Morgunblaðið - 06.03.2006, Page 44
44 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
*****
S.V. Mbl.
*****
L.I.B. Topp5.is
eee
S.K. DV
Clive
Owen
Jennifer
Aniston
Vincent
Cassel FREISTINGAR
GETA REYNST
DÝRKEYPTAR
Sýnd með íslensku tali.
Hér er á ferðinni frábært
framhald einnar ástsælustu
teiknimynd allra tíma.
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand
sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2
eee
V.J.V. Topp5.is
eee
S.V. MBL
eee
H.J. Mbl.
eee
S.K. DV
StærSta kvikmyndahúS landSinS
HRÍFANDI KVIKMYND UM MANNLEGAR TILFINNINGAR
Syriana kl. 5:30 - 8 og 10:30 b.i. 16 ára
Blóðbönd kl. 6 - 8 og 10
Casanova kl. 10:15
Munich kl. 5:50 og 9 b.i. 16 ára
North Country kl. 5:30 b.i. 12 ára
Pride & Prejudice kl. 5:45 og 8:15
"I´Esquive (Undansvik) kl. 8 Kvikmyndaklúbbur AF
*****
S.V. Mbl.
eee
V.J.V. Topp5.is
*****
L.I.B. Topp5.is
ALLT
TENGIST Á
EINHVERN
HÁTT
Frá höfundi „Traffc“
eeee
Ö.J. Kvikmyndir.com
eeee
V.J.V. Topp5.is
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Besta aukahlutverk karla/George Clooney og
besta frumsamda handritið.2
eee
H.J. Mbl.
eee
S.V. MBL
eee
V.J.V. topp5.is
eeee
S.V. mbl
eeee
A.G. Blaðið
G.E. NFS
eee
Ó.H.T. RÁS 2
SÖNGVAKEPPNI Samfés fór fram á laug-
ardag í íþróttamiðstöðinni Varmá í Mos-
fellsbæ. Þrjú þúsund áhorfendur fylltu húsa-
kynnin og var stemningin gríðarleg að sögn
Hafsteins Snæland, framkvæmdastjóra Sam-
fés. Þá lá við að þakið færi af húsinu þegar
Wig Wam kom óvænt á svið, meðan dómarar
réðu ráðum sínum, og lék nokkur af sínum
þekktustu lögum.
Sigurvegari keppninnar var félagsmið-
stöðvin Ekkó í Kópavogi, og Kristjana Arnars-
dóttir og Kristín Inga Jónsdóttir sem sungu til
sigurs John Mayer-lagið „Daughters“.
Í öðru sæti var félagsmiðstöðin Þeba, einnig
úr Kópavogi, og var það Hugrún Þórbergs-
dóttir sem söng lagið „Swallow your pride“. Í
þriðja sæti hafnaði síðan Zelsíuz á Selfossi, og
söng Guðmundur Þórarinsson fyrir þeirra
hönd lagið „Living on a prayer“.
Félagsmiðstöðin Þrykkjan frá Höfn í
Hornafirði var bæði með besta frumsamda
lagið og verðlaun FTT, Félags tónskálda og
textahöfunda, fyrir besta íslenska frumsamda
textann. Það var Ragnar Ægir Fjölnisson sem
samdi lag og texta og flutti lagið „Hættiði að
hlæja“.
Loks var Elín Eyþórsdóttir frá fé-
lagsmiðstöðinni Gufunesbæ í Grafarvogi með
athyglisverðasta atriðið.
Dómnefndin var vel skipuð, og var Har-
aldur Freyr Gíslason úr Botnleðju formaður.
Aðrir í dómnefnd voru Guðmundur Jónsson
úr Sálinni hans Jóns míns, Andrea Jónsdóttir
útvarpskona, Guðrún Árný söngkona og Sölvi
Blöndal tónlistarmaður.
Sigurvegarinn hlaut farandbikar, pen-
ingaverðlaun, inneign til hljóðfærakaupa og
heilan dag í hljóðveri.
Þrjátíu atriði kepptu til sigurs, en áður
höfðu farið fram undankeppnir í félagsmið-
stöðvum um allt land, og alls 100 atriði sem
flutt hafa verið í keppninni á landsvísu.
Tónlist | Félagsmiðstöðin Ekkó í Kópavogi söng til sigurs
Hörkufjör á Söngva-
keppni Samfés
Morgunblaðið/Sverrir
Sumir áhorfenda voru svo hrifnir af frammi-
stöðu flytjenda að þeir hófu hendur á loft.
Morgunblaðið/Sverrir
Húsfyllir var á Varmá og gleðin skein úr
hverju andliti, eins og hjá þessum ungu stúlk-
um sem mættar voru til að styðja sína menn.
Morgunblaðið/Sverrir
Snorri Eldjárn frá félagsmiðstöðinni Pleizinu
á Dalvík vakti lukku með Guns n’ Rozes-
laginu „Patience“.
Ljósmynd/Sigurgeir Birgisson
Sigurvegarar kvöldsins: Kristín Inga Jónsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir.
HINN almenni borgari er löngu
hættur að kippa sér upp við okrið á
besínstöðvunum, þar er fyrir löngu
búið að níða niður af honum skóinn,
eilífar hækkanir virðast fara eftir ein-
hverju undarlegu náttúrulögmáli.
Myndin Syriana fær mann til að
hugsa aðeins lengra en til höf-
uðstöðva Esso, Shell og Olís, hún gef-
ur leikmanninum ákveðna innsýn í
baktjaldamakkið sem býr að baki
hverjum dropa sem dælt er á blikk-
beljur veraldar. Heimsmarkaðsverð,
hvernig verður það til? Gaghan held-
ur fram að því sé stjórnað heima fyr-
ir, þ.e. í Bandaríkjunum, í magnaðri
og vel gerðri mynd sem skilur við
mann skrælnaðan á tank og líkama.
Syriana er ein fjölda mynda þessa
dagana sem sagðar eru af mörgum
persónum, í tilfelli Syriönu full-
mörgum, sem er helsti galli hennar,
en hún krefur mann jafnframt um að
depla ekki auga. Gaghan gætir þess
líka að hver sögupersóna sé skýr og
hver saga vel afmörkuð.
Clooney leikur Bob Barnes,
langsjóaðan leyniþjónustumann, sem
staðið hefur í skítverkum alla tíð. Að
því kemur að mælirinn fyllist og hann
rís upp á afturfæturna. Kannski of
seint.
Einn lykilmanna er ungur lögmað-
ur á uppleið (Wright), sem leikur
tveimur skjöldum við rannsókn á
samruna tveggja olíurisa. Woodman
(Damon) er fjármálaráðgjafi á upp-
sveiflu og verður hægri hönd Nasirs
(Alexander Siddig), annars sona olíu-
fursta ónefnds ríkis í arabaheiminum.
Nasir er í baráttu við bróður sinn um
að taka við völdum af karli föður
þeirra, sem kominn er að fótum fram.
Úti í garðshorni furstadæmisins er
níðfátækur verkamaður, tilbúinn að
fórna sér fyrir ónefndann spámann.
Þá morar myndin af litríkum hlið-
arpersónum og vel leiknum af Hurt,
Plummer og Cooper, sem á jafn-
auðvelt með að leika einn af valda-
mönnum heims og tannlausan hass-
haus. Ekki má gleyma Mark Strong í
hlutverki pyntingameistarns Muss-
awis. Því fékk enginn þeirra tilnefn-
ingu?
Hér eru aðeins fáeinir nefndir í
sjóðbullandi hringiðu olíuauðs, spill-
ingar, tvískinnungs, baktjaldamakks
og trúarofstækis. Enginn er saklaus,
hver einasta persóna burðast með sitt
óhreina mjöl í pokahorninu. Syriana
verður fyrir vikið það umfangsmikil
að innihaldið rúmast varla innan vel
rýmilegs sýningartímans. Áhorfand-
inn hefur að vísu litla sem enga hug-
mynd um hvað er satt eða logið í
heimi Gaghans, frekar en raunveru-
leikanum. Myndin er engu að síður
furðu trúverðug og skynsamlega
skrifuð og fær mann m.a. til að velta
fyrir sér stjarnfræðilegum gróða
þeirra sem stjórna olíumálunum.
Ekki aðeins dvergrisanna hér heima,
heldur Exxon, Statoil, British Petrol-
eum, Royal Dutch Shell eða hvað þau
heita. Öll erum við misnotuð gróflega
án þess að fá rönd við reist.
Gaghan beinir spjótum sínum í
ýmsar áttir, ekki síst að eigin stjórn-
völdum og stjórnarháttum, og odd-
arnir ýta við áhorfandanum en
Gaghan gætir þess jafnframt að
ádeilan kæfi aldrei afþreyinguna,
framvindan er hröð og spennandi í
sínum mörgu og mislitu lögum.
Clooney, grár og bólginn, skilur
glansímyndina eftir heima, nú er
hann sleipur, lítill kall sem hefur auð-
mjúkur látið misnota sig sem hand-
bendi enn sleipari og stærri karla í
kerfinu. Það er gott til þess að vita að
til eru menn sem láta sér ekki nægja
að vera frægir og flottar stjörnur en
þora að taka gallharða pólitíska af-
stöðu, menn hafa valið, að trúa eða
ekki. Clooney er einn fárra slíkra og
hefur greinilega gaman af og þeir
Gaghan eru hvergi bangnir við kóng
né prest. Útkoman krefjandi og
spennandi pólitískur tryllir.
Óhreinn þvottur
KVIKMYNDIR
Hákólabíó, Sambíóin
Leikstjóri: Stephen Gaghan. Aðalleik-
arar: George Clooney, Matt Damon,
Jeffrey Wright, Chris Cooper, William
Hurt, Tim Blake Nelson, Amanda Peet,
Christopher Plummer. 122 mín. Banda-
ríkin 2005.
Syriana Sæbjörn Valdimarsson
„Það er gott til þess að vita að til eru menn sem láta sér ekki nægja að vera
frægir og flottar stjörnur en þora að taka gallharða pólitíska afstöðu,
menn hafa valið, að trúa eða ekki,“ segir í umsögn gagnrýnanda.