Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 06.03.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 33 MINNINGAR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL NÍELSSON, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 9. mars kl. 13.00. Þorsteinn Karlsson, Hanna B. Herbertsdóttir, Ólafur G. Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, barnabörn og langafabarn. ✝ Björn MagnúsLoftsson fædd- ist á Bakka í Aust- ur-Landeyjum 8. mars 1915. Hann andaðist á hjúkrun- arheimilinu að Víf- ilsstöðum 21. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Loftur Þórðarson, bóndi og smiður á Bakka, f. í Berjaneshjáleigu í Vestur-Landeyjum, f. 24.7. 1867, d. 22.11. 1954, og Kristín Sigurðar- dóttir ljósmóðir, f. í Álfhólahjá- leigu í Vestur-Landeyjum 16.6. 1874, d. 7.5. 1957. Systkini Björns eru sjö talsins, Þórður, f. 31.5. 1906, d. 10.3. 1988, Sigurður, f. 10.12. 1907, d. 9.1. 1999, Leifur, f. 17.4. 1909, d. 7.8. 1992, Anna Jór- unn, f. 21.7. 1911, d. 14.1. 1984, Guðni, f. 4.5. 1913, d. 14.10. 1941, Kristín, f. 25.1. 1917, d. 14.10. 1989 og Katrín, f. 25.1. 1917. Fóstursystkini eru Sigurður, f. 6.12. 1925, og Kristján, f. 17.2. 1934, Einarssynir og Erla Ingi- björg Sigurðardóttir, f. 8.5. 1939. Björn kvæntist 7. október 1962 Kristínu Þórunni Jónsdóttur frá Patreksfirði, f. 30.7. 1923. For- eldrar hennar voru Jón Ingibjörn Jónsson trésmíðameistari, f. 16.9. 1880, d. 5.7. 1948, og Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir, f. 6.9. 1893, d. 27.3. 1977. Björn og Kristín eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Jón Loftur, f. 20.8. 1963. 2) Guðni, f. 9.11. 1964, sambýliskona Helena Hákonardóttir. 3) Yngvi, f. 9.11. 1964, kvænt- ur Guðrúnu A. Sig- urðardóttur. Sonur þeirra er Daníel Björn, f. 10.9. 1991. Björn ólst upp við hefðbundin sveita- störf á Bakka og stundaði einnig á yngri árum sjó- róðra frá Bakka- fjöru. Hann stund- aði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1936. Tók við búi á Bakka ásamt Sigurði bróður sínum 1941. Bú- settur á Hellu 1947–1955 þar sem hann sinnti ýmsum störfum, m.a. húsbyggingum. Björn hóf síðan nám við Kennaraskóla Íslands og lauk prófi frá handavinnukenn- aradeild 1957. Hann var skipaður forstöðumaður Vistheimilisins í Breiðuvík 1959 og gegndi því starfi til 1962. Kennari við Hlíða- skóla í Reykjavík 1963–1985, en hélt áfram kennslu eftir að hann komst á eftirlaun, m.a. við sér- deild skólans fyrir fatlaða nem- endur. Björn var virkur í ýmsum fé- lagsstörfum og starfaði lengi í Rangæingafélaginu, Heimilisiðn- aðarfélaginu og síðari árin einnig með Kvæðamannafélaginu Ið- unni. Hann tók einnig þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og var m.a. fulltrúi á landsþingum flokksins. Björn verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Björn Magnús Loftsson handa- vinnukennari frá Bakka í Landeyj- um, lengst búandi í Drápuhlíð 42 í Reykjavík, er fallinn frá nærfellt 91 árs að aldri. Þar með hefur safnast til feðra sinna litríkur persónuleiki, sem geislaði frá, einstæður maður, sem umvafði alla, sem nærri honum komu, umhyggju, hjálpsemi, hlýju og heilbrigðri hugsun. Hann öðlaðist fjölbreytta lífsreynslu, ólst upp við al- geng sveitastörf á blönduðu búi, reri ungur á opnum bátum frá Landeyja- sandi, búfræðingur varð hann frá Hvanneyri 1936, svo bóndi á föður- leifð sinni Bakka á móti Sigurði bróð- ur sínum til 1947, verkamaður og smiður var hann á Hellu til 1955. Þá settist hann á skólabekk í Kennara- skóla Íslands fertugur maðurinn og lauk prófi sem handavinnukennari 1957. Næstu þrjú árin var hann for- stöðumaður Vistheimilisins í Breiðu- vík á Vestfjörðum fyrir unglinga sem lent höfðu í erfiðleikum. Loks varð hann kennari við Hlíðaskóla í Reykja- vík og löngu eftir að jafnaldrar hans voru hættir endaði hann starfsævi sína þar við kennslu og leiðbeiningar fatlaðra nemenda skólans. Alls staðar hafði Björn góð áhrif, gleðjandi, fræðandi og örvandi til dáða. Hann bar blak af þeim sem minna máttu sín eða voru bornir röngum sökum. Hann var félagslyndur vel og tók þátt í umræðunni um heimsmálin, lands- mál og umhverfismál. Hann var næmur fyrir náttúrunni og skrifaði stundum stuttar greinar í blöð um hugðarefni sín með skarplegum at- hugasemdum. Þótt hann væri flokks- bundinn fulltrúi á landsfundum stjórnmálaflokks fann það enginn. Hann var frjáls í hugsun. Eg kynntist Birni býsna vel í mörgum ferðum mínum út um land, þar sem ég bauð honum með mér til að sofna síður við stýrið á löngum og erfiðum ferðum og ekki síður til að njóta fróðleiks hans um land og fólk og sögu. Það var gott að hafa Björn nálægt sér. Hann hafði gaman af að ferðast. Alls staðar var hann elskaður og virtur. Það var eins með hann og Einar Sverrisson tengdaföður minn, sem oft var með mér í ferðum. Hvar sem þeir fóru áttu þeir vinum að mæta og eignuð- ust nýja. Það þykir kannske ekki fréttnæmt, þótt maður á tíræðisaldri hverfi úr jarðlífinu, en fráfall Björns Loftsson- ar er okkur í Kvæðamannafélaginu Iðunni sár missir. Hann gekk í félagið á jólaföstu árið 1986. Hann mætti nær því á alla fundi, samkomur og ferðir félagsins, tók þátt í öllum atburðum af lífi og sál, hafði sömu áhrif á sam- ferðamennina og vorsólin hefur á ný- græðing, vakti úr dvala, örvaði til vaxtar og dáða. Hann varð aldrei gamall, þótt hann þyrfti að styðjast við tvo stafi síðustu áratugina. Minni hans var ótrúlegt. Hann flutti löng kvæði utanbókar á fundum félagsins og heilu þættina af lausavís- um án þess að þurfa að styðjast við minnisblöð, sagnamaður var hann ágætur og skemmtinn hið besta. Það gladdi alla að sjá Björn Loftsson. Hann hafði eitthvað gott til allra mála að leggja, hittinn, hnyttinn og hag- orður, fljótur að hugsa, ávallt til í græskulaust gaman. Þannig orti hann um Magnús Jóel Jóhannsson félaga vorn í kvæðamannafélaginu á stórafmæli: Ævi þú hefur lifað langa löngum farsæll að allri gerð. Happasæl verði þín hinsta ganga, hvora leiðina sem þú ferð. Björn var meðalmaður á hæð með mikinn skalla og öldurmannlegan, þykkur undir hönd, bláeygur, skarp- leitur, snareygur. Augað vökult, svip- urinn einbeittur og íhugull en um leið góðmannlegur og glaðlegur og oftast glettinn. Röddin mikil, orðafarið fjöl- skrúðugt og er hann kvaddi sér hljóðs þögnuðu allir. Andrés Valberg Valnastakkur sá frægi hagyrðingur orti um hann á áttræðisafmælinu: Á andans kostum ennþá fer hann okkar sali hefur gist. Fræðaþulur frægur er hann. flytur ljóð af hreinni list. Í Landeyjunum lék sér forðum lífsglaður og fróðleiksgjarn. Safnað hefur sjóði af orðum síðan hann var lítið barn. Tugi ljóða og safn af sögum í sínu minni geymir hann. Einn af bestu Íslands mögum. Öll við hyllum þennan mann. Sá sem þetta skrifar orti til hans svo við sama tækifæri: Skarpur er og skýr hann Björn og skolli fyndinn. Andríkið og orðalindin óþrjótandi líkt og syndin. Utanbókar ágæt kvæði oft hann flytur. Þótt bæði sé hann vænn og vitur, vel á stráknum aldrei situr … … er á fundum Iðunnar hann yrkir bögur eða bara segir sögur, þá sopinn er þar krúsarlögur. og Steindór Andersen orti til hans sléttubandavísu, hringhenda og víxl- henda: Þylur frómur ljóðin löng, lyftir fræðum hæða. Bylur rómur, streymir ströng stuðla ræðan gæða. Ingi Tryggvason orti svo til hans á sömu tímamótum: Vökull hugur, veitul mund víst þér fylgdu langa stund. Stóðstu jafnan þar sem þörf þín var fyrir gleði og störf. Síðasta vísan, sem Björn Loftsson gerði fáum dögum áður en hann dó, lýsir vel innri hlýju, sem blandaðist glettninni sem frá honum stafaði til síðustu stundar, er hann þakkar hjúkrunarfólkinu á Vífilsstöðum, þar sem hann var rúmfastur síðustu vik- urnar: Víst er gott að vera hér. Varla finnast slíkir afbragðsstarfsmenn, einn og hver. englum himins líkir. Þökk til ykkar á Borgarspítala og Vífilsstöðum, sem studduð og hjálp- uðuð Birni síðustu stundirnar. Inni- legar samúðarkveðjur til konu hans, afkomenda, tengdafólks og hinna fjöl- mörgu vina. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Keldum. Nú fækkar óðum í þeirri framvarð- arsveit sem mótaði skólastarfið í Hlíðaskóla á frumbýlingsárum hans fyrir og um 1960. Á stuttum tíma hafa þau Áslaug Friðriksdóttir, Tómas Einarsson og nú síðast Björn Lofts- son horfið yfir móðuna miklu. Allt var þetta sómafólk sem studdi svo sann- arlega vel við bakið á fjölmennri sveit ungra kennara sem hóf kennslu við skólann upp úr 1960 þegar skólinn var í örum vexti og náði nemenda- fjöldinn hámarki 1964–5 en þá voru í skólanum rúmlega 1.320 nemendur. Björn Loftsson var einn best gerði maður sem ég hef kynnst, sviphreinn og ljómaði af hjartagæsku. Hann var smíðakennari en kenndi þó ómeðvitað grein sem aldrei hefur verið sett inn á stundatöflu en það er jákvæðni. Öll- um leið vel nálægt honum enda mað- urinn þrælskemmtilegur og hagyrð- ingur góður. Erfitt var þó að læra vísurnar hans því að hann flutti þær bara einu sinni og skrifaði þær sjald- an niður. Pólitískur var Björn, mikill sjálfstæðismaður af meiði Ingólfs frá Hellu. Samt átti hann það til að mæta á opna fundi hjá öðrum stjórnmála- flokkum og taka til máls. Einu sinni birtist í Þjóðviljanum sáluga stór mynd af einhverjum kommafundi þar sem Björn var í ræðustól. Þegar hann mætti í skólann næsta dag var hann spurður um það hvort hann væri að snúast í pólitíkinni. Ekki held ég það, ég var bara að reyna að koma vitinu fyrir þá, svaraði Björn. Þó að Björn hætti fastri kennslu sjötugur hélt hann áfram vinnu við skólann í gömlu smíðastofunni sinni í kjallaranum. Vann hann við að lag- færa ýmislegt sem bilaði og var oft fullan vinnudag. Mjög erfitt var að fá Björn til þessa að þiggja laun fyrir þessa vinnu. Ég hef ekkert við pen- inga að gera, sagði hann. Oft tók hann í kjallarann til sín nemendur sem voru of hlaðnir orku og pössuðu um stundarsakir ekki inn í venjulegar kennslustundir. Þar lét hann þá smíða eða sagði þeim sögur. Allir komu betri úr kjallaranum frá Birni. Eitt slapp Björn ekki við í launamál- um. Við settum á hann 3–4 tíma í viku inn á fasta stundatöflu og hélst þetta þangað til að hann var orðinn 88 ára og sennilega elsti kennari í heimi. Björn var af þeirri kynslóð sem vildi ekki henda einu eða neinu og þess vegna safnaðist mikill haugur af alls konar dóti, sem Björn vildi alls ekki kalla drasl, fyrir í kjallaranum, enda nóg pláss. Haugurinn var mikill þyrnir í augum eldvarnareftirlitsins og margra fleiri eftirlita. Aldrei hvarflaði að mér að láta fjarlægja hauginn, hann var hluti af Birni. Það sannaðist heldur betur þegar við starfsfólkið í skólanum héldum af- mælishóf í nýja glæsilega samkomu- salnum fyrir Björn er hann varð átt- ræður. Það var reyndar ekki auðvelt að fá Björn til þess að þiggja þetta boð okkar. Hann kvað þetta hinn mesta óþarfa. Þegar ég spurði hann í fimmta sinn hvort hann vildi ekki þiggja boðið svaraði hann játandi kómískur á svipinn. Það bjó greini- lega eitthvað undir. Hátíðin fór svo glæsilega fram. Þegar líða tók að lok- um kom rúsínan í pylsuendanum. Björn bað um orðið og fór með nokkr- ar frumsamdar vísur. Síðan svipti hann brúnu skjóðunni snjáðu, en það var taskan hans fjörutíu ára gömul, upp á borðið og dró upp úr henni út- skorna klukku. Hann skipti síðan gestahópnum, alls 88 manns, í nokkra hópa og fór með þá niður í kjallara í smíðastofuna gömlu og gaf hverjum og einum útskorna klukku. Engar tvær voru eins og allar búnar til úr dótinu hans Björns. Næsta morgun kom Björn til mín og bað mig um að skrifa niður fyrir sig nöfn þeirra starfsmanna sem ekki höfðu getað mætt í teitið því allir áttu að fá klukku. Alls urðu klukkurnar 120. Margar svona sögur eru til af Birni. Ég kveð með söknuði og þakklæti öðlinginn og öldunginn Björn Lofts- son. Bestu kveðjur til elskulegrar eig- inkonu hans Kristínar, sona þeirra, tengdadætra og sonarsonar. Guð blessi ykkur öll. Árni Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Hlíðaskóla. Nú er Björn Loftsson allur. Ekki er langt síðan Tómas Einarsson kvaddi og eru þá horfnir tveir af traustustu starfsmönnum Hlíðaskóla frá seinni- hluta síðustu aldar. Kveðja þeir sem víst ég vildi að væru í minni samfylgd lengur. Okkur hefur víst fundist þeir ódauðlegir, sem störfuðu með þeim, svo ómissandi voru þeir. Hjálpsemi og drengskapur voru þeim sjálfsagðir eiginleikar. Að skipta um skóla eftir áratuga- starf í Breiðagerðisskóla er eins og að fara í nýja sambúð. Mér var Hlíða- skóli að góðu kunnugur þegar ég flutti mig þangað. Á fyrsta kennara- fundinum skoðaði ég kennaraliðið. Suma þekkti ég fyrir. Mér varð star- sýnt á mikilúðlegan mann, stórvax- inn, svartbrýndan og með mikinn skalla. Ég þekkti hann ekki en fannst svipurinn kunnuglegur. Við tókum tal saman og byrjuðum ættfærslur á báða bóga. Nú áttaði ég mig á svipnum. Þetta var svipur Árna Guðnasonar, míns virta og dáða enskukennara. Þeir voru skyldir og þar með var múrinn fallinn. Nú átti ég eftir að kynnast og reyna hjálpsemi Björns, skemmtilegheitum og kveð- skap. Ég var í kvæðamannafélaginu Iðunni og sá nú þarna upplagðan fé- laga. Eitt hef ég þó gert til gagns í kvæðamannafélaginu, þegar ég fékk Björn inn í það. Þar eignaðist hann góða vini og var mikill fengur að hon- um. Á góðum stundum í skólanum tók Björn gjarnan til máls, fór með góðar vísur og flutti kvæði blaðalaust. Hann rak ekki í vörðurnar þó kvæðin væru nokkuð löng, gjarnan úr „Svanhvíti“, útg. 1913. Sú bók var víða til á heim- ilum á hans uppvaxtarárum. Kvæði eins og Sveinn Dúfa og Kafarinn, þýdd af Steingrími og Matthíasi, lærði hann ungur og gleymdi ekki. Ýmsar frægðarsögur gæti ég sagt af Birni. Af nógu er að taka. Eins og þegar hann fann gleraugun mín upp í Svínadal og braut svo hliðarrúðuna aftan í bílnum til að ná í bíllykilinn sem ég hafði lokað rækilega inni í bílnum. Eða þegar hann fór með okk- ur Guðrúnu Þórðar. upp í Kollafjörð að setja vatnið í samband. Það var tekið hátt upp í Esju og leitt svo sjálf- rennandi upp á hólinn þar sem sum- arhúsið mitt stendur. Ég þóttist vel sett með margreyndan fararstjóra frá FÍ og hagleiksmanninn Björn Lofts- son. Ekki leið á löngu uns vatnið rann kalt og tært í húsið. Björn varð renn- andi blautur eftir átökin við slönguna. Ég fann gamlar reiðbuxur fyrir hann til skipta. „Hvað heldurðu að Kristín segi, þegar hún sér þig svona?“ En hún sagði alltaf allt ágætt, hún Krist- ín. Björn var um 70 ára um þetta leyti. Ég læt heillaóskir mínar af því tilefni fylgja: Hér er margt að þakka, Björn, þú ert býsna slyngur, seigur bæði í sókn og vörn, sannur Rangæingur. Þá fyrst fann ég fræknleik þinn – og frægð þótt aðrir hljóti, þegar litla lækinn minn þú leiddir upp í móti. Sittu heill með silfrað hár sæll og vammi firrtur. Eftir sigruð sjötíu ár sannlega skaltu virtur. Þau hjón Kristín og Björn voru gestrisin með afbrigðum og höfum við samkennarar hans oft notið þess. Þegar Björn varð áttræður var Krist- ín á spítala. Vildu nú samstarfsmenn hans halda honum veislu i skólanum. Lengi streittist Björn á móti en var ofurliði borinn. Hann setti eitt skil- yrði. Hér kemur sagan af því. Konurnar bökuðu og karlarnir héldu ræður eins og gengur. Að af- loknum ræðuhöldum stóð Björn upp, kvaddi sér hljóðs og tók upp gömlu skjalatöskuna sína. Upp úr henni tók hann forláta útskorna klukku. „Hvernig líst ykkur á þessa klukku?“ Við héldum að hann ætlaði að gefa skólanum klukkuna, og leist vel á. „Komið þið þá niður í smíðastofu til mín, en ekki öll í einu.“ Þarna voru á annað hundrað manns. Nú var komið að skilyrðinu: Allir urðu að taka með sér útskorna klukku með gangverki, hjón tvær. Birni fannst nefnilega miklu meira gaman að gefa en þiggja. Í fornum sögum voru gestir oft leystir út með gjöfum af konungum og höfð- ingjum, það líkaði Birni. Vinnuaðstaða Björns í Hlíðaskóla var gluggalaus. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Samt var allt stórt og bjart þegar inn kom. Þarna undu börnin úr sérdeildinni við smíð- ar en Björn leiðbeindi öllum. Aldrei kvartaði hann undan aðstöðunni, þó var hann bæði gigtveikur og með astma og umhverfið honum ekki heilsusamlegt. Fyrir skömmu var þorrablót Ið- unnar haldið. Sigurður Sigurðarson heimsótti Björn á sjúkrahúsið og spurði hvort hann vildi ekki senda fé- lögum sínum kveðju. „Segðu bara að lélegt þótti höfuð hans en hjartað, það var gott,“ sagði Björn. Eins og heyra má var höfuðið í lagi. Megi lífsviðhorf og störf manna BJÖRN M. LOFTSSON SJÁ SÍÐU 34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.