Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 43
MINNINGAR
ir. Ég veit að í brjósti Arnar
blundaði alla tíð draumurinn og
vonin um betra líf. Að lokum vil ég
þakka Erni mági mínum fyrir allt
það góða sem hann gaf mér. Hann
var mér sem bróðir.
Þórunn Þórhallsdóttir.
Minningar um ljúfan frænda lifa
í hjarta mínu.
Sofðu, unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
Það er margt sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun bezt að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Arnþrúður Jónsdóttir.
Látinn er fyrir aldur fram elsku-
legur föðurbróðir og vinur, Örn
Ólafsson.
Hann var klókur, barngóður og
blíður maður, sem átti svo auðvelt
með að kitla hláturtaugarnar á
góðri stundu. Litla nýfædda
drengnum okkar gafst því miður
ekki tækifæri til að kynnast hon-
um en við munum segja honum frá
afabróður sínum þegar hann vex
úr grasi. Minning hans mun lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá,
straumar og votir vindar
velkja því til og frá.
Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný
hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.
Þangið sem horfði á hópinn
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan sem bar það uppi
var blóðrauð um sólarlag.
(Jóhann Sigurjónsson)
Við kveðjum góðan frænda með
söknuði.
Þórhalla Sólveig Jóns-
dóttir,
Ármann Einarsson og
Jón Hjaltalín Ármannsson.
Á kveðjustund bið ég góðan Guð
að blessa minningu Arnar Ólafs-
sonar frænda míns, sem ég geymi í
hjarta mínu. Hann var mér alltaf,
þegar hann gat, skilningsríkur vin-
ur og góður félagi. Ég bið líka Guð
að vera með Ívari frændi, sem hef-
ur misst mest.
Ólafur Andri Briem.
Kær vinur minn Örn Ólafs er
allur. Hann dó heima hjá sér 13.
júní síðastliðinn. Vinátta okkar
hófst á unglingsárunum, í 1. bekk í
Hagaskóla 1964 þegar við vorum
13 ára.
14 ára eignuðumst við hvor sína
NSU-skellinöðruna – Nusurnar.
Með vindinn í bakið og með því að
leggjast fram á stýrið náðum við
55 km hraða. Seinna eignuðumst
við „kátilakkana“ í skellinöðr-
uheiminum, Hondurnar. Það var
vor og það var sumar og við vorum
kóngar. Gjarnan keyrðum við í ís-
búðina á Hjarðarhaganum og feng-
um okkur jarðarberjasjeik og Ca-
mel. Toppurinn var svo að reiða
stelpurnar á Hondunum. Stundum
vorum við stoppaðir af löggunni
fyrir einhver meint brot á umferð-
arreglum.
Á veturna stunduðum við kín-
verjasölu meðfram náminu og ein-
staka bomba var heimatilbúin. Líf-
ið var ljúft. Ef okkur vantaði
pening yfir veturinn skruppum við
einn og einn dag niður á höfn og
unnum við uppskipun. Svo urðum
við eldri, landspróf og menntó með
mismiklum árangri, en vináttan
hélst. Við fórum á djammið,
Glaumbæ, kannski svona 15–16
ára, með smábreytt nafnskírteini
og alltaf var Örn kominn með
stelpu upp á arminn. Ég spurði
hann einhvern tíma, svolítið öfund-
sjúkur, hvernig hann færi að
þessu. Ekkert mál, trikkið er bara
að setjast einhvers staðar nálægt
barnum, þar sem stelpurnar kaupa
sér drykk og leita að sæti. Kannski
setjast þær nálægt og eftir smá-
tíma fer maður að spjalla við þær
og þá er þetta komið. Örn var
nefnilega myndarlegur, eiginlega
kvennagull. Seinna hélt Örn lífleg
partí, við komumst upp á lag með
að eima brennsluspritt í hreint
alkóhól og aðalvandinn var eig-
inlega blandið, ekki búsið og alls
ekki stelpurnar. Johnny Cash var
mikið spilaður og ef ég heyri hann
syngja „I walk the line“ rifjast
þessir dagar og nætur upp fyrir
mér. Einhvern tíma tókum við
okkur til og eimuðum einhverja
tugi lítra og seldum og fjármögn-
uðum þannig Spánarferð. Póker-
kvöldin voru svo kapítuli út af fyr-
ir sig. Örn var langbestur af okkur
félögunum og hafði af mér nokk-
urn aur. Hann gaf mér þó alltaf
tækifæri til að vinna þá aftur í
skák, en þar hafði ég vinninginn.
Örn kláraði menntó og svo BA-
gráðu í sálfræði, kannski með ein-
hverjum herkjum, en kláraði samt.
Hann fer að veikjast á náms-
árunum. Hvað veikindin heita
skiptir kannski minnstu máli en
þau voru erfið og ágerðust með ár-
unum. Örn einangraði sig stund-
um, sérstaklega seinni árin, en inn
á milli var heilsan betri og þá kom
sami gamli Örn í heimsókn og vildi
alltaf vera viss um að hann væri
ekki að trufla. Þá áttum við góðar
stundir saman og rifjuðum upp
gömlu góðu dagana. Örn hafði í
gegnum menntun sína nokkuð
góða innsýn í veikindi sín en réð
ekki alltaf för. Þá hallaði hann sér
að flöskunni. Hann eignaðist árið
1982 soninn Ívar Jóhann sem hon-
um þótti mjög vænt um og talaði
mikið um. Samband þeirra var allt-
af hlýtt og gott. Þeir feðgarnir
héldu góðu sambandi alla tíð, fóru
í keilu og billjard og kvikmynda-
hús og voru þannig mestu mátar.
Missir Ívars er mikill, hann missir
ekki aðeins pabba sinn, sem þótti
afar vænt um hann, heldur einnig
félaga. Andleg eða líkamleg veik-
indi einhvers eru alltaf erfið vinum
og fjölskyldu. Snjólaug systir Arn-
ar og ekki síður Þórunn mágkona
voru honum afar góðar og reyndu
sitt besta til að hjálpa. Þetta eru
ekki bara mín orð heldur orð Arn-
ar. Örn dó eins og áður sagði 13.
júní, hjartað gaf sig. Erfiðum veik-
indum er lokið og farinn er góður
maður og vinur. Fjölskyldu Arnar,
barnsmóður hans og sérstaklega
Ívari syni hans votta ég mína
dýpstu samúð. Ég sem vinur Arn-
ar vil á þessari kveðjustund frem-
ur horfa til þess tíma þegar allt lék
í lyndi. Kannski eru Hondur og
jarðarberjasjeik í himnaríki.
Ólafur Torfason.
Í dag kveð ég minn besta æsku-
vin, en hann lést úr hjartaslagi
hinn 13. júní. Við áttum báðir
heima á Melhaganum. Hann á
númer eitt og ég á númer sjö. Á
þeim árum lékum við krakkarnir
okkur daglangt úti og man ég
reyndar einungis eftir því að alltaf
hafi verið sumar og sól og við Örn
alltaf í stuttbuxum. Örn var sér-
staklega slyngur í skylmingum og
var jafnan fremstur í flokki í æsi-
legum skylmingaleikjum þar sem
skikkjur og jafnvel Zorrógrímur
léku töluvert stórt hlutverk. Þótt
hann væri með gleraugu notaði
hann þau aldrei sem varnarvopn
þegar í óefni var komið heldur
missti þau ítrekað í götuna í stimp-
ingunum sem fylgdu þessum
skylmingum. Gleraugun ýmist
bognuðu eða brotnuðu og var hann
því oft með gleraugun límd með
plástri á meðan hann beið eftir
nýjum.
Á þessum árum var Örn grallari
og það var alltaf gaman af uppá-
tækjum hans og við strákarnir löð-
uðumst að honum fyrir þessa eig-
inleika hans. Til dæmis í einu
rafmagnsleysinu sem voru nokkuð
algeng á þessum árum settum við
límband yfir allar útidyrabjöllurn-
ar á Melhaganum og biðum við síð-
an í all langan tíma þar til raf-
magnið kom á og skemmtum við
okkur konunglega við að sjá tugi
útihurða opnast nánast samtímis á
Melhaganum.
Þegar við Auður konan mín fór-
um til Noregs í nám skildu leiðir
okkar að mestu, en eftir að við
komum heim aftur heimsótti Örn
okkur öðru hvoru og jafnvel gisti
hjá okkur þegar við bjuggum í
Borgarnesi og hann var kennari á
Grundarfirði.
Háðum við þá margar skákorr-
usturnar en báðir vorum við svipað
lélegir í skákinni.
Örn var góður drengur sem gott
var að eiga sem vin og er ég þakk-
látur fyrir þann tíma sem við átt-
um saman.
Ég votta Ívari syni hans, Snjó-
laugu systur, Jóni bróður og Þór-
unni mágkonu hans sem og öðrum
aðstandendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórir Dan.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNESAR JAKOBSSONAR,
Gilsbakka,
Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild FSA.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Helga Kjartansdóttir,
Jakob Jóhannesson, Kristín S. Ragnarsdóttir,
Þröstur Halldór Jóhannesson,
Sigrún Jóhannesdóttir, Víðir I. Ingvarsson,
Sigríður Jóhannesdóttir, Magnús Guðjónsson,
Jóhannes Gunnar Jóhannesson, Guðrún G. Svanbergsdóttir,
Kristbjörg Lilja Jóhannesdóttir, Skafti Skírnisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna
andláts
GUNNARS ARNARS HILMARSSONAR,
Stórási 7,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði og hjúkrunarþjónustu Karitas-
ar fyrir einstaka umönnun í veikindum hans og vin-
um og ættingjum sem studdu hann og fjölskylduna á þessum erfiðu
tímum. Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Sverrisdóttir,
Elsa Björk Gunnarsdóttir, Jakob Kristjánsson,
Gunnar Örn og Sigrún Ósk.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæra föður, tengdaföður og afa,
PÉTURS ÞORBJÖRNSSONAR
skipstjóra,
Skúlagötu 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks á deild
11 E Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason,
Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir,
Líney Björg Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson,
Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RUTHAR EINARSDÓTTUR,
Lönguhlíð 21,
Reykjavík.
Jón Guðmundsson
Einar Óskarsson,
Dagmar S. Guðmundsdóttir,
Már Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum af alhug samúð og virðingu sem
okkur var sýnd við andlát og útför
BÁRU SIGURJÓNSDÓTTUR
kaupkonu,
Fjarðargötu 17,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurjón Pétursson, Þóra Hrönn Njálsdóttir,
Guðjón Þór Pétursson, Ólöf Anna Jónsdóttir,
Magnús Sigurjónsson, Pétur Sigurjónsson,
Bára Sigurjónsdóttir, Pétur Þór Guðjónsson,
Bylgja Guðjónsdóttir, Bjartur Guðjónsson
og Pétur Arnar Pétursson.