Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 34
34 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐAMESTA hundasýning Hundaræktarfélags Íslands
til þessa fór fram um helgina, en sýningin var haldin í
reiðhöll Fáks í Víðidal. Þar voru sýndir rúmlega 600
hundar af 66 hundategundum. Fjórir erlendir dómarar
komu hingað til lands til að dæma hundana. Þá tóku 54
börn og unglingar þátt í keppni ungra sýnenda, þar sem
einkum var lögð áhersla á samskipti barna og hunda.
Í tilkynningu frá Hundaræktarfélagi Íslands kemur
fram að starfsemi félagsins eflist með ári hverju og séu
félagsmenn nú um 2.000 talsins.
Ljósmynd/Jón Svavarsson
600 hundar á sýningu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Samtök-
um atvinnulífsins:
„Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
er að finna allítarlega umfjöllun um
ráðstefnuna Hve glöð er vor æska?
Þar eru þau ummæli meðal annars
höfð eftir aðstoðarframkvæmda-
stjóra Alþýðusambands Íslands, úr
pallborðsumræðum á ráðstefnunni,
að það sé gamalkunnug staðreynd að
Íslendingar séu með lengstan vinnu-
tíma í Evrópu að Rúmenum undan-
þegnum. Hins vegar er í umfjöllun
blaðsins ekki getið athugasemda full-
trúa Samtaka atvinnulífsins við þessi
ummæli, en Gústaf Adolf Skúlason,
forstöðumaður stefnumótunar- og
samskiptasviðs Samtaka atvinnulífs,
var meðal frummælenda á ráðstefn-
unni og tók þar þátt í pallborðsum-
ræðum.
Gústaf gerði meðal annars athuga-
semd við fyrrgreind ummæli um
vinnutíma á Íslandi og benti á að hér
væru til dæmis kaffitímar ávallt taldir
með í slíkri tímatalningu, ólíkt því
sem gerist víðast annars staðar. Þá
gerðu kjarasamningar skrifstofufólks
til dæmis ráð fyrir mun lengri vinnu-
tíma á viku í Svíþjóð en á Íslandi, svo
dæmi væri tekið. Gústaf sagði vinnu-
tímann vissulega langan hjá mörgum
á Íslandi, en gerði sem fyrr segir at-
hugasemd við þessa framsetningu
sem hann sagði villandi.
Samanburður á vinnutíma milli
landa er flókinn og nokkrir þættir
valda mikilli bjögun upp á við í nið-
urstöðum mælinga á vinnutíma á Ís-
landi. Gildir það bæði um vinnutíma-
kannanir þar sem fólk er spurt um
eigin vinnutíma og mælingar sem
byggjast á upplýsingum úr launabók-
haldi fyrirtækja. Þessar bjaganir
valda því að flestir standa í þeirri trú
að vinnutími hér á landi sé almennt
mun lengri en í nálægum löndum. Það
er ekki rétt, þótt vissulega séu dæmi
um langan vinnutíma í vissum at-
vinnugreinum og starfsstéttum.
Í fyrsta lagi munar miklu á greidd-
um og unnum vinnustundum hjá
tímakaupsfólki og felst munurinn í
greiddum neysluhléum, þ.e. kaffitím-
um. Víða erlendis eru slík hlé ekki
greidd og teljast þ.a.l. ekki til mælds
vinnutíma. Í öðru lagi er greiðsla yf-
irvinnutímakaups mun algengari hér
á landi en í öðrum löndum og er ým-
islegt í ákvæðum kjarasamninga sem
veldur því að umtalsverður munur er
á greiddum og unnum yfirvinnu-
stundum, m.a. af völdum vinnu í mat-
ar- og kaffitímum á yfirvinnutímabili.
Í þriðja lagi er orlof tiltölulega langt
hér á landi og sérstakir frídagar eru
óvíða fleiri.
Alþjóðlegur samanburður á árs-
vinnutíma gefur því réttari mynd af
raunverulegum vinnuskilum fólks en
styttri tímabil, eins og t.d. vika. Í al-
þjóðlegum samanburði væri því eðli-
legast að bera saman raunverulega
unnar stundir á ári. Það gæfi allt aðra
mynd af vinnutíma á Íslandi í sam-
anburði við aðrar þjóðir en sú sem
dregin er upp á grundvelli greiddra
stunda á viku, en því miður eru engar
alþjóðlegar staðtölur til á þeim
grundvelli.
Vinnutíminn að styttast
Í erindi sínu á ráðstefnunni greindi
Gústaf meðal annars frá því að vinnu-
tími fólks í fullu starfi hefur verið að
styttast á Íslandi, og vitnaði til launa-
könnunar Hagstofu Íslands í því sam-
hengi. „Samkvæmt launakönnun
Hagstofunnar hefur meðalvinnutími
fólks í fullu starfi á almennum vinnu-
markaði verið að styttast. Á tíma-
bilinu 1998 til 2004 styttist þannig
meðalvinnutími karla um 2,1 klukku-
stund og var 45,7 klukkustundir árið
2004. Á sama tíma styttist meðal-
vinnutími kvenna um 1,1 klukkustund
og var 43,9 klukkustundir árið 2004,
eða 2,2 klukkustundum styttri en hjá
körlum,“ sagði Gústaf meðal annars.
Hann sagði vinnutímann vissulega
langan hjá mörgum Íslendingum en
lagði jafnframt áherslu á það að allar
mælingar á neyslu væru hér í alger-
um toppi og skuldastaða heimilanna
sömuleiðis. Vinnuveitendur gætu
skapað aðstæður fyrir aukinn sveigj-
anleika starfsfólks gagnvart fjöl-
skyldulífi. Það væri hins vegar ein-
staklinganna sjálfra að velja og
forgangsraða í sínu lífi.
Athugasemd frá Samtökum atvinnulífsins
Um vinnutíma á Íslandi
Listi Framsóknar í Mosfellsbæ
FÉLAGSFUNDUR í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar
sem haldinn var 2. mars sl. samþykkti einróma tillögu
uppstillingarnefndar félagsins um skipun framboðs-
lista framsóknarmanna, B-listans, í Mosfellsbæ vegna
komandi sveitarstjórnarkosninga 2006. Framboðslista
vegna sveitarstjórnarkosninga 2006 skipa:
1. Marteinn Magnússon markaðsstjóri.
2. Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur.
3. Óðinn Pétur Vigfússon grunnskólakennari.
4. Halldóra M. Baldursdóttir aðstoðargæðastjóri.
5. Eva Ómarsdóttir háskólanemi.
6. Kristbjörg Þórisdóttir forstöðumaður.
7. Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari.
8. Ólafur Kárason Tran veitingastjóri.
9. Sigríður Sigurðardóttir tómstundafræðinemi.
10. Leifur Kr. Jóhannesson fv. framkvæmdastjóri.
11. Kolbrún Haraldsdóttir þroskaþjálfanemi.
12. Eyjólfur Árni Rafnsson framkvæmdastjóri.
13. Bryndís Bjarnarson bæjarfulltrúi.
14. Þröstur Karlsson bæjarfulltrúi.
Listi VG í Hafnarfirði
VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Hafnarfirði
samþykkti tillögu um efstu sæti framboðslista til bæj-
arstjórnarkosninga í vor á opnum félagsfundi 28. febr-
úar sl. Á næstu vikum mun VG í Hafnarfirði kynna
helstu kosningamál sín fyrir bæjarbúum í Hafnarfirði,
segir í fréttatilkynningu. Listann skipa:
1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og for-
varnafulltrúi í Flensborgarskóla
2. Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regn-
bogabarna
3. Margrét Pétursdóttir verkakona
4. Gestur Svavarsson verkefnastjóri
5. Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri SLFÍ
6. Árni St. Jónsson, framkvæmdastjóri SFR
7. Svala Heiðberg Jónsdóttir, mannfræðingur og
kennari Menntaskólanum við Sund
8. Sigurður Magnússon, formaður Félags matreiðslu-
manna
9. Hallgrímur Hallgrímsson fluggagnafræðingur
10. Jón Ólafsson, kennari í Iðnskólanum í Hafnarfirði
MINNINGAR
eins og Björns Loftssonar lifa lengi í
landinu.
Unnur Kolbeinsdóttir.
Strjál eru laufin
í loftsölum trjánna
blika, hrapa
í haustkaldri ró.
Virðist þó skammt
síðan við mér skein
græn angan
af opnu brumi.
(Snorri Hjartarson.)
Í dag er til moldar borinn Björn
Loftsson sem lést í hárri elli 21. febr-
úar síðastliðinn.
Björn starfaði við Hlíðaskóla um
margra áratuga skeið og setti sterkan
svip á skólalífið enda var hann allt í
senn: frábær kennari, víðsýnn lífs-
kúnstner, góður félagi og mikið ljúf-
menni.
Margs er að minnast. Björn var
fróður og víðlesinn og átti létt með að
yrkja vísur. Hann kunni ógrynnin öll
af skemmtisögum og skrýtlum og oft
á tíðum hljómuðu hlátrasköll um
kennarastofuna þegar hann var í ess-
inu sínu og frásagnargleðin tók völd-
in. Lengst af starfaði hann sem
smíðakennari en þegar aldurinn
færðist yfir og flestir jafnaldrar voru
sestir í helgan stein hóf hann að
kenna börnum í deild hreyfihamlaðra
í Hlíðaskóla. Björn hafði aðsetur í
herbergi í kjallara skólans og þar
kenndi margra grasa enda átti hann
erfitt með að henda nokkrum sköp-
uðum hlut. Þangað niður komu börnin
til hans. Hann sinnti þeim af natni og
umhyggju,smíðaði með þeim, fræddi
þau um lífið og tilveruna og bjó til alls
kyns hjálpartæki sem léttu þeim lífið.
Má þar nefna að hann smíðaði handa
þeim sleða sem hann setti skíði undir
og tjald yfir og gátu þau þá „skíðað“ í
Bláfjöllum eins og jafnaldrarnir.Vakti
þetta tiltæki Björns mikla gleði, bæði
hjá nemendunum og honum sjálfum.
Einnig smíðaði hann stóla miðaða við
sérþarfir barnanna og fór létt með að
bólstra þá ef með þurfti. Björn var
nefnilega hagleiksmaður með frjóan
huga og ríka sköpunarþörf og hann
kunni þá list að gera nýtt úr gömlu.
Því var sjaldnast nokkur efniskostn-
aður þótt hver nytjahluturinn af öðr-
um liti dagsins ljós.
Eftir að Björn hætti kennslu hélt
hann áfram að hafa aðstöðu í kjallara
Hlíðaskóla. Þegar áttræðisafmæli
hans nálgaðist fór hann að lengja
dvalartíma sinn í kjallaranum sem
var þó ærinn fyrir. Á afmælisdaginn
kom svo í ljós hvað hann hafði verið að
bardúsa.Með glettnisglampa í augum
sýndi Björn veislugestum klukkur
sem hann kvaðst ætla að gefa þeim.
Og hvílíkar klukkur! Hver og ein var
sérstök, fagurlega útskorin og gerð af
meistara höndum. Alls gaf hann níu-
tíu klukkur þennan dag og geri aðrir
betur! Í mörg ár bakaði Björn sörur
fyrir jólin með fríðum hópi kvenna og
lét hvorki aldursmun né kynhlutverk
trufla sig. Þegar hann var 88 ára birt-
ist viðtal við hann í dagblaði undir fyr-
irsögninni „Þrautseigur á þeytaran-
um“. Segir fyrirsögnin allt sem segja
þarf. Afraksturinn færði hann Krist-
ínu sinni sem hann dáði mjög og taldi
vera sína stærstu gæfu í lífinu. Þau
eignuðust þrjá efnilega syni og barna-
barnið Daníel Björn var augasteinn
þeirra.
Undanfarnir mánuðir voru Birni
erfiðir, heilsan gaf sig og hann dvaldi
löngum á sjúkrahúsum. Glettnin og
gamansemi voru þó fylgifiskar hans
allt til hinstu stundar. Á ævikvöldinu
gat hann litið með stolti yfir farinn
veg, hann hafði áorkað miklu í lífi og
starfi og ávallt kappkostað að láta
gott af sér leiða. Í hjörtum samferða-
manna skipar hann sinn sérstaka sess
og skarð það sem hann skilur eftir sig
verður vandfyllt.
Að endingu viljum við votta Krist-
ínu, sonum þeirra og fjölskyldum
dýpstu samúð. Góður maður er geng-
inn. Blessuð sé minning vinar okkar,
Björns Loftssonar.
Fyrir hönd samstarfsfólks í Hlíða-
skóla Ingibjörg Möller,
Laufey Jóhannsdóttir.
Jafnt og þétt skarðar í vinahópinn.
Með Birni Magnúsi Loftssyni frá
Bakka er horfinn maður sem mikil
eftirsjá er að. Bakki í Landeyjum var
eitt mesta öndvegisheimili í sveit í
þann tíð er ég var að vaxa úr grasi
undir Eyjafjöllum. Húsbóndinn, val-
mennið Loftur Þórðarson, góður
bóndi og þjóðhagi og kona hans,
Kristín Sigurðardóttir, húsfreyja í
fremstu röð, nærfærin ljósmóðir og
atkvæðakona jafnt til ráða sem starfa.
Góðvild og gestrisni, fagur heimilis-
bragur og þjóðleg menning ein-
kenndu hið gamla og góða býli fram
við hafið. Ættir þeirra Bakkahjóna
voru vel kunnar, Loftur kominn í
beinan karllegg frá Þórði Þorlákssyni
biskupi í Skálholti, öðlingurinn Sig-
urður Halldórsson í Skarðshlíð, faðir
Kristínar, var bróðir Ingunnar sýslu-
mannsfrúar á Velli sem þótti í
fremstu röð kvenna í Rangárþingi.
Ekki hef ég hitt mann ljúfari í kynn-
um en Halldór úrsmið bróður Krist-
ínar á Bakka og föður Sigfúsar tón-
skálds og þeirra systkina.
Björn frá Bakka bar nöfn móður-
bræðra sinna sem drukknuðu ungir í
hörmulegu sjóslysi við Vestmanna-
eyjar árið 1901. Hann minnti um
margt á Björn í Skarðshlíð, hagleiks-
mann orðlagðan og hagorðan vel.
Gamanbragir hans voru sungnir í
æsku minni undir Eyjafjöllum.
Frá Bakkafjölskyldunni hefur
Byggðasafnið í Skógum marga hýr-
una hlotið. Fáir smiðir á Suðurlandi
voru jafn vel búnir að verkfærum og
Loftur á Bakka. Strikheflasafn hans í
Skógum er einstakt. Minjar frá
Bakka hafa verið að berast í Skóga-
safn fram að þessu. Þar hafa verið
drýgstir í gjöfum Björn Loftsson og
Guðni sonur hans sem bættu rausn-
arlega um safnbú fyrir tæpum tveim-
ur árum. Skilningur og vinátta fólks
af þessum toga hefur byggt upp safn-
ið í Skógum og gert það að þjóðarger-
semi.
Systkinin frá Bakka urðu mér flest
kunn, bræðurnir Þórður, Sigurður,
Leifur og Björn og systurnar Anna
Jórunn hjúkrunarkona og Katrín og
Kristín ljósmæður í Vík í Mýrdal.
Guðna, dáinn mjög um aldur fram
1941, þekkti ég ekki en allt var þetta
mikið ágætisfólk sem skipaði rúm sitt
í samfélaginu með sóma og átti hvar-
vetna mannhylli að fagna.
Björn flutti frá búskap í Landeyj-
um árið 1947 og átti sér langa og góða
starfsævi í Reykjavík. Alla tíð bar
hann með sér það sem best fannst í
fari sveitabóndans. Hann er einn
notalegasti maður sem á vegi mínum
hefur orðið, hlýr, skilningsríkur, gam-
ansamur og mikill unnandi ljóðlistar
og kveðskapar. Í návist hans leið öll-
um vel. Manna hagastur var hann í
höndum. Klukkan sem telur stundir
dagsins hér í Skógasafni er „flúruð
með fagra list“ af Birni úr mahonífjöl
sem skolaði á land á Bakkafjöru og
hún minnir mig á höfund sinn dag
hvern. Það var mér ætíð fagnaðar-
stund er ég sá Björn birtast á safn-
hlaði í Skógum og kom þar fleira til en
minjaást safnarans. Veri hann bless-
aður fyrir allt sem hann veitti mér
jafnt í því að koma færandi hendi og í
því að ylja umhverfi sitt. Marga góða
kveðjuna fékk ég frá honum og það
vex hver við vel kveðin orð sagði
gamla fólkið. Við síðustu komuna að
Skógum vék hann að mér nýortri vísu
mæltri af munni fram og geri aðrir
betur 89 ára að aldri:
Regnboga er skrýddur Skógafoss,
skruðningar aldrei linna.
Þrasakistu nú þingi og stjórn
þætti víst gott að finna.
Byggðasafn er hér býsna gott
sem best er mönnum að kynna.
Þórður gengur um gættir þar
gömlum munum að sinna.
Nú er þessi hlýi og hugþekki Rang-
æingur horfinn úr hópnum. Ég sakna
hans mjög. Ástvinum hans bið ég
blessunar.
Þórður Tómasson.
BJÖRN M. LOFTSSON
Fleiri minningargreinar
um Björn Loftsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Magnús Finn-
bogason, Ásgeir og Sigríður.