Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 15
Velkomin í Framtíðarlandið SKÖPUNARGLEÐI HUGREKKI FRUMKVÆÐI VIRÐING ÁBYRGÐ NÁTTÚRA SJÁLFSTÆÐI FJÖLBREYTNI Við hvetjum alla sem vilja taka þátt í að móta framtíð Íslands til að koma til liðs við okkur með því að skrá sig á vef félagsins. Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands, var stofnað 17. júní. Við þökkum gríðarlegan áhuga sem félaginu hefur verið sýndur. Stofnfélagar Framtíðarlandsins eru nú hátt í 2.000. Við viljum vera hugmyndavettvangur og þverpólitískt þrýstiafl. Við viljum láta reyna á lýðræðið, ná eyrum stjórnmálamanna og styðja þá til góðra verka. Við viljum lýðræðislegt samfélag sem byggir á hugviti, sköpunargleði og frumkvæði einstaklinga. Samfélag þar sem jafnvægi ríkir á milli efnahags, umhverfis og félagslegrar velferðar. Samfélag sem við öll getum verið stolt af. Í dag liggur Ísland á teikniborðinu. Ákvarðanir stjórnvalda á næstu mánuðum ráða miklu um framtíð þjóðarinnar. Að þessu teikniborði verðum við að komast áður en kostir og möguleikar lands og þjóðar verða þrengdir enn frekar. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að matreiða lausnir ofan í fólkið í landinu. Hlutverk stjórnvalda er að skapa frjóan jarðveg þar sem einstaklingurinn, hugmyndir hans og kraftur geta dafnað. Sumarið verður nýtt til undirbúnings framhaldsstofnfundar og haustþings þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar munu leggja sitt lóð á vogaskálarnar. Við hvetjum fólk til að opna umræðu um þessi mál í sínu nánasta umhverfi og vekja aðra til umhugsunar nú í sumar. Það getur enginn sem lætur sig velferð Íslands varða leitt þau hjá sér öllu lengur. www.framtidarlandid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.