Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 31
Baldvin var nú búinn að halda þetta
lengi út og lifa tímana tvenna. Mikið
óskaplega er nú gaman að kynnast
svona öðlingum eins og Baldvini. Sem
stráklingur hitti ég ekki þennan
frænda minn oft. Það var eiginlega
þannig að ég rétt vissi af því að hann
væri bróðir föður míns og að hann
væri búsettur í Vestmannaeyjum.
Hann hafði einstaka sinnum komið í
heimsókn til foreldra minna þegar ég
var enn á unglingsaldri. Þá verður
gosið í Helgafelli til þess að breyta
öllu hvað varðar samgang fjölskyldu
minnar við ættmenni úr Vestmanna-
eyjum. Nú fór ég að þekkja þessi and-
lit mun betur, og ekki grunaði mig þá
að ég ætti eftir að kynnast þessum
frábæra dreng, Baldvini föðurbróður
mínum, betur en öðrum fjölskyldu-
meðlimum úr Eyjum. Þannig var mál
með vexti að við vorum strákahópur
úr Kópavoginum sem höfðum stofnað
íþróttafélag og nefnt það Handknatt-
leiksfélag Kópavogs. Þetta strákaæv-
intýri var nú búið að leiða okkur út í
keppni í meistaraflokki í handboltan-
um. Aðstaða í Kópavogi var nú ekki
glæsilegri en svo að við urðum að leita
á náðir Mosfellinga til að æfa og eiga
Varmá sem okkar heimavöll. Já, það
var ekki stórum íþróttahúsum fyrir
að fara í Kópavoginum á þessum
tíma. Við vorum guttarnir að samein-
ast um að fara á bílum okkar og fjöl-
skyldna okkar þrjú til fjögur kvöld í
hverri viku. Þetta var því alltaf nokk-
urt ferðalag fyrir okkur guttana. Það
var síðan á fyrstu æfingunni í íþrótta-
húsinu að Varmá að mér varð það
ljóst að þeir í Mosfellsbænum höfðu
haft rænu á því að ráða toppmann í
húsvarðarstarfið. Þarna hitti ég strax
á Baldvin föðurbróður minn og það
var strax eitthvað sem gerði þessar
ferðir upp að Varmá enn skemmti-
legri en ella. Það var alveg nákvæm-
lega sama hvað gekk á, alltaf var þessi
öðlingur í sama ljúfa skapinu. Æf-
ingatími okkar var alltaf í síðustu tím-
unum á kvöldin og varð hann því oft
að hanga yfir æfingum okkar langt
fram undir miðnættið. En það breytti
því ekki að ég og félagar mínir gátum
alltaf sest inn í húsvarðarherbergið
hjá Baldvini til þess að spjalla um
daginn og veginn eftir æfingar. Þessi
góði drengur, Baldvin Skæringsson,
varð því strax eins og einn af okkur
HK-mönnum, mikill vinur allra í
meistaraflokki þessa litla félags. Á
þessum tíma vorum við að vinna afrek
í sögu handknattleiks á Íslandi, með
því að fara upp úr þriðju deild og upp í
þá fyrstu á tveimur árum. Og hver
haldið þið að hafi verið einn harðasti
stuðningsmaður okkar strákanna?
Auðvitað enginn annar en Baldvin
frændi, sem greinilega hafði gaman af
því að fylgjast með okkur berjast
þetta áfram í boltanum.
Á þessum tveimur árum sem við
vorum þarna nær því annan hvern
dag, þá var alltaf hægt að setjast inn
hjá Baldvini frænda í spjall og bið eft-
ir því að félagarnir væru allir reiðu-
búnir til heimfarar, eða þá fyrir æf-
ingar ef maður var kominn tímanlega.
Þá var spjallað um heima og geima,
fluttar fréttir af högum fjölskyldna
okkar og að sjálfsögðu skipst á gríni
og glensi inn á milli. Ég get fullyrt það
að Baldvin frændi ávann sér virðingu
og vinskap allra minna félaga með
einstakri og ljúfmannlegri framkomu
sinni.
Það eru forréttindi að fá að kynnast
svona ljúflingum eins og Baldvini og
slíkt er eitthvað sem maður býr að til
æviloka. Mikið væri nú óskandi að
manni tækist að taka þetta sér til eft-
irbreytni, því slík framkoma og hátta-
lag skilar öllum glaðari og hamingju-
samari dögum.
Kæri Baldvin, frændi minn, ég
þakka þér fyrir þessi kynni, um leið
og ég veit að vera þín hér gerði ekkert
annað en að bæta mannlífið. Ég óska
frændum mínum og frænkum, afkom-
endum Baldvins frænda, styrks í
sorginni við fráfall hins mikla heið-
ursmanns.
Gissur Kristinsson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 31
MINNINGAR
✝ Magnús Jónssonfæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1935. Hann
lést föstudagin 24.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ágústa Magnúsdótt-
ir frá Hofi í Dýra-
firði, f. 16. ágúst
1906, d. 23. júní
1977, og Jón Svein-
björnsson, f. í
Reykjavík 25. nóv-
ember 1899, d. 2.
nóvember 1989.
Systkini Magnúsar eru Kristbjörg
María, f. 1931, Sveinbjörn, f. 1932,
og Helgi Þór, f. 1943.
Á jóladag 1961 giftist Magnús
Laufeyju Símonardóttur frá
Reykjavík, f. 20. janúar 1939, d.
30. janúar 2006. Foreldrar hennar
voru Símon Bjarnason, f. 21. sept.
1897, d. 11. okt. 1981, frá Hall-
stúni í Holtum í Rang., og María
Hrómundsdóttir, f. 14. nóv. 1902,
d. 11. des. 1974, frá Áftanesi, Gull.
Börn Magnúsar og Laufeyjar eru:
1) Ágústa, f. 1956, maki Kristján
Þór Sigfússon, f. 1958. Sonur
Ágústu frá fyrri sambúð er Frið-
rik Þór, f. 1976, hann á dótturina
Anítu Ágústu, f. 2003. Ágústa og
Kristján eiga soninn
Magnús Viðar, f.
1979. 2) Evert
Sveinbjörn, f. 1959,
maki Hugrún Stef-
ánsdóttir, f. 1959.
Evert hefur alið upp
Jóhannes Pál, f.
1979, son Hugrúnar.
Saman eiga þau
Stefaníu Huld, f.
1992, og tvíburana
Elvu Rún og Evu
Kristínu, f. 1996. Jó-
hannes Páll á soninn
Gabríel Snæ, f.
1997. 3) Sigrún, f. 1962. Með fyrr-
verandi eiginmanni Ármanni Sig-
urðssyni á Sigrún tvíburana Sig-
urð Evert og Katrínu Lind, f.
1995. 4) Hildur Kolbrún, f. 1966,
börn hennar eru Laufey, f. 1984,
hún á dótturina Elísabetu Lilju, f.
2002; María Tinna, f. 1986; og
Berglind, f. 1989. 5) Berglind
Agnes, f. 1971, börn hennar eru
Sigrún Snædís, f. 1993, William
Þór, f. 2001, og Erykah Lind, f.
2004. Börn, barnabörn og barna-
barnabörn Magnúsar eru alls tutt-
ugu og tvö.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Garðakirkju á Álftanesi í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Pabbi.
Elsku pabbi, nú er baráttu þinni
lokið. Við þann sjúkdóm sem þú háðir
við undanfarin ár. Það er ekki hægt
annað en að dást að þér við þessa
baráttu, annaðhvort varstu hér eða
þar, en alltaf komstu aftur. Þar kom
að því, að þú lést undan, kannski sér-
staklega þar sem mamma fór frá
okkur í janúar síðastliðnum. Þá var
lífsviljinn orðin lítill hjá þér og þú
sagðir að það væri ekki langt í að þú
færir til hennar.
Mig langar að þakka þér fyrir upp-
vaxtarárin mín, þú varst alltaf tilbú-
inn að rétta mér hjálparhönd þegar
ég leitaði til þín. Þá skipti ekki máli
hvort um væri að ræða hrossin, bíl-
inn eða heimilið, alltaf áttir þú tíma
til að hjálpa mér. Þú mátt eiga það
einn, hvað þú varst handlaginn, það
var alveg sama hvað þú tókst þér fyr-
ir hendur, allt lék í höndunum þínum.
Það var alltaf gott að leita til þín, t.d.
þegar ég lenti í vandræðum með bíl-
inn þá vantaði ekki viljann eða get-
una, að veita mér góðar leiðbeining-
ar. Ég vil þakka þér fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman, þegar
við unnum saman í Slippnum og á
sjónum, þá gafst okkur oft tími til að
spjalla um lífið og tilveruna og gera
að gamni okkar. Einnig þakka ég fyr-
ir góðar samverustundir með mér og
minni fjölskyldu.
Þinn sonur,
Evert.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get
ekki breytt og vit til að greina þar á
milli. Til að lifa einn dag í einu njóta
hverrar stundar meðan hún líður:
sætta mig við að vegurinn til friðar sé
varaður erfileikum: taka, svo sem
hann gerði, þessum synduga heimi
eins og hann er, ekki eins og ég vildi
að hann væri, treysta því að hann láti
allt ganga mér í hag ef ég gef mig
Honum á vald: svo ég megi njóta
þeirrar hamingju sem mér gefst í
þessu lífi og ómælanlegrar hamingju
með Honum á hinu næsta, Amen.
Hjartans gullið mitt, elsku kallinn
minn, það kom að því að þú lést und-
an, enda varstu kominn með heimþrá
eins og þú kallaðir það, að komast til
mömmu sem lést hinn 30. jan. sl.
Hjartanu mínu blæðir en samt er ég
sátt, vitandi það að þú ert kominn í
faðm hennar mömmu. Allt hefur
gengið svo hratt fyrir sig. Ekki átti
maður von á að mamma færi á undan
þér þar sem þú varst búin að glíma
við þinn sjúkdóm sl. sex ár og oft á
tíðum varstu við dauðans dyr en aldr-
ei gafstu upp, karlinn minn, fyrr en
núna þegar stóra ástin þín var farin
frá þér.
Pabbi, það er margt sem þú hefur
gefið mér í gegnum tíðina og það
geymi ég í hjarta mínu. Ég á margt
að þakka fyrir eins og þær stundir
sem við áttum saman fyrir og eftir
fráfall mömmu þú veittir mér styrk,
ást og umhyggju á þessum erfiða
sorgartíma. Ég verð ykkur alltaf
þakklát fyrir þessi ár sem þið veittuð
mér. Ég hefði ekki viljað fá aðra for-
eldra til að leiðbeina mér í lífinu.
Hjartans þakkir fyrir allt og að gefa
börnunum mínum tíma og ást þína í
þessi ár.
Elska þig mjög mikið, þín dóttir
Sigrún.
Elsku besti pabbi minn og vinur.
Hjarta mitt er brostið og ég trúi
ekki að þú hafir kvatt mig svo fljótt,
eftir að mamma kvaddi mig og okkur
öll hin. Ég er samt glöð að þið hafið
nú sameinast á ný því að hjarta þitt
brast þegar þú misstir stóru ástina í
lífi þínu.
Engan grunaði að svo stutt yrði á
milli ykkar, elsku pabbi minn. Sárs-
aukanum við að missa ykkur bæði er
ekki hægt að lýsa með orðum. Við
vorum öll svo tengd og þið voruð
styrkur minn, stoð og gáfuð mér
ólýsanlega ást og gleði sem ég mun
alltaf njóta góðs af.
Elsku pabbi, þú leiddir mig veg-
inn, hlustaðir á mig þegar ég þurfti
að spjalla, varst mér stoð og stytta í
svo mörgu og leiðbeinandi fyrir mig
og stelpurnar mínar sem nú syrgja
afa sinn og langafa sárt. Þú varst
þeim svo góður og í þeirra augum svo
mikill og hjartahlýr. Þeim fannst allt-
af svo gott að koma til afa og ömmu
sinnar í heimsókn, þið sýnduð þeim
alltaf hversu mikilvægar þær væru
og settuð hagsmuni þeirra ofar ykk-
ar eigin. Fyrir það þakka ég þér af
öllu hjarta, elsku pabbi minn.
Það er svo margs að minnast í lífi
okkar allra saman og of langt upp að
telja hér, en við eigum það í okkar
hjarta og berum það með okkur uns
tími okkar mun koma.
Já, lífið er svo óréttlátt oft á tíðum
og við skiljum stundum ekki hvað á
okkur er lagt, en samt megum við
ekki vera eigingjörn og því, elsku
pabbi, er ég nokkru sáttari í hjarta
mínu þar sem ég veit að þú ert hjá
elskunni þinni fallegu, henni
mömmu, og ég veit að þið passið
hvort annað og lítið eftir okkur hin-
um í leiðinni. Þú vildir fara til hennar
og varst einhvern veginn svo sáttur
við að fara, enda búinn að þjást nógu
lengi, elsku besti pabbi minn.
Með harm í hjarta mínu kveð ég
þig, elsku pabbi minn og vinur. Megi
guðs englar passa þig og vernda.
Þakka þér fyrir að vera til fyrir mig,
án þín væri ég ekkert, vegna þín er
ég allt sem ég er. Kysstu mömmu frá
mér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alúð þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Elska þig alltaf.
Þín dóttir,
Kolbrún.
Elsku pabbi minn.
Hvernig á ég að lifa án ykkar
mömmu sem lést hinn 30. janúar sl.?
Þið voruð mér allt, ég er ekki farin að
átta mig á þessu ennþá. Missirinn er
það mikill fyrir mig en ég er svo
þakklát fyrir þessi ár sem við áttum
og ekki síður þau ár sem ég gekk í
gegnum með þér í þínum veikindum.
Þrátt fyrir að oft á tíðum væri erfitt
að takast á við sjúkdóminn og þú
stæðir oft við dauðans dyr, var samt
sem áður ekki hægt að hugsa sér rík-
ari manneskju en mig. Alltaf var viss
tilhlökkun að sækja þig og fara með
þig á rúntinn eða bara heim. Þú varst
svo glaður að fá að komast heim til
mömmu og kúra í rúminu þínu og
ekki síður að borða matinn hennar.
Eftir lát mömmu varst þú mér allt,
við spjölluðum saman oft á dag sem
við nutum bæði tvö. Við gátum talað
saman um mömmu og það veitti okk-
ur báðum styrk og huggun.
Jólin 2005 gastu ekki komið heim
til okkar en undanfarin ár höfum við
átt jólin saman þú, mamma, ég og
börnin, það vantaði mikið þessi jól en
ég kom með börnin mín á jóladag til
þín þar sem þau færðu þér gjafir og
átu stund mér þér sem er ómetan-
legt, svo næstu jól verða tómleg fyrir
mig og börnin en ég mun gera allt
sem í mínu valdi stendur til þess að
létta þeim jólin. Eins er það með
ferðalögin sem við höfum farið sam-
an í gegnum tíðina. Þau voru alltaf
skemmtileg og þú varst viskubrunn-
ur um staði, fjöll og firði og þér leidd-
ist aldrei við að segja frá og kenna.
Börnin mín minnast þess um ókomna
tíð.
Elsku hjartans pabbi minn, ég
sakna þín svo mikið en ég veit að
mamma tók á móti þér eins og þú
vildir enda var hún ástin þín, stoð og
stytta.
Pabbi, ég kveð þig núna en veit að
þú og mamma takið á móti mér þegar
minn tími kemur. Takk fyrir að vera
pabbi minn. Ég elska þig mjög mikið,
pabbi minn.
Þín dóttir,
Berglind Agnes.
Elsku afi minn.
Það var stuttur tíminn hjá okkur
saman en hann var góður, það er svo
skrítið að það er eins og sálir okkar
væruskyldar þegar ég kom í heim-
inn, mér leið svo vel hjá þér, elsku afi
minn. Eins og þegar við sátum sam-
an og mötuðum hvort annað á góð-
gæti, það þótti okkur ekki leiðinlegt.
Þrátt fyrir að ég sé bara tveggja ára
á ég margar góðar minningar um
ykkur ömmu sem ég geymi í hjarta
mínu. Mamma og systkini mín munu
halda minningu ykkar á lofti.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég elska þig, afi minn, stelpan þín
Erykah Lind.
Elsku besti afi minn. Maður skilur
það núna hversu ástin er heit, þegar
þú kveður okkur nú aðeins 25 dögum
eftir að ástin þín hún amma lést. Það
er ótrúlegt hvað þið voruð sterk og
virkilega samrýnd. Þú sagðir við mig
þegar amma lést að þú hefðir ekkert
að gera hér fyrst ástin þín væri dáin.
Það var svo sárt að horfa á þig þessa
síðustu daga því maður sá alla sorg-
ina í augum þínum og ég vissi að þú
myndir ekki staldra lengi við nú er
amma var farin.
Orðin sem endurspegla þig og per-
sónuleika þinn eru svo mörg, þú
varst besti og sá fallegasti maður
sem ég hef nokkurn tímann þekkt
bæði að utan og innan. Hjarta þitt
var á stærð við heiminn, þú gafst svo
mikla ást til okkar allra og þá sér-
staklega hennar ömmu. Þú varst
aldrei í rónni fyrr en amma var búin
að koma upp á spítala að heimsækja
þig á daginn. Þið voruð svo falleg
saman og eins og ég sagði í minning-
argrein ömmu mun ég óska þess að
finna sömu ást og þið áttuð saman.
Síðustu orð þín við mig voru: „Er
afi að fara frá þér?“ Ég man að þú
kallaðir mig alltaf afastelpu númer
eitt og það er eitthvað sem ég mun
vera að eilífu. Þú ert maðurinn sem
ólst mig upp og áttir allt mitt hjarta.
Já, elsku afi, nú ertu kominn í faðm
ömmu og englanna og ég vona að þér
líði vel þó svo að sorgin sé sár. Þið
amma voruð ljósið sem lýsti veginn
fyrir mig og ég mun halda áfram að
ganga í því og fara réttar leiðir í líf-
inu.
Ég elska ykkur að eilífu og ég mun
aldrei gleyma ykkur.
Ykkar barnabarn,
María Tinna.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Elsku besti afi minn, þetta er svo
ósköp sárt að missa ykkur ömmu
svona fljótt frá mér. Þið voruð mér
svo mikils virði alveg frá mínum
fyrsta degi, við höfum búið saman og
ferðast saman og þið hafið tekið þátt í
mínu lífi eins og ég hafi verið barnið
ykkar. Mikill er minn missir, en núna
eruð þið amma saman og það huggar
mig. Ég veit að ég á eftir að sakna
ykkar mikið, öll ferðalögin okkar og
það sem við höfum brallað saman, afi
minn.
Ég þakka þér og ömmu fyrir allt
sem þið hafið gert fyrir mig. Ég mun
alltaf geyma ykkur í hjarta mínu,
hjartans afi minn.
Elska þig, afi minn.
Afa-stelpa,
Sigrún Snædís.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Elsku hjartans afi minn. Það er
erfitt að kveðja þig, ég er nýbúin að
kveðja ömmu, og er varla farin að
fatta það. En nú ert þú komin til
hennar. Ég hugsa oft til þín, þegar þú
varst að biðja mig að taka niður húf-
una mína og brostir til mín, þú varst
alltaf að stríða mér. Þú varst alltaf
svo góður og skemmtilegur. Ég elska
þig afi minn, kysstu ömmu frá mér.
Þín skotta,
Katrín Lind.
Elsku afi minn. Það er sárt að
missa ykkur bæði ömmu og þig á
stuttum tíma. Ég bið Guð að passa
ykkur. Mig langar að fara með bæn-
ina mína.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Afi takk fyrir allar góðu samveru-
stundirnar okkar, þar á meðal ferða-
lögin með ykkur. Nú eigum við Katr-
ín systir tvo verndarengla til
viðbótar.
Elska þig, afi. Þinn
Sigurður Evert.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsku besti afi.
Ég elska þig alltaf, á jólunum og
alltaf. Ég sakna ykkar ömmu rosa-
lega mikið. Alltaf tókuð þið amma
okkur systkinin með í útilegu, það
var gaman að ferðast í húsbílnum og
heyra afa segja okkur sögur. Eins
þegar þið voruð að spyrja okkur um
fjöll og staði, hvað það hét. Við lærð-
um mikið á þessum ferðalögum með
ykkur. Mínar minningar eru ljúfar
og skemmtilegar sem við áttum sam-
an. Ég mun varðveita okkar stundir.
Þinn afastrákur,
William Þór.
MAGNÚS
JÓNSSON
Fleiri minningargreinar
um Baldvin Skæringsso bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Kjartan
Þór Birgisson og Guðjón Trausta-
son og fjölskylda.