Morgunblaðið - 26.06.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 26.06.2006, Síða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRÍPTU BOLTANN ODDI! KANNSKI HENTI ÉG BOLTANUM AÐEINS OF FAST JÁ, ÞAÐ VAR Á ÞESSUM BLETTI HÉRNA EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA HEIMSKI HUNDUR! ÞAÐ VORU GÖMLU GÓÐU DAGARNIR HÉRNA STÓÐ ÉG ÞEGAR SÆTA STELPAN GAF MÉR BITA AF ÍSNUM SÍNUM ÞEGAR VIÐ VERÐUM ORÐIN FULLORÐIN, VILTU ÞÁ GIFTAST MÉR OG KAUPA HANDA MÉR STÓRAN KASTALA? ÞETTA ER FULL STÓR SPURNING FYRIR STRÁK Á MÍNUM ALDRI HVAÐ MEÐ AÐ GIFTAST MÉR OG KAUPA HANDA MÉR LÍTIÐ OG SÆTT SVEITASETUR? HVERNIG DATT ÞÉR ÞETTA Í HUG GRÍMUR? HVERNIG DATT MÉR HVAÐ Í HUG? HVAÐ GERÐI ÉG NÚNA? ÉG KOM BARA AUGA Á TRÉ OG GERÐI ÞAÐ SEM HUNDAR GERA ÞEGAR ÞEIR SJÁ TRÉ! ÞETTA VAR EKKI TRÉ! ÞETTA VAR TÆKI TIL AÐ FÁ GÓÐA LYKT Í BÍLINN MINN! HVAÐ ER AÐ? ÆI, NEI! ÞETTA ER EKKI BÍLLINN MINN! ER ÞAÐ RÉTT AÐ ÞÚ HAFIR SÉÐ TIL ÞESS AÐ KRÓKÓDÍLARNIR SLUPPU? HVÍ TRÚIRÐU HONUM, FREKAR EN MÉR? VEIST ÞÚ EITTHVAÐ UM HANN SEM ÉG VEIT EKKI? HANN MÁ EKKI GRUNA AÐ VIÐ SÉUM GIFT! NÚ ER NÓG KOMIÐ KALVIN. MATURINN ER ORÐIN KALDUR! ÞAÐ VAR EKKI ÉG, ÞAÐ VAR HOBBES! HVAÐA VITLEYSA! HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞESSU? ÞETTA ER ALLT HOBBES AÐ KENNA, HANN HÉLT MÉR Í GÍSLINGU! ÉG HÉLT ÞÉR SKO EKKI Í GÍSLINGU. EINS GOTT AÐ PABBI ÞINN TRÚÐI EKKI ÞESSARI VITLEYSU! ÞÚ ERT BARA TIL VANDRÆÐA HOBBES! HVERNIG FÓRSTU AÐ ÞVÍ AÐ BINDA ÞIG VIÐ STÓLINN? Dagbók Í dag er mánudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2006 Breytingarnar áleiðakerfi Strætós hafa komið sér vel fyr- ir Víkverja og þykir honum í góðu lagi að ganga smá spotta í og úr strætisvagni verði það til þess að vagn- arnir gangi örar. Vík- verji skilur að göngu- ferðirnar geti reynst gömlu fólki strembnar en á bágt með að skilja þau rök hjá full- frísku fólki að vetur séu hér svo harðir að það sé ómögulegt að ganga nokkur hundr- uð metra. Víkverji bjó á menntaskóla- árunum í Mosfellsbæ og hrýs hugur við öllum stundunum sem hann eyddi á skiptistöðinni Ártúni. Þar var ekkert við að vera enda í miðju iðnaðarhverfi og strætó gekk aðeins á klukkutíma fresti á kvöldin og um helgar. Víkverji þurfti því stundum að eyða óþægilega löngum tíma á þessari drungalegu skiptistöð. Sem betur fór var móðir Víkverja liðleg og renndi stundum eftir honum í Ár- tún þegar stefndi í langa bið. Víkverji er mjög kátur núna með að geta tekið strætó beina leið frá heimili sínu og til foreldrahúsa í Mosfellsbænum. Um daginn þurfti hann hins vegar að taka strætó úr Kringlunni og þá brást ráðgjaf- arkerfið á Netinu. Vík- verji sá fram á að missa af vagninum í Ártúni og bað bílstjór- ann að láta vita að far- þegi þyrfti að komast á milli. Bílstjórinn horfði bara þegjandi á Víkverja og gerði ekk- ert honum til aðstoðar. Víkverji missti því af vagninum og á hugann leituðu vondu minn- ingarnar frá menntaskólaárunum. Amma Víkverja var þó svo vinaleg að skjótast eftir honum svo biðin var ekki eins löng og á horfði. x x x Á heimleið úr Mosfellsbænumgerði Víkverji tilraun til að ræða ófarir sínar við vagnstjórann og vildi fá ferðina fría þar sem kerfið kom honum ekki á leiðarenda fyrr um kvöldið. Sá brást hinn versti við og skammaðist yfir að strætó væri eng- inn leigubíll. Víkverja þykja þetta undarleg viðbrögð enda er hann van- ari elskulegheitum og hjálpsemi frá vagnstjórum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Fólkið á HM | Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefur farið fram með miklum glæsibrag í Þýskalandi og er óhætt að segja að unnendur knatt- spyrnunnar um víða veröld hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Þjóðverjar hafa staðið sig einstaklega vel í skipulagi keppninnar og hafa áhorfendur streymt á keppnisvellina glæsilegu sem spilað er á. Fjórar þjóðir hafa nú tryggt sér sæti í 8 liða úrslitunum, Þjóðverjar, Argentínumenn, Eng- lendingar og Portúgalar. Tveir leikir fara fram í 16 liða úrslitunum í dag. Ástralar og Ítalir eigast við í Kaiserslautern og í Köln mætast Svisslendingar og Úkraínumenn. Á morgun lýkur svo 16 liða úrslitunum þegar Spánverjar og Frakkar eigast við annars vegar og hins vegar Gana og heimsmeistarar Brasilíumanna. Reuters Mikið fjör á HM í Þýskalandi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.