inniskóna,
og segi svo: „Elsa Rut, hefurðu séð
gleraugun mín?“ Og ég svara: „Nei,
af hverju ætti ég að vita um þau?“ Þá
svarar hann: „Nú, þú átt að sjá um að
passa þau.“
Takk afi, fyrir að hafa alltaf verið
þú sjálfur og leyft mér að dandalast
svona mikið í kringum þig.
Þín
Elsa Rut.
Elsku Teitur afi, okkur bræðurna
langar til að kveðja þig og segja
nokkur orð.
Minningarnar um þig og þær
ánægjulegu og góðu stundir sem við
áttum saman yfir ævina munu lifa
með okkur að eilífu. Heimsóknirnar
á Digranesheiðina voru okkur alltaf
ljúfar í hjarta og var sérlega
skemmtilegt að fara með þér um mó-
ann bak við húsið og hlusta á þær
skemmtilegu sögur sem þú sagðir
okkur þá. Ferðirnar upp í bústað
með þér og ömmu voru ávallt
skemmtilegar, sérstaklega er okkur
minnisstætt þegar við löbbuðum
með þér upp á Eyrarfjall með fánann
og ætluðum við að endurtaka þann
leik þegar við værum orðnir jafn
gamlir og þú á þeim tíma enda vorum
við undrandi á formi og krafti þínum.
Matarvenjur þínar þóttu okkur
alltaf áhugaverðar og endurspeglaði
það viðhorf þitt til að halda í gömlu
siðina. Hin árlega skata uppi á
Digranesheiði með þér og ömmu
munu lifa með okkur að eilífu. Það
var alltaf gaman að sjá hvað kraft-
urinn í þér var rosalegur og munum
við sérstaklega eftir því þegar við
vorum að moka með þér fyrir vatns-
inntakinu uppi í bústað og áttum við
fullt í fangi með að halda í við þig.
Þú varst afar kærleiksríkur, góður
og blíður maður. Rosalega handlag-
inn og voru það ófáir hlutirnir sem
þú bjóst til sjálfur handa okkur. Þú
komst alltaf vel fram við okkur og
munum við ávallt elska þig.
Hvíldu í friði, elsku besti afi okkar,
þú munt alltaf eiga stóran hluta af
hjarta okkar og munum við sakna
þín.
Teitur, Haukur og Bjarki.
Við sitjum hér saman systurnar og
trúum því ekki að það sé virkilega
komið að kveðjustund þinni. Þú sem
alltaf varst manna hressastur og til í
allt. Stakkst fullbúna fjallakappa af í
Esjunni klæddur vaðstígvélum og
vindjakka, alltaf til í að leika við okk-
ur barnabörnin í öllum þeim leikjum
sem okkur datt í hug og þú varst allt-
af til staðar ef eitthvað var.
Elsku afi, til þín munum við alltaf
hugsa með hlýju og kærleik. Takk
fyrir allar frábæru stundirnar sem
við áttum saman. Lífið verður mun
litlausara án þín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Þínar
Hildur og Katrín.
Nú er hann Teitur afi dáinn. Hann
vissi svo margt og gat svo margt.
Þegar við þurftum að vita eitthvað þá
spurðum við þig og þú vissir alltaf
svarið. Þegar við vorum í sumarbú-
staðnum kenndir þú okkur að tálga
með vasahníf svo við gætum tálgað
spýtukalla eins og þú. Þegar við vor-
um í smíði í skólanum og komum
heim með smíðahlutinn gáði mamma
alltaf hvort ekki væru vel pússaðar
brúnirnar, hún sagði okkur að þú
gerðir það alltaf, og þá gátum við sýnt
þér stoltir það sem við smíðuðum, og
mikið rétt þú straukst hlutinn með
stóru höndunum þínum og gáðir
hvernig við pússuðum hann. En hver
á nú að hjálpa ömmu í sumarbústaðn-
um með hakann til að ná steinunum
upp? Kannski getum við gert það, við
vorum búnir að sjá þig nota hann.
Hann Teitur afi var ekki glaður ef við
fórum ekki vel með gróðurinn og
trén. Það var nú gaman þegar við vor-
um að tefla. Þá var mikið hugsað.
Gaman þótti okkur þegar við unnum
þig eða gerðum góðan leik. Þá sagðir
þú alltaf: „Sko þig,“ eða „þetta
gastu“.
Við eigum eftir að sakna þín mikið.
Bless, Teitur afi, og þakka þér fyrir
allt.
Gissur Hrafn, Egill Óskar
og Eiríkur Rúnar.
Teitur afi var frábær. Hann gerði
margt skemmtilegt með okkur eins
og að spila á spil, tálga og smíða tré-
karla, spila tennis og badminton og
fara í göngutúra þegar við vorum í
sumarbústaðnum með honum og
ömmu.
Afi var mjög sérstakur í okkar aug-
um, við nutum vel þeirra stunda sem
við áttum með honum. Hvíl þú í friði,
og hafðu þakkir fyrir allt.
Þín
Tinna Björk og Benedikt Orri.
TEITUR
KRISTJÁNSSON
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Fleiri minningargreinar
um Magnús Jónsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Guðríður, Haf-
dís og Díana Guðjónsdætur og
Sveinn H. Ragnarsson.