Morgunblaðið - 25.06.2006, Page 26

Morgunblaðið - 25.06.2006, Page 26
26 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ                                  ! " $   % "  &  %                                             !          ()  "              #      *&  $%   &  #             %                        !      $*          !   #         "  "   % $       '    ' % +                     #     $   %  &    %   - (     "    + # $     )            &        +        '     (&                 &  #   I. „Hallvarður súgandi var í orustu móti Haraldi konungi í Hafursfirði. Hann fór af þeim ófriði til Íslands og nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga og bjó þar.“ Við hjónin höfðum komið til Súgandafjarðar áður, en þá af sjó með einum af „þríburunum“, sennilega Lagarfossi, en aldrei kom- ið að Stað eða í gegnum hin glæsi- legu göng milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar, er tekin voru í gagnið og vígð 1996. Nú skyldi bætt úr þessu og fenginn til fararinnar Rúnar Þór Brynjólfsson, leigubíl- stjóri á Ísafirði, fyrrum mjólkurbíl- stjóri í Djúpinu, ók í 14 ár allt frá Un- aðsdal á Snæfjallaströnd að Stað í Súgandafirði. Allra manna kunnug- astur á leið þessari auk þess að hann ók dreka miklum, 300 hestafla Ford- jeppa, sem reyndist frábærlega vel í ferðinni. Sótti hann okkur að Hótel Ísafirði upp úr hádegi annan dag hvítasunnu og var fyrst haldið til Bolungarvíkur, því Halldóra Árna- dóttir, kona mín, sem þaðan er ætt- uð, vildi skoða æskustöðvarnar og koma við í Hólskirkjugarði, þar sem forfeður hennar eru grafnir. Voru leiði þeirra í mjög þokkalegu ástandi, enda verið unnið að viðgerð þeirra nýlega. II. Síðan er haldið til baka um Óshlíð- ina, sem sumir kalla „hina rússnesku rúllettu“, því grjóthrun og snjóflóð hefur verið þar vandamál allt frá því að vegurinn var lagður. Nú munu enn vera uppi áform um umbætur, gera jarðgöng á kafla leiðarinnar, þar sem hættulegast hefur verið að aka. Gunnvör Rósa Falsdóttir (1902– 1996) hét kona, sem hugðist ganga Óshlíðina; á kvarthæluðum skóm á millistríðsárunum til að vera við jarðarför á Ísafirði. Hún náði til Ísa- fjarðar þrem tímum eftir að jarðar- för lauk. Við ökum um Hnífsdal og þar spyr ég Rúnar um hið myndar- lega fjöleigna-hús (blokk), sem við blasi. Það er kallað „Vindheimar“ svarar hann og þarf heitið ekki frek- ari skýringar við. Nú nálgumst við gangamunnann og eru göngin tví- breið allt að vegamótunum, þar sem leiðin liggur til Súgandafjarðar til hægri, en einbreið þaðan í Botn í Súgandafirði. Við mættum einum bíl á leiðinni til Suðureyrar, en engum á bakaleiðinni, allir í fermingar- veislum. Ökumenn blikka ljósum til þess að vekja athygli á sér í tíma og skulu ókunnugir minnast þess, ef þeir ætla að aka göngin. Fermingu er rétt að ljúka á Suðureyri, séra Valdimar Hreiðarsson (f. 1950) er að ganga úr kirkju með messuvíns- karöflu í annarri hendinni og líkleg- ast handbókina í hinni. Ætlaði að snarast út og taka mynd af honum, en Rúnar mælti: „Þetta er kunningi minn,“ svo ég hætti við myndatök- una. III. Suðurfjarðarhreppur var nyrsti hreppur Vestur-Ísafjarðarsýslu. Mörk að vestan, við Flateyjarhrepp, voru við Gathamar vestan við Sauða- nestá, en að norðan við Norður-Ísa- fjarðarsýslu Öskubak, en svo heitir fjallið norðan við Keflavík, sem var nyrsti bær í Suðureyrarhreppi og Vestur-Ísafjarðarsýslu. Keflavík er í eyði, en Galtarviti, sem byggður var árið 1920, er nú nýttur sem dvalar- staður lista- og fræðimanna (Galt- arviti.com)En staða vitavarðar er af- lögð, veðurfregnir og allt annað orðið sjálfvirkt. IV. Árið 1996 er mikið byltingarár í sögu Vestfjarða, Göngin undir Breiðadalsheiði (614 m. y. s. m.) og Botnsheiði (550 m. y. s. m.) tekin í notkun og vígð af Halldóri Blöndal samgönguráðherra og þrír hreppar sameinaðir Ísafjarðarbæ, Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. Tilkoma ganganna var skilyrði fyrir samein- ingunni. Í dag stunda menn vinnu sína jafnt í Ísafjarðarkaupstað og Suðureyri, einnig stunda sumir Ís- firðingar vinnu sína á Suðureyri. Göngin ullu algerri byltingu. Nú selj- ast öll íbúðarhús á Suðureyri um leið og þau eru auglýst, mikil breyting frá því sem áður var. Nú skal haldið vestast í byggðina, að Stað í Stað- ardal, hins forna prestsseturs og kirkjustaðar sveitarinnar. Prests- setrið á Stað í Súgandafirði var formlega flutt til Suðureyrar árið 1982, er Staður var seldur. Kirkjan á Stað var byggð árið 1886 og er enn í notkun, bárujárn á henni, sem bíður málningar. Við göngum til kirkju og myndum hina sérstæðu altaristöflu, sem þar er og er eftir Jón Kristins- son (1925–1997) er var skólastjóri á Suðureyri 1956–1965. V. Á leið okkar að Stað höfðum við ekið um svo nefndar „Spillisfjörur“, en Spillir er allmikill, sæbrattur höfði, og er leiðin undir honum á annan kílómetra. Alls staðar eru klettar með sjónum og á nokkru bili ná þeir upp á efstu brún. Nú hefur akvegur verið lagður þessa leið, en áður fyrr var leið þessi mjög ill yf- irferðar og ófær um flæðar, ef brim var, því að þá gekk sjór í kletta. Talið er að nafnið Spillir sé stytting úr „Sauðaspillir“. Fyrir utan Stað er aðeins eitt býli í Staðardal, en það er Bær. Sundalur og Vatnadalur eru innar í byggðinni, sem nú er aflögð, tvær ár renna þar eftir byggðinni, Þverá eftir Sundal, en Vatnadalsá kemur úr Vatnadalsvatni, en þar er gnægð silungs og svæði þetta vin- sælt af skátum til útilegu. Við snúum við í átt til Suðureyrar og sýnir Rún- ar okkur þá gamla flugvöllinn, sem notast var við fyrir litlar flugvélar, en reyndist vel í neyð. Þá liggur leið- in að Botni þar sem stórbýli er rekið með nýtísku mjaltaþjónum. Við virðum fyrir okkur gamla veginn yfir Botnsheiði þar sem enn eru djúpar fannir, en þessi vegur er ekki ekinn lengur, göngin leystu hann af. Marg- ur komst yfir Botnsheiði við illan leik gangandi, en því miður báru margir beinin þar efra, urðu úti á heiðinni. Munnmæli herma, að Hallvarður súgandi, er nam fjörðinn, hafi búið í Botni og sé heygður í hól þeim, sem Súgandi heitir. Þegar Þorvaldur Suðureyri við Súgandafjörð. Það er ennþá skafl í Spillinum. Kirkjan að Stað í Súgandafirði. Altaristaflan í Staðarkirkju eftir Jón Kristján Kristinsson. Skaflarnir í Kirkjubólshlíð speglast í Sundahöfninni. ÍS-1 við Gamla bakaríið á Ísafirði. Súgfirðingabréf Eftir Leif Sveinsson Skemmtiferðaskipið „Funchal“ í Sundahöfn á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.