Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
23. júní 1996: „Við Íslendingar
erum í hópi heppna fólksins í
heiminum. Styrjöld hefur ekki
verið háð á okkar landsvæði
og íslenzk ungmenni ekki látið
lífið í styrjaldarátökum á fjar-
lægum slóðum. Heilbrigð-
iskerfið er orðið svo gott, að
við búum ekki við farsóttir af
neinu tagi. Fátækt í þeim
skilningi, sem lagt er í það orð
í öðrum löndum, er nánast
ekki til og yfirleitt erum við
lausir við þau gífurlegu vanda-
mál, sem hrjá mikinn hluta
mannkyns.
Í nýrri skýrslu Alþjóða-
sambands landsfélaga Rauða
krossins kemur fram, að þessi
vandi eykst stöðugt víða um
heim. Flóttamönnum og heim-
ilislausum í eigin landi hefur
fjölgað á síðustu tíu árum og
búizt við frekari fjölgun á
næstu tíu árum. Það eru fyrst
og fremst stríðsátök, sem
valda þessu. Flóttamenn eru
nú taldir 37 milljónir. Guðjón
Ó. Magnússon, formaður Ís-
landsdeildar Rauða krossins,
sagði á blaðamannafundi í
fyrradag, að sífellt fleiri ríki
væru í upplausn og nefndi þar
Sómalíu, Líberíu og Rúanda.
En jafnframt segir formað-
ur Rauða krossins, að það
verði sífellt vandasamara að
bregðast við. Ríkisstjórnir
eiga í erfiðleikum með að
halda uppi stuðningi með fjár-
framlögum eða öðrum hætti,
strangari reglur eru settar um
veitingu landvistarleyfa, auk-
innar andúðar gætir á útlend-
ingum í mörgum ríkjum og
svo mætti lengi telja.“
. . . . . . . . . .
22. júní 1986: „Umsvif ríkisins
í lýðræðisríkjum Vesturlanda
hafa, sem alkunna er, aukist
jafnt og þétt á undanförnum
áratugum. Þessi framvinda
hefur verið frjálslyndum
mönnum mikið áhyggjuefni,
þar sem hún þrengir að at-
hafnafrelsi einstaklinga og
stefnir því í voða. Ísland hefur
ekki verið nein undantekning í
þessu efni. Skattbyrði hér á
landi, sem hlutfall af lands-
framleiðslu, hefur hækkað frá
ári til árs. Árið 1965 nam op-
inber skattheimta þannig um
24% af landsframleiðslu, en
tæpum tveimur áratugum síð-
ar, 1983, nam hún um 35%.
Þetta hlutfall er hærra sums
staðar í nágrannalöndum okk-
ar og að meðaltali var það 45%
í aðildarríkjum OECD, árið
1984.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VALD OG VÍSINDI
ÍBandaríkjunum hefur í stjórnartíðGeorge Bush forseta farið framrimma milli stjórnvalda og vís-
inda. Sá skoðanamunur, sem þessi
deila endurspeglar, er ekki nýr af nál-
inni, en hann tók á sig nýja mynd eftir
að Bush komst til valda. Mikið hefur
verið fjallað um deiluna, um það hvort
aðeins eigi að kenna þróunarkenn-
inguna í skólum eða einnig tilgátur um
að einhvers konar guðleg forsjón hafi
stjórnað þróun lífs. Einnig hefur þessi
deila endurspeglast í ágreiningi um
vísindin á bak við loftslagsbreytingar.
Sá ágreiningur er síður en svo aðeins
fræðilegur heldur rammpólitískur og
hagsmunatengdur því að hann snýst í
raun um það með hvaða hætti skuli
brugðist við hlýnun jarðar og hinum
svokölluðu gróðurhúsaáhrifum. Það
skiptir ekki litlu máli fyrir til dæmis
bifreiðaframleiðendur og olíufyrirtæki
með hvaða hætti aðgerðir til að stemma
stigu við loftslagsbreytingum myndu
koma niður á þeim.
Deilan um loftslagsbreytingarnar
hefur meðal annars komið fram í harðri
gagnrýni á fræðin að baki fullyrðingum
um að óeðlilegar breytingar hafi átt sér
stað í andrúmsloftinu og hafa efa-
hyggjumennirnir löngum fullyrt að
þeir vísindamenn, sem haldi því fram
að breytingarnar séu af mannavöldum,
noti tölfræði mjög handahófskennt og
velji úr þær niðurstöður, sem henti
þeim í málflutningi sínum. Að nokkru
leyti minnir þessi deila á átökin um það
hvort reykingar væru krabbameins-
valdandi á sínum tíma og fullyrðingar
tóbaksfyrirtækja um að ekki hefði ver-
ið sýnt fram á nógu sterka fylgni milli
reykinga og krabbameins til að full-
yrða að um bein tengsl væri að ræða.
Í liðinni viku var birt niðurstaða
rannsóknar sem bandaríska vísinda-
akademían vann fyrir Bandaríkjaþing.
Þar kemur fram að hitinn í andrúms-
loftinu hafi ekki verið meiri en nú í
minnst 400 ár og líklega lengur. Hópur
vísindamanna og sérfræðinga kom
saman á fundi með þingmönnum og
sagði að ástandinu mætti líkja við
„hitasótt“ og væri hún fyrst og fremst
af mannavöldum.
Eins og fram kom í frétt í Morgun-
blaðinu á föstudag bað Sherwood
Boehlert, formaður vísindanefndar
fulltrúadeildarinnar og þingmaður
repúblikana, um skýrsluna vegna efa-
semda ýmissa manna um gróðurhúsa-
áhrifin og hlut manna í þeim.
Vísindaakademían tók sérstaklega
fyrir rannsókn frá árinu 1999 þar sem
sagði að hlýnunin á norðurhveli jarðar
væri sennilega einsdæmi á undanförn-
um þúsund árum. Rannsókn þessa
gerðu þrír vísindamenn undir forustu
Michael E. Mann loftslagsfræðings og
var þar í fyrsta skipti lagt mat á lofts-
lagsbreytingar með því að leita víða
fanga, þar á meðal með því að skoða
breytingar í vaxtarhringjum trjáa frá
ýmsum öldum og breytingar á jöklum
og borkjarna frá heimskautunum, en
þar var einnig skýrt tekið fram að nið-
urstöðurnar væru ekki endanlegar.
Þessi rannsókn hafði sætt harðri gagn-
rýni þingmanna úr röðum repúblikana
og stofnana, sem njóta fjárstuðnings
hagsmunahópa. Þegar Boehlert bað
um skýrsluna hafði Joe Barton, þing-
maður repúblikana, hafið sérstaka
rannsókn á Mann og félögum hans.
Vísindaakademían komst að þeirri
niðurstöðu að rannsóknin frá 1999
hefði verið heiðarleg tilraun til að
greina fyrirliggjandi gögn og ekkert
hefði komið fram um að reynt hefði
verið að hagræða gögnum. Þá sýndu
aðrar nýlegar rannsóknir, þar sem
hitabreytingar á undanförnum tvö þús-
und árum hefðu verið skoðaðar, að
hlýnun á undanförnum 25 árum væri
meiri en komið hefði fram frá 1600 og
sennilega frá árinu 900, þótt ekki væri
hægt að fullyrða það.
Ágreiningur um vísindi er nauðsyn-
legur og hollur. Bandarísk stjórnvöld
hafa hins vegar gengið lengra. Ágrein-
ingur þeirra er ekki vísindalegur held-
ur hugmyndafræðilegur. Stjórn Bush
hefur hvað eftir annað gengið gegn því
sem er viðtekið í vísindaheiminum og
má þar nefna loftslagsbreytingar og
stofnfrumurannsóknir. Hættan við það
að láta hugmyndafræði ráða för er sú
að vísindalegar niðurstöður verði
metnar á forsendum hennar, hversu
hæpin, sem vinnubrögðin kunna að
vera. Ákvarðanir eru teknar á forsend-
um hentugleika, en ekki vísinda. Það
getur verið afdrifaríkt að halda áfram
að verja réttinn til að menga eigi að
stemma stigu við loftslagsbreytingum.
G
eir H. Haarde forsætisráð-
herra fer vel af stað í nýju
embætti. Segja má að frá
þeirri stundu, þegar til-
kynnt var formlega um
breytingar í ráðherraemb-
ættum hafi hinn nýi for-
sætisráðherra sýnt einstaka
hæfni í að koma fram og útskýra fyrir þjóðinni
stöðu mála. Bæði hina pólitísku stöðu, sem upp var
komin í herbúðum ríkisstjórnarflokkanna, þegar
Halldór Ásgrímsson ákvað að hverfa af vettvangi
stjórnmálanna en einnig flókna stöðu efnahags-
mála frammi fyrir vaxandi verðbólgu og of mikilli
þenslu í efnahagslífinu.
Í fyrri ráðherrastörfum, bæði sem fjármálaráð-
herra og einnig sem utanríkisráðherra, hafði Geir
H. Haarde haldið sig til hlés og einhverjir flokks-
manna hans voru byrjaðir að spyrja sig þeirrar
spurningar, hvort þannig yrði það einnig, ætti
hann eftir að taka við embætti forsætisráðherra.
Og töldu, að það væri ekki endilega heppilegt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Þær áhyggjur eru liðin tíð eftir fyrstu spor for-
sætisráðherra í nýju starfi. Flest bendir til að Geir
H. Haarde sé gott efni í landsföður!
Þessi góða byrjun snýst þó ekki bara um takt og
tón, þótt eitt mikilvægasta hlutverk forsætisráð-
herra í þjóðfélagi nútímans sé að útskýra fyrir
fólki vandamál og verkefni líðandi stundar á þann
veg að skiljist. Það var og er mikill áfangi hjá rík-
isstjórninni að hafa náð samkomulagi við aðila
vinnumarkaðar um aðgerðir til að tryggja kjör
launafólks og ná niður verðbólgu, sem lætur á sér
kræla á nýjan leik. Og ekkert sjálfgefið, að það
tækist.
En það tókst, þótt vafalaust hafi skoðanir verið
skiptar innan verkalýðshreyfingarinnar um það,
hvort ganga ætti til þessa samkomulags. Það má
heldur ekki gleyma því, að stjórnarandstaðan hef-
ur auðvitað haft lítinn áhuga á að slíkir samningar
næðust. Forystumönnum hennar er auðvitað ljóst,
að þessir samningar ásamt öðrum aðgerðum, sem
búast má við af hálfu bæði ríkisstjórnar og sveit-
arstjórna gera það að verkum, að framundan er
tiltölulega bein braut fyrir ríkisstjórn og stjórn-
arflokka fram að þingkosningum næsta vor. Þess
vegna má gera ráð fyrir, að fögnuður stjórnarand-
stöðuflokkanna yfir samkomulaginu sé ekki eins
mikill og þeir vilja vera láta. Þótt engum detti í
hug, að þeir hafi viljað spilla fyrir samningum með
tengslum sínum við einstaka verkalýðsleiðtoga.
Formaður Samfylkingar hefur gripið til þess
ráðs, að gagnrýna ríkisstjórnina á þeirri forsendu,
að aðilar vinnumarkaðarins hafi tekið af henni ráð-
in. Þetta er undarleg röksemd. Samningar um
kaup og kjör fara fram á vettvangi aðila vinnu-
markaðarins. Í þessu tilviki var markmið samn-
inga þeirra að tryggja kaupmátt launa svo sem
kostur væri í vaxandi verðbólgu og stuðla jafn-
framt að minnkandi verðbólgu. Það hefði verið
saga til næsta bæjar ef ríkisstjórnin hefði reynt að
blanda sér í þá samninga en um leið var eðlilegt að
hún kæmi til sögunnar til þess að greiða fyrir
samningum, ef þess var kostur. Þetta hefur gerzt
aftur og aftur á undanförnum áratugum og er ekk-
ert nýtt. Í þeirri gagnrýni Samfylkingar, að rík-
isstjórnin hefði átt að taka forystu í samningum
aðila vinnumarkaðar felst viðhorf löngu liðinna
tíma, forræðishyggja sem ætla mætti, að ekki
mundi skjóta upp kollinum á 21. öldinni.
Auðvitað er ljóst, að til frekari aðgerða þarf að
koma og það verður fylgzt með því á næstu vikum,
hvernig ríkisstjórnin fylgir þessum áfanga eftir á
sínum vettvangi. Og einnig, hvort sveitarstjórnir
taka ábyrgan þátt í þeim aðgerðum, sem að hinu
opinbera snúa. Þar verður mikilvægt framlag hins
nýja borgarstjóra í Reykjavík, Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, og hins reynda bæjarstjóra í Kópa-
vogi, Gunnars I. Birgissonar, en í fáum sveitar-
félögum, ef nokkru, hafa verið jafn miklar
framkvæmdir og í Kópavogi á undanförnum ár-
um.
Ný ríkisstjórn Geirs H. Haarde er því í góðum
málum um þessar mundir.
Vont
andrúmsloft
Þótt verkefnin fram-
undan sem blasa við
ríkisstjórn Geirs H.
Haarde séu mörg er
áleitin spurning, hvort forsætisráðherrann sjálfur
eigi verk að vinna á einu sviði þjóðmála, sem lítið
hefur verið um rætt en valdið mörgum bæði um-
hugsun og áhyggjum. Í of langan tíma hefur vont
andrúmsloft heiftar og hefndar ráðið ferðinni í
þjóðfélagsumræðum. Það er erfitt að átta sig á því,
hvenær þessi þáttur í samfélagi okkar fór að snú-
ast til verri vegar. Þegar horft er yfir sögu síðustu
hundrað ára er ljóst, að við og við hafa komið tíma-
bil í stjórnmálabaráttunni, sem hafa einkennzt um
of af hatri manna á milli. Margir telja að eitt versta
tímabil þessarar gerðar hafi komið upp á þriðja o
fjórða áratugnum og kennt er við Jónas frá Hriflu
með réttu eða röngu.
Kalda stríðið var auðvitað mjög hart á vettvang
stjórnmála og menningarlífs en það einkenndis
þó ekki af ítrekuðum tilraunum til mannvíga, all
vega ekki í pólitíkinni en fremur í menningunn
Heilar kynslóðir menningarfrömuða og lista
manna telja sig aldrei hafa notið sannmælis fyri
verk sín vegna kalda stríðsins og þess pólitísk
mats, sem þá var lagt á verk manna á vettvang
menningarlífsins.
Á síðustu áratugum hefur hins vegar orðið t
hér vont andrúmsloft heiftar og haturs á vettvang
stjórnmálanna og í viðskiptalífinu. Hvers vegna
Það er erfitt að átta sig á því. Kannski vegna þess
að nú orðið eru svo gífurlegir hagsmunir í húfi, þa
á meðal fjárhagslegir, að engu er líkara en men
svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hags
muni. Stjórnmál og viðskiptalíf blandast sama
með ýmsum hætti í þessu vonda andrúmslofti o
það er hættuleg blanda. Ekki má á milli sjá á hvor
um vígstöðvunum ástandið er verra.
Vopnin sem notuð eru í þessari baráttu eru il
umtal. Stundum er talað um að fjölmiðlar ha
mikil áhrif. Sá fjölmiðill, sem mest er notaður
þessari baráttu er rætið umtal um fólk manna
milli, sem raunar er sagt að hafi verið áhrifamest
vopnið á fyrrnefndu tímabili á þriðja og fjórða ára
tug síðustu aldar. Hið illa umtal um náungan
flæðir svo inn í fjölmiðlana nánast hömlulaust. Þa
er ekki alltaf heilbrigð og traust dómgreind á fer
og auðvitað vandratað meðalhóf, þegar tjáning
arfrelsið er annars vegar.
Þetta vonda andrúmsloft er farið að hafa ne
kvæð áhrif á lýðræðið með ýmsum hætti. Einn a
viðmælendum Morgunblaðsins sagði fyri
skömmu, að það væri orðin fórn fyrir einstakling
að taka að sér ráðherrastarf eða þingmennsku
Það er mikið til í því. Sá sem tekur að sér ráð
herrastarf verður fyrir stöðugu áreiti alla daga fr
morgni til kvölds allt árið um kring. Hið sama á vi
um þingmennsku, þótt ekki sé það með sam
hætti og þegar um ráðherrastörf er að ræða. Þa
er orðin sérstök kúnst fyrir fólk, sem er í stjórn
Blíðviðri og ferðamenn við Goðafoss.