Morgunblaðið - 26.06.2006, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Starfsmenn IGS voru þóánægðir með þá víðtækusamstöðu sem náðist með-al starfsmanna við mót-
mælin, eins og þeir vildu kalla að-
gerðirnar.
Vélum Icelandair seinkaði lít-
illega við brottför en sú seinkum
hafði ekki keðjuverkandi áhrif á
áætlunarflugið. Farþegar þurftu
ekki að bíða við innritun lengur en á
venjulegum sunnudagsmorgni og
komufarþegar voru ánægðir með
hraða þjónustu við afgreiðslu far-
angurs. Sverrir Hjörleifsson, einn
komufarþega, sagðist aldrei hafa
fengið eins hraða þjónustu. „Ég
varð ekki var við neinar tafir og við
komumst bara beint í gegn á hálfri
klukkustund.“
Farþegar fengu
afsökunarbeiðni
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair, og Gunnar Olsen, fram-
kvæmdastjóri IGS, tóku á móti far-
þegum sem héldu af landi brott á
sunnudagsmorgun og afhentu þeim
blað með afsökunarbeiðni vegna
hugsanlegra óþæginda sem kynnu
að skapast „vegna ólöglegra að-
gerða sumra starfsmanna hér á
flugvellinum,“ eins og stóð á
blaðinu, en tæplega 200 starfsmenn
lögðu niður störf klukkan fimm um
morguninn.
Gunnar Olsen sagði í samtali við
blaðamann að þeir væru að verja
sína viðskiptavini og hafa hreyfingu
á fólki svo færri væru eftir þegar
starfsmenn mættu til starfa klukk-
an átta.
Verkstjórar og yfirmenn hjá IGS
gengu í störf undirmanna sinna til
að lipra fyrir, eins og Sturla Frosta-
son, þjónustustjóri hlaðdeildar,
orðaði það þegar blaðamaður
Morgunblaðsins hitti hann við
hleðslu farangurs í farangursrými
einnar flugvélar Icelandair. „Þetta
er ekki mitt starf, en ég geng
stundum í það. Nú er ég að lipra
fyrir, eins og aðrir yfirmenn hér,
því það er ekki rétt að þessu verk-
falli staðið,“ sagði Sturla.
Kalla eftir
raunverulegri kröfu
Heimildarmenn Morgunblaðsins
utan IGS voru samdóma um að
starfsfólk hefði ekki farið út í svo
róttækar aðgerðir nema vegna
mikillar óánægju. Starfs-
mannavelta fyrirtækisins væri mik-
il og það talaði sínu máli. Starfsfólk
IGS sem Morgunblaðið ræddi við
sagði að það væri óánægt með kjör
og þá hækkun sem hlotist hefði við
nýgerða kjarasamninga ASÍ hefði
verðbólgan étið upp. Þá væri
óánægja með nýtt vaktafyr-
irkomulag, sem sýndi aðeins
ur fram í tímann, og mjög slæ
vinnuaðstöðu. Þeir vilji því fá
réttingu og laun í samræmi v
mikla álag og miklu ábyrgð s
starfsmenn hlaðdeildar þyrft
axla.
Það var mál starfsmanna a
Jón Karl Ólafsson og Gunna
Vonuðust til
að áhrifin
yrðu meiri
Setuverkfall starfsmanna IGS, þjónustufyr-
irtækis Icelandair á Keflavíkurflugvelli, í gær-
morgun hafði ekki þau áhrif á áætlunarflug til
og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem starfs-
menn höfðu búist við. Svanhildur Eiríksdóttir
og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari vöknuðu
árla morguns og fóru á vettvang í Leifsstöð.
Sverrir Hjörleifsson í Leifsstöð.
Engar rað
OLGA Ólafsdóttir, vaktstjó
arsvæðinu í Leifsstöð og sag
hefði gengið vel fyrir sig og
„Auðvitað hefur fólkið ko
það hefur verið mjög þolinm
að tilkynna þeim um aðgerð
gangi,“ sagði Olga.
Vélum Icelandair seinkaði l
Sturla Frostason, þjónustustjóri hlaðdeildar IGS, hlóð farangri í farangursrými flugvélar Icelandair í g
FORSETINN OG ÍSRAEL
Í Morgunblaðinu í fyrradag varskýrt frá því, að ísraelskur net-
miðill, Y Net News, hefði greint frá
því, að forseti Íslands hefði gagnrýnt
sendiherra Ísraels, sem hingað kom í
síðustu viku í tilefni 17. júní hátíða-
halda okkar, fyrir það að ísraelsk yf-
irvöld hefðu enn ekki beðizt afsökun-
ar á því atviki, sem varð fyrir
nokkrum vikum, þegar forsetafrúin
lenti í vandræðum með að komast úr
landi í Ísrael.
Í sama netmiðli er sagt, að forset-
inn hafi skyndilega tilkynnt sendi-
herranum, að samtali þeirra væri lok-
ið og fundi slitið og hafi sendiherrann
skellt hurðum, þegar hún fór á brott.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Ísraels hefur staðfest að forsetinn
hafi á fundi með Miriam Shomrat,
sendiherra Ísraels, lýst óánægju
sinni með framkomu Ísraelsmanna
við forsetafrúna.
Þegar Morgunblaðið leitaði upp-
lýsinga um þennan fund hjá forseta-
embættinu var engar slíkar upplýs-
ingar að fá.
Framkoma Ísraelsmanna við for-
setafrú Íslands er að sjálfsögðu óaf-
sakanleg svo og ef formleg afsökun-
arbeiðni hefur ekki borizt.
Hins vegar hlýtur sú spurning að
vakna, hvort það sé forsetans að taka
slíkt mál upp við fulltrúa ríkisstjórn-
ar Ísraels. Eðlilegra sýnist vera, að
utanríkisráðuneyti okkar annist sam-
skipti af þessu tagi við stjórnvöld
annars ríkis en ekki að forsetinn
sjálfur komi þar við sögu.
Þar sem utanríkisráðuneytið í Ísr-
ael hefur staðfest, að forsetinn hafi
tekið mál þetta upp við sendiherrann,
er bæði æskilegt og nauðsynlegt að
forsetaembættið greini frá því hvað
hafi farið fram á umræddum fundi.
Samkvæmt íslenzkri stjórnskipan
er það utanríkisráðherra, sem fer
með samskipti okkar við aðrar þjóðir
og þess vegna hefði verið eðlilegt að
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-
ráðherra hefði tekið mál þetta upp
við sendiherrann og vel má vera, að
utanríkisráðherra hafi gert það, þótt
ekki hafi verið skýrt frá því opinber-
lega.
Forsetinn hittir að sjálfsögðu bæði
sendiherra erlendra ríkja og þjóð-
höfðingja þeirra en hlutverk hans er
auðvitað fyrst og fremst að koma
fram fyrir hönd þjóðarinnar. Ef
ágreiningsmál eru uppi hlýtur það að
vera hlutverk og verkefni utanríkis-
ráðherra að fjalla um þau við fulltrúa
annarra þjóða.
GJÁ MILLI SIÐMENNINGA
Könnun, sem rannsóknar-stofnunin Pew í Wash-ington gerði með því að tala
við 14 þúsund manns í 13 löndum,
sýnir að tortryggni ríkir á báða
bóga milli múslíma og Vesturlanda-
búa. Í frétt á forsíðu Morgunblaðs-
ins á laugardag kemur fram að
samkvæmt könnuninni líta margir
Vesturlandabúar á múslíma sem of-
stækisfulla og óumburðarlynda of-
beldismenn og margir múslímar
telja Vesturlandabúa sjálfselska,
siðlausa og gráðuga. Líta höfundar
rannsóknarinnar svo á að milli
þessara samfélaga sé „djúp gjá“,
sem meðal annars komi fram í því
að hvorir fordæmi aðra fyrir hvern-
ig komið sé fram við konur hjá
þeim.
Það getur verið freistandi að líta
svo á að í kjölfar kalda stríðsins
hafi komið árekstur siðmenninga
og ljóst er að margir telja að svo
sé. Hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september 2001 og sprengju-
árásirnar í Madríd og London hafa
kynt undir tortryggni. Fárið vegna
birtingar skopteikninganna af Mú-
hameð spámanni í danska dag-
blaðinu Jyllands-Posten hefur einn-
ig orðið til þess að festa slík viðhorf
í sessi.
Ekki komu þó eingöngu fram
neikvæð viðhorf í könnuninni því að
drjúgur meirihluti aðspurðra í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Frakklandi kvaðst líta múslíma
jákvæðum augum, en í Þýskalandi
og á Spáni tengdu hins vegar um
átta af hverjum tíu íslam við
öfgahyggju. Könnunin þykir einnig
bera því vitni að stuðningur við
hryðjuverk og Osama Bin Laden sé
á undanhaldi í íslömskum ríkjum.
Sú tortryggni, sem fram kemur í
könnuninni, er skiljanleg og þarf í
raun ekki rannsókn til að segja sér
að hún sé fyrir hendi. Það væru
hins vegar afdrifarík mistök að
taka þátt í þeim leik að gefa sér að
nú standi yfir átök milli siðmenn-
inga því að sú er alls ekki raunin.
Ef svo væri mætti ætla að mun
ófriðlegra væri í ríkjum Evrópu-
sambandsins um þessar mundir því
að þar búa 20 milljónir múslíma að
talið er. Á forsíðu nýjasta tölublaðs
vikuritsins The Economist er orðið
Evrabía letrað stórum stöfum við
hliðina á mynd af Eiffel-turninum
með mánasigð á toppinum og inni í
blaðinu er fjallað um múslíma í
Evrópu. Samskiptin við múslíma í
Evrópu eru vissulega ekki án
árekstra, en þau eru engu að síður
að mestu leyti friðsamleg. Ýmis
vandamál tengjast þessum hópi,
sem flest má rekja til þess að að-
lögun hefur gengið illa. Víða hafa
orðið til hverfi múslíma þar sem at-
vinnuleysi er gríðarlegt og óeirðir í
hverfum innflytjenda í Frakklandi
eru í fersku minni. Á hins vegar að
tengja þau íslam? Í The Economist
kemur fram að þeir sem voru
fremstir í flokki í Frakklandi eru
fæstir trúræknir og hryðjuverka-
menn, sem hafa komið fram í Evr-
ópu, eru iðulega úr röðum þeirra,
sem eru tiltölulega velmegandi eða
virðast hafa aðlagast samfélaginu,
sem þeir búa í.
Tortryggni byggð á fordómum er
hættuleg. Ef ekki er reynt að vinna
á henni og brúa gjána milli músl-
íma og Vesturlandabúa getur það
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.