Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 38

Morgunblaðið - 06.03.2006, Side 38
38 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 einboðið, 8 spil- ið, 9 sorg, 10 máttur, 11 gróði, 13 skyldmennin, 15 karldýrs, 18 alda, 21 eldiviður, 22 ljóður, 23 sárum, 24 getgátu. Lóðrétt | 2 viðurkennt, 3 þreyttar, 4 kalda, 5 svara, 6 flandra, 7 vinna að framförum, 12 blóm, 14 léttir, 15 blýkúla, 16 landflótta, 17 birtu, 18 réðu fram úr, 19 gunga, 20 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ásaka, 4 hregg, 7 ámóta, 8 ólmur, 9 ref, 11 tusk, 13 frúr, 14 ærsli, 15 kurr, 17 mont, 20 bak, 22 polli, 23 lynda, 24 renna, 25 remma. Lóðrétt: 1 áfátt, 2 atóms, 3 agar, 4 hróf, 5 ermar, 6 gær- ur, 10 elska, 12 kær, 13 fim, 15 kopar, 16 rolan, 18 ofn- um, 19 trana, 20 biða, 21 klár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef einhver svíkur loforð eru fyrstu við- brögð hrútsins þau að hefna sín með því að gera slíkt hið sama. Þegar þau líða hjá ákveður hann að fyrirgefa og gleyma, þegar í stað. Þriðja eðlishvötin er sú að horfast í augu við vandamálið. Fylgdu henni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðmót þitt við ástvini hefur mikil áhrif á það sem gerist næst. Það er undir þér komið að leggja línurnar. Það er kannski ósanngjarnt, en hey, þú ert betri leiðtogi. Það tilheyrir yfirráðasvæðinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn veltir fyrir sér yfirstandandi átökum og kemur allt í einu auga á glufu þar sem áður voru lokaðar dyr. Ekki hafa áhyggjur. Þú getur haft þínar skoðanir áfram, en þarft bara að gefa öðrum svig- rúm fyrir sínar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn lærði að deila með öðrum tveggja ára og heldur því áfram fram á gamals aldur. Honum þykir því fyndið þegar öfundsjúkir passa ránfenginn sinn, eins og þeir séu einir um að geta borið eitthvað úr býtum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljóninu finnst eins og það sé komið heim, enda á það við um marga í ljóns- merkinu. Galdurinn er að endurtaka það sem lét þeim líða vel á unga aldri. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hægt að koma skilaboðum áleiðis með margvíslegum hætti. Því miður hjálpar vissan um alla möguleikana meyjunni ekki til þess að velja þann rétta. Kannski er dagurinn í dag ekki sá rétti til þess að segja hug sinn, nema kannski við dagbókina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þegar maður er niðurdreginn gengur allt á afturfótunum. Þegar maður er hress, gengur allt að óskum. Finndu lausnirnar og beindu orkunni í átt að þeirri björtu framtíð sem þú myndir vilja búa til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu vakandi fyrir því sem raunveru- lega er á seyði og kemur betur í ljós með líkamstjáningu en því sem fólk lætur raunverulega út úr sér. Umhyggjan knýr þig til þess að spyrja eftir einhverjum sem þarf að finna að hann sé einhvers metinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú gefst tækifæri til þess að vera hafinn hátt yfir aðra. Þú ert nógu máttugur til þess að skapa það sem þú vilt. Lítilmót- leg framkoma annarra rænir þig ekki þínu sjálfstæða sjónarhorni. Ekki hugsa um fortíðina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þegar svo virðist sem öllu sé lokið og steingeitin hafi tapað, gerist eitthvað sem gerbreytir stöðunni. Þú færð tæki- færi til þess að ná takmarki sem þú vissir ekki einu sinni að þú kepptir að. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þó að þú sjáir ekki eitthvað er ekki þar með sagt að það sé ekki til. Það sem þig skortir er beint fyrir framan nefið á þér. Sérðu það ekki ennþá? Fáðu vog til þess að benda þér á það. Hafðu í huga að það er ekki endilega í því formi sem þú hefðir ætlað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú dugir vel einn og sér. En bættu við fé- laga og sameiginlegu markmiði og upp- skriftin að árangri fullkomnast. Himin- tunglin bæta enn á segulmagnaðan þokka fisksins svo hann fái sigurvegara í lið með sér. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í tvíbura og Venus í vatnsbera daðra alveg á fullu, en það felst aðallega í blaðri og barnaskap og leiðir ekki til nokkurs. Og hvað með það? Maður þarf ekki að fara neitt ef mann svimar af gleði þar sem maður er staddur. Leggðu metnaðinn aðeins til hliðar og spjallaðu við fólk eins og þig, það er skilvirkara þegar upp er staðið.  Myndlist Artótek Grófarhúsi | Steinunn Helgadótt- ir myndlistarmaður sýnir ljósmyndir og DVD í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sjá nán- ar á artotek.is Bókasafn Kópavogs | Tvær myndlistar- sýningar. Börn af leikskólanum Grænatúni eru með myndir sem sýna hvernig þau hefðu viljað líta út á Öskudaginn. Einnig er sýning á myndum úr einkasafni Gríms Marinós Steindórssonar myndlistar- manns. Gallerí Fold | Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir handþrykktar tréristur í Baksalnum. Sýninguna nefnir hún Dögun. Til 12. mars. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning á veg- um Leikminjasafns Íslands um götuleik- hópinn Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmyndasýningar. Opið kl. 12– 17 laugardaga, 12–19 föstudaga og 12–18 aðra virka daga. Lokað sunnudaga. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Hrafnista Hafnarfirði | Sjö málarar frá Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menn- ingarsal til 21. mars. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfar- ar. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 12–15. Nánari upplýsingar á www.listasafn.akureyri.is. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir 20 „minningastólpa“ unna á um- ferðaskilti víðsvegar í Reykjavík til 28. ágúst. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Guðfinna Ragnarsdóttir ættfræðingur heldur fyrir- lestur í Borgarskjalasafni, Tryggvagötu 15, kl. 19.30 um munnlega og skriflega geymd, sögur og sagnir, erfðir, gáfur og gjörvileik, muni og myndir og um þá ábyrgð sem á öllum hvílir að varðveita og koma ættarfróðleiknum til skila til kom- andi kynslóða. Duus-hús | Sýning Poppminjasafnsins frá tímabilinu 1969–1979 í máli og myndum. Tískan og tíðarandinn rifjuð upp. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning á veg- um Leikminjasafns Íslands um götuleik- hópinn Svart og sykurlaust. Opið kl. 12–16 laugardaga og 12–18 virka daga. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Friðrik Örn sýnir ljósmyndir. Þjóðmenningarhúsið | Norðrið bjarta/ dimma er samsýning 19 listamanna á verkum sem tengjast ímynd norðursins. Aðrar sýningar eru Handritin, Þjóðminja- safnið – svona var það og Fyrirheitna land- ið. Veitingastofan er opin virka daga, há- degisverður og kaffi og kökur. Ný sérvara í verslun: Glasaserían Fjölskyldan mín. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Dr. Marga Thome flytur erindi um eflingu geðheilsu eftir fæðingu, heildarniðurstöður rannsókna sem voru framkvæmdar 2001–2005. Rannsóknir Mörgu og félaga lúta að geðvernd eftir barnsburð. Erindið verður flutt í Eirbergi, húsi hjúkrunarfræðideildar HÍ, kl. 12.10– 12.50 í stofu 201 og er öllum opið. Kvenfélagið Heimaey | Kvenfélagið Heimaey heldur fund kl. 19.30 í Ársal Hótel Sögu. Aðalheiður Sigurjónsdóttir verður gestur fundarins. Vídalínskirkja, Garðasókn | Félagsfundur verður haldinn kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Dagskrá: Framboðslisti til bæjarstjórnarkosninga borinn upp o.fl. Fréttir og tilkynningar Ferðafélagið Útivist | Myndakvöld 6. mars kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11. Krist- inn Dulaney sýnir myndir sem hann og fé- lagar hans tóku í ferð sinni til Grænlands sl. sumar. Kökuhlaðborð í lok sýningar og er aðgangseyrir 700 kr. Heilsustofnun NLFÍ | Vikunámskeið hefst 12. mars fyrir þá sem vilja hætta að reykja á NLFÍ. Á námskeiðinu er tekist á við tób- aksfíknina með skipulagðri dagskrá í hóp auk þess sem einstaklingsbundin ráðgjöf er veitt. Upplýsingar í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is. Stígamót | Stígamót halda upp á 16 ára afmæli sitt 8. mars kl. 14–17 með opnu húsi. Boðið verður upp á vöfflur og heitt súkkulaði, einnig verða óvæntar uppá- komur. Allir velkomnir. Stígamót, Hverfis- götu 115 (við lögreglustöð). Frístundir og námskeið Staðlaráð Íslands | Námskeið 9. mars fyrir þá sem vilja læra á ISO 9000 gæða- stjórnunarstaðlana. Markmið námskeiðs- ins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarna- staðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. www.ljosmyndari.is | Grunnnámskeið í Photoshop verður haldið 18.–19. mars kl. 13–17. Alls 8 klst. Verð 12.900 kr. Leiðbein- andi er Pálmi Guðmundsson. Skráning á www.ljosmyndari.is eða í síma 898 3911. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/ Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0–0 8. Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. 0–0–0 Re5 11. Bb3 Hc8 12. g4 b5 13. h4 a5 14. a3 b4 15. axb4 axb4 16. Rb1 Da5 17. h5 Ba4 18. Bxa4 Rc4 19. De2 Rxe3 20. Dxe3 Dxa4 21. hxg6 hxg6 22. Hh2 Hc7 23. Hdh1 Hfc8 24. b3 Da1 25. Hd1 Hc3 26. Hd3 Hxd3 27. Dxd3 Staðan kom upp á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Daði Ómarsson (1.714) hafði svart gegn Tómasi Björnssyni (2.213). 27. … Rxg4! 28. Hd2 Re5 29. De3 Rxf3! fyrri fórnin og sú síðari er dæmi- gerð fyrir Drekaafbrigðið í Sikileyjar- vörn þar sem stórveldið á g7 lifnar til lífsins. 30. Rxf3 Db2+ 31. Kd1 Dxb1+ 32. Ke2 Hxc2 33. Hxc2 Dxc2+ 34. Rd2 Bc3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.