Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 37
eeee
V.J.V, Topp5.is
FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG
SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT.
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
KVIKMYNDIR.IS
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
eeee
KVIKMYNDIR.IS
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
SUPERMAN kl. 3:50 - 4:50 - 7 - 8 - 10:10 - 11:10 B.I. 10.ÁRA.
SUPERMAN LUXUS VIP kl. 4:50 - 8 - 11:10 B.I. 10.ÁRA.
THE BREAK UP kl. 3:50 - 6 - 8 - 8:15 - 10:20 - 10:30
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA.
BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3 - 5:30
CARS M/ENSKU TALI. kl. 3:30
SHE´S THE MAN kl. 6
SUPERMAN kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10.ÁRA. DIGITAL SÝN.
THE BREAK UP kl. 8:20 - 10:30
BÍLAR M/ÍSL TALI kl. 3:30 - 6
CARS M/ENSKU TALI kl. 3:30 DIGITAL SÝN.
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNIMESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA.
EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU
S.U.S. XFM 91,9„SANNKALLAÐ AUGNAYNDI OG ÞRUSUGÓÐ SKEMMTUN Í
ÞOKKABÓT, EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS“
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR.
M.M.J. KVIKMYNDIR.COM
eeee
SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU
MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ
V.J.V. Topp5.is
H.J. MBL.
eee
FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU
OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM.
Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
Það er sérkennilegt að ekki komi út
fleiri safnplötur hér á landi en raun
ber vitni. Flestar þeirra eru lítt
merkileg sam-
ansöfn vinsælda-
vænnar popp-
tónlistar sem eru
fljót að ganga úr
sér og verða ekki
skemmtileg fyrr
en tíu árum eftir
útgáfu – og þá sökum fortíðarþrár
fremur en gæða. Á íslenska mark-
aðnum þrífast smáskífur ekki og því
væru góðar safnskífur kjörinn vett-
vangur fyrir listamenn og hljóm-
sveitir til þess að koma frá sér lögum
í öðru samhengi en því sem tíu til tólf
laga breiðskífa býður upp á.
Því er sérstaklega ánægjulegt að
handleika nýútkomið fjölskyldu-
albúm Tilraunaeldhússins, en þar
má finna lög eftir sveitir á borð við
Benna Hemm Hemm, múm, Mug-
ison, Slowblow, Apparat Organ
Quartet o.fl. Lög þessi hafa hvergi
komið annars staðar út, með örfáum
undantekningum. Þess utan er al-
búmið einkar skemmtilega hannað,
með persónulegum upplýsingum og
myndum af hverjum flytjanda auk
þess sem útlitið minnir á gömul ís-
lensk fjölskyldualbúm. Næsta víst
má telja að þessi lög hefðu ekki ratað
fyrir eyru gagnrýnanda nema með
þessum hætti því þó að margir lista-
mannanna hér gefi út smáskífur er-
lendis þá rekur þær alls ekki allar
hingað.
Tónlistin í þessu fjölskyldualbúmi
er að mestu sannkallað afbragð.
Platan fer af stað með hinu frábæra
lagi „Mic Dictator of Love Anthem“
með sveitinni Represensitive Man.
Lagið er einhvers konar samklipp-
ingur af bjöguðum hljóðgervlum eða
gíturum, bjöguðum trommum og
trommuheilum og varir ekki í nema
tæpa mínútu, en er sannkölluð veisla
fyrir eyrun meðan varir. Öllu blíðara
er „Shoo ba ba“ Borkos. Þar eru síló-
fónar lamdir í takt við einfalda
trommuforritun, þunna hljóðgervla,
blístur Borkos o.fl. Lagið minnir á
efnið á stuttskífunni Trees and
Limbo sem út kom fyrir nokkrum
árum framan af en skiptir síðan yfir í
heldur indírokkaðri gír með bjög-
uðum trommum og gítar þegar líður
á. Æðislega skemmtilegt lag.
„Gítstemm“ er endurútsetning á
samnefndu lagi af frumraun Benna
Hemm Hemm. Lagið er ósungið og
kann því að hljóma sérkennilega í
augum þeirra sem þekkja Benna úr
útvarpinu. Hann fer skemmtilega
með einfalda laglínuna, bætir stöð-
ugt við útsetninguna og stækkar
hana. Helst má kvarta undan ein-
hæfni í trommum, en það er smá-
munasemi.
Slowblow ná nýjum hæðum með
valsinum „Frank’s Theme“. Lagið
heyrðist í kvikmynd Dags Kára
Voksne Mennesker og hefur verið
hluti af lagalista sveitarinnar á tón-
leikum undanfarið. Því miður endist
Frank ekki nema í eina og hálfa mín-
útu og maður er strax farinn að
sakna hans þegar næsta lag hefst.
Sem betur fer kemur Illi Vill til
bjargar með besta lagi plötunnar:
„Ég sé í hljóðum“.
Illi Vill er listamannsnafn Gunn-
ars Tynes (í múm) og hér er að finna
fyrsta útgefna lag hans undir því
nafni svo ég viti til. Lagið er al-
gjörlega frábært, skemmtilegur
hrærigrautur af spiladósum, bjöll-
um, rhodes-píanói, pumpuorgeli,
röddum gegnum hljóðsmala og
dynkjum í hlutverki slagverks. Lag-
ið fer í ýmsar áttir og minnir vissu-
lega á köflum fremur á litríkt mál-
verk heldur en hefðbundna tónlist,
þó það verði að tiltölulega kunn-
uglegu rafpoppi þegar því vindur
áfram. Ég hlakka til að heyra meira
frá þessu aukasjálfi Gunnars.
Orgelkvartettinn Apparat flytur
síðan þægilega lágstemmda „Sty-
lophoniu“ í samanburði við hljóð-
gervla-þungarokkið sem kvartettinn
hefur leikið á tónleikum undanfarið,
og Paul Lydon syngur sig inn í
hjarta manns með „Upptalningu“.
Fyrrnefnd lög eru tiltölulega mik-
ið popp (miðað við að þetta sé safn-
plata Tilraunaeldhússins), en af
framúrstefnulegri lögum plötunnar
má nefna „Hjartafanturinn skrjáf-
ar“ með Kiru Kiru. Spiladósir og
pumpuorgel eru uppistaðan í þessari
vel heppnuðu og seigfljótandi hljóð-
mynd sem hefði algjörlega átt heima
á Skottu, plötu Kiru Kiru frá því
seint á síðasta ári. Þá eiga Still-
uppsteypa og Auxpan sitthvort
óhljóðaverkið en hvorugt þeirra nær
virkilegu flugi.
Stórstirni plötunnar – Mugison og
múm – standa heldur ekki undir
væntingum. „Mugi Wants to Be
Mum“ er stemningslag skylt tónlist-
inni úr Little Trip en virkar einfald-
lega ekki svona eitt síns liðs. Fram-
lag múm „Asleep in a Hiding Place“
er afskaplega veikburða og nær eng-
an veginn að kveikja aftur neistann
sem slokknaði með Summer Make
Good. Mestu vonbrigðin eru hins
vegar lokalag plötunnar, „Kitchen
Motors Anthem“. Upptakan var
gerð á fimm ára afmæli Eldhússins
og í flutningum taka flestir þeir þátt
sem lögðu leið sína þangað. Lagið
hefði getað staðið undir nafni, verið
sannkallaður „anthem“ og einkenn-
islag hreyfingarinnar, en þess í stað
er þetta endurómsdrulla af ein-
hverju sem var einhvern tímann lag
og fyrir vikið hálfgerður „anti-
anthem“. Við slíku var kannski að
búast af aðstandendum helvítis
flugdrekasinfóníunnar og annarra
uppátækja, en þau hefðu komið
hlustandanum skemmtilega á óvart
væri upptakan hrein, bein, og til
þess fallin að syngja með og gleðjast.
Eins og sjá má á ofantöldu þá er
ansi margt hægt að segja um Fjöl-
skyldualbúm Tilraunaeldhússins og
flest afskaplega gott. Hvert lag og
flytjandi á skilið stutta klausu en
þetta verður að nægja í bili. Hér er á
ferðinni gríðarlega mikilvæg útgáfa
og áhugaverð; sannkölluð skyldu-
eign fyrir alla sem vilja vera vel að
sér í íslenskri jaðartónlist – þeirri
tónlist sem vekur hvað mesta athygli
utan landsteinanna (athugið t.d. að
allar upplýsingar í bæklingi eru á
ensku). Þá skal þeim sem óttast Til-
raunaeldhúsið bent á að meirihluti
þessara laga er afskaplega áheyri-
legur og aðgengilegri en upptök-
urnar á t.d. Nart Nibbles (2001). Of-
ar öðru er fjölskyldualbúmið þó
sönnun á þeim töfrum sem geta orð-
ið til þegar ólíkir listamenn sænga
óvænt saman og megamót-
orhrærivélin fær að snúast af fullum
krafti, svo vitnað sé í lofsöng Til-
raunaeldhússins.
Megamótorhrærivél
TÓNLIST
Geisladiskur
Lögin eru eftir ýmsa listamenn sem eru
viðriðnir Tilraunaeldhúsið. 12 tónar og
Tilraunaeldhúsið gefa út. 21 lag, 74:53.
Ýmsir flytjendur – Fjölskyldualbúm Til-
raunaeldhússins
Atli Bollason
KYNJARVERUR voru á kreiki um Ráðhús
Reykjavíkur á fimmtudag en þá var haldin
uppskeruhátíð Skapandi sumarhópa Hins
hússins.
Í sumar hafa 20 hópar starfað á vegum
Hins hússins undir merkjum verkefnisins
Skapandi sumarstörf. Þar gefst ungu fólki
kostur á að vinna við skapandi verkefni í 6 til
8 vikur. Alls sóttu 37 hópar um þátttöku en
aðeins var hægt að veita 19 verkefnum stuðn-
ing. Meðal Skapandi sumarhópa má nefna
tríóið Þremenningasambandið sem haldið
hefur klassíska tónleika víða um borgina,
hljómsveitina Sigríði Hjaltalín, leikhúshópinn
Gámafélagið og Götuleikhús Hins hússins.
Mannlíf | Uppskeruhátíð Skapandi sumarhópa Hins hússins
Róbótar og grallaragrísir í Ráðhúsinu
Morgunblaðið/ÞÖK
Grísalappalísur voru
á vappi um Ráðhúsið
og skemmtu gestum.
Hrafnhildur Veturliðadóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Sif Hrafns-
dóttir gátu ekki annað en brosað.
Morgunblaðið/ÞÖK
Meðal skemmtiatriða á uppskeruhátíðinni var
gjörningur þessarar stúlku sem túlkaði vél-
menni talandi í síma.