Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 25 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 30 64 06 /2 00 6 Flugustangasett Tilboð 21.490kr. Verð áður 24.990 kr. Lífstíðarábyrgð. Önnur sett frá 14.700 kr. Slate vöðlujakki Verð 24.990kr. Slate öndunarvöðlur Tilboð 29.900kr. Verð áður 37.990 kr. Til sölu rótgróið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi Skúlagata 17, 101 Reykjavík Sími 566 8800 Fax 566 8802 Gsm 863 6323 Félagið hefur ávallt verið rekið með hagnaði enda með góða vöru og hæft starfsfólk. Fyrir liggur skýrsla um félagið fyrir fjárfesta að skoða. Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ólafsson í síma 863 6323. www.vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. Gsm: 863 6323 johann@vidskiptahusid.is var Þórarinn Björnsson. Fjöldi skipa var að síldveiðum á svæðinu frá Langanesi suður fyrir Vopnafjörð, þar á meðal rússnesk veiðiskip, sem tvö móðurskip fylgdu; annað tíu þúsund smálestir og hitt sex þúsund. Faxaborg var rúmar hundrað smálestir. Að kvöldi tíunda september sigld- um við sunnan undir Langanesið og sáum þá minna móðurskipið koma út með nesinu, nærri landi með nótabát í togi. Þrátt fyrir stærðarmuninn var ekkert hik á okkur að leggja til at- lögu. Þegar við áttum stutt eftir í móðurskipið hleyptum við af byss- unni, en Rússinn sýndi engin merki þess að skotið skyti honum skelk í bringu, þvert á móti hélt hann ótrauð- ur áfram. Við skutum þá aftur og viti menn! Rússinn nam staðar. Þeir tóku svo á móti okkar mönnum með sæmi- legum hætti. Þeir voru að koma frá því að draga bilað skip í var, en voru hvorki að bæta net né salta síld um borð og í nótabátnum var engin nót. Þórarinn skipherra úrskurðaði þá að skipinu skyldi sleppt, en skipstjórinn víttur og varð sá rússneski harla glað- ur með þau málalok. Um nóttina kallaði okkur upp ís- lenzkur síldveiðiskipstjóri og sagði mörg rússnesk síldveiðiskip í land- helgi á miðjum Bakkafirði. Skipherra sagðist myndu halda strax á staðinn og síldveiðiskipstjórinn sagði að hann og fleiri myndu slá hring um Rússana og sporna við því að þeir slyppu. Á endanum tókum við þarna fjögur skip í landhelgi og færðum til Seyðisfjarð- ar. Reyndar þurftum við að elta það síðasta til hafs og skjóta 13 föstum skotum áður en skipstjórinn gaf sig. Það var orðið þunnskipað um borð í varðbátnum, þegar þessu lauk; aðeins þrír áhafnarmeðlimir; hinir voru komnir um borð í landhelgisbrjótana, en fjórir Rússar; einn af hverju skipi, um borð í varðskipinu! Varðskips- menn voru því í minnihluta og vopn- lausir að auki, því vopnabúrið; einn riffill og tvær skammbyssur, höfðu varðskipsmenn tekið með sér um borð í landhelgisbrjótana og reyndar bara aðra skammbyssuna, því hin fannst hvergi, þegar til hennar átti að taka! En allt hafðist þetta nú og vakti það ekki litla athygli, þegar Faxaborg sigldi inn á höfnina á Seyðisfirði með fjögur rússnesk veiðiskip fast á eftir. Þessi heimsókn lífgaði heilmikið upp á bæjarlífið, því á meðan Rúss- arnir biðu réttarhaldanna skemmtu þeir sér og öðrum með söng og hljóð- færaslætti, tefldu við heimamenn og unnu allar skákir, en í knattspyrnu- leik tókst heimamönnum að hefna ófaranna við skákborðið!“ Með byssu við landganginn En það voru ekki bara útlendingar, sem freistuðust til að veiða í landhelg- inni. „Nei, biddu fyrir þér!“ segir Garð- ar og hlær við. „Íslendingarnir voru ekki alltaf barnanna beztir. Einu sinni var ég á flugvélinni og þá stóðum við bát að ólöglegum veið- um út af Suðurlandi. Við rákum hann í land, en daginn eftir var hann kom- inn aftur á nákvæmlega sömu slóðir! Öðru sinni vorum við að koma á Óðni litla að austan og stóðum þá íslenzkan bát að veiðum uppi í harða landi und- an Skarðsfjöruvita. Það var dimmt yf- ir, en við heyrðum hann höggva á vír- ana og síðan ætlaði hann að stinga okkur af. Ég var búinn að láta skjóta mörgum skotum að honum áður en hann gafst upp. Þetta var Gullborgin. Á leið til Eyja tókum við tvo aðra; Álf- sey og Blátind, sem seinna varð reyndar varðskip. Þegar við vorum komnir í höfn urðum við að hafa skammbyssu við höndina við land- ganginn, því þeir ætluðu bara að koma um borð og jafna um okkur. Þetta var langt í frá eitthvert eins- dæmi. Það var svo rosaleg harka í þessu.“ – Urðu menn óvinir? „Ég leit aldrei á þessa menn sem óvini mína.“ Björgunarstörf eru snar þáttur í starfi Landhelgisgæzlunnar. Garðar segist eiga margar ánægjulegar minningar um þau. „Það jafnast ekk- ert á við það að bjarga mannslífi,“ segir hann og brosir. „En ein sérstæðasta björgunar- ferðin var upp í Hvalfjörð að bjarga fólki, sem þar sat fast í rútubíl! Land- leiðin var gjörsamlega lokuð og því var ekki um annað að ræða en fara til fólksins sjóleiðina. Og við björguðum öllum farþegunum og bílstjóranum líka um borð í varðskipið.“ Surtsey uppáhaldsfyrirsætan Ljósmyndavélin var löngum ferða- félagi Garðars og birtust margar myndir hans í Morgunblaðinu og einnig í erlendum tímaritum; einkum landslagsmyndir og myndir af Surts- ey. Ein slík var valin á sýningu 200 ljósmyndara í Viktoríu og Alberts- safni í London og var síðan ein 48 ljós- mynda í bókinni „Landið“, sem gefin var út í tengslum við sýninguna. – Hvernig vaknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Bróðir minn, Hannes, lærði ljós- myndun og annar bróðir okkar yngri, Björn, lærði hjá honum, þegar slys batt enda á sjómennsku hans. Þegar þessir bræður mínir voru báðir komnir með ljósmyndavélar í hend- urnar vaknaði áhugi minn á ljós- myndun líka. Það var nefnilega þann- ig, að til sjós gáfust ótal tækifæri til þess að mynda hluti, sem aðrir höfðu ekki möguleika á að mynda. Ég var hliðhollur Morgunblaðinu og sendi því bæði fréttir og myndir, en eins og nærri má geta voru mynd- efnin mörg í þorskastríðunum. Ég á mörg magasín með myndum úr þeim.“ – Áttu einhverja uppáhaldsmynd? „Það getur nú reynzt erfitt að gera upp á milli myndanna sinna eins og barnanna! En Surtsey var mín uppá- halds „fyrirsæta“. Ég flaug oft yfir hana og í einni ferðinni tók ég ljós- mynd, sem fór víða, þar á meðal á sýningu í London og í bók. Ég fór nefnilega snemma út í það að senda ljósmyndir til erlendra tíma- rita og reyndi að hafa eitthvað upp í kostnaðinn með slíkri sölu. Einn þeirra, sem sáu þessar myndir, var brezki ljósmyndarinn Bill Brandt, sem var með fremstu landslagsljós- myndurum tuttugustu aldarinnar. Hann valdi svo Surtseyjarmynd eftir mig með verkum 200 ljósmyndara, til að sýna með sér á ljósmyndasýning- unni „The Land Exhibition“ í Viktor- íu og Albertssafninu í London 13. nóvember til 15. febrúar 1976. Og hann bætti um betur með því að velja myndina mína, ásamt 47 öðrum, í sér- staka bók, sem var gefin út í tengslum við sýninguna.“ Í þessari bók er Garðar í úrvals fé- lagsskap. Hann sýnir mér til gamans frétt af því að í febrúar sl. hafi ljós- myndir tveggja „félaga hans“ slegið öll met á uppboði hjá Sotheby’s í New York, þegar þær voru seldar á jafn- virði 368 milljóna króna. Ljósmynd eftir Edward Steichen frá 1904 var slegin fyrir tæpar þrjár milljónir doll- ara; jafnvirði um 187 milljóna króna, og tvær myndir eftir Alfred Stieglitz frá 1919 fóru á 1,4 milljónir dollara: jafnvirði um 87 milljóna króna, og 1,5 milljónir dollara: jafnvirði um 94 milljóna. Hart barizt um sálirnar! Garðar Pálsson hefur ekki einasta strítt við landhelgisbrjóta um ævina, heldur hefur hann í landi háð marga hildi við andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir það stríð oft hafa verið hart, einkum fyrr á árum. En skemmtileg atvik komu þar líka fyrir. „Ég varð snemma pólitískur í mér; gallharður sjálfstæðismaður eins og ég átti kyn til! Fyrstu afskiptin voru, þegar Bjarni Benediktsson bauð sig fram í Norður-Ísafjarðarsýslu 1937. Ég var þá 15 ára og var sendill á kosninga- skrifstofunni á Ísafirði. Seinna tók ég mér jafnan frí til þess að koma í land og stjórna kosninga- starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík síðustu tvo dagana fyrir kosning- ar og á kjördag. Þetta gerði ég fyrst að áeggjan Birgis Kjaran og Bjarna Benediktssonar og í áratuga starfi kynntist ég fjölda sjálfstæðismanna, þar á meðal öllum forystumönnum flokksins. Kosningafundir voru hér áður fyrr ein bezta skemmtun sem hugsazt gat, einkum þegar orðheppnir frambjóð- endur áttu í hlut. Einu sinni var Guð- mundur G. Hagalín að tala á fundi vestur á Ísafirði, þegar kona ein kall- aði fram í: Þetta er allt Alþýðuflokkn- um að kenna. Guðmundur lét sem hann heyrði þetta ekki, en þegar kon- an kallaði þetta í þriðja sinn, þá sagði Guðmundur: Frú mín góð. Ég er eng- in frú, greip konan fram í fyrir hon- um. Ekki er það Alþýðuflokknum að kenna, sagði þá Guðmundur og upp- skar hlátur fundarmanna og frið fyrir konunni! Aðra sögu kann ég að segja af Gunnari Thoroddsen, þegar hann var í framboði á Snæfellsnesi. Þeir feðg- ar, Alexander framsóknarþingmaður Stefánsson og Stefán Kristjánsson vegavinnuverkstjóri, voru alltaf að kalla fram í mál hans. Loks ákvað Gunnar að svara þeim. Hann gerði dramatískt hlé á máli sínu, en sagði svo að Alexander mikli hefði í æsku haft mestar áhyggjur af því, að hann fengi ekkert að afreka á fullorðins- árum, því faðir hans yrði þá búinn að gera allt sem hægt væri að gera. Þessum áhyggjum sagði Gunnar, að Alexander Snæfellingur þyrfti ekki að deila með nafna sínum, því Stefán faðir hans hefði engu komið í fram- kvæmd. Þeir feðgar sátu hljóðir eftir það! Svo var það maðurinn, sem kom fram úr kjörklefanum og spurði: Hvar er framsóknarkassinn? Mitt at- kvæði á sko ekki að fara í hann!“ – Kanntu ekki að segja mér sögu af sjálfum þér? „Þær eru nú fæstar til frásagnar! Ekki vegna þess að þær séu svo svakalegar, heldur vegna hins að það fer bezt á því manna og málefna vegna að þögnin geymi þær. En ég get svo sem rifjað það upp, að mér hefur tekizt að fá marga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn um ævina. Og oft var hart barizt um sálirnar! Einu sinni ákvað ég að bjarga góð- um skipsfélaga mínum úr klóm Framsóknarflokksins, en enginn komst til metorða hjá skipaútgerðinni nema hann væri þar í flokki. Þeir fóru svo að missa tökin og ég að hamra járnið. Ég sagði þessum félaga mín- um að hann væri alltof góður maður til þess að vera í Framsóknarflokkn- um, hann ætti heima í Sjálfstæðis- flokknum og hvergi annars staðar! Hann tók þessu ekki fjarri og því bet- ur þeim mun oftar sem ég færði þetta í tal við hann. Loks var hann reiðubú- inn til þess að söðla um. En Eysteini og Hermanni, forystumönnum Fram- sóknarflokksins, var borin frétt af þessum sinnaskiptum mannsins og kvöddu þeir hann á sinn fund til þess að tala hann til baka. Í millitíðinni hafði ég hringt í Bjarna Benediktsson og beðið hann að hafa samband við manninn og stappa í hann stálinu. Þetta gerði Bjarni tafarlaust og það reið baggamuninn til þess að þeir Ey- steinn og Hermann töluðu fyrir dauf- um eyrum, þegar þeir tóku manninn á framsóknarteppið. Hann var sann- ur sjálfstæðismaður upp frá því!“ Amma og afi; Guðbjörg Pálsdóttir og Hannes Jónsson með soninn Pál. Afi; Björn Helgi Kristjánsson Mamma; Ásta Kristjánsdóttir. Pabbi; Páll Hannesson. Amma; Vilhelmína Hjaltadóttir. freysteinn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.