Morgunblaðið - 25.06.2006, Page 10
10 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
au Jón Gerald og
Jóhanna Guð-
mundsdóttir kona
hans, búa ásamt
sonum sínum, þeim
Tómasi og Símoni, í
fallegu húsi í Coral
Gables á Miami.
Húsið var reist
1924, í spænskum
stíl og er að mestu
leyti í sinni upprunalegu mynd.
„Þetta er hús með sál og hér líður okkur vel,“
segja þau Jón Gerald og Jóhanna.
Ég hitti fjölskylduna nokkrum sinnum á með-
an á dvöl minni stóð í Flórída og Jón Gerald
varði með mér miklum tíma. Hann virðist vera
sallarólegur gagnvart þeim réttarhöldum sem
framundan eru, þar sem hann hefur stöðu sak-
bornings, en hefur hingað til haft stöðu vitnis,
eins og alþjóð veit.
Með sannleikann að vopni
„Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er
bara eitt verkefni enn, sem ég geng í, með
sannleikann að vopni, eins og alltaf. Ég tel ein-
faldlega að sannleikurinn verði að koma í ljós,
og það gerir hann ekki, nema ég komi fram og
leysi frá skjóðunni. Góður maður sagði eitt
sinn við mig setningu sem ég hef gert að
minni: Það eru þrír menn sem þú verður ávallt
að segja satt: Það er lögfræðingurinn þinn,
læknirinn þinn og þú sjálfur. Með sannleikann
að vopni mun ég sigra og hef raunar sigrað að
stórum hluta, þannig að sakfelling eða sýkna í
þeirri ákæru sem ég sæti nú, skiptir ekki öllu
máli.
Raunar finnst mér einnig hægt að skoða þá
ákæru sem ég sæti, í jákvæðu ljósi. Ákæru
sem Baugsmenn og verjendur þeirra hafa
knúið fram af ótrúlegu offorsi. Þar á ég við, að
ég hef nú, sem sakborningur, fengið öll máls-
skjöl í hendur, sem mér býður í grun að gleðji
þá Baugsmenn ekki mjög. Þeir hafa því með
offorsi, yfirgangi og linnulausum áróðri skotið
sig í fótinn, eina ferðina enn.
Mér finnst líka með ólíkindum hvernig verj-
endur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Tryggva Jónssonar, Jóhannesar Jónssonar og
Kristínar Jóhannesdóttur, hafa komið fram,
frá því að dómurinn féll í aprílmánuði og verið
með ótal yfirlýsingar um að ég sé ótrúverðugt
vitni. Í sömu veru hefur Hreinn Loftsson,
stjórnarformaður Baugs, talað æ ofan í æ. í
ræðu og riti. Í áróðursskyni hafa þeir end-
urtekið staðhæfingar um ótrúverðugleika
minn í síbylju. Mér finnst rétt að árétta hér í
upphafi, að hvergi nokkurs staðar segir í
dómnum að ég sé ótrúverðugt vitni, eins og
Kristján Kristjánsson sýndi með eft-
irminnilegum hætti fram á í Kastljósþætti í
vor, þar sem hann talaði við Gest Jónsson,
verjanda Jóns Ásgeirs. Satt best að segja,
fannst mér Kristján taka þennan flinka lög-
mann í nefið! Í dómnum segir orðrétt á bls. 28:
„Eins og fram er komið bendir ýmislegt til
þess að Jón Gerald Sullenberger beri þungan
hug til ákærða og jafnvel annarra í fjölskyldu
hans. Hlýtur það að rýra sönnunargildi vitn-
isburðar hans.“ Í sama dómi á bls. 33 segir
ennfremur: „Beinar skjallegar upplýsingar
hafa þó komið fram sem styðja framburð Jóns
Geralds.“ Þetta er allt með miklum ólíkindum
og afar sérkennileg dómsniðurstaða. Ekkert
kom fram í dómnum, um að þau gögn sem ég
hafði lagt fram og yfirheyrslurnar yfir mér,
hafi ekki verið í samræmi við þann vitnisburð
sem veittur var í Héraðsdómi Reykjavíkur 21.
febrúar sl. Ég veit ekki betur en það sé svo í
flestum sakamálum, að kærandi eða brotaþoli
beri ekki neinn sérstakan hlýhug til sakborn-
ings, án þess að sönnunargildi vitnisburðar
kæranda sé úrskurðað rýrt.
Þá finnst mér það líka kostulegt, svo ekki sé
meira sagt, að verjendur þeirra Jóns Ásgeirs
og Tryggva hafi sagt, að ekki mætti ræða
þessi mál í fjölmiðlum heima á Íslandi, því
slíkt kalli bara á að dómstóll götunnar dæmi í
þessu máli. Þessir sömu menn hafa einhliða
ráðið allri fjölmiðlaumræðu um Baugsmálið í
allt of langan tíma, með því að skammta upp-
lýsingar, ákveða hvað má ræða og á hvaða for-
sendum. Auk þess hafa þessir sömu menn ráð-
ið Gallup til þess að framkvæma
skoðanakönnun um það hvernig eigi að dæma
í þessu máli. Ef það er ekki að kalla fram dóm-
stól götunnar og gera hann virkan, þá veit ég
ekki hvað það er!“
Boðinn feitur tékki
Jón Gerald segir að í sínum huga hafi aldrei
komið til álita að hætta við að leggja fram
ákæru, eftir að hann hafði gert upp hug sinn í
þeim efnum í júní 2002.
„Þegar ég var á leiðinni út á flugvöll, í byrj-
un september 2002, eftir að hafa lagt fram
kæru, fékk ég upphringingu, þar sem sagt var
við mig, að ef ég hætti við allt saman, drægi
kæruna til baka og segði að þetta hefði allt
verið á misskilningi byggt, þá biði mín feitur
tékki upp á tvær milljónir dollara. Ég sagði að
þótt tilboðið hefði hljóðað upp á tíu milljónir
dollara, þá hefði það engu breytt,“ segir Jón
Gerald. Bætir svo við: „Í maí 2002 hefðu þeir
enn getað bjargað málum, með því að greiða
mér það sem mér bar og hreinsa út þann
ágreining sem upp var kominn. Ég hef marg-
farið yfir það í huganum, að Jón Ásgeir hefði
svo léttilega getað sagt við Tryggva Jónsson
að hann yrði bara að fara til Flórída og klára
þessi mál með mér, en þeir kusu að fara aðra
leið, beittu mig frekju og yfirgangi og hunsuðu
mig svo algjörlega. Þar misreiknuðu þeir sig
hrapallega.“
Upphafið að viðskiptum
Á meðan Jón Gerald var enn við nám,
kynntist hann mönnum sem seinna áttu eftir
að hafa mikla viðskiptalega þýðingu, bæði fyr-
ir hann og fyrir þá Bónusfeðga, Jóhannes og
Jón Ásgeir. Meðal þeirra voru Kevin Griffin
og Jim Schafer, sem voru báðir í áhrifastöðum
hjá Wal Mart, annar framkvæmdastjóri en
hinn svæðisstjóri. Þeir voru nágrannar þeirra
Jóns Geralds og Jóhönnu og segir Jón Gerald
að góður vinskapur hafi tekist með þeim.
Hvenær kynntist þú svo Jóni Ásgeiri?
„Það var reyndar mjög skömmu eftir að ég
kynntist þeim Kevin Griffin og Jim Schafer.
Ég kynntist Jóni Ásgeiri og þáverandi konu
hans, Lindu Stefánsdóttur, heima á Íslandi í
afmæli hjá Hildi, systur Jóhönnu. Hildur mág-
kona mín er gift Jóni Erni Stefánssyni sem er
bróðir Lindu. Þeir Jóhannes Jónsson og Jón
Ásgeir voru, þegar þetta var, nýbúnir að
stofna Bónus og opna fyrstu Bónus-versl-
unina. Við Jón Ásgeir tókum tal saman í þessu
afmælisboði og ég fer að segja honum frá því
hvað ég sé að gera hér úti á Flórída og segi
honum jafnframt frá því að ég eigi góða vini í
lykilstöðum hjá verslanakeðjunni Wal Mart.
Niðurstaða okkar samtals verður sú, að Jón
Ásgeir ákveður að koma og heimsækja okkur í
Flórída og það var hans fyrsta ferð til Banda-
ríkjanna. Hann kom til okkar, ásamt Lindu
konu sinni og dóttur þeirra.
Ég skipulagði heimsókn fyrir hann í Wal
Mart og kynnti hann fyrir Kevin og Jim Scha-
fer og benti honum á að hér gæti verið gott
viðskiptatækifæri, því Wal Mart væri stærsta
verslanakeðja í heimi og að við gætum fengið
kjör frá þeim, vegna vináttu minnar við þessa
menn, sem engum öðrum heima á Íslandi
stæði til boða. Við gátum einfaldlega gengið
beint inn í þeirra innkaupakerfi og fengið
þannig frábært verð. Þér er óhætt að trúa því,
að slík kjör stóðu ekki hverjum sem var til
boða. Þetta var auðvitað mjög dýrmætt, því á
þessum tíma rak Wal Mart um 2.500 verslanir
í Bandaríkjunum.
Í framhaldi af þessari fyrstu heimsókn Jóns
Ásgeirs fer hann að venja komur sínar hingað
til Flórída. Hann kom hingað m.a. með versl-
unarstjóra frá Bónus og innkaupastjóra. Ég
sýndi þeim verslanir Wal Mart og hvernig
smásalan væri rekin í Bandaríkjunum.
Vinir mínir Kevin og Jim reyndust miklir
haukar í horni og veittu þeim dýrmætar upp-
lýsingar. Við fengum beinan aðgang að inn-
kaupakerfinu og fengum allar vörur á sama
verði og Wal Mart-verslanirnar, alveg óháð
því hversu lítið magn við keyptum.
Til að byrja með tókum við allar vörur í
gegnum eina Wal Mart-verslun hér í Miami og
á fimmtudögum og föstudögum voru gámar
fyrir Bónus á Íslandi hlaðnir og svo sendir sjó-
leiðis heim. Þetta voru orðin það mikil við-
skipti um miðjan tíunda áratuginn, að ekki
gekk lengur að nota þessa verslun hér á
Miami. Ég samdi því við höfuðstöðvar Wal
Mart í Arkansas um að við keyptum beint í
gegnum þá og þeir sendu svo vöruna til Eim-
skips í Norfolk og þar voru gámarnir hlaðnir.
Heima á Íslandi vakti þetta auðvitað upp
ákveðnar spurningar hjá öðrum innflytjendum
og heildsalar heima voru síður en svo ánægðir
með þetta framtak okkar. Hagkaupsmenn
höfðu samband við mig og óskuðu eftir að fara
í heimsókn til Wal Mart, því þeim hafði ekki
orðið neitt ágengt við að koma á beinu inn-
kaupasambandi við Wal Mart. Ég fór með
þessa menn í heimsókn til höfuðstöðva Wal
Mart í Arkansas þar sem við fengum mjög
góðar móttökur. Eftir það vissu þeir að ég
hafði raunveruleg viðskiptasambönd við þessa
risavöxnu viðskiptakeðju, sem var auðvitað
fyrst og fremst vegna vináttu minnar við þá
Kevin og Jim og einnig við Al Johnson, sem
var aðstoðarforstjóri Wal Mart. Í framhaldi af
þessu fékk fyrirtæki mitt Nordica sérstakt
innkaupanúmer hjá Wal Mart, rétt eins og
Nordica væri verslun innan keðjunnar. Það er
ekki víst að allir átti sig á hvers konar þýðingu
þetta hafði, því í raun og veru vorum við eina
fyrirtækið í heiminum, sem ekki tilheyrði Wal
Mart, en fengum samt sem áður að nota þeirra
ERU MEÐ KVERKATAK Á
Jón Gerald Sullenberger, upphafsmaður Baugs-
málsins margumrædda, segir hingað og ekki lengra.
Tímabært sé að íslenska þjóðin kynnist því hvernig
vinnubrögðum Baugsmenn beita, til þess að ná sínu
fram. „Ég get ekki þagað lengur. Sannleikurinn
verður að koma í ljós. Þessir menn eru með kverka-
tak á íslensku þjóðinni og geta ákveðið, einir og sér,
hver lifir og hver deyr,“ segir Jón Gerald m.a. í
ítarlegu viðtali við Agnesi Bragadóttur, sem ræddi
við hann suður í Flórída, þar sem Jón Gerald fór yfir
aðdraganda Baugsmálsins, eins og það horfir við
honum, þá lífsreynslu sem undanfarin fjögur ár hafa
fært honum og fjölskyldu hans og hvaða lærdóm þau
hafa dregið af þessari reynslu sinni. UPPHAFSMAÐURINN Jón Gerald Sullenberger: „Með sannleikann að vopni mun ég sigra og hef raunar
Jón Gerald
Sullenberger