Morgunblaðið - 26.06.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 25
MINNINGAR
✝ Hólmfríður Sig-ríður Thorlacius
fæddist á Höfn á
Bakkafirði 11. des-
ember 1929. Hún
lést á elliheimilinu
Grund 13. júní 2006.
Jarðarförin fór
fram í kyrrþey frá
Fossvogskirkju hinn
19. júní 2006. For-
eldrar Hólmfríðar
S. Thorlacius voru
hjónin Þórarinn V.
Magnússon bóndi í
Steintúni, f. í Stykk-
ishólmi 17. desember 1901, en lést
í ágúst 1978, og Sigurbjörg Sig-
urðardóttir húsmóðir, f. 29. maí
1900 á Snæbjarnarstöðum í
Fnjóskadal, en lést á Vífilsstöðum
í Garðabæ árið 1986. Systkini
Hólmfríðar eru Theódóra Thorla-
cius, hjúkrunarkona í Garðabæ, f.
29. maí 1927, Jórunn Sigríður
Thorlacius, húsmóðir í Reykjavík,
f. 14. ágúst 1928,
Guðrún Anna
Thorlacius, sjúkra-
liði, f. 17. janúar
1931, Sigfríður
Thorlacius, f. 8. maí
1932, d. 1965, og
Magnús Thorlacius,
f. 25. janúar 1941, d.
1972.
Hólmfríður ólst
upp í Steintúni en
fluttist ung með fjöl-
skyldunni fyrst til
Siglufjarðar, síðan
Eyjafjarðar og það-
an til Reykjavíkur. Í Reykjavík
vann Hólmfríður nokkur ár á Hót-
el Borg en síðar ýmis umönnunar-
og verksmiðjustörf .
Árið 1957 giftist Hólmfríður
Bernhard L. Payne. Þau skildu ár-
ið 1967. Árið 1971 giftist Hólm-
fríður Hauk Novai Henderson,
þau skildu. Síðustu árin var Hólm-
fríður búsett á Ási í Hveragerði.
Hún Fríða frænka er dáin, í svefni
leið hún úr þessum heimi í annan. Það
var gott. Ég á slatta af minningum
um Fríðu frænku og þannig er hún
hluti af mér. Fyrstu minningarnar
tengjast íbúð í Hlíðunum, þar sem
hún bjó með eiginmanni sínum Börní,
eða Bernhard L. Peyne eins og hann
hét réttu nafni. Hann var Ameríkani
og þess vegna var sjónvarp hjá þeim
þar sem hægt var að horfa á „Fílixi’
katt“. Kannski á þessi minning líka
við íbúð einhvers staðar annars stað-
ar. Fríða flutti oft og í minningunni
fór ég upp tröppur í sjónvarpsheim-
sóknum til Fríðu en íbúðin var í kjall-
ara og nóg af lakkrískonfekti í
löngum lengjum.
Fríða vann í lakkrísgerð en hún
vann líka á fjölda annarra staða,
verksmiðjum, sjúkrahúsum, skrif-
stofum. Já, hún vann víða, hún Fríða,
var aldrei lengi á sama stað því henni
leiddist að leiðast. En hún átti ekki
alltaf þann kraft sem þarf til að leið-
ast ekki. Hún reyndi, fylgdi ástinni
ótrauð og sannfærð um aðdráttarafl
sitt en ástin þarfnast líka krafts sem
Fríða átti ekki alltaf til. Myndin af
Fríðu frænku sem ég ætla að varð-
veita er af hárri, glæsilegri konu,
dökkri yfirlitum og reykjandi. Hún
var skvísa hún Fríða frænka mín.
Þegar hún kom í heimsókn var hún
ýmist upptendruð og sagði manni
hvað maður væri fallegur og gáfaður
eða hún var leið og skeytti þá engu
um mann, stjakaði manni jafnvel frá.
Það var allt annaðhvort eða hjá
Fríðu, hún var ýmist glöð eða ekki
glöð og slíkt er ekki auðvelt. Fyrir
henni voru hlutirnir og lífið einfalt og
samhengi þess fullkomlega lógískt út
frá henni sjálfri.
Þú átt gott að eiga börn sem hægt
er að senda út í búð, sagði hún einu
sinni við barnmarga systur sína.
Þessi staðhæfing er ekki eins ein-
feldningsleg og hún virðist. Það er
gott að eiga einhvern að sem tekur
þátt í lífinu með manni. Fríða eign-
aðist ekki börn sem hún gat sent út í
búð, en hún átti einu sinni kanarífugl
sem ég minnist að hún talaði mikið
um, hún vorkenndi vesalings fuglin-
um í búrinu sem þó veitti henni mikla
gleði.
Líf fólks er alla jafna flókið, fullt af
mótsögnum og málamiðlunum. Fríða
hafði þann hæfileika að geta ýtt þess-
um mótsögnum til hliðar og séð hlut-
ina í einni tærri mynd, kjarnann í or-
sök og afleiðingu. Við hlógum oft að
því hvernig hún setti fingurinn á
punktinn sem í augum okkar hinna
var hulinn í skýjum afstæðis og ólíkra
möguleika. Það er þetta sem ég ætla
að muna um Fríðu frænku sem var
sérstök og slíku fólki fer fækkandi.
Jórunn Sigurðardóttir.
Nú er Fríða frænka dáin. Þegar ég
hugsa til baka þá var hún mjög litrík
persóna. Hún lagði mkið upp úr því
að vera í fínum fötum með skartgripi
og vel til höfð. Stundum ansi skraut-
leg en það hressti bara upp á um-
hverfið. Hún hafði gott hjarta og oft
þegar ég leit inn hjá henni sagði hún
að hún hefði vitað að ég kæmi, hana
hefði dreymt þannig draum.
Hún bjó á ýmsum stöðum og ég
hjálpaði henni oft að flytja, en það var
sama hvar hún bjó, alltaf var huggu-
legt og hlýlegt inni hjá henni. Hún
var dugleg við ýmiskonar hannyrðir
og þegar ég og börnin komum við hjá
henni leysti hún alla yfirleitt út með
gjöfum, eitthvað sem hún hafði búið
til eða með litlum englastyttum. Hún
hélt svo mikið upp á engla, enda sagði
litla dóttir mín þegar hún heyrði að
Fríða frænka væri farin til Guðs:
„Mamma, er hún þá orðin engill?“ Ég
veit að Fríðu líður vel núna þar sem
hún er. Guð geymi hana.
Auður Friðgerður
og fjölskylda.
HÓLMFRÍÐUR SIG-
RÍÐUR THORLACIUS
Vinátta sem hefst á
heimavistarskóla end-
ist ævilangt, jafnvel þótt fjarlæg
lönd aðskilji áratugum saman.
Við Biggi vorum skólafélagar í
Héraðsskólanum að Laugarvatni
veturinn 1957–’58 og náðum strax
vel saman. Okkur fannst báðum
gaman að gera hlutina svolítið
öðruvísi en almennt var títt, enda
var Biggi bæði frumlegur og hug-
myndaríkur og hafði næmt skop-
skyn. Fyrir árshátíðina, veturinn
1958, teiknuðum við heilmikla mynd
af kennurum og öðrum helstu fyr-
irmennum skólans, s.s. brytanum í
mötuneytinu, hjúkrunarfræðingi
o.s.frv. Við gerðum þessar myndir
að vísu hvor í sínu lagi og var hver
þeirra um metri á hæð og síðan
skeyttum við þeim saman. Þegar
upp var staðið varð heildarútkoman
sextán hausa myndverk, a.m.k. tólf
metra langt og var sett upp á gang
skólans. En við gerðum meira en
það fyrir árshátíðina. Við sömdum
magnað hryllingsleikrit, ásamt
Maroni Vilhjálmssyni (sem andað-
ist fyrr á þessu ári), en Ingimar Ey-
dal samdi tónlist við verkið. Báðir
voru þeir skólabræður okkar. Ingi-
mar spilaði tónverkið baksviðs en
við Biggi lékum aðalhlutverkin.
Eftir að skólagöngunni á Laug-
arvatni lauk fórum við báðir á síld,
JÓN BIRGIR
ÁRSÆLSSON
✝ Jón Birgir Ár-sælsson fæddist
í Skálholti (Hvamm-
inum) á Höfn í
Hornafirði 3. des-
ember 1941. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítala
við Hringbraut 11.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Háteigskirkju
19. júní.
hvor á sínum bátnum,
en vináttan hélt
áfram og um haustið
vorum við búnir að
stofna eins konar
kunningjaklíku í
Reykjavík, ásamt æv-
intýramanninum
Maroni Vilhjálmssyni
og töffaranum Bjarna
Guðmundssyni. Við
vorum uppátækja-
samir, eins og títt er
um unga menn, og
brölluðum margt
saman. Svo margt,
reyndar, að það væri efni í langa og
viðburðaríka bók. Ég átti heima í
Keflavík þá, en Biggi fór að vinna á
Vellinum og við unnum meðal ann-
ars saman um tíma, þannig að
kunningsskapurinn hélst óslitinn.
Svo fór hann til náms í Bandaríkj-
unum og fór fljótlega eftir það að
vinna hjá Cargolux í Lúxemborg.
Eftir það sáumst við ekki oft, nema
þá sjaldan að hann kom til Íslands,
en vorum þó í póstsambandi. Árið
2002 var mér falið að setja upp
þorrablót Íslendinga í Lúxemborg
og hugðist heimsækja hann í leið-
inni, enda ætlaði hann að taka veg-
lega á móti mér. Úr því varð þó
ekki því hann var skyndilega kall-
aður heim til Íslands þegar bróðir
hans lést.
Birgir Ársælsson og ég þekkt-
umst í næstum hálfa öld og vorum
svo miklir mátar að annað eins hlýt-
ur að teljast fátítt. Fyrir nokkrum
árum sagði ég við hann að ég hefði í
hyggju að skrifa heilmikla heim-
ildaskáldsögu þar sem hann yrði
aðalsöguhetjan, enda var ég þegar
byrjaður á þeirri bók. Hann kímdi
hæversklega við hugmyndinni en
tók henni að öðru leyti stillilega. Ég
er staðráðinn í að skrifa bókina en
héðan í frá get ég hvorki rifjað upp
atburðarásina með honum né boðið
honum að lesa yfir handritið.
Ég sakna Bigga og get ekkert að
því gert. Með honum er fallinn frá
einn af þeim bestu vinum og kunn-
ingjum sem ég hef átt um ævina;
prúður piltur, örlátur drengur og
afbragð annarra manna. Ég votta
fjölskyldu hans og öðrum nákomn-
um innilegustu hluttekningu mína.
Þorsteinn Eggertsson.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Kórsölum 3,
áður Rauðagerði 44,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
föstudaginn 16. júní verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 27. júní kl. 13.00.
Guðný Eygló Valtýsdóttir,
Hulda Berglind Valtýsdóttir, Haraldur Sigurðsson,
Erla Sólrún Valtýsdóttir, Tryggvi Þór Agnarsson,
Ágúst Ómar Valtýsson,
Reynir Bergmann, Víðir Bergmann,
Hlynur Bergmann, Þór, Valgerður,
Sigurður Valtýr, Elísabet Lára,
Katrín Guðrún, Guðbjartur Ægir,
Ásgeir Örn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og stjúp-
móðir,
GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Eikarlundi 26,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að
kvöldi mánudagsins 19. júní sl. verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. júní nk. klukk-
an 13.30.
Gunnar Ragnars,
Ragnar Friðrik Ragnars, Eiríkur Geir Ragnars,
Gunnar Sverrir Ragnars.
Ágústa Ragnars, Ólafur Friðrik Gunnarsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGBJÖRNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
20. júní.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðviku-
daginn 28. júní kl. 13.00.
Þorvarður Guðmundsson,
Anna Sigurbjörg Þorvarðsdóttir, Valur Þórarinsson,
Guðmundur Jens Þorvarðarson, Svava Haraldsdóttir,
Stefán Ragnar Þorvarðarson,
Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Tryggvi Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn, barna-
barnabarn og frænka,
ELFA GUÐRÚN REYNISDÓTTIR
lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins 20. júní
síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn
29. júní kl. 14.00.
Jóna Björk Gunnarsdóttir, Reynir Hilmarsson,
Anna Mekkín Reynisdóttir,
Elfa Signý Jónsdóttir, Hannes Höskuldsson,
Gunnar J. Jóhannsson, Gunnlaug Árnadóttir
Guðrún Anna Jónasdóttir, Hilmar Árnason,
Guðrún Helga Sörensdóttir,
Jón Arason, Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Höskuldur A. Sigurgeirsson, Hólmfríður J. Hannesdóttir,
Jónas Ragnar, Guðrún, Reynir Aðalsteinn,
Sigþór,Erna Sigríður, Árni og Jóhann.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
GUÐFINNS INGA HANNESSONAR
Hávegi 13,
Kópavogi.
Bestu þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut.
Halldóra Guðjónsdóttir,
Theodór Guðfinnsson, Ragnheiður Snorradóttir,
Hildur Guðfinnsdóttir, Magnús Flygenring,
barnabörn og barnabarnabörn.