Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 11
MINNSTAÐUR
-o
rð
sku
lu
stan
d
a!
569 7200
www.isprent.is
Í smiðju
meistar-
anna
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
ÞAU segjast alltaf hafa haft bíla-
dellu, en nú hafa mótorhjólin feng-
ið mun stærri sess. Hjónin Kristín
Anna Stefánsdóttir og Guðjón
Bachmann eru með mótorhjóla-
dellu og áhuginn bara vex. Anna
Stína er uppalin í Kópavogi en
Guðjón í Borgarnesi. Hún flutti í
Borgarnes 1982 og ári síðar fóru
þau að byggja. ,,Það má segja að
við höfum farið öfugt í þetta miðað
við aðra, við vorum hvorugt búin
að ljúka námi þegar við fórum að
byggja. Elsta dóttir okkar Bessý
er fædd ’85, og svo eigum við tví-
burana Bjarna og Hjördísi sem
eru fædd ’93. Þrátt fyrir húsbygg-
inguna luku þau bæði námi, Anna
Stína er leikskólakennari en Guð-
jón rafvélavirki. “
Fyrsta skellinaðran keypt
fyrir fermingarpeningana
Þau kynntust á sveitaballi á
Lyngbrekku á Mýrum en Anna
Stína var þá nemandi í Hús-
mæðraskólanum á Varmalandi.
,,Þetta hlýtur að hafa verið ást við
fyrstu sýn,“ segja þau hlæjandi,
en Anna Stína bætir við að hún
hafi orðið yfir sig hrifin af jepp-
anum hans Guðjóns. ,,Mér fannst
hann svo flottur og ótrúlegt að
svona ungur strákur ætti svona
nýjan jeppa. Ég sá reyndar ekki
jeppann fyrr en við komum út af
ballinu, en það var til að setja
punktinn yfir i-ið.“
,,Ég keypti fyrstu skellinöðruna
mína fyrir fermingarpeningana,“
segir Guðjón. ,,Það var Honda SS,
flottasta gerð, mig langar mikið í
svoleiðis aftur og myndi gefa tals-
vert fyrir að eiga svona hjól í dag.
En fyrsti bílinn var fyrrnefndur 6
cylindra Landcruiser jeppi, ég
fékk hann ársgamlan, en hann var
auðvitað ekki eins og þeir eru í
dag.“
Anna Stína segir bíladelluna sér
í blóð borna. ,,Ég var alltaf í bíl-
skúrnum hjá pabba sem er bíl-
smiður. Kannski var ég bara
geymd þar svo að mamma gæti al-
ið hin börnin upp. Ég hjálpaði
pabba að gera fyrsta bílinn minn
kláran og setja hann á götuna, það
var Fíat 127 sem var keyptur
klesstur. Það gekk vel að laga
hann og hann fór fínn út. Hins-
vegar var keyrt aftan á hann á
fyrsta rúntinum niður Laugaveg-
inn. Ég varð mjög spæld yfir því
en fékk næst Volkswagen bjöllu.“
Fannst heldur lítið að
gerast aftan á
Mótorhjólaáhuginn er sameig-
inlegur og þau segja mjög algengt
sé að verða að hjón séu bæði í
þessu. ,,Þetta er varla hægt öðru-
vísi, en að báðir aðilar séu með
svo hægt sé að stunda þetta. Þeg-
ar þetta er sameiginlegt hobbí
þarf maður ekki hafa sam-
viskubit,“ segir Guðjón, ,,krakk-
arnir taka líka þátt, þau eru aftan
á hjá okkur og hafa mikinn áhuga.
Við erum að gera upp Gismo-
skellinöðru og Suzuki tx fyrir þau,
og þau eiga líka allan búnað. Eldri
dóttir okkar hefur hug á að taka
próf, en það er dýrt svo af því
verður ekki strax þar sem hún er í
námi.“
Anna Stína og Guðjón eiga sitt-
hvort mótorhjólið, Yamaha virago
1100, og Suzuki intruder 700. Guð-
jón keypti Yamaha-hjólið árið 2000
en átti áður Yahama virago 920.
,,Hjólið hennar Önnu Stínu keypt-
um við árið 2002, hún var orðin
leið á að vera aftan á, reyndar átti
hún fyrst Hondu Shadow 500, sem
var fyrsta hjólið hennar,“ segir
Guðjón. Anna Stína samsinnir því.
,,Mér þótti heldur lítið gerast aft-
an á, sætið var líka óþægilegt og
því skellti ég mér í prófið árið
2000. Þá varð ekki aftur snúið.“
Tryggingarnar alltaf erfiðar
Þau segjast jafnframt alltaf vera
í bílastandi. „Við eigum fjóra bíla
á mismunandi aldri, misgóða,
bleika Trabantinn ’86 módelið,
sem þarfnast aðgerðar, en Anna
Stína hefur verið á honum á sumr-
in, svo eigum við Bronco ’74, Terr-
ano sem er fjölskyldubíllinn og
Ford Econoline sem er orðinn
húsbíll núna og er notaður sem
trússbíll fyrir mótorhjólaferðir. “
Þetta er ekki ódýrt hobbí segja
þau, sérstaklega er útbúnaðurinn
dýr í upphafi, ,,Maður getur keypt
gott hjól frá 350.000 og upp úr en
svo er öryggisfatnaður algjört
skilyrði, góður galli, hjálmur og
skór. En þegar maður er búinn að
eignast það, er kostnaðurinn bara
bensín og tryggingar.“
Allir eru jafningjar
Hjólin eyða ekki miklu en
tryggingarnar eru alltaf erfiðar.
Þau segja að ökumaður og farþegi
séu alltaf tryggðir, en telja akstur
mótorhjóla ekki sérstaklega
hættulegt sport. ,,Það er allt
hættulegt,“ segir Anna Stína, ,,en
maður ekur alltaf á löglegum
hraða og eftir aðstæðum. Hins
vegar veit maður aldrei hvað hinir
í umferðinni gera. Það geta allir
lent í slysum við alls kyns að-
stæður.“ Guðjón bætir við að það
sé allt eins hægt að drepast úr
leiðindum heima í sófa.
Samskipti við aðra hjólamenn
eru mikil og í Borgarnesi er starf-
andi ,,Bifhjólafjelag Borgarfjarðar
Raftar“ en í því eru 80 félagar.
Félagið var stofnað fyrir fimm ár-
um og hefur Guðjón verið formað-
ur frá upphafi. ,,Við erum númer 8
og 9 í félagatalinu, teljumst því til
stofnenda. Félagsskapurinn er
mjög virkur, við höldum fundi
hálfsmánaðarlega, höldum út vef-
síðu www.raftar.is auk þess að
halda árlega hjólasýningu í kring-
um sumardaginn fyrsta. Þá kemur
hjólafólk að sunnan, um 200 gestir
á hjólum. Á sumrin á góðum dög-
um er farnar styttri ferðir frá
Shell kl. 19.30 á kvöldin en kl. 13
um helgar. Þá nýtum við sms-
boðkerfi til að ná til félaga en svo
má finna dagskrá á vefsíðunni.“
Þau segja einnig mjög gott sam-
starf við aðra hjólaklúbba, bæði á
Suðurlandi, Reykjanesi, Reykjavík
og víða um land. Alltaf er eitthvað
um að vera s.s. fjölskylduútilegur,
grill og svo er orðin hefð að fara
saman á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
,,Þetta er mjög góður félagsskap-
ur, maður hittir fólk úti um allt
land, og það er einkennandi hjá
hjólafólki, að allir spjalla saman,
allir eru jafningjar, og hjólamenn
heilsast alltaf úti á þjóðvegi “
Næst á döfinni segja þau vera
Grundarfjarðarferð, en þau fara
aðallega á vorin og haustin í ferð-
ir. ,,Við erum dugleg að fara á
landsmót og förum alltaf fjöl-
skylduferð hjá Röftum í ágúst, sú
ferð er sniðin að börnunum, svona
innanfélagsmót. Svo höfum við
farið á nokkrar hjólasýningar er-
lendis, t.d. til Edinborgar,“ segir
Anna Stína. ,,Og þær ferðir eru
gagngert farnar til þess, en við
förum líka til útlanda án þess að
fara á hjólasýningu, við eigum líka
líf fyrir utan hjólin,“ segir hún og
hlær. ,,Okkur langar í hjólatúr er-
lendis, það er framtíðardraumur
sem við látum rætast þegar
krakkarnir eru orðnir eldri,“ segir
Guðjón.
Samhent hjón í Borgarnesi með
mótorhjóladellu á hæsta stigi
Guðjón Bachmann og Kristín Anna Stefánsdóttir og mótorhjólin þeirra.
Anna Stína við bleika Trabantinn.
Yfir sumartímann fjölgar gestum í
sundlaugum landsins, enda er
sundið talinn ein hollasta líkams-
rækt sem til er. Og fátt betra en að
leika sér í sundi eins og þessi ungi
drengur gerði í sundlaug Ólafs-
víkur í vikunni.
Brugðið
á leik í
lauginni
Morgunblaðið/Alfons
VESTURLAND