Morgunblaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
28.500.000
Falleg og vel staðsett 4ra herbergja, 118,6
m2 íbúð á 1. hæð í góðu húsi í Smáranum
á frábærum stað í Kópavogi, miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu.
Helga tekur á móti gestum.
Lautasmári 5, 1. hæð - 201 Kóp.
Opið hús mánudaginn 26 júní kl 17:30-19:30i i . . 17:30-19:30
NESBALI
SELTJARNARNESI
Glæsilegt 224 fm einbýli á einni hæð á frábærum stað á Nesinu. Húsið
hefur allt verið tekið í gegn og er sérlega nýtýskulegt og glæsilegt. Þrjú
góð svefnherbergi (voru 5), skjólsæl suðurverönd og rúmgóður bílskúr.
Eign í algjörum sérflokki. Sjá myndir á www.gardatorg.is
Sölumaður: Þórhallur, sími 896 8232.
HÁVALLAGATA
Vorum að fá í sölu eitt af þessum fallegu húsum í fúnkisstíl
við Hávallagötu. Arkitekt er Gunnlaugur Halldórsson. Um er
að ræða 192 fm parhús á tveimur hæðum auk kjallara. 20,3
fm bílskúr tilheyrir, samtals 212,4 fm. Húsið skiptist m.a. í
tvær samliggjandi stofur og 3-4 herbergi. Auk þess er lítil
íbúð í kjallara. Einstök lóð til suðurs. Verð 58,5 millj. 5916
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Hraunhamar kynnir sérlega glæsilega
íbúð á þessum vinsæla og glæsilega
útsýnisstað miðsvæðis í Rvík. Íbúðin er
106,1 fm með geymslu og stæði í bíla-
geymslu, gott aðgengi og lyfta er í hús-
inu. Íbúðin er á 3. hæð í sérlega fallegu
fjölbýli. Skipting eignarinnar: 3 svefnh.,
hol, eldhús með borðkrók, stofa, svalir,
baðh., þvottah., geymsla og stæði í
bílageymslu, auk þess er sameiginleg
hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Glæsileg eign sem vert er að skoða.
Verð 29,9 millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Neðstaleiti - Rvík
Nú er einstakt tækifæri fyrir þá sem kjósa að búa nálægt borginni og vilja jafnframt njóta kyrrðar
náttúrunnar, að eignast land við Esjurætur. Lundur í Kollafirði er 25.000 fm afgirt eignarland, skógi
vaxið með fallegum grasflötum (rjóðrum).
Skógrækt hófst á landinu árið 1945 og árið 1962 hlaut þáverandi eigandi landsins viðurkenningu
Friðriks konungs 8. fyrir ræktun á landinu.
Á landinu stendur um 80 fm timburhús á
steinkjallara, sem komið er til ára sinna.
Hér er um að ræða fágæta náttúruperlu,
sem býður upp á einstaka möguleika
m.a. mætti byggja á landinu tvö til þrjú
heilsárshús.
EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Lundur í Kollafirði
Náttúruperla við Esjurætur
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NEYÐARÁSTAND ríkir á reiki-
stjörnunni jörð. Íslenska þjóðin
ásamt ríkisstjórninni virðist vera í
tímabundinni afneitun og heldur að
framtíðarlandið sé eitthvað sem
hægt sé að semja um og skapa frið
um. Þjóðin lifir í ómældum vellyst-
ingum (þrátt fyrir verðbólguna), og
gerir sér almennt ekki grein fyrir
því að þessi mikla efnishyggja og
neysla lífsgæða er stórt siðferðilegt
vandamál. Af hverju? Vegna þess að
aðeins 20 prósent mannkynsins (þar
með talin við) nota 80 prósent af öll-
um auðlindum heimsins.
Bandaríkjamenn einir og sér, sem
eru 5 prósent mannkynsins, nota 40
prósent af auðlindum jarðar. Áttatíu
prósent allra jarðarbúa (allir hinir)
þurfa að láta sér nægja að lifa í fá-
tækt og nota 20 prósent af auðlind-
um jarðar. Þar með er ekki sagt að
þessi hópur myndi ekki lifa sóun-
arlífi ef hann gæti það. Vandamálið
sem við stöndum hins vegar frammi
fyrir er það að auðlindir jarðar eru
endanlegar og munu brátt ganga til
þurrðar (dæmi: fosfór í jarðskorp-
unni). Það myndi þurfa a.m.k. þrjár
jarðir til þess að allir jarðarbúar
gætu lifað á sama hátt og Íslend-
ingar.
Með þetta í huga er rétt að spyrja
einfaldrar siðferðilegrar spurningar:
Hvað réttlætir það að Íslendingar
lifi í vellystingum, en fólkið í Súdan
lifi á hungurmörkum? Það eina sið-
ferðilega rétta í þessu tilviki er, að
allir jarðarbúar lifi sama lífsstíl,
þeim lífsstíl sem jörðin hefur efni á.
Þetta er eina rétta svarið. Þar með
erum við hinir ríku íbúar jarðar kall-
aðir til þess að draga úr neyslu okk-
Hið sanna ástand jarðar
Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur: