Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 35 Sími - 551 9000 Just My Luck kl. 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 5.50 The Omen kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Take The Lead kl. 8 og 10.30 Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. eee B.J. BLAÐIÐ Yfir 51.000 gestir! Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 eee L.I.B.Topp5.is eee H.J. Mbl. Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára eee DÖJ, Kvikmyndir.com HVAÐ GERIST EF LEIKURINN SEM ÞÚ ERT AÐ SPILA FER AÐ SPILA MEÐ ÞIG. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM YFIR 47.000 GESTIR! SVAKALEG HROLLVEKJA SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. ÞRÖSTUR Jóhannesson hefur ver- ið að gera tónlist í rúm tuttugu ár þótt það sé fyrst núna sem hann gefur út sólóplötu. Hann hefur áð- ur gefið út hljómplötu með hljóm- sveitinni Ofris, eina með Vonlausa tríóinu, og eitthvað hefur komið út með hljómsveitinni Hinum guð- dómlegu Neanderdalsmönnum sem hann var einnig í. Þótt þessar sveitir hafi spilað lög og texta eftir Þröst er það samt þegar Þröstur er nær einn og óstuddur með kassa- gítarinn í aðalhlutverki sem hann nýtur sín best. Nýi diskurinn, Aðrir sálmar, sýn- ir glögglega hve góður lagahöf- undur Þröstur er og skreytingum, sem lagðar eru ofan á kassagít- arsgrunna, er haldið í lágmarki. Þar eru m.a. víólur, harmónikkur og mandólín látin draga fram það sem býr í hverju lagi, án þess að ofhlaða þó nokkurn tímann. Listin við að gera góða plötu er að vita hvenær á að hætta, því það er auð- velt að skemma frábært lag með of miklum útsetningum. Þröstur velur þjóðlaga- og sveitatónlistarramma í kringum lagasmíðar sínar, og útsetningar eru einfaldar en miðast samt að því að skapa þægilegt ris í lögunum. Einnig er einhver gamaldags andi sem svífur yfir vötnum og eykur það mjög á þægindi og notalegheit plötunnar. Það er því tilvalið að hlusta á hana með mjúka púða allt í kringum sig uppi í sófa með te, eða í letikasti uppi í sumarbústað. Það er þó svo að við síend- urtekna hlustun kemur í ljós að út- setningar eru ekki eins einfaldar og þær virtust í byrjun, og alls kyns stef og línur birtast hlustandanum ljóslifandi, en það gerir það að verkum að diskurinn vinnur á og eykur gildi sitt við hverja hlustun. Ef taka á út sérstök lög sem verða betri við margar hlustanir er það til dæmis lagið „Blessuð sólin“, sem Gabríella Aðalbjörnsdóttir syngur listavel, og „Skaltu vera glaður“ sem skartar yndislega hvetjandi texta, frábæru samspili hljóðfæra og grípandi laglínu. Þau lög sem helst væri hægt að agnúast út í væru „Eldsvoði“, sem er með voða- lega KK-legri útsetningu, þótt lagið sjálft sé flott, og „Sumardagsmorg- unninn fyrsti“, sem er með afar kunnuglegri sönglínu sem ég heyrði fyrst í Nick Cave-laginu „Into my Arms“. Í heildina er platan miklu meira en frábær, og undarlegt í raun og veru, að Þröstur skuli hafa tekið svona langan tíma í að gera sóló- plötu með þessu sniði. Lögin 14 hafa öll eitthvað spennandi við sig, en þó er ég ekki frá því að í þeim lögum sem Þröstur semur líka textann takist honum enn betur upp í að gera einlægar og flottar melódíur og skapa sinn persónu- lega stíl. Hann hlýtur að vera kom- inn af stað í plötuútgáfu eftir þessa vel heppnuðu frumraun, og vona ég persónulega að hann taki við af öðrum trúbadorum sem hafa verið að gefa út eina plötu á ári. Ég mun kaupa þær allar. Miklu meira en frábær Ragnheiður Eiríksdóttir TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Þrastar Jóhannessonar, sem heitir Aðrir sálmar. 14 lög, heild- artími 54.44 mínútur. Öll lög eru eftir Þröst en ljóð sömdu Þröstur Jóhann- esson, Steinn Steinarr, Jónas Hall- grímsson og Steingrímur Thorsteinsson. Söngur: Þröstur Jóhannesson, Baldur Trausti Hreinsson og Gabríella Að- albjörnsdóttir. Gítarar: Stefán Freyr Bald- ursson og Þröstur Jóhannesson. Bassi og kontrabassi: Sverrir Ásmundsson, Ingiþór Ingibergsson og Þröstur Jóhann- esson. Harmónikka: Ingvar Alfreðsson. Víóla: Kjartan Már Kjartansson. Mandól- ín: Þröstur Jóhannesson. Tjarangó: Stef- án Freyr Baldursson. Trommur: Ingiþór Ingibergsson. Upptökumaður: Ingiþór Ingibergsson.. Mastering: Jón Skuggi. Útgefandi: Þröstur Jóhannesson 2006. Þröstur Jóhannesson – Aðrir sálmar  ÞAÐ gilda ólík viðmið um ólíkar tegundir tónlistar. Danstónlist kemst t.a.m. langt á hljómnum ein- um saman, meðan snjallar laglínur og hljómar eru aðalmálið í stærst- um hluta popp- og rokktónlistar. Hæfileikinn til þess að spila af fingrum fram skiptir mestu máli í djasstónlist og orðfimi er oftar en ekki lykilatriði í rapptónlist. Raf- tónlist er til í öllum stærðum og gerðum, þar má finna verk sem leggja ýmist áherslu á frumleika, stemningu, klifun eða smáatriði. Lagræn raftónlist í ætt við múm komst nokkuð í tísku fyrir hálfum áratug síðan, og stuttu áður skipaði færni við óskiljanlega flókna trommuforritun manni í fremstu röð. Raftónlist er að einhverju leyti sér á báti því hún er oftar en ekki háð þeirri tækni sem tónlistarmenn hafa yfir að búa á hverjum tíma. Þannig má heyra augljósan mun á hljómi tíu, fimmtán og tuttugu ára gamallar raftónlistar sé hún borin saman við raftónlist nútímans. Íslenska tvíeykið HuXun sendi nýverið frá sér heimabrugguðu plötuna Apocalyptik Lullabys (sem stóð eflaust til að nefna Apocalyp- tic Lullabies) þar sem hún reynir sig við raftónlist ekki ólíka þeirri sem Aphex Twin og Autechre voru að flytja í kringum 1993. Sér- staklega kemur lagið „On“ með þeim fyrrnefnda oft upp í hugann. Svo margar og ólíkar endur- hljóðblandanir voru gefnar út af því lagi að Apocalyptik Lullabys gæti allt eins verið framhald af þeirri vinnu! Skemmst er frá því að segja að HuXun mistekst á nær öllum þeim sviðum sem raftónlist nær til. Lög- in eru langt frá því að vera frum- leg, þeim tekst ekki að skapa stemningu, ekkert virðist hugsað um smáatriði, dýnamík er engin – hvorki í þunnum og flötum hljómn- um né lagasmíðunum, laglínur eru auðgleymanlegar, lítið hugað um byggingu, trommuforritunin er oft- ast óspennandi og þegar kemur að tæknilegri fágun mætti halda að tíminn hafi staðið í stað í hálfan annan áratug. Platan byrjar að vísu ágætlega. Lögin „Between Worlds“ og „Play- ing“ eru bæði skrýdd sópr- ansöngkonu sem gerir mikið fyrir annars löngu staðnaðan hljóminn. Hún birtist aftur í fjórtanda lagi plötunnar „Nothing Shallow“. Mér skilst á vefsíðu sveitarinnar að söngkonan sé Jóhanna, móðir Mar- lons Pollocks, en hann virðist skipa HuXun ásamt frænku sinni Tönyu. Engar upplýsingar er að finna á plötuumslaginu sjálfu. Söngurinn er sérstaklega áhugaverður vegna þess að gæði upptökunnar á rödd- inni er mörgum klössum ofar en upptaka á þeim röppurum sem leggja HuXun lið í nokkrum lögum. Apocalyptik Lullabys er nefni- lega ekki hreinræktuð rafplata, á henni er að finna fjögur rapplög. Þessum fjórum lögum er ekki dreift um plötuna, heldur númer 5, 6, 7 og 8. Þau brjóta því plötuna óþægilega upp og maður fær á til- finninguna að HuXun hafi ekki al- veg vitað hvort til stæði að gera rappplötu eða eitthvað annað. Það fyrsta í röðinni – „Is This the Beg- inning“ – er vart hægt að skoða nema sem brandara og „Eldfjallið“ og „Ljós í myrkri“ eru gleymd áð- ur en þeim lýkur. Hins vegar er „Dauði fyrir alla“ nokkuð gott. Taktgrunnur er skemmtilega ein- manalegur, val á trommuhljóðum smekklegt og sama gildir um for- ritunina. Þó að söngurinn sé ekki upp á marga fiska og textinn frem- ur kjánalegur er línan grípandi og fer vel við taktinn. Þá er rappið sjálft áberandi best í þessu lagi. Þegar rappsyrpunni lýkur snúa HuXun sér aftur að raftónlist- arforminu sem útgáfufyrirtækið Warp fullkomnaði og afskrifaði fyr- ir meira en áratug síðan. „Lita- dýrð“ er best þessara laga, hefði eflaust gert góða hluti ’93. Það er ekkert að því að taka upp gamla stíla eða form, en það verður þá að vera gert í einhverjum tilgangi eða til þess að bæta einhverju við. Það gerir HuXun ekki. Apocalyptik Lullabys er raunar ekki hægt að skoða öðruvísi en sem æfingu eða einkamál höfundanna, því að tón- listin á þessari plötu á ekkert er- indi á plast, og enn síður við al- menning. Heimsendaspár TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir HuXun. HuXun gefur út. 18 lög, 76:06. HuXun - Apocalyptik Lullabys  Atli Bollason Leikkonan Nicole Kidman giftistkærasta sínum, söngvaranum Keith Urban, við kvöldathöfn í Sid- ney. Kidman var klædd í hvítum kjól og hélt á rósum er hún mætti í kirkj- una í Manly-úthverfi borgarinnar sem er staðsett við klettabrún. Meðal þeirra sem voru viðstaddir voru leikararnir Hugh Jackman, Naomi Watts og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch. Í yfirlýsingu sem hjónin nýbökuðu sendu frá sér saman var öllum þakk- að fyrir að sýna þeim hlýhug. „Við viljum þakka öllum í Ástralíu og um allan heim sem hafa sent okk- ur heillaóskir,“ sagði m.a. í yfirlýs- ingunni.    Fólk folk@mbl.is Richard Curtis og myndu þeir báðir hafa hönd í bagga ef af gerð mynd- arinnar yrði. Í þáttunum er fylgst með hinum fyrirlitlega Blackadder og hund- tryggum en jafnframt ógeðfelldum aðstoðarmanni hans, Baldrick. Fjór- ar þáttaraðir voru framleiddar og var sögusviðið mismunandi eftir hverri og einni. „Ben vill að myndin gerist í rússnesku byltingunni. Hann er með nokkrar frábærar hug- myndir,“ sagði Fry sem treysti sér þó ekki til að fullyrða að myndin liti dagsins ljós. „Kannski verður af þessu.“ Hugmyndir eru uppi um að gerakvikmynd eftir hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Blackadder sem framleiddir voru hjá BBC á sínum tíma. Þetta segir leikarinn Stephen Fry í viðtali við Contactmusic.com en Fry fór með hlutverk Lord Melc- hetts í þáttaröðinni. Hann bætir því við að rétt eins og í þáttunum færi Rowan Atkinson með hlutverkið ef til þessa kæmi. „Ég spjallaði við Rowan um helgina. Hann er að gera mynd um Mr. Bean í Frakklandi og trúði mér fyrir því að hann saknaði stemningarinnar í kringum Blackadder.“ Upprunalegu þættirnir voru skrif- aðir af Ben Elton og leikstýrt af Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.