Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ þrátt fyrir hátt gengi dollars, þannig að það verður einnig að leita skýringa á því hvers vegna svo lítið var keypt inn frá Bandaríkj- unum hjá Baugi.“ Jón Gerald segir að hann hafi eytt gífurlegri orku, tíma og peningum í það á árunum 2000 og 2001, að reyna að fá Baugsmenn til að standa við gerða samninga. Þeir hafi verið al- gerir sérfræðingar í að vísa hver á annan. Enginn hafi viljað axla ábyrgð á því hvernig málum var komið. „Ég flaug margsinnis til Ís- lands á þessum árum, fór yfir málin með Jóni Ásgeiri og Tryggva, með verslunar- og inn- kaupastjórum og sendi, ég veit ekki hvað marga tölvupósta, þar sem ég lýsti ástandinu og kallaði eftir samningsefndum. Allt án ár- angurs. Til að byrja með voru samskiptin ávallt á milli mín og Jóns Ásgeirs. Á árinu 2000 er Jón Ásgeir meira og minna búinn að firra sig allri ábyrgð af viðskiptum við Nordica og búinn að koma samskiptunum yfir á Tryggva Jónsson. Snemma árs 2002 fer Tryggvi svo sömu leið og Jón Ásgeir, firrir sig allri ábyrgð og vísar á Árna Pétur Jónsson hjá Aðföngum og svo benda þeir alltaf hver á annan og enginn veit hvar ábyrgðin liggur. Heldur þú að þetta sé einhver hemja?“ Árshátíð aðstoðarforstjóra „Á þessum tíma eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi tíðir gestir hér á Flórída. Þeir komu hingað með fjöldann allan af viðskiptamönnum sínum. Þá var báturinn kominn í spilið og þeir þurftu á mér að halda til þess að aðstoða við móttöku viðskiptamannanna, sem þáðu partí- boðin um borð í Thee Viking. Þeir komu hing- að með bankastjórnendur, bæði frá Íslands- banka og KB banka, stórlaxa úr viðskiptalífinu og stjórnendur lífeyrissjóða svo dæmi séu nefnd. Það fer ekkert á milli mála, að þetta var aðferð Jóns Ásgeirs til þess að ná til þessara manna, svo hann gæti nýtt sér þá, í viðskiptum heima á Íslandi. Um borð í bátnum var ástundaður lífsstíll, sem fæstir þekkja, sem betur fer og þar bund- ust menn órjúfanlegum böndum. Svo annars vegar var ég á útopnu að aðstoða þá við partí- höld og hins vegar var ég stöðugt að þrýsta á um efndir á viðskiptasamningum.“ Jón Gerald sýnir mér tölvupóst og segir: „Þennan tölvupóst fékk ég frá Tryggva Jónssyni í maí 2001. Hann var jafnframt send- ur til þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, Hreiðars Más Sigurðssonar, for- stjóra KB banka, Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, Þorsteins M. Jóns- sonar, forstjóra Vífilfells, Sigurðar Ein- arssonar, starfandi stjórnarformanns KB banka og Þórðar Más Jóhannessonar, for- stjóra Straums fjárfestingarbanka. Tryggvi kallaði þennan tölvupóst árshátíð aðstoðarfor- stjóra. Þar skrifar hann: „Nú er skipulagning árshátíðar aðstoðarfor- stjóra komin í fullan gang. Sem fyrr verður um tímamótaviðburð að ræða. Að vanda er helstu aðstoðarforstjórum boðið á árshátíðina, en það eru aðeins tveir sem flokkast undir það, ásamt nokkrum wanna-be-aðstoðarfor- stjórum. Dagskráin er í stórum dráttum þann- ig. Flogið verður til Miami miðvikudaginn 25. júlí og til baka sunnudaginn 29. júlí. Aðrir dag- skrárliðir eru trúnaðarmál. Þó verður boðið upp á símahvíld, þ.e.a.s. maður hallar höfðinu fram og hvílir sig frá símanum á leiðinni frá Baltimore til Miami. Aðeins flugdólgum verð- ur heimil þátttaka. Aðrir svokallaðir Stór- templarar eru beðnir um að halda sig heima við og reyta arfa í garðinum heima hjá sér. Taka frá dagana strax og láta vita um þátt- töku. Kveðja Tryggvi Jónsson.“ Jón Gerald segir að þessi tölvupóstur sé bara eitt lítið dæmi um það hvernig Baugs- menn notuðu bátinn. Rétt er að geta þess hér, að í þessa sérstöku ferð fóru ekki þeir Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka (Glitnis) og Þórður Már Jóhannesson, þá forstjóri Straums. Varð stöðugt þykkjuþyngri Jón Gerald segist stöðugt hafa orðið þykkjuþyngri vegna samskiptanna við þá Jón Ásgeir og Tryggva. Hann hafi talað svo ótrú- lega lengi fyrir daufum eyrum. Hann rifjar upp að í janúarlok 2002 hafi Jón Ásgeir hringt í sig, en þá hafði hann án árangurs reynt að ná eyrum Jóns Ásgeirs svo mánuðum skipti. „Jón Ásgeir segist ætla að halda stefnumót- unarfund á Miami, hann sé að koma með hóp manna og spyr hvort báturinn verði ekki til reiðu og hvort við getum ekki farið með þetta fólk út á bátnum. Ég segi að það verði í lagi. Þeir komu svo hingað niður eftir um mán- aðamótin og við fórum út á bátnum. Ég var þegar hér var komið sögu svo ósáttur við Jón Ásgeir að ég yrti ekki á hann. Með honum í þessari ferð voru Tryggvi Jónsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Jim Schafer og hópur lög- fræðinga frá New York. Þegar við komum til baka úr bátsferðinni, þá stoppa ég Tryggva og segi: „Tryggvi, þetta gengur ekki lengur. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum sam- skiptum við ykkur og á þessari framkomu ykkar.“ Hann segist vilja hitta mig á hótelinu þar sem þeir gistu daginn eftir. Ég hitti Tryggva á hótelinu daginn eftir og þegar hann sér mig koma, tekur hann upp símann og hringir. Rétt á eftir kemur Jón Ás- geir labbandi inn frá sundlauginni og ég virði hann ekki viðlits. Ég fer í gegnum allt bók- haldið og uppgjörið með Tryggva og geri hon- um grein fyrir því að ég sé búinn að fá nóg. Þeir þurfi einfaldlega að klára sín mál gagn- vart mér, því ég nenni ekki lengur að eiga samskipti við þá. Að fundi loknum stendur Tryggvi á fætur, tekur í höndina á mér og seg- ir „Jón, hafðu ekki áhyggjur af þessu. Við klárum þetta í vikunni.“ Ég svara: „OK Tryggvi, gott mál,“ og labba út. Þegar ég er kominn út úr anddyri hótelsins, þá er bankað í öxl mér og ég sný mér við og sé að þar er kominn Jón Ásgeir. Hann réttir fram höndina og segir: „Jón, fyrirgefðu. Við klárum þetta í vikunni.“ Ég svara: „Gott Jón. Ég er ánægður að heyra það,“ og fer. Þegar ég er að setjast inn í bílinn minn fyrir utan hótelið kallar Tryggvi í mig og segist hafa gleymt að nefna það við mig, að hann væri bú- inn að panta fund með lögmanni á Miami og biður mig að hringja í Jóhönnu konu mína og biðja hana að koma með mér á fundinn. Ég spurði um hvað hann væri að tala, en hann sagðist vilja ræða efni málsins hjá lögfræð- ingnum. Þegar við mættum á fundinn hjá lögmann- inum var Tryggvi þar. Hann segir okkur að hann hafi ráðið þennan lögmann til þess að sjá um að færa skráninguna á bátnum okkar, Thee Viking, yfir á félag í eigu þeirra feðga Jó- hannesar og Jóns Ásgeirs, Miramar, sem skrásett er á Bahamaeyjum. Félagið höfðu þeir feðgar stofnað árið 2000 og ástæða þess að ég vissi af því var einfaldlega sú, að þeir fengu mig til þess að kaupa flugmiðana fyrir þá Tryggva, Jón Ásgeir og Jóhannes, til Ba- hamaeyja, með kreditkorti míns fyrirtækis, Nordica. Þeir fóru sérstaka ferð til Bahama- eyja á fund KPMG, til þess að stofna félagið Miramar. Þessi ferð þeirra var svo mikið leyndarmál að enginn mátti vita af henni. Því var ég fenginn til þess að kaupa farmiðana og senda svo bara reikning heim til Íslands vegna ferðakostnaðar og Baugur greiddi.“ Þetta var klárlega hótun – Þú hefur alltaf sagt að þú hafir átt bátinn í félagi við þá feðga, en þeir hafa reyndar haldið því fram að þeir ættu ekkert í bátnum. Ertu að segja, að þeir hafi ætlað að færa skrásetn- inguna á bátnum, sem þú áttir að minnsta kosti þriðjung í, yfir í félag sem var bara í þeirra eigu? „Já, ég er að segja það. Ég var mjög ósáttur við þessar hugmyndir, enda hafði Baugur staðið straum af öllum kostnaði sem féll á þá feðga vegna Thee Viking frá árinu 1999 til árs- ins 2002. Ég sagði við Tryggva að þetta kæmi ekki til greina hvað mig varðaði. Í fyrsta lagi þyrftu þeir hjá Baugi að ganga frá óupp- gerðum málum við Nordica og gera upp við mig, það sem þeir skulduðu mér, en það var þá um 350 þúsund dollarar. Að því búnu þyrftu þeir að taka yfir lánið sem hvíldi á bátnum og ég var persónulega ábyrgur fyrir. Þá fyrst gætu þeir keypt út minn hlut í bátnum og hirt hann við svo búið. Eftir þetta stóð ég á fætur og við Jóhanna gengum út. Í framhaldi af þessum makalausa fundi kom hinn frægi tölvupóstur frá Jóni Ásgeiri, 2. febrúar 2002, þar sem hann segir að engar greiðslur muni berast Nordica fyrr en að ég sé búinn að ganga frá Thee Viking-málinu við Tryggva Jónsson. Þetta var klárlega hótun, þar sem mér var stillt upp við vegg. Ég var bú- inn að standa við allar mínar skuldbindingar, gera allt sem ég hafði lofað þeim að gera, en þeir höfðu svikið mig allan tímann. Hvers kon- ar dómgreindarleysi var það eiginlega, að láta sér detta í hug, að ég léti það yfir mig ganga, að færa bátinn yfir í félag í þeirra eigu og að ég ætti síðan bara að treysta því að þeir tækju yfir lánið á bátnum, sem ég persónulega var ábyrgur fyrir? Við erum ekki að tala um neina smápeninga, því lánið á bátnum var yfir hálf milljón dollara.“ Jón Gerald segir að í framhaldi af fram- kvæmdastjórnarfundi hjá Baugi í febrúar 2002 hafi hann fengið tölvupóst frá Árna Pétri Jónssyni, hinn 1. mars. Þar segir Árni Pétur m.a.: „Matvörusviðið mun ekki greiða neitt „aukalega“ vegna síðasta árs. Um efndir á meintum loforðum verður Jón Gerald að eiga við Tryggva Jónsson. Ekki verður lofað nein- um viðskiptum fyrir árið 2002 en unnið verði á 15% þóknun fyrir þau viðskipti sem eiga sér stað eftir 1. mars 2002. Unnið verði að því að koma á beinum samböndum við birgja í USA. Lagt er til við Jón Gerald að hann loki vöru- húsinu sem fyrst, það er þó auðvitað hans mál (leturbreyting blaðamanns). Farið verði í viðræður við Jón Gerald um greiðslu fyrir að koma vörumerkjunum yfir til Baugs, hugs- anleg kaup á merkingartækjum og sá mögu- leiki skoðaður að Jón Gerald vinni fyrir Baug á prósentuþóknun. Ábyrgðir verði endurnýjaðar en þá á milli Aðfanga og birgja án milligöngu Nordica.“ Hinn 8. maí 2002 fékk Jón Gerald tölvupóst frá Tryggva þar sem hann segir m.a.: „Hvorki ég né Jón Ásgeir getum haft áhrif á framtíð- arviðskipti. … En, sem sagt, línan hefur ekki breyst. Gerðu ráð fyrir að loka vöruhúsinu.“ Jón Gerald svarar Tryggva með stuttum tölvupósti, þar sem hann segir m.a.: „Eftir samtal ykkar veit Jóhannes að ég mun tapa öllu. Meira að segja húsið, allt fer, eingöngu út af því að ég er heiðarlegur og hef staðið við allt sem ég hafði lofað að framkvæma fyrir ykkur og treysti því sem mér var sagt.“ Kornið sem fyllti mælinn – Þegar hér er komið sögu er stutt í að þú ákveðir að leggja fram kæru, ekki satt? „Þarna er mér orðið heitt í hamsi. Í fyrsta lagi verð ég vitni að því hvernig þeir komu fram við Jim Schafer, þann mæta mann og vin minn. Hvernig þeir lugu upp á hann op- inberlega heima á Íslandi, eftir að hann neitaði að taka þátt í bókhaldssvindli með Bill’s Dollar Stores. Það er rétt að geta þess, að eftir að Jim Schafer labbaði út úr Bill’s Dollar Stores þá fór hann í mál við Baug og hann vann það mál. Það tók Baugsmenn sex mánuði að keyra fyrirtækið í þrot. Þetta varð stærsta gjaldþrot í íslenskri viðskiptasögu, samtals þá upp á 80 milljónir dollara. Þess utan hafði ekkert þokast í mínum mál- um, því þeir sögðust sig hvergi hreyfa, fyrr en ég væri búinn að færa skráningu bátsins yfir á Miramar. Við Jóhanna erum svo að ræða þessi mál fram og aftur í júníbyrjun 2002, eins og reynd- ar oft áður. Ég, eins og alltaf, er að verja þá Baugsmenn, taka upp hanskann fyrir þá og bera blak af þeim, en hún segir það, sem hún hafði reyndar sagt oft áður, að það sé ekki hægt að treysta þessum mönnum, ég verði að fara að átta mig á því; þeir standi aldrei við það sem þeir hafi lofað. Í þessu samtali okkar segir Jóhanna mér loks, að Jón Ásgeir hafi áreitt sig, heima á Íslandi sumarið 2001 og áð- ur hér í Flórída. Þetta hafi hún aldrei ætlað að segja mér, en hún sagði, að nú sæi hún enga aðra leið en þá að greina mér frá þessu, til þess að ég áttaði mig á því að þeim væri ekki treystandi. Ég held að einshvers konar sprenging hafi orðið innra með mér. Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Ég sagði, hingað og ekki lengra, og ákvað að ég myndi ráða mér lögmann á Ís- landi og öll okkar samskipti yrðu að fara í gegnum hann. Ég var mjög sár og reiður út í Jón Ásgeir. Hann hafði ekki bara misnotað mig og brotið niður allt traust sem ég hafði borið til hans og föður hans. Hann hafði ráðist að því sem var mér dýrmætast og helgast, hjónabandi mínu og fjölskyldu. Hann reyndi að vaða inn á heim- ili mitt á skítugum skónum. Ég reyndi þegar í stað að hringja í Jón Ás- geir, en náði ekki sambandi við hann og hringdi því í Jóhannes föður hans og sagði við hann að nú væri ég búinn að fá mig fullsaddan á framkomu sonar hans og myndi ráða mér lögmann og orðaði það svo við Jóhannes, „I am going to take him down“ og átti auðvitað við að ég ætlaði mér að upplýsa lögreglu um það hvernig þeir Baugsfeðgar voru að misnota al- menningshlutafélagið Baug sjálfum sér til per- sónulegs framdráttar, eins og ég hef marg- sinnis útskýrt. Enda sagði ég við hann að öll okkar samskipti á Íslandi færu hér eftir fram í gegnum lögmann minn, en þar hygðist ég leita réttar míns. Þannig lauk þessum sam- skiptum.“ Jón Gerald segir að hann hafi lítið þekkt Bonus Stores Bonus Stores Inc. var stofnað íBandaríkjunum í apríl 2001, viðsamruna verslanakeðjanna Bonus Dollar Stores og Bill’s Dollar Stores. Baug- ur keypti í apríl 2001 þrotabú Bill’s Dollar Stores, en átti fyrir meirihluta í Bonus Dollar Stores. Eftir það rak Bonus Stores Inc. keðjurnar tvær, sem starfræktu lið- lega 420 verslanir í 13 fylkjum suðaust- urhluta Bandaríkjanna, auk Flórída. For- stjóri Bonus Stores Inc. var Jim Schafer, sem átti Bonus Dollar Stores á móti Baugi, en var áður svæðisstjóri hjá Wal Mart. Meginstarfsemin sneri ávallt að Bill’s Dollar Stores, því mikill meirihluti versl- ananna var undir merkjum Bill’s Dollar Stores. Stjórn Bonus Stores ákvað svo á fundi sínum hinn 17. júlí 2002 að segja Jim Scafer upp og stefndu hann og varafor- stjóri Bonus Florida þá félaginu fyrir samningsrof og kröfðust 10 milljóna doll- ara í skaðabætur og Bonus Stores Inc. stefndi Schafer fyrir trúnaðarbrot. Í sept- ember 2002 var svo greint frá því með til- kynningu frá Baugi að Bonus Stores Inc. hefði gert samkomulag við Jim Schafer og Cory Brick og fallið yrði frá öllum mála- ferlum. Ekki var upplýst um innihald sam- komulagsins, en í tilkynningunni var greint frá því að samkomulagið hefði eng- in fjárhagsleg útlát í för með sér. Í júlí 2003 óskaði svo Bonus Stores Inc. eftir því að fá greiðslustöðvun, samkvæmt svokallaðs Chapter 11 og í framhaldi af því var fyrirtækið tekið til gjaldþrota- meðferðar. Í Morgunblaðinu í júlí 2003 sagði m.a. að ekki væri óvarlegt að áætla að tap Baugs af starfseminni í Bandaríkj- unum yrði að minnsta kosti 3 milljarðar króna, þegar upp væri staðið. „Það fer ekkert á milli mála, að þetta var aðferð Jóns Ásgeirs til þess að ná til þessara manna, svo hann gæti nýtt sér þá, í viðskiptum heima á Íslandi“ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.