Morgunblaðið - 26.06.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.06.2006, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi! HÚN VAR HEPPNASTA STELPAN Í BÆNUM ÞANGAÐ TIL DRAUMAPRINSINN EYÐILAGÐI ALLT! Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Just My Luck kl. 6, 8 og 10 RV kl. 6 og 8 The Omen kl. 10 B.i. 16 ára Just My Luck kl. 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 3.40, 5.50 og 8 The Omen kl. 10.10 B.i. 16 ára X-Men 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 6 og 9 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.40 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.40 Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! ROBIN WILLIAMS 1 fjölskylda - 8 hjól ENGAR BREMSUR Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. eee Topp5.is - VJV Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! eee S.V. MBL. Í LIÐNUM aprílmánuði fluttu myndlistarmennirnir Ragnar Kjart- ansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir ásamt tónlistarmanninum Davíð Þór Jónssyni verkið „Sorrow Conquers Happiness – It’s not your Fault“ í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín. Um var að ræða gjörning, en þrenningin setti á svið hádramatískt leikrit, sem minnti nokkuð á ýkta út- gáfu af Look back in Anger í efn- istökum. Ragnar og Ásdís voru þar í hlutverki hjóna sem eiga í heift- úðugum, ástríðufullum samtölum á meðan að Davíð sá um að undir- strika þegar við átti með píanóleik. Blaðamaður hitti á þau Ragnar og Ásdísi á kaffíhúsi í miðbæ Berlínar, Mitte, á dögunum og ræddi við þau um tildrögin að verkinu. Framúrstefna „Við hittum mann frá Volksbühne er hann kom í heimsókn til Íslands síðasta vor,“ útskýrir Ragnar. „Það var í tengslum við sýningu Schlin- genschief í Klink og Bank. Við vor- um svo í Berlín um jólin síðustu og ákváðum þá að klæða okkur upp í dragt og jakkaföt og fara á fund þessa manns en Henning Nass heit- ir hann og er dramatúrg. Hann hef- ur unnið með Schlingenschief og er að vinna í Volksbühne. Við komum svo vel fyrir að þessari sýningu var umsvifalaus vingsað þangað inn. Það borgar sig að vera snyrtilegur þegar maður mætir á fundi (hlær grallaralega).“ Ragnar segir að það hafi verið frábært að komast inn í Volksbühne, sem sé einkar framúrstefnulegt leikhús. „Leikhúsið er galopið fyrir alls kyns listafólki en leikstjórinn, Frank Castorf, sneri því í þá átt,“ segir Ásdís. „Þetta er svakalegur gæi,“ segir Ragnar. „Mjög flottur. Svona óláta- belgur eiginlega. Hann t.d. hélt öllu gamla austur-þýska starfsfólkinu; því sem er í fatahenginu og miðasöl- unni er hann tók við leikhúsinu (1992) og það er nokk undarlegt að sjá það þarna innan um gallharða framúrstefnusinna.“ Sýning Ragnars, Ásdísar og Dav- íðs fór fram í Weisses Foyer, gangi eða hliðarsal í Volksbühne og sýndu þau klukkutíma áður en fólk sótti leiksýningu í aðalsalnum, í hléi og svo þegar fólk var að tínast heim. Verkið er eins konar lykkja, fimm- tán mínútna kafli sem er endurtek- inn í sífellu, endalaust stofudrama eins og Ragnar orðar það. „Fólk bjóst við því að við yrðum með ein- hverja súra, jaðarbundna uppá- komu, myndum æla á sviðið eða eitt- hvað og því kom það fólki í opna skjöldu að við skyldum vera með svona gamaldags leikhús inni í þessu framúrstefnuleikhúsi,“ út- skýrir Ragnar. „Það var svo auðvit- að miklu súrara, einhverjir amatör- ar að bisa við að leika stofudrama.“ Ásdís segir að verkið hafi verið hannað með því markmiði að fólk labbaði fram hjá því, líkt og þegar fólk gengur fram hjá þeim sem eru að rífast úti á götu. „Verkið var svo farið að hafa áhrif á okkur undir restina, við vorum orðin mjög þreytt á öllu þessu drama,“ segir hún og dæsir. Verkaskipting Ragnar segir að þetta hafi verið ansi skondið tímabil í lífi þeirra þriggja. „Ásdís var alltaf í glæsidömukjól og við Davíð vatnsgreiddir með yf- irvaraskegg og í jakkafötum með slaufu. Þegar við áttum svo hlé á milli sýninga fórum við í þessum múnderingum út að borða. Ásdís leit út fyrir að vera mjög spúkí gella, með tveimur vatnsgreiddum mönn- um með yfirvaraskegg.“ Ásdís segir að þeir hafi litið út eins og tvíburar. „Og eftir því sem á leið hætti Davíð að spila á píanóið og fór að leika á meðan að Raggi settist við píanóið.“ Listamennirnir urðu varir við það að skoðanir fólks á athæfinu voru nokkuð skiptar. „Annaðhvort var fólk rosalega ánægt eða því fannst þetta langt fyrir neðan virðingu leikhússins,“ segir Ragnar. „Að áhugamenn væru að leika „salon-teater“ (hlær hátt)!“ Vinnuaðstæður í Volksbühne voru einkar hressandi og veittu þeim ferska sýn á hvernig hægt er að haga slíkum málum. „Það er skýr verkaskipting í gangi á Íslandi, listamaðurinn er listamaðurinn, húsvörðurinn hús- vörðurinn og svo framvegis,“ segir Ásdís. „Í Volksbühne var hins vegar rosalegt flæði og fólk í ólíklegustu stöðum vílaði ekki fyrir sér að koma með uppástungur, ráð og bjóða fram aðstoð.“ „Sorrow Conquers Happiness – It’s not your Fault“ er verk sem hef- ur verið lengi vel í huga Ragnars og Ásdísar, en þau hófu að feta veg list- arinnar saman fyrir margt löngu, „áður en við hófum að ganga saman veg ástarinnar“, segir Ragnar að lokum og kímir. Myndlist | Hádramatískt íslenskt verk á fjölum Wolksbühne-leikhússins Endalaust drama Davíð Þór Jónsson, Ragnar Kjartansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir í verkinu „Sorrow Conquers Happiness – It’s not your Fault“. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Vestanhafs eru hafnar sýningar ámyndinni The Road to Guant- ánamo. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Guantánamo- fangabúðirnar á Kúbu þar sem meintir hryðju- verkamenn eru í haldi Bandaríkja- stjórnar. The Road to Guantánamo segir frá þremur bresk- um múslímum sem voru teknir hönd- um í Afganistan 2001 og síðan haldið í Guantánamo í rúmlega tvö ár. Í umfjöllun sinni um myndina segir gagnrýnandi The New York Times, A.O. Scott, að þótt hún leiði í sjálfu sér ekkert nýtt í ljós sé hér engu að síður sögð áhrifamikil saga. Hann bætir við að The Road to Guant- ánamo sé fjarri því að vera gallalaus en staðfesti að ill meðferð fanga, gangi hróplega í berhögg við þau margtuggðu rök að vestrænt lýðræð- isfyrirkomulag sé göfugra en tóm- hyggjan og öfgahyggjan sem stríðið gegn hryðjuverkum beinist gegn.    Bandaríski sjónvarpsþáttafram-leiðandinn Aaron Spelling lést á föstudaginn, 83 ára að aldri. Bana- mein Spelling var hjartaáfall. Sam- kvæmt Heims- metabók Guin- ness var Spelling afkastamesti framleiðandi sjónvarpsþátta allra tíma. Hann lætur eftir sig fimm þúsund klukkustundir af sjónvarpsefni en á meðal þátta sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur þekkja eru Beverly Hills 90210, (dóttir hans Tori Spelling lék í þeim) Melrose Place, Starsky og Hutch, Hótel og Dynasty.    Óskarsverðlaunahafinn HilarySwank hefur undirritað samn- ing um að auglýsa nýjasta ilm franska tísku- hússins Guerlain. Swank, sem hefur setið fyrir Calvin Klein, mun vera í forgrunni nýrrar auglýsinga- herferðar fyrir In- solence ilmvatnið. Renato Semarari, forseti og framkvæmdastjóri Guerla- in, segir að Swank sé einstaklega hæfileikarík leikkona. Að sögn alþjóðamarkaðsstjóra Gu- erlain, Laurent Boillot er hún blanda af Meryl Streep og Robert De Niro. „Hún getur breytt sjálfri sér al- gjörlega,“ segir Boillot. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.