Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 19 UMRÆÐAN Fyrir heimili, sumarhús, fyrirtæki o.fl. MIKLAR deilur hafa komið upp á milli stjórnenda Landspítala og lækna. Deilan snýst í raun um grund- vallaratriði í rekstri heilbrigðisþjón- ustu í nútímaþjóðfélagi. Vegna mikils kostnaðar við rekstur sólarhringsþjónustu hafa allar vestrænar þjóðir reynt að stytta bráða sjúkrahúslegu og þjóna eins stórum hluta sjúklinga á dagdeildum og mögulegt er. Sjúkrahús hafa alls staðar byggt við sínar stofnanir til þess að gera þetta mögulegt. Allar stofnanir sem eru tengdar kennslu stúd- enta í læknisfræði hafa talið eðlilegt að taka upp þessa þjón- ustu og kenna stúdentum þessa mik- ilvægu læknisfræði. Miklar framfarir við tækni bæði í skurðlækningum og svæfingum hafa breytt hér miklu. Það er því mjög undarlegt að á Ís- landi hefur aðalspítali landsins brugðist þessari aðferð gersamlega. Risið hafa upp margar stórar lækna- stofur þar sem mögulegt hefur verið að framkvæma vissar aðgerðir í stórum stíl en ákveðna tegund að- gerða er ekki mögulegt að gera nema í spítalaumhverfi. Vegna kennslu stúdenta og kandí- data er slík starfsemi talin alger nauðsyn fyrir viðurkenningu spítala sem háskólaspítala. Í flestum vest- rænum löndum myndi Landspítali hvergi fá viðurkenningu sem kennsluspítali. Rekstrarlega hefur fjárhagur ut- anspítalaþjónustu og innanspít- alaþjónustu þróast á mismunandi hátt. Læknar sem sinna þeirri fyrr- nefndu fá greitt fyrir sjúklingana eft- ir magni og tegund þjónustunnar frá Tryggingastofnun ríkisins sam- kvæmt samningi við lækna. Læknarnir reka þær stofnanir sem um ræðir persónulega og ráða því hvernig starf- seminni er háttað. Ríkið rekur spítalana á föstum fjárlögum sem eru hluti af almennum fjárlögum. Í öllum ná- grannalöndum okkar hafa fjárlög verið talin algerlega úrelt og þær þjóðir hafa tekið upp út- gáfu af svokölluðu DRG-kerfi sem búið var til í Banda- ríkjunum og var tekið þar upp fyrir 20–30 árum. Grundvöllur þess kerfis er sá að reiknaður hefur verið kostn- aður við um 600 flokka sjúklinga sem er mjög mismunandi eftir umfangi meðferðar. Í Noregi og Svíþjóð eru til opinber verð á hverri DRG-einingu. Sam- kvæmt breyttu gengi íslensku krón- unnar er verð á hverri einingu, miðað við háskólaspítala, 375 til 390 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landspítala er ljóst að sambærilegur kostnaður þar er nokkuð gróflega reiknaður 480–500 þúsund krónur miðað við núverandi aðstæður. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis undafarin þrjú kjör- tímabil. Sjálfstæðisflokkur hefur ekki farið með þetta ráðuneyti í fjögur kjörtímabil sem hann hefur verið í forystu. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti og félagsmálaráðu- neyti eru þau einu sem hann hefur ekki komið nálægt á þessum sam- fellda tíma í ríkisstjórn. Spyrja má hver er árangur þess- arar úreltu framkvæmdar þessa mik- ilvæga málaflokks. Þrátt fyrir að fjöldi aldraðra sé einn sá minnsti í öll- um löndum OECD erum við með eitt dýrasta kerfi þessara landa. Þrátt fyrir fjölda aldraðra erum við með verulegan skort á hjúkrunarplássi hér á höfuðborgarsvæðinu. Kostn- aður við að vista aldraða á deildum Landspítala er 3–4 sinnum hærri en á venjulegu hjúkrunarheimili. Öldr- uðum mun fjölga mjög verulega á næstu áratugum. Stjórn okkar heil- brigðiskerfis þarf því miklar breyt- ingar í samræmi við þróun starfsem- innar. Læknar og Landspítali – „háskólasjúkrahús“ Ólafur Örn Arnarson fjallar um heilbirgðismál ’Vegna mikils kostnaðarvið rekstur sólarhring- sþjónustu hafa allar vestrænar þjóðir reynt að stytta bráða sjúkrahúslegu og þjóna eins stórum hluta sjúklinga á dagdeildum og mögulegt er. ‘ Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir. ÉG ÞAKKA Ólafi Helga Kjartanssyni fyrir greinina um ökuleyfisaldur hinn 3. júlí sl. Ég tek einnig undir greinar Kol- brúnar Bald- ursdóttur, sálfræð- ings og Ragnheiðar Davíðsdóttur, um að koma þurfi í veg fyrir fleiri harmleiki og sporna við slysahætt- um sem ákveðinn hópur ungra öku- manna skapar sjálf- um sér og öðrum. Fyrsta skrefið gæti verið að lágmarks- aldur til ökuréttinda verði 18 ár. Ungling- ar fá ekki önnur rétt- indi fyrr en í fyrsta lagi þá. Þeir verða sjálfráða og fjárráða 18 ára, og mega ekki kaupa áfengi fyrr en 20 ára. Mér finnst því svo eðlilegt að ökurétt- indi séu ekki veitt fyrr, þar sem þau eru dauðans al- vara, eins og slysin undanfarið hafa sýnt. Ég spyr, er það lífs- nauðsynlegt að krakkar, aðeins 16 ára, byrji að keyra, eins og margir gera í dag? Eins og Kolbrún sál- fræðingur kemur inn á þroskast unglingar mikið á einu ári. Það eru kannski margir tilbúnir, en því miður ekki nærri því allir. Eins og Kolbrún segir í grein sinni þá eru minni líkur á að ung- lingurinn láti undan félagaþrýst- ingi eða hafi þörf fyrir að sýna sig fyrir félögum sínum, því eldri sem hann verður. Því sem nær dregur fullorðinsárum dregur úr þeim einkennum unglingsáranna sem geta haft áhrif á ökuhæfni þeirra, það er áhættuhegðun, áhrifagirni og hvatvísi. Unglingurinn verður hæfari með hverju árinu sem líður til að meta aðstæður, hugsa áður en hann framkvæmir og taka ábyrgð á eigin atferli. Því vil ég eindregið að lág- marksaldur til ökuréttinda verði hækkaður a.m.k. upp í 18 ár. Hvert ár skiptir svo miklu máli, bæði í þroska og ég tala ekki um ef um líf er að tefla. Að aka bifreið er ekki bara leik- ur, eins og sumir virðast halda. Að stunda hraðakstur er ekki bara hættulegt fyrir bílstjórann heldur alla í kring. Það er ekki einkamál hvernig menn keyra. Fagna ég því að þessir einstaklingar fari af göt- um borgarinnar og inná afmarkað æfingasvæði. Vonandi fá þeir alla útrásina þar og lenda ekki í slysi. Ég vona samt að þetta ýti ekki undir frekari hraðakstur. En til að koma í veg fyrir hraðakstur á göt- um borgarinnar eða á þjóðvegum landsins þarf löggæslan að vera öflugri og lögreglan sýnilegri. Eins og kemur fram í grein Ragn- heiðar Davíðsdóttur hefur það sýnt sig að ef lögreglan er sýnileg dregur það úr hraðakstri og um leið alvarlegum umferðarslysum. En sumir fara samt ekki að lögum og þá þarf lögreglan að fylgja um- ferðarlögunum betur eftir. Lögreglan virðist vera að taka sig á í þessum málum. Hún hefur stöðvað marga öku- fanta undanfarið áður en slys hafa orðið. Það getur haft forvarn- argildi og fólk lærir þá kannski af reynslunni. Það er til lítils að hafa viðurlög ef lögreglan er ekki til staðar til að beita þeim, og þau verða að vera skilvirkari. Það er t.d. ótrúlegt að maður, sem hefur verið tekinn átta sinnum á árinu fyrir of hraðan akst- ur, skuli enn halda ökuskírteininu. Svo finnst mér ein- kennilegt að leyfð skuli sala á rad- arvörum. Þeir eru notaðir gagngert til að ökumenn geti brot- ið lögin án þess að verða gómaðir. Í Morgunblaðinu um daginn var fjallað um rannsókn sem leiddi það í ljós að farsímanotkun við keyrslu væri hættu- legri en ölvunar- akstur, jafnvel þó handfrjáls búnaður væri notaður. Eru þessi símtöl svona lífs- nauðsynleg? Réttast væri að banna alla farsímanotkun undir stýri og fylgja því bet- ur eftir. Eðlilegt væri að Al- þingi hækkaði bílpróf- saldurinn í samræmi við hækkun sjálfræð- isaldursins. Annað væri óeðlilegt og get- ur ekki þurft langa af- greiðslu. Ég vonast eftir meiri umræðum og breytingum áður en fleiri harmleikir gerast. Ökuréttindi og hraðakstur Þóra Andrésdóttir fjallar um ökuleyfisaldur og hraðakstur Þóra Andrésdóttir ’ Lögreglanvirðist vera að taka sig á í þess- um málum. Hún hefur stöðvað marga ökufanta undanfarið áður en slys hafa orð- ið. Það getur haft forvarnargildi og fólk lærir þá kannski af reynslunni. ‘ Höfundur er stöðuvörður, hjúkr- unarfræðingur og áhugamaður um bætta umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.