Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús Trum-an Andrésson
fæddist á Eyrar-
bakka 11. apríl
1921. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss við
Hringbraut 15. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Katrín Magnúsdótt-
ir, f. 3. júní 1900, d.
1. nóvember 1989,
og Andrés Jónsson
kaupmaður á Eyr-
arbakka, f. 15. maí 1885, d. 31.
mars 1929. Seinni maður Katr-
ínar var Jón Helgason f. 24. mars
1902, d. 24. febrúar 1959. Systir
Magnúsar er Valgerður Jóna
Andrésdóttir f. 26. október 1919.
Magnús kvæntist 26. október
1945 Jensínu Þóru Guðmunds-
dóttur, f. 9. nóvember 1925. For-
eldrar hennar voru Þórhildur
Kristjánsdóttir, f. 3. ágúst 1898,
d. 17. október 1966, og Guðmund-
ur Þórarinsson, f. 11. maí 1893, d.
28. september 1986.
Börn Magnúsar og Jensínu eru:
dóttur. Arnar á fyrir einn son. b)
Ívar Sturla f. 21. febrúar 1980. 3)
Þórhildur, f. 31. maí 1949, gift
Einari Finnbogasyni, f. 6. júní
1946. Börn þeirra eru a) Berg-
lind, f. 4. október 1968 og á hún
tvö börn. b) Hólmfríður Dögg f.
13. apríl 1976, maki Skúli Theó-
dór Ingason, eiga þau einn son.
Hólmfríður á fyrir einn son. c)
Finnbogi f. 10. október 1980. 4)
Andrés, f. 14. ágúst 1950, kvænt-
ur Guðrúnu Brynjólfsdóttur f. 25.
janúar 1948. Dætur þeirra eru a)
Hildur Brynja, f. 17. febrúar
1977, maki Egill Petersen og eiga
þau eina dóttur. Egill á fyrir einn
son. b) Linda Mjöll, f. 18. janúar
1979, maki Páll Jakobsson.
Magnús hóf ungur störf í versl-
un Andrésar Andréssonar á
Laugavegi 3, Reykjavík og starf-
aði þar í 20 ár, lengst af sem
verslunarstjóri herradeildar. Ár-
ið 1956 stofnuðu Magnús og Jens-
ína hálsbindagerðina Windsor
ásamt móður Magnúsar og
fóstra. Ráku þau fyrirtækið sam-
an fram til 1990 ásamt því að
reka vefnaðarvöruverslun í
Kópavogi í nokkur ár. Árið 1956
fluttu þau Magnús og Jensína í
einbýlishús í Kópavogi sem þau
reistu sjálf og hafa þau búið þar
alla tíð síðan.
Útför Magnúsar var gerð í
kyrrþey.
1) Katrín Arndís, f.
12. febrúar 1944,
gift Jack D. Sublett,
f. 14. febrúar 1943.
Börn þeirra eru a)
Jackie Dee, f. 18.
desember 1961,
kvæntur Lori Lee og
eiga þau tvö börn. b)
Magnús James, f. 10.
september 1965,
kvæntur Christine
Renee og eiga þau
eina dóttur. c) Gina
Michelle, f. 12. októ-
ber 1970, gift Tim-
othy Joseph O’Ryan og eiga þau
þrjú börn. 2) Unnur f. 28. desem-
ber 1947, gift Sævari Þór Sig-
urgeirssyni, f. 24. apríl 1945.
Synir Unnar eru a) Georg Pétur
Hjaltested f. 16. október 1969,
maki Sigurlaug Margrét Guð-
mundsdóttir og eiga þau tvær
dætur. b) Magnús Jens Hjalte-
sted, f. 28. september 1976,
kvæntur Emilíu Þórðardóttur og
eiga þau eina dóttur. Synir Sæv-
ars eru a) Arnar Þór, f. 16. nóv-
ember 1971, maki Gerður Beta
Jóhannsdóttir og eiga þau eina
Nú er elsku besti afi okkar búinn
að kveðja þennan heim. Við eigum
eftir að sakna hans, sérstaklega
hversu skemmtilegur og góður hann
var við okkur systurnar. Okkur þótti
alltaf gaman að koma með pabba í
Reynihvamminn og eigum við marg-
ar góðar minningar þaðan.
Pabbi og afi voru góðir vinir og
nutu þeir feðgarnir félagsskapar
hvor annars. Ýmist horfðu þeir sam-
an á boltann, tippuðu, tíndu maðk og
veltu fyrir sér hvað væru vænlegar
flugur fyrir veiðina eða voru bara í
rólegheitum. Við systurnar spjölluð-
um þá við ömmu, trítluðum í kring-
um þá feðga eða sátum í fínu stof-
unni hjá ömmu og afa og fengum oft
útlanda-nammi.
Ein af okkar góðu minningum var
niðri í kjallara í Reynihvamminum
og fengum við þá að hjálpa afa og
ömmu í hálsbindaframleiðslunni.
Okkar hlutverk var að snúa við bind-
um og fannst okkur þetta hlutverk
mikilvægt og skemmtilegt.
Afi og amma hafa ávallt verið dug-
leg að fylgjast með öllum sínum
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum, nær og fjær, í leik og
starfi. Amma og afi héldu upp á 60
ára brúðkaupsafmæli sitt síðastliðið
haust og voru alla tíð samhent hjón.
Þau nutu félagskapar hvort annars,
ferðuðust mikið og voru dugleg að
njóta lífsins saman. Við sem þekkj-
um þau best ættum að hafa samband
þeirra að fyrirmynd.
Núna er komið að kveðjustund og
leiðir skilja. Við munum minnast afa
okkar sem fjallmyndarlegs manns
sem ávallt bar sig með reisn. Afi var
óskaplega ljúfur og góður við okkur
systurnar og er það minning sem við
munum ætíð geyma í hjarta okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guð þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)
Guð geymi þig, elsku afi okkar,
Hildur Brynja og Linda Mjöll.
Fimmtudaginn 15. júní síðastlið-
inn kvaddi ég afa minn. Afi hefur
alla tíð spilað stórt hlutverk í mínu
lífi og var einn af merkari mönnum
sem ég hef kynnst. Með fyrstu
minningum sem ég man af afa eru á
Reynihvammi þar sem hann sat við
eldhúsborðið og sagði ,,ýsa var það
heillin“ en oft var fiskur á borðum
þar, enda í miklu uppáhaldi hjá hon-
um.
Eftir á finnst mér það broslegt en
þegar ég var lítill átti ég það til að
vera örlítið smeykur við afa. Mér
fannst hann beinskeyttur, ákveðinn
og svolítið strangur. Það er ekki fyrr
en á unglingsárum mínum sem ég
fer að kynnast honum betur og urð-
um við þá mjög góðir félagar enda
einstaklega góður og skemmtilegur
maður á ferð. Oft eyddum við
klukkutímunum saman niðri í bíl-
skúr og spiluðum snóker eða horfð-
um á enska boltann. Fótbolti var eitt
af aðaláhugamálum hans og fannst
honum gaman að spila í Íslenskum
getraunum. Í vetur var hann bæði
með enska boltann og Sýn og var
búinn að setja sig í stellingar fyrir
HM.
Afi hafði sérlega góða nærveru.
MAGNÚS TRUMAN
ANDRÉSSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall okkar elskulega
FREDDY LAUSTSEN,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sveinbjörg Laustsen, Guðjón Guðmundsson,
Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson,
Matthildur Laustsen, Ólafur Ólafsson,
Þórir Laustsen,
Helgi Laustsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJÖRNDÍSAR ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR,
Seljahlíð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks vistheimilisins
Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun.
Lúðvík Andreasson, Guðný Hinriksdóttir,
Margrét Andreasdóttir, Hafsteinn Ágústsson,
Jórunn Andreasdóttir, Steinar Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
EINARS ÖGMUNDSSONAR
fyrrverandi formanns
Landssambands vörubifreiðastjóra,
Grímshaga 3,
Reykjavík.
Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir,
Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson,
Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson,
Þórunn Einarsdóttir, Frank Jenssen,
afa- og langafabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BENEDIKT ÞORSTEINSSON
sjómaður,
Lautasmára 27,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 16. júní, verður jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Anna Albertsdóttir,
Ásthildur Benediktsdóttir, Þorleifur Geir Sigurðsson,
Birgitta Benediktsdóttir, Aðalsteinn Hólm Guðbrandsson,
Ásrún Linda Benediktsdóttir, Magnús Högnason
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, sonar og bróður,
JOHN JOSEPH CRAMER,
Hæðargötu 10,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til félaga í Bifhjólafélagi
Suðurnesja, Ernir.
Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna og barnabarna.
Guð blessi ykkur öll.
Ósk Sigmundsdóttir,
Geirþrúður O. Geirsdóttir, Árni J. Hjörleifsson,
Halla M. Cramer, Marinó H. Svavarsson,
Daníel J. Cramer og barnabörn.
Joe og Halla Cramer
og fjölskylda í USA.
Okkar innilegasta þakklæti til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs
eiginmanns og föður,
SIGURÐAR HAUKS LÚÐVÍGSSONAR,
Grundarstíg 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og
Rósu Kristjánsdóttur djákna LSH við Hringbraut
og í Fossvogi.
Ragna Blandon,
Ingigerður Sigurðardóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Louisa Ragna Sigurðardóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar