Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 14. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðviku- daginn 19. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag langveikra barna. Hildur Eiðsdóttir, Jóhann Tryggvason, Svala Eiðsdóttir, Rudolf Kristinsson, Sif Eiðsdóttir, Rúnar Pálsson, Eiður Eiðsson, Jónbjörg Sigurjónsdóttir, Páll Arnar Árnason, Anna Margrét Árnadóttir, Jóhann Einarsson, Sigríður Árnadóttir, Skjöldur Stefánsson, Ingólfur Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Valdimar Jónssonfæddist í Kringlu í Miðdölum í Dalasýslu hinn 5. febrúar 1911. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð í Reykjavík hinn 4. ágúst 2005. Stefán Jónsson fæddist í Kringlu í Miðdölum í Dalasýslu hinn 13. mars 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík hinn 4. júlí síð- astliðinn. Foreldrar þeirra voru hjónin Jón Nikulásson bóndi í Kringlu, f. á Skallhóli í Miðdala- hreppi 1. júní 1876, d. 4. sept- ember 1959, og Sigríður Jónsdótt- ir f. á Fellsenda í Miðdalahreppi 18. ágúst 1872, d. 26. nóvember Jónsdóttur, tvíburasyst- urnar Halldóra Jóna og Margrét Nikulína sem lét- ust þriggja ára gamlar, Halldóra Margrét, f. 1909, d. 2004, gift Kjart- ani Ólafi Þorgrímssyni, og Skarphéðinn, f. 1917, kvæntur Fanneyju Bene- diktsdóttur. Bræðurnir slitu barns- skónum á æskuslóðum sínum í Kringlu en héldu á ungdómsárum sínum til Reykjavíkur og stunduðu iðnnám, Valdimar nam húsgagnasmíði og Stefán lagði stund á bókband. Þeir störfuðu við sitt fag alla sína starfsævi. Stefán verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1962. Systkini þeirra eru Guðrún, f. 1902, d. 1979, sambýlismaður Sigurður Eiríksson, Guðni, f. 1906, d. 1973, kvæntur Margréti Lýðsdóttur, Sigurjón, f. 1908, d. 1969, kvæntur Elísu Margréti Mig langar að minnast ömmu- bræðra minna með nokkrum orðum. Þeir voru miklir öðlingar, höfðu þægilega nærveru, fylgdust vel með þjóðmálum, höfðu sínar skoðanir en höfðu ekki alltaf hátt um þær. Hvor- ugur þeirra kvæntist né stofnaði til fjölskyldu en þeir voru hluti af fjöl- skyldum systkina sinna og þeirra barna. Þeir áttu sér griðastað hjá okkur og við hjá þeim. Á langri ævi er margs að minnast, en þeir létust í hárri elli, á tíræðisaldri, með tæp- lega árs millibili. Hin síðari ár dvöldu þau saman systkinin þrjú Halldóra (amma Dóra), Valdi og Stebbi í Seljahlíð, hjúkrunarheimilinu. Eftir að amma dó bættist yngsti bróðirinn, Skarphéðinn, í hópinn ásamt eigin- konu sinni Fanneyju. Heilsa þeirra bræðra var farin að gefa sig síðustu árin, sérstaklega heyrnin. Í uppvexti mínum voru þeir Valdi og Stebbi hluti af fjölskyldunni, voru í öllum jóla- og afmælisveislum auk hinnar árlegu sláturveislu á haustin, og sjálfir voru þeir höfðingjar heim að sækja. Alla tíð fylgdust þeir vel með systkinabörnum sínum og þeirra börnum. Höfðu áhuga á að vita hvað þau voru að gera, hvort heldur það var við nám eða störf. Valdi lærði húsgagnasmíði og var dverghagur á tré. Þær eru ófáar mublurnar og innréttingarnar sem til eru eftir hann. Hann rak um margra ára skeið trésmíðaverkstæði við Skólastræti í Reykjavík, á sjálfri Bernhöftstorfunni. Þegar ég hugsa til smíðaverkstæðisins, sem var al- gjör ævintýraheimur, finn ég lyktina af viðnum og lakkinu. Það var alltaf jafnspennandi að heimsækja hann þangað. Á yngri árum var Valdi mik- ill íþróttamaður, þekktur hlaupari í Dölunum. Hann fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast á sviði íþróttanna. Á mínum yngri árum voru það ekki margir sem áttu flott- ar myndavélar og tóku myndir en Valdi var einn af þeim, mikill áhuga- ljósmyndari. Myndasýningarnar á Snorrabrautinni, sem við kölluðum alltaf skuggamyndir, eru mér eftir- minnilegar. Landslagsmyndirnar sýndu næmt auga hans fyrir nátt- úrunni og okkur krökkunum fannst gaman að sjá myndir of okkur sjálf- um á svo stóru tjaldi. Stebbi lærði bókband og var afar hagur í höndunum. Hann vann í Prentsmiðjunni Hólum og í Bókfelli. Hann batt m.a. inn bækur sem þjóð- höfðingjum voru gefnar. Fyrir fjöl- skylduna batt hann inn heillaóska- skeytin, ritgerðir og gamlar bækur. Stebbi var mikið snyrtimenni, alltaf var allt fínt og fágað heima hjá hon- um og hann flottur í tauinu. Við gerð- um stundum grín að því að það væri hvergi betur raðað inni í skápum en hjá Stebba, eins og hann hefði notað reglustiku til að mæla bilin. Hann var líka flottur á því og bauð alltaf upp á kaffi og konfekt þegar við komum í heimsókn og fullorðna fólk- ið fékk jafnvel sherrý-tár. Ég var ein þeirra sem fékk að dvelja sumar- langt í Kringlu hjá Héða, yngsta ömmubróður mínum, á æskuslóðum þeirra systkina. Það var einstaklega gaman þegar Stebbi kom og dvaldi þar í sínu sumarfríi. Hann gekk með mér um skóginn hans Valda, sem Valdi hafði gróðursett af miklum dugnaði mörgum árum áður. Inni í skóginum, efst, var blómagarðurinn hennar langömmu, Sigríðar. Stebbi gekk með mér um skóginn og sagði mér frá. Ég hélt lengi að þetta væri stærsti skógur á Íslandi, a.m.k. sá fallegasti. Ég man hvað ég saknaði Stebba þegar fríinu hans lauk og hann fór með rútunni til Reykjavík- ur. Ég kveð ykkur mínir kæru ömmu- bræður, Valdi og Stebbi, með þakk- læti í huga og hjarta yfir að fá að vera hluti af ykkar griðastað. Halldóra N. Björnsdóttir. Bókbandsmeistarinn og öðlingur- inn Stefán Jónsson er látinn og mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Það eru rúmlega fjörutíu ár síðan vegir okkar lágu fyrst saman en það var í bókbands- stofunni Bókfelli að Hverfisgötu 78 í Reykjavík. Hann kom þangað úr Prentsmiðunni Hólum, en þar hafði hann unnið nærri tuttugu ár undir handarjaðri hins kunna prentsmiðju- stjóra Hafsteins Guðmundssonar. Ég býst við að þar hafi Stefán notið sín vel því báðir voru þeir listfengir mjög en Hafsteinn gerði miklar kröf- ur til starfsmanna sinna. Stefán Jónsson var ættaður úr Dölum vestur. Hann var fæddur og uppalinn að Kringlu í Miðdölum. Stefán var mikið náttúrubarn að eðl- isfari og elskaði sína heimasveit. Það sá ég þegar við fórum eitt sinn í verk- stæðistúr vestur í Dali. Þegar við komum á æskuslóðir hans bókstaf- lega ljómaði andlit hans af fögnuði. Um tvítugt fór Stefán suður til Reykjavíkur að læra bókband hjá Guðmundi Gamalíelssyni, sem var mjög vandaður bókbindari. Síðan vann hann í bókbandi Ísafoldar- prentsmiðju og eftir það í bókbandi Hóla eins og áður er sagt. Þegar Stefán kom til Bókfells 1965 var Bókfell ein af stærstu bókbandsstof- um Reykjavíkur og unnu þar oft um 20–30 manns. Ég hafði oft heyrt vinnufélaga mína tala um Stefán sem sérstakan ljúfling, en hann hafði unnið í Bókfelli nokkru áður en ég kom þangað 1947. Ég komst fljótt að því að það var ekki ofmælt. Stefán var slíkt prúðmenni í framkomu og allri umgengni að leitun var að öðru eins. Vinnubrögð hans voru líka af sama meiði. Það var eins og allt léki í höndum hans og snyrtimennskan kom glöggt fram í handverkinu þeg- ar hann batt bækur. Það var oft gott að leita til Stebba þegar vinna þurfti vandasama vinnu sem ekki var öllum fær. Ég man sérstaklega eftir einu tilviki þegar hann hjálpaði mér við að búa til skinnmöppu utan um hljóm- plötuna Sóleyjarkvæði, en hana gaf faðir minn Ungmennafélaginu ,,Ólafi Pá“ í Dölum, þegar hún kom út. Mappan var bundin í geitaskinn og klædd innan með flaueli og vanda þurfti vel til verksins. Þetta tókst með góðri aðstoð Stefáns vinar míns. Fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. Eins var það þegar Bók- fell tók að sér stór og vandasöm verk eins og t.d. Skarðsbók og Helga- staðabók, sem voru bundnar í perga- mentskinn, þá var Stefán í farar- broddi þeirra sem gengu frá búnaði þeirra bóka. Á efri árum bjó Stefán sér fallegt heimili við Hamrahlíð í Reykjavík og þar hafði hann smá bókbandsstofu í íbúð sinni. Margir leituðu til hans ef þeir vildu fá bækur sínar fallega bundnar og alltaf var gott að koma til hans og ræða gamla daga og það sem var efst á baugi í stéttinni. Seinustu árin dvaldi hann á elliheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Um leið og ég þakka Stefáni alla góðvildina í minn garð þakka ég hon- um fyrir samfylgdina og sendi að- standendum hans mínar bestu sam- úðarkveðjur. Svanur Jóhannesson. VALDIMAR JÓNSSON STEFÁN JÓNSSONÁstkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR S. ÁRMANNSSON byggingarmeistari, Seljugerði 4, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Viktoría V. Ólafsdóttir, Anna María Guðmundsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ármann Ólafur Guðmundsson, Lilja Pálsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson og barnabörn. Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, frá Nesi á Rangárvöllum andaðist að dvalarheimilinu Lundi á Hellu laugar- daginn 15. júlí. Jóhann Gunnarsson, Jón Bragi Gunnarsson, Kristinn Gunnarsson. Föðursystir mín, DAGNÝ GEORGSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 9. júlí verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.00. Georg Ólafsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HANNES JÓNSSON fyrrverandi sendiherra, sem lést mánudaginn 10. júlí sl. verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.00. Karin Waag Hjálmarsdóttir, Hjálmar Waag Hannesson, Anna Birgis, María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson, Guðrún Andrésdóttir, Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson, Jakob Bragi Hannesson, Glódís Karin E. Hannesdóttir, Guðmundur Hannes Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.