Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 35
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Fræðslu- og aðalfundur
Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir
verður haldinn þriðjudaginn 7. mars kl. 17:00-
19:00 í Litlu Brekku, Bankastræti 2.
Dagskrá:
1. Ný heimasíða samtakanna opnuð formlega.
2. Fræðsluerindi: „Kynlífsfræðsla
læknanema“.
3. Venjuleg aðalfundarstörf.
4. Önnur mál.
Fundarstjóri: Guðrún Ögmundsdóttir.
Stjórn FKB.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, föstudaginn 10. mars
2006 kl. 10.00:
Margrét ÍS-42, sk.skr.nr. 2442, þingl. eig. Þrotabú Haraldar Árna
Haraldssonar, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
3. mars 2006.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Tilkynningar
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma
585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is.
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi vegna nýs skipu-
lags á lóð nr. 17 við Hamars-
braut í Hafnarfirði
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum þann 31. janúar
2006 að auglýsa til kynningar breytingu á
deiliskipulagi vegna nýs skipulags á lóð nr.
17 við Hamarsbraut í Hafnarfirði í samræmi
við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997 m.s.br.
Um er að ræða 1.478 fm lóð skv. FMR.
Með skipulagi þessu er gert ráð fyrir að
skipta lóðinni í tvær einingar nr. 17 að við-
bættri nr. 16. Gert er ráð fyrir framleng-
ingu Hamarsbrautar og skal gatan vera á
bæjarlandi. Gert er ráð fyrir gangstétt í
framhaldi af fyrirhugaðri gangstétt vestan
Hamarsbrautar. Teikningar eru unnar upp
úr teiknigrunni Hafnarfjarðarbæjar.
Lóð nr. 17: Lóðarstærð er 407 fm. Á lóðinni
er 169 fm hús, en leyfilegt nýtingarhlutfall
verður 0,58.
Lóð nr. 16: Lóðarstærð er 708 fm. Á lóðinni
verður leyfilegt nýtingarhlutfall 0,44.
Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustu-
veri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá
6. mars 2006 til 4. apríl 2006. Nánari upp-
lýsingar eru veittar á umhverfis- og tækni-
sviði.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemdir
við breytinguna og skal þeim skilað skrif-
lega til umhverfis- og tæknisviðs Hafnar-
fjarðarbæjar eigi síðar en 18. apríl 2006.
Þeir sem ekki gera athugasemd við breyt-
inguna teljast samþykkir henni.
Umhverfis- og tæknisvið Hafnarfjarðar.
Eldri borgarar
Ferðaklúbbur eldri borgara heldur kynninga-
fund á sumarferðum 2006 í Þróttarheimilinu,
Laugardal, þriðjudaginn 7. mars kl. 13.30.
Allir eldri borgarar velkomnir. 16 ára reynsla.
Upplýsingar í s. 892 3011, Hannes.
Félagslíf
MÍMIR 6006030619 III HEKLA 6006030619 IV/V
GIMLI 6006030619 I Kjör nýs
Stm.
I.O.O.F. 10 186368
SEINNI hluti Íslandsmóts
skákfélaga hófst sl. föstudag
og beindust augu flestra að
kapphlaupi a-sveitar Tafl-
félags Reykjavíkur (TR) og
a-sveitar Taflfélags Vest-
mannaeyja (TV) um sigurinn í
1. deild. Lið TV var skipað
fimm stórmeisturum á fyrstu
fimm borðunum en lið TR var
eingöngu skipað íslenskum
skákmönnum sem flestir voru
alþjóðlegir meistarar. TR-
sveitin vann Skákfélag Sel-
foss 6-2 í föstudagsumferðinni
á meðan sveit TV tapaði
óvænt þrem vinningum gegn
b-sveit Hellis en á fyrsta borði
fyrir Eyjamenn tefldi gamal-
kunna kempan Jan Timman
(2630) en hann þurfti að sætta
sig við jafntefli við Braga
Halldórsson (2211). Þessi úr-
slit þýddu að bilið breikkaði á
milli sveitanna tveggja og
hafði TR þriggja vinninga for-
skot þegar toppslagurinn
hófst á laugardagsmorgnin-
um.
Á fyrsta borði gerðu stór-
meistararnir Timman og
Þröstur Þórhallsson (2455)
stutt jafntefli en á næstu fjór-
um borðum fengu Eyjamenn
3½ vinning af fjórum mögu-
legum. Eingöngu Héðinn
Steingrímsson (2439) hélt
jöfnu gegn stórmeistarasveit
Eyjamanna en franski stór-
meistarinn Nataf (2553) og ís-
lensku kollegar hans Helgi
Ólafsson (2521) og Henrik
Danielsen (2520) sáu um að
landa þrem vinningum í Eyja-
höfn. Á neðstu þrem borðun-
um mátti búast við að róður
Eyjamanna yrði mun þyngri
en á sjötta borði kom neðan-
greind staða upp eftir 24. leik
svarts þar sem TR-ingurinn
Jón Viktor Gunnarsson (2421)
hafði hvítt gegn Róberti
Harðarsyni (2369):
Jón Viktor lék 25. Bb3 og
bauð jafntefli. Sjálfsagt hefur
Róberti annaðhvort litist svo
vel á stöðu sína eða illa á stöðu
félaga sinna að hann kaus að
leika ,,Fischerlegum“ leik til
að halda taflinu áfram.
25...Bh2?! Hugmyndin með
þessum leik er að leika Hh8-
h4 og vinna svo í framhaldinu
e4-peðið. Gallinn hinsvegar er
sá að hvítur getur leikið 26.
Bd4! og hótað Dg4-xg5+. Því
svaraði svartur með 26...Bf4
og þá hefði hvítað staðið örlít-
ið betur hefði hann leikið 27.
g3 en þess í stað kaus hann að
leika 27. Be6? sem var svarað
með 27...Bxe4! og þá lék hvít-
ur 28. g3?!
28... c5??
Tapleikurinn þar sem nú
opnast allar flóðgáttir að
svarta kóngnum. Svartur gat
leikið 28... Bxh1! 29. gxf4
Hh2+! 30. Kf1 [Skárra en að
leika 30. Ke1 þar sem eftir
30...Hg2 31. Dh5 Hh8 32.
Dg6+ Kf8 33. Bxf6 Dh7!
stendur svartur til vinnings.]
30... Kh6! og ekki verður séð
að hvítur hafi fullnægjandi
bætur fyrir skiptamuninn.
29. gxf4 cxd4 30. fxg5!
Hxh1 31. gxf6+ Kxf6 32.
Hxh1 Ke5
Svartur hefði tapað drottn-
ingunni og orðið mát eftir
32...Bxh1 33. Dh4+.
33. Dg3+ og svartur gafst
upp enda er mát óumflýjan-
legt.
TR-ingarnir á sjöunda og
áttunda borði sýndu enga
miskunn gegn stigalægri and-
stæðingum sínum þannig að
niðurstaðan varð sú að viður-
eignin endaði með jafntefli,
4-4. Þetta hafði í för með sér
að borðleggjandi var fyrir
lokaumferðina að sveit TR
myndi verða Íslandsmeistari í
fyrsta skipti eftir fimm ára
hlé. Það kom og á daginn en
sveitin bar öruggan sigur á
A-sveit TG, 6½ - 1½ á meðan
TV vann Selfoss 7-1. Loka-
staða deildarinnar varð þessi:
1. TR-a 41 vinning af 56
mögulegum.
2. TV-a 38½ v.
3. Skákd. Hauka-a 35½ v.
4. Hellir-a 32 v.
5. SA-a 28 v.
6. TG-a 19½ v.
7. Hellir-b 16½ v.
8. Selfoss-a 13 v.
Skákdeild Hauka styrkti lið
sitt með öflugum erlendum
stórmeisturum ásamt einum
sænskum alþjóðlegum meist-
ara. Íslandsmeistarar fyrra
árs, a-sveit Hellis, náði sér
ekki á strik og þurfti að sætta
sig við fjórða sætið. Eins og
venjulega sigldu Akureyring-
ar lygnan sjó um miðja deild á
meðan Garðbæingar björg-
uðu sér frá falli annað árið í
röð. B-sveit Hellis og a-sveit
Skákdeildar Selfoss féllu
hinsvegar en fyrrnefnda
sveitin hafði verið lengi í 1.
deild á meðan sú síðarnefnda
var nýliði sem náði ekki að
festa sig í sessi.
Það lék aldrei neinn vafi á
því hvaða sveit myndi bera
sigur úr býtum í 2. deild en
b-sveit TR hafði þar mikla yf-
irburði allan tímann. Hart var
barist hvaða sveit myndi
fylgja sigurvegurunum og að
lokum hreppti b-sveit Skák-
félags Akureyrar hnossið.
Lokastaða deildarinnar varð
annars þessi:
1. TR-b 32½ vinning af 42
mögulegum.
2. SA-b 24 v.
3. TB 21½ v.
4. TG-b 20½ v.
5. KR 19½ v.
6. TK 18½ v. (9 stig)
7. TA 18½ v. (4 stig)
8. Hellir-c 13 v.
Fyrirfram hefði mátt búast
við að Skákdeild KR næði
betri árangri en það var vel að
verki staðið hjá Taflfélagi
Bolungarvíkur að hreppa
bronsið. C-sveit Hellis var
alltaf í miklu basli og féll
nokkuð örugglega á meðan
Taflfélag Kópavogs og Tafl-
félag Akraness enduðu með
jafnmarga vinninga en þegar
búið var að reikna út stig kom
það í hlut Skagamanna að
taka fallsætið.
Í þriðju deild hafði Skák-
deild Fjölnis og b-sveit Hauka
nokkra yfirburði en fyrr-
nefnda sveitin hafði innan-
borðs nokkra öfluga skák-
menn, bæði erlenda og
innlenda. Lokastaða deildar-
innar varð þessi:
1. Fjölnir-a 30 v.
2. Haukar-b 27½ v.
3.–4. Skákfélag Reykjanes-
bæjar og TR-c 22 v.
5. TS/Hreyfill 19 v.
6. SA-c 17½ v.
7. Dalvík 16½ v.
8. Austurland 13½ v.
Hvorki færri né fleiri en 29
sveitir tóku þátt í 4. deild og
tóku margir ungir skákmenn
þar sín fyrstu skref við skák-
borðið. B-sveit Taflfélags
Vestmannaeyja leiddi mótið
allan tímann og varð sigur-
vegari en c-sveit Hauka kom í
humátt á eftir. Nánari úrslit
og aðrar upplýsingar um
keppnina er að finna á vefsíð-
unni www.skak.is.
Í hnotskurn má segja að
Taflfélag Reykjavíkur hafi
orðið stóri sigurvegari Ís-
landsmótsins en gamla
Reykjavíkur-stórveldið varð
Íslandsmeistari og bar sigur
úr býtum í 2. deild. Nokkur
önnur taflfélög mega mjög vel
við una og þar á meðal Tafl-
félag Vestmannaeyja sem
náði öðru sætinu í efstu deild
og vann sigur í fjórðu deild á
meðan Skákdeild Hauka náði
framúrskarandi árangri í 1.
deild, 3. og 4. deild. Skákfélag
Akureyrar mun á næsta ári
eiga tvær sveitir í efstu deild
sem og halda áfram að eiga lið
í þriðju deild. Skákdeild
Fjölnis er rísandi stjarna og
sjálfsagt stefnir hugur for-
ráðamanna þess félags á að
koma sér upp í efstu deild að
ári.
TR Íslandsmeistari skákfélaga á ný
Morgunblaðið/Ómar
Úrslitaviðureign Taflfélags Vestmannaeyja og Taflfélags Reykjavíkur fór fram á laugardag.
SKÁK
Menntaskólinn í Hamrahlíð
ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA
3.–4. mars 2006
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
NÝLEGA hóf Kreditkort
hf. að setja örgjörva á öll
íslensk MasterCard-kort.
Örgjörvinn mun á næstu
árum leysa segulrönd
greiðslukorta af hólmi,
einkum af öryggis-
ástæðum, en einnig vegna
þess að notkunarmögu-
leikar örgjörvans eru mun
meiri. Fyrst um sinn verða
greiðslukort útbúin bæði
með segulrönd og ör-
gjörva.
Á næstu mánuðum verða
öll MasterCard-kort á Ís-
landi endurnýjuð og gefin
út með örgjörva. Í kjölfar-
ið verða Maestro-debetkort
endurnýjuð á sama hátt.
Nýtt fyrirkomulag þýðir
að PIN-númer koma smám
saman í stað undirskriftar,
segir í fréttatilkynningu.
Örgjörvar á MasterCard-kort
FRÉTTIR