Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 21

Morgunblaðið - 25.06.2006, Side 21
efninu en Stefán Karl segir stefnt að því að ráða tvær til þrjár stórstjörnur í aðalhlutverkin. „Það er krafa sölu- og dreifingaraðilans að við séum með tvo til þrjá A-listaleikara en það er alltof snemmt að nefna nöfn í því samhengi,“ segir Stefán Karl dularfullur á svip. Enginn þjónustufulltrúi kvikmyndadeildar Menn hrista ekki myndir af þessu tagi fram úr erminni og Stefán Karl segir að fjármögnun sé að fara í gang. „Ég vil gjarnan halda þessu eins íslensku og ég get en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að gera hér. Ísland er mjög framsækið land en afskaplega takmarkað þegar kemur að þessum atvinnurekstri. Maður labbar ekki inn í banka og biður um þjónustufulltrúa kvikmyndadeildar. Þess vegna verður maður að tala við fyrirtækjaþjónusturnar og reyna að sannfæra menn um ágæti þess sem maður hef- ur. Ástæðan fyrir því að ég vil halda þessu hérna við landsteinana er sú að ég lít á þetta sem skot- helt verkefni. Ég veit hvað ég er með í hönd- unum. Við erum að tala um umfangsmikla dramatíska stórslysamynd sem kosta mun til- tölulega litla peninga miðað við það sem stóru stúdíóin eru að gera. Þau eyða hundruðum millj- óna dala í svona myndir en okkar fjárhagsáætl- un er mun lægri,“ segir Stefán Karl en telur ekki tímabært að upplýsa nánar um upphæðir í þessu sambandi. Enda þótt myndin um Suðurlandsslysið muni ekki slaga upp í stærstu Hollywood-myndir hvað kostnaði viðkemur fullyrðir Stefán Karl að hún verði gerð með bestu fáanlegri tækni. „Ég hef kynnst kvikmyndatækninni mjög vel á síð- ustu árum, bæði gegnum Latabæ og einnig aðila í Bandaríkjunum. Myndin verður bæði tekin á filmu og með stafrænum hætti sem er mun ódýrari leið. Gæði stafrænna véla eru orðin mjög mikil og þetta gerir okkur kleift að halda kostnaði niðri – setja meiri peninga fyrir framan tökuvélina en aftan. Sem dæmi má nefna að George Lucas tekur allar sínar Stjörnustríðs- myndir stafrænt og Sin City var tekin þannig að hluta líka. Þannig að við erum ekki í amalegum félagsskap.“ Myndin verður að öllum líkindum tekin að hluta hér á landi. „Ég vildi helst gera þetta sem mest hérna enda mikilvægt að vera sem næst hinum raunverulegu atburðum. Það er hins veg- ar búið að breyta Reyðarfirði, þaðan sem Suður- landið sigldi, svo mikið að tökur fara væntanlega ekki fram þar. Svo er peningahliðin ekki heldur nægilega hagstæð og þá er ég að tala um endur- greiðslu skatta. Hér eru aðeins endurgreidd 12% sem er ekki neitt neitt. Til samanburðar má nefna að við erum að skoða lönd sem eru með allt að 40% endurgreiðslu skatta. Ég er ekki sér- lega pólitískur en hef ákveðnar áhyggjur af stefnu íslenskra stjórnvalda í menningarmál- um,“ segir Stefán Karl og bætir við að tökur fari líklega fram á Íslandi, í Færeyjum og á Bret- landi, auk þess sem verið sé að skoða vatnstanka í Marokkó, Mexíkó og Kanada. Stefán Karl leggur áherslu á að hann sé ekki einn í þessari baráttu en helstu samverkamenn hans á vettvangi fyrirtækisins High Risk Pro- ductions eru Steinunn Ólína Þorsteinsdótir og Hreinn Sigmarsson. „Síðan er fjöldi manna vestur í Bandaríkjunum að vinna að þróun verk- efnisins.“ Hann segir þróunarvinnu verkefnis af þessu tagi gríðarlega tímafreka og kostnaðarsama. „Þetta kostar ekki bara fjármuni og tíma. Hindranirnar eru margar á leiðinni og það er ákaflega auðvelt að gefast upp. Aðalatriðið þeg- ar maður fær svona hugmynd er að halda sínu striki og gefast ekki upp, sama á hverju gengur. Þolinmæði er mikilvæg dyggð í þessu fagi. Það tók t.d. níu ár að gera I, Robot og tólf ár að gera Catch Me If You Can.“ Í því samhengi er tíminn frá því hugmyndin að kvikmynd um Suðurlandsslysið komst á skrið, eitt og hálft ár, ekki langur tími. Og Stef- án Karl vonast til þess að menn hafi áfram hrað- ar hendur. „Ef allt gengur að óskum stefnum við að því að hefja tökur eftir ár og frumsýna mynd- ina um jólin 2008, eftir tvö og hálft ár. Það er mjög hratt unnið. Eiginlega hálfundravert ef það næst.“ Meðfram kvikmyndinni verða gerðar heim- ildarmyndir um gerð myndarinnar og slysið sjálft en umsjón með því verki hefur fyrirtæki systranna Guðrúnar Ágústu og Birnu Pálínu Einarsdætra í Bandaríkjunum, Elf Films. Sigurjón Sighvatsson kemur ekki að gerð myndarinnar en Stefán Karl segir hann eigi að síður hafa hjálpað sér heilmikið, beint og óbeint. „Sigurjón opnaði á sínum tíma gríðarlega stórar dyr fyrir Íslendinga til Hollywood. Hann er einn virtasti framleiðandinn í Hollywood í óháðri kvikmyndagerð og það þekkja hann allir. Sig- urjón hefur reynst mér mjög vel í þessu verkefni og kannski á hann eftir að koma að því með bein- um hætti síðar.“ Leikur ekki sjálfur í myndinni Stefán Karl segir ekki hugmyndir um það að hann fari sjálfur með hlutverk í myndinni. „Það kemur ekki til greina af minni hálfu. Mér finnst það ekki fara saman að framleiða mynd og leika í henni. Það er fullt starf og vel það að framleiða kvikmynd. Í öðru lagi er þetta bandarísk bíó- mynd og fyrir vikið verða allir leikarar ensku- mælandi og ekki með hreim.“ Þegar Stefán Karl fluttist búferlum til Los Angeles hafði hann í hyggju að reyna fyrir sér sem leikari enda er það hans fag. „Ég tók mér frí frá Latabæ milli taka en komst fljótt að því að möguleikarnir eru ekki miklir þarna vestra. Það var meðal annars þess vegna sem ég tók þessa u-beygju og gerðist framleiðandi. Ég get vel hugsað mér að halda áfram á þeirri braut en okkur hefur þegar boðist að taka þátt í öðrum spennandi verkefnum, bæði hérlendis og ytra. Við erum að skoða það. Ég finn mig vel í þessu.“ Hann segir ekki útilokað að ægir eigi eftir að koma meira við sögu. „Þetta land byggðist á sjávarútvegi. Við megum ekki gleyma því. Í haf- inu liggja margar góðar sögur sem ekki hafa verið sagðar, ég nefni sem dæmi þorskastríðin og hvalveiðarnar. Hetjur hafsins eru margar og ég vil leitast við að segja þeirra sögur. Og hvaða form hentar betur en kvikmyndin?“ Stefán Karl segir að það sé gott að vera Ís- lendingur í Los Angeles. Fólk sýni þessu fram- andi landi mikinn áhuga enda þótt fæstir viti nokkuð um það. „Það er þetta klassíska, Ísland er grænt og Grænland er ís. Meira veit fólk yf- irleitt ekki.“ Veruleiki Hollywood er aftur á móti ekki eins aðlaðandi. „Það er ágætt að búa í borginni en það er ekkert launungarmál að það er víða skíta- lykt í þessum bransa. Mér kæmi til að mynda ekki á óvart þótt sögur um tengsl Franks Si- natra við mafíuna ættu við rök að styðjast. Þannig er lyktin þarna. Menn komast líka langt á peningunum, geta keypt sig alls staðar inn, burtséð frá því hvort þeir hafa hæfileika eða ekki.“ eyjum. Skipstjórinn var á leið í koju þegar hann heyrði neyðarkallið. Hann var með sjötíu manna áhöfn en hún var öll í landi. Hann setti þá bara neyðarljós og lúðra í gang, vakti allan bæinn og mannaði skipið á innan við fimmtán mínútum.“ Þegar Stefán Karl var búinn að þróa hug- myndir sínar um kvikmyndina var næsta skref að leita hófanna um samstarfsaðila. Hann segir að Hollywood sé borg tilviljananna. „Eftir að hafa keyrt hundruð mílna og skoðað um fimmtíu húseignir fundum við Steinunn loksins hús til að leigja. Þar er leigusali okkar kona að nafni Lisa Wilson. Fljótlega kom í ljós að hún er forseti Hyde Park International sem er mjög öflugt sölu- og dreifingarfyrirtæki fyrir kvikmyndir með samning við MGM, 20th Century Fox og fleiri kvikmyndaver. Ég viðraði þessa hugmynd við hana og spurði hvort ég mætti ekki láta hana hafa A4-blað með helstu punktum. Henni leist vel á að fá þetta í svona knöppu formi enda les hún fimmtán handrit á viku sem langflest fara í ruslið. Tveimur vikum síðar hringdi hún í mig og sagðist vilja hjálpa mér að fara með þetta mál lengra. Þar með var ég kominn með góðan bandamann því Lisa hefur yfir þrjátíu ára reynslu í Hollywood. Hún kom mér í samband við Michelle Shane sem framleiddi m.a. myndir á borð við Catch Me If You Can með Tom Hanks og I, Robot með Will Smith, ásamt félaga sínum Antonio Romano. Þeir heilluðust strax af þessu verkefni og nú er búið að skrifa undir fram- leiðslusamning. Myndin er sem sagt á leið í framleiðslu. Hyde Park International mun sjá um sölu og dreifingu myndarinnar á heimsvísu.“ Stefán Karl segir samstarf við eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood í burðarliðnum en málið sé enn á viðræðustigi. Handritið liggur fyrir en það skrifar Peter Federanko sem Stef- án Karl segir mikilsmetinn „ghost writer“ í Hollywood. „Ghost writer“ er maður sem skrif- ar handrit án þess að nafns hans sé getið. Fed- arenko hefur skrifað handrit í 25 ár. „Þetta eru svokölluð fyrstu drög sem við erum með í hönd- unum og nú stendur fyrir dyrum að vinna hand- ritið áfram, ásamt því að halda rannsókn máls- ins gangandi.“ Leikstjóri hefur ekki verið ráðinn en Stefán Karl segir ýmsa hafa sýnt verkefninu áhuga, m.a. Frank Marshall sem er giftur Kathleen Kennedy, aðalframleiðanda kvikmynda Stevens Spielbergs. Hann leikstýrði m.a. kvikmyndun- um Alive, Arachnophopia og Congo. „Marshall hefur sýnt verkefninu áhuga og það hefur verið okkur mikil hvatning.“ Fleiri nafnkunnir menn munu koma að verk- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 21 orri@mbl.is ’Hindranirnar eru margar áleiðinni og það er ákaflega auðvelt að gefast upp. Aðal- atriðið þegar maður fær svona hugmynd er að halda sínu striki og gefast ekki upp. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.