Morgunblaðið - 26.06.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 17
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Nú þegar sumarið er gengiðí garð eru flestir komnirmeð áætlun um hvernigsé best að njóta þess.
Framundan eru frí frá vinnu og
hversdagsleika og við taka ferðalög,
ættarmót, heimsóknir, grill, til-
hlökkun að hitta ættingja og vini.Vit-
að er samt að hjá sumum fjölskyldum
veldur sumarið upplausn og streitu.
Áhyggjur yfir því að fjárhagur leyfi
ekki frí eða veikindi setja strik í
reikninginn. Í öðrum fjölskyldum er
ekki samstaða milli foreldra eða ein-
stæðir foreldrar koma sér illa saman
um hvernig eigi að skipta sumrinu.
Rútínan sem veturinn hefur í för
með sér riðlast, það þarf að kaupa
endalaus námskeið til að hafa ofan af
fyrir börnunum, leikskólum er lokað,
sumarfrí foreldra stangast jafnvel á
eða þeir reyna meðvitað að skiptast á
um að vera í fríi til að gæta barnanna.
Hvernig skyldi allt þetta fara með
parsambandið?
Hver fer hvert
með hverjum?
Hjá sumum er það einnig áhyggju-
efni hvernig hægt er að gera eitthvað
saman sem fjölskylda.Og hvað er yf-
irhöfuð fjölskylda? Fjölskyldu-
mynstur í nútímanum eru oft flókin;
börnin mín, börnin þín, börnin okkar
og hver fer hvert með hverjum.
Heimilið á að vera skjól þar sem
hver einstaklingur í fjölskyldunni á
að finna fyrir hlýju, umhyggju og
stuðningi. Ef vel á að vera er það
staðurinn þar sem einstaklingurinn á
að geta tjáð sig, fengið hlýlegt faðm-
lag, hrós, hvatningu, deilt ánægju-
legri upplifun og fengið huggun ef á
móti blæs. Á heimilinu læra börnin
að setja sig í spor annarra og að gefa
og þiggja.
Foreldrar eru fyrirmyndir barna
sinna og því er mikilvægt að þau leysi
ágreining sinn á ábyrgan hátt og
rækti samband sitt, því annars er
hætta á að erfitt sé að vera heima í
þrúgandi andrúmslofti, spennu og
togstreitu.
Börn sem búa við óöryggi eða tog-
streitu foreldra kvíða oft fyrir sumr-
inu. Kvíðanum fylgir órói, vanlíðan,
einsemd og jafnvel depurð. Þau
verða oft upptekin af að segja hvað
vinirnir ætla að gera með foreldrum
sínum og langar svo sannarlega að
geta sagt frá því í skólanum næsta
vetur hvað þau gerðu með foreldrum
sínum eða jafnvel ömmu og afa. Það
hefur mikla þýðingu fyrir heilsu
allra, og ekki síst barna, að vera með-
vituð um að eiga góða að og geta
glaðst með þeim.
Þar sem fullorðna fólkið er enn að
reyna að átta sig á hvað á að gera í
sumar er mikilvægt að koma sér
saman um markmið og segja börn-
unum frá þeim. Þó þarf að gæta þess
að vera ekki með stórar yfirlýsingar
sem ekki er hægt að standa við. Börn
eru mjög næm á svik og upplifa höfn-
un sterkt sem getur haft veruleg
áhrif á sjálfsmynd þeirra síðar.
Þarf ekki að kosta mikið
Þó svo að fjárhagur sé knappur
eða veikindi setji strik í reikninginn
er nauðsynlegt að taka sér frí og gera
sér dagamun. Það er hægt að fara í
alls kyns ferðir út í náttúruna allt í
kring og það þarf ekki að kosta svo
mikið. Það er í raun nánd, gleði og
samstaða fjölskyldunnar sem börnin
eru að biðja um. Það að geta sagt að
þau hafi átt skemmtilegar stundir
með mömmu og pabba, systkinum og
öðrum ættingjum. Við þurfum að
muna að við erum dýrmæt hvert og
eitt í fjölskyldunni okkar, hvernig
sem hún er samsett. Gleðjumst yfir
því að við lifum núna og njótum þess.
Að lokum langar mig til að biðja
þig, lesandi góður, að íhuga orð Irwin
Edman heimspekings sem sagði eitt
sinn: „Hæfileikinn til að gleðjast
kann í sjálfu sér að verða mesta ham-
ingjan og áhrifamesta skrefið í átt til
þroska.“
Daglegtlíf
júní
HEILSA
Verkjalyf
og krón-
ískur höf-
uðverkur
Ofnotkun á verkjalyfjum getur
leitt til krónísks höfuðverkjar en í
Noregi virðast börn allt niður í
11-12 ára taka verkjalyf án þess
að spyrja fullorðna ráða, sam-
kvæmt norskri rannsókn sem
greint er frá á vefnum for-
skning.no.
Athugað var sambandið á milli
notkunar á verkjalyfjum og höf-
uðverkjar hjá börnum og ungling-
um. Fyrri rannsóknir hafa sýnt
fram á samband ofnotkunar
verkjalyfja og krónísks höf-
uðverkjar bæði hjá börnum og
fullorðnum.
Taka verkjalyf
án samráðs
Því eldri sem börn verða, því
algengara verður að þau taki
verkjalyf án samráðs við foreldra
eða aðra fullorðna. Um 11-12 ára
aldur er orðið nokkuð algengt að
þau geri það án samráðs. Þetta
veldur áhyggjum því ofnotkun
getur haft alvarlegar afleiðingar.
Grete Dyb, forsvarsmaður rann-
sóknarinnar, segir að börn séu
ekki hæf til að meta lyfjatöku rétt
og foreldrar verði að hafa augun
opin ef börn þeirra eða unglingar
kvarta oft um höfuðverk.
Unglingar og
höfuðverkir
Nokkuð algengt er að börn sem
eru að komast á unglingsárin fái
höfuðverk. Algengastur er hann
hjá stelpum sem eru nýbyrjaðar á
blæðingum. 0,8% af stelpunum
sem tóku þátt í rannsókninni
sögðust fá höfuðverk daglega og
oft taka verkjalyf.
Hjá strákunum var hlutfallið
0,2%. 10% af stelpunum sem
fengu höfuðverk a.m.k. einu sinni
í viku tóku oft verkjalyf. Sama
hlutfall hjá strákunum var 3%.
Vísindamennirnir álykta að því
oftar sem börn og unglingar fá
höfuðverk, því oftar taki þau
verkjalyf.
Þetta geti leitt til ofneyslu og
vítahrings þar sem vandamálið
eykst og höfuðverkurinn getur
orðið viðvarandi.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Sumarið er komið og
stundum er það flókið
Það þarf ekkert endilega að fara á sólarströnd í fríinu. Dagsferð um næsta nágrenni í góðu veðri getur líka verið
gefandi frí. Í raun er það bara nánd, gleði og samstaða fjölskyldunnar sem börnin eru að biðja um.
Salbjörg Bjarnadóttir,
geðhjúkrunarfræðingur,
verkefnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi,
Landlæknisembættinu.
Sólbrúnka í hylkjum
Komin eru á markað hylki sem
eiga að gefa sólbrúnku og auka styrk
og þol vöðva. LifeStream AstaZan
er karótín-andoxunarvörn úr rauð-
þörungum sem samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Celcus á að laga
harðsperrur, strengi,
eymsli og bólgur í vöðv-
um og sinum. AstaZan á
einnig að auka styrk og
þol vöðva og vinna gegn
og laga sinaskeiðabólgu.
AstaZan á að styrkja melanínvarnir
húðarinnar þannig að húðin verði
fljótt brún í sólinni eða í ljósabekk.
Það á að nægja að byrja inntöku
nokkrum dögum áður en farið er í
sól til að árangur náist en muna þarf
að það þarf að nota sólarvörn með.
Fæst í apótekum og heilsuversl-
unum. Umboð Celsus ehf.
Róandi gel
fyrir fæturna
Snyrtivörufram-
leiðandinn Biotherm
hefur sent frá sér
kælandi og róandi
gel fyrir fætur. Gelið
heitir Happy Gel og
er með léttum app-
elsínu og peruilm og inniheldur efni
eins og magnesium og aspartic sýru,
svo og plöntuseyði með efnum sem
eiga að kæla, örva blóðrás og hafa
vatnslosandi áhrif.
NÝTT
Krem fyrir
karla
Þá hefur
Biotherm
einnig hafið
framleiðslu á
kremi fyrir
karla sem vinna á gegn öldrun húð-
arinnar. Kremið á að draga úr
hrukkum og mýkja og næra húðina.
Kremið er borið á húðina eftir rakst-
ur eða á hreina húð kvölds og
morgna.
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
ATVINNA
mbl.is FASTEIGNIR mbl.is