Morgunblaðið - 26.06.2006, Side 10

Morgunblaðið - 26.06.2006, Side 10
10 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EFTIRFARANDI yfirlýsingu sendi Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, frá sér að kvöldi laugardags vegna viðtals við Jón Gerald Sullen- berger í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins: „Í Morgunblaðinu á morgun [sunnudag] birtist viðtal Agnesar Bragadóttur við Jón Gerald Sullen- berger. Í sem stystu máli er þar mjög frjálslega farið með staðreynd- ir og ósannindum dælt yfir lesendur Morgunblaðsins með stríðsfyrir- sögnum. Þótt aðeins sé bent á eitt at- riði, sem er unnt að sanna, þá er það rakinn þvættingur að tölvupóstum hafi skipulega verið eytt úr tölvu minni og að starfsmaður tölvufyrir- tækis hafi verið við þá iðju heilan dag hinn 28. ágúst 2002. Þetta er rangt. Eigandi umrædds tölvufyrirtækis hefur mótmælt þessari ósönnu stað- hæfingu og svo vill til að í skýrslu dómkvaddra matsmanna, sem fyrir liggur í „Baugsmálinu“, er kafli um þetta atriði sem gengur gegn þess- um fullyrðingum Jóns Geralds. Viðtal Morgunblaðsins við Jón Gerald Sullenberger er athyglis- verður kafli í herför Styrmis Gunn- arssonar og félaga, sem sumir voru nefndir á nafn í tölvupóstsamskipt- um hans við Jónínu Benediktsdóttur sem birtir voru í Fréttablaðinu sl. haust. Þar kom fram, að Styrmir tók að sér að skipuleggja aðkomu lög- reglu og valdamikilla manna í Sjálf- stæðisflokknum að sakargiftum Jóns Geralds Sullenberger í minn garð og föður míns. Virtust þeir taka ásak- anir hans opnum örmum vorið og sumarið 2002 enda höfðu þeir þá um nokkurt skeið með skipulegum hætti reynt að grafa undan okkur feðgum og fyrirtæki okkar, Baugi. Flestir minnast hótana Davíðs Oddssonar í garð fyrirtækisins í þingsölum í jan- úar 2002. Skósveinar hans beittu ósvífnum aðferðum við að ná undir- tökum í Tryggingamiðstöðinni og Ís- landsbanka skömmu síðar og setja þar áform mín og fleiri fjárfesta í uppnám. Einnig beitti hann áhrifum sínum til að stöðva framgang Baugs í erlendum fjárfestingum sínum þenn- an sama vetur. Skemmst er að minn- ast atgangsins í fjölmiðlamálinu og fleiri dæmi mætti nefna. Líkt og fram kom í tölvupóstum Styrmis og Jónínu lögðu þau á ráðin um aðkomu lögregluyfirvalda og fengu til verksins Jón Steinar Gunn- laugsson. Kjartan Gunnarsson var þarna með í ráðum og vísað var til „ónefnda mannsins“. Skyldi það vera foring- inn sjálfur? Þetta lið skapaði ásök- unum Jóns Geralds aukna vigt gagn- vart embætti Ríkislögreglustjóra, en Haraldur Johannessen er handgeng- inn Styrmi og Birni Bjarnasyni, enda voru þeir um árabil nánustu samstarfsmenn föður hans, Matt- híasar, á Morgunblaðinu. Án íhlut- unar þessara manna hefðu menn lík- lega séð í gegnum lygavef Jóns Geralds, enda hefur hann aldrei haldið þræði í málinu og orðið marg- saga hvað eftir annað. Eftir sýknu- dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 15. mars sl. hefur þessum hópi orðið ljóst, að það þyrfti að hressa upp á trúverðugleika Jóns Geralds Sullen- berger. Hann beið hnekki í niður- stöðum dómsins sem ekki vildi byggja á framburði hans. Björn Bjarnason boðaði á heima- síðu sinni 15. mars að þótt sýknað hefði verið í málinu gegn mér og öðr- um, þá myndi það halda áfram. Vís- aði hann til þess að þó að Júlíus Ses- ar hafi verið myrtur þá hafi Rómaveldi lifað. Baugsmálinu var framhaldið og tveimur dögum síðar ritar ráðuneyti Björns dómsmálaráðuneyti Banda- ríkjanna bréf með beiðni um aðstoð þarlendrar lögreglu við yfirheyrslur tilgreindra einstaklinga í Flórída. Í bréfinu er mjög hallað réttu máli gagnvart mér og öðrum sakborning- um í Baugsmálinu. Þarna hefur gremja Björns verið skynsemi hans yfirsterkari og hann freistast til að hafa bein afskipti af málinu, sem hann þykist þó aldrei hafa gert. Styrmir beitir síðan Morg- unblaðinu með eftirgreindum hætti, annars vegar með því að sverta mig og aðila sem mér tengjast og hins vegar með því að fegra ímynd lög- reglunnar, ákæruvaldsins og Jóns Geralds Sullenberger eftir útreiðina sem hann hefur fengið í dómsölum. Í fyrsta lagi hafa Staksteinar hvað eftir annað vegið að verjendum málsins og stutt mál ákæruvaldsins. Í eitt skiptið var því fagnað eftir að nýi saksóknarinn hafði unnið kæru- mál í Hæstarétti, að hugsanlega hefði „stríðsgæfan“ loks snúist á sveif með honum! Í öðru lagi hefur Morgunblaðið hallað verulega réttu máli í „verðkönnunum“ og reynt að gera hlut Bónuss þar verri en hann er í raun gagnvart samkeppnisaðil- um. Blaðamaðurinn sem þar heldur í taumana mun vera eiginkona Páls Vilhjálmssonar, sem reglulega kem- ur fram með rætin og ósönn skrif sín í minn garð í Morgunblaðinu, nú síð- ast í gær, föstudag. Verðkannanir í Morgunblaðinu voru hluti af hjali Jónínu og Styrmis skv. tölvupóstunum. Taldi hún mik- ilvægt að verðkannanir sýndu hlut Bónuss verri en samkeppnisaðila. Í þriðja lagi hefur Morgunblaðið í fréttum sínum augljóslega dregið taum embættis Ríkislögreglustjóra. Þangað hefur embættið lekið upplýs- ingum, nú síðast í fyrradag, þegar rangt var farið með tölur úr skatt- rannsókninni, sem ég mátti sæta og lauk með endurálagningu nú í vetur. Endurálagningin er nú til meðferðar í yfirskattanefnd. Samstarf Morgun- blaðsins og Ríkislögreglustjóra birt- ist einnig í þeirri ófrægingarherferð sem embættið hefur markvisst stundað með „leka“ um framgang rannsóknarinnar og nú síðast með röngum upplýsingum í Morgun- blaðinu um skattamál mín. Svo virð- ist vera sem boðunarbréfið hafi verið sent út daginn áður en réttarhöld áttu að fara fram um frávísun máls- ins í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðan hefur átt að „leka“ því í Morg- unblaðið. Þannig hefur átt að draga upp dökka og villandi mynd af mér í þann mund sem dómari tæki málið til úrskurðar. Morgunblaðið og hinir innvígðu vinir Styrmis hjá Ríkislög- reglustjóra óttast auðvitað að málinu verði vísað frá öðru sinni vegna slæ- legra vinnubragða ákæruvaldsins og lögreglunnar. Í fjórða lagi er síðan reynt að fegra ímynd Jóns Geralds Sullenber- ger með löngu viðtali í Morgun- blaðinu. Þetta kemur einmitt í kjöl- far rangra frétta af skattamáli mínu og tilgangurinn er augljóslega að treysta trúverðugleika hans. Þetta segi ég vegna þess að Agnes Braga- dóttir hafði samband við mig fyrir nokkru og spurði hvort ég teldi að deilan um hvort leiða ætti dómstjóra og hinn nýja saksóknara sem vitni, myndi leiða til þess að málflutningi um frávísun yrði frestað. Hafði Styrmir greinilega í hyggju að birta viðtal hennar við Jón Gerald í tengslum við þau réttarhöld. Illt er að etja kappi við slíkan hóp en sem betur fer er veldi þeirra á fallanda fæti. London, 24. júní 2006. Jón Ásgeir Jóhannesson.“ GUÐMUNDUR Ingi Hjartarson, framkvæmdastjóri Netheims hf., sendi frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu vegna viðtalsins við Jón Ger- ald Sullenberger í sunnudagsblaði Morgunblaðsins: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu um að fyrirtæki í eigu minni hafi eytt tölvupóstum úr tölvu Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar óska ég að taka eftirfar- andi fram: Fyrirtæki mitt hefur ekki á neinn hátt komið að því að eyða tölvu- póstum af netþjónum fyrirtækisins eða með öðrum hætti úr tölvum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar né Tryggva Jónssonar. Tölvupóstur Tryggva Jónssonar hefur ekki ver- ið vistaður hjá fyrirtækinu. Ég er eigandi að netþjónustu sem veitir hundruð einstaklinga og fyrirtækja þjónustu og hef fjölda manns í vinnu. Það er varhugavert að ásakanir af þessu tagi séu birtar opinberlega áður en leitað er við- bragða þeirra sem eiga í hlut. Um- fjöllunin er atvinnurógur af verstu gerð og skaðar fyrirtækið og starfsmenn þess. Það er sorglegt að búa við aðstæður sem þessar í at- vinnurekstri og að Morgunblaðið skuli leyfa sér að vega úr launsátri með jafn illum hætti á mig og fyrir- tæki mitt.“ Yfirlýsing frá framkvæmda- stjóra Netheims Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna viðtals við Jón Gerald Sullenberger í Morgunblaðinu Samantekin ráð hinna innvígðu og innmúruðu? Morgunblaðið/Ómar Jón Ásgeir Jóhannesson HVORKI Síminn né OgVodafone hafa sótt um leyfi fyrir þriðju kyn- slóðar farsímakerfi, en að sögn for- stjóra félaganna er ástæðan fyrst og fremst sá mikli kostnaður sem upp- setning kerfisins útheimtir. Nýlega greindi Morgunblaðið frá því að fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefði fengið tilraunaleyfi fyrir þriðju kyn- slóðar farsímakerfi og hyggist setja á fót nýtt símafyrirtæki næsta haust. „Þriðja kynslóðin hefur verið í skoðun hjá Símanum í þó nokkurn tíma enda teljum við að kerfið verði tekið upp hér á landi í náinni fram- tíð,“ segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans. „Við höfum fylgst grannt með þróuninni í Evrópu og verið lengi í startholunum. Hingað til höfum við hins vegar ekki talið ástæðu til að ráðast í þessa fjárfestingu með flýti, t.a.m. var það fyrst í fyrra sem lög um þriðju kyn- slóðar farsíma voru samþykkt,“ segir Brynjólfur. Kostnaðarsamar kvaðir Lögin sem Brynjólfur vísar til eru lög nr. 8 sem samþykkt voru í febr- úar 2005. 3. grein laganna fjallar um lágmarks útbreiðslu sem rétthafar leyfisins verða að uppfylla, en þjón- ustan verður að ná til 60% íbúa í hverjum landsfjórðungi. 4. grein lag- anna kveður á um það tíðnigjald sem rétthöfum ber að greiða. Gjaldið er 190 milljónir króna en 10 milljóna króna afsláttur er veittur fyrir hverja hundraðshluta íbúa umfram 60% útbreiðslu utan höfuðborgar- svæðisins. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og- Vodafone, segir að vegna þess hve Ísland sé fámenn þjóð og dreifð geri úbreiðslukrafa laganna það að verk- um að kostnaðurinn við að koma upp kerfinu hér á landi sé umtalsvert hærri en í þeim borgum Evrópu þar sem kerfið sé komið í notkun. „Það er einfalt að æða fram og full- yrða að það sé engum erfiðleikum bundið að koma upp kerfinu hér á landi og að menn hafi einfaldlega ekki viljað ráðast í þetta. Þessar kvaðir gera það að verkum að mjög kostnaðarsamt er að leggja út í þetta,“ segir Árni Pétur. Hleypur á milljörðum Brynjólfur segir að í kjölfar gild- istöku laganna hafi Síminn gert könnunarútboð milli þriggja birgja um búnað fyrir þriðju kynslóðina. „Við höfum farið í gegnum allan þennan feril og gerum okkur því grein fyrir kostnaðinum. Hann hefur farið minnkandi ár frá ári, en hleypur enn á milljörðum króna. […] Eins og er teljum við ekki tímabært að ráðast í [fjárfestingarnar] að svo stöddu,“ segir Brynjólfur. Símafyrirtækin um þriðju kynslóðina Ekki tímabært sökum kostnaðar okkar og Íslendingar hafa nytjað selastofna við landið um aldir. Land- selur og útselur hafa veitt birtu og yl í ýmsum skilningi. Þessar nytjar af selnum hafa verið misjafnlega nauð- synlegar eftir árferði og það þótti líka kannski misjafnlega fínt eftir landshlutum eða jafnvel efnahag manna hvort nýting á sel væri aðeins bjargráð fátæka mannsins eða eðli- leg nýting og sjálfsögð eins og með aðra dýrastofna okkar. Í seinni tíð hafa kannski tískan og náttúruverndin mest að segja um hvort eða hvernig við nýtum selina. En við getum verið sammála um að Íslendingar eru ekki lengur háðir því að nýta seli sér til lífsviðurværis. Við getum hins vegar umgengist sel- ina og tilgangur Selasetursins er líka að ýta undir þau einstöku tæki- færi sem við höfum á Vatnsnesi til að skoða selina í náttúrulegu umhverfi sínu. Selalátur eru víðast hvar að- gengileg og er mikilvægt í þessu sambandi að við stýrum umferð um þessi svæði og takmörkum rask á viðkvæmum vistkerfum.“ STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra opnaði í gær formlega Selasetur Íslands á Hvammstanga. Aðsetur þess er í húsi Sigurðar Pálmasonar þar sem löngum var rekin verslun. Í Selasetri Íslands má sjá muni sem tengjast selveiðum og nýtingu sela, myndir og teikningar af selum og fróðleik um þær tvær selateg- undir sem eiga heimkynni við Ís- land, landsel og útsel. Einnig er þar fróðleikur um aðra seli sem hingað koma sem flækingar. Með safninu er leitast við að fræða gesti um seli og búsvæði þeirra við landið og hvernig unnt er að umgangast þá. Sturla Böðvarsson flutti ávarp við opnun setursins auk þess sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra sagði nokkur orð og kvaðst hafa áhuga á því að Hafrannsókna- stofnun kæmi við sögu rannsókna á selum. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvammstanga, mælti einnig nokkur orð svo og Karl Sigurgeirsson sem sagði fjölskyldu Sigurðar Pálmason- ar mjög ánægða með að Selasetur Íslands skyldi hafa fengið inni í hús- inu sem hefði verið smekklega og vel endurnýjað. Forstöðumaður Sela- seturs Íslands er Hrafnhildur Ýr Vilhjálmsdóttir. Selurinn mikilvægur Sturla Böðvarsson sagði meðal annars í ávarpi sínu: ,,Selurinn hefur verið mikilvægur þáttur í búsetu Samgönguráðherra opnaði Selasetur á Hvammstanga Morgunblaðið/jt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði Selasetur Íslands með því að klippa á borða við inngang safnsins í húsi Sigurðar Pálmasonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.