Morgunblaðið - 17.07.2006, Blaðsíða 8
Þú getur nú bara farið að tína á þig spjarirnar „for ever“.
Ræktun sæðis úr stofnfrumum músa.
8 MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝTT!
Söluaðilar um land allt
Þróunarsamvinnu-stofnun Íslands ísamstarfi við Sjáv-
arútvegsskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, sem
rekinn er á Íslandi, stend-
ur fyrir alþjóðlegri ráð-
stefnu um fiskimál í Nami-
bíu dagana 21.–24. ágúst
næstkomandi.
Sjö Afríkuríki senda
fulltrúa á ráðstefnuna:
Kenýa, Úganda, Tansanía,
Mósambík, Malaví, Suður-
Afríka og Namibía. Ræðir
hér annars vegar um lönd,
þar sem ÞSSÍ hefur verið
með þróunarsamstarfsverkefni
(Mósambík, Malaví, Namibía og
Úganda), og hins vegar ríki sem
sent hafa fólk til náms í Sjávarút-
vegsskólanum hér á Íslandi.
Vilhjálmur Wiium, verkefnis-
stjóri á umdæmisskrifstofu ÞSSÍ í
Namibíu, hefur haft veg og vanda
af skipulagningu ráðstefnunnar
úti. Hann segir að forsvarsmenn
Sjávarútvegsskólans á Íslandi
hafi viljað halda upp á það, ef svo
má að orði komast, hversu vel
hefði gengið með rekstur skólans
og að sú ákvörðun hefði verið tek-
in að framlengja rekstur hans; en
Sjávarútvegsskólinn var upphaf-
lega verkefni til fimm ára.
„Þá kom upp sú hugmynd að
halda einhvers konar málþing þar
sem fólk sem sótt hefur skólann
og er frá Afríku kæmi saman og
ræddi um nám sitt í skólanum og
hvernig það hefði nýst því er heim
var komið. Í framhaldi fórum við
að hugsa frekar um hverju öðru
mætti ná út úr ráðstefnu sem
þessari, þannig að það gagnaðist
þeim þjóðum sem hér um ræðir á
æðri stigum stjórnsýslunnar,“
segir Vilhjálmur.
Alþjóðabankinn tekur þátt
Þegar menn hafi farið að skoða
þau mál betur hafi rifjast upp að
Alþjóðabankinn ákvað nýverið að
byrja að styrkja fiskveiðiverkefni
í þróunarsamvinnu í Afríku á ný,
eftir að hafa ekki sinnt þeim í
rúman áratug. „Þá datt okkur í
hug að þarna gæti verið komið
gott tækifæri til þess að fá ein-
hvern fulltrúa bankans til að út-
skýra fyrir embættismönnunum í
Afríkuríkjunum hvað nákvæm-
lega mun felast í þessari aðstoð
sem Alþjóðabankinn ætlar að
veita og hvað þjóðir þurfi að gera
til að eiga aðild að verkefnum á
hans vegum.“
ÞSSÍ kostar ráðstefnuna í
Namibíu að mestu leyti en Vil-
hjálmur segir að þegar málið hafi
verið kynnt fyrir ráðamönnum í
Namibíu hafi reynst vera mikill
áhugi fyrir hendi hjá þeim. Til
marks um þetta er sú staðreynd
að forseti landsins, H.E. Hifikep-
unye Pohamba, mun setja ráð-
stefnuna formlega, þriðjudaginn
22. ágúst, og sjávarútvegsráð-
herra Namibíu, dr. A. Iyambo,
ávarpar hana í upphafi.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra mun síðan slíta ráð-
stefnunni á fimmtudeginum, 24.
ágúst, en hann sækir hana í boði
namibískra stjórnvalda.
Alls taka á bilinu fimmtíu til
sextíu manns þátt í ráðstefnunni,
að sögn Þórs Ásgeirssonar, að-
stoðarforstöðumanns Sjávarút-
vegsskólans, þ.m.t. fimmtán fyrr-
um nemendur skólans. Munu þrír
þeirra flytja erindi á ráðstefnunni
en hinir verða með kynningar.
„Við höfum tekið mikið af nem-
endum frá Afríku og höfum
kynnst þessum fiskigeira vel og
séð hvaða þræðir eru sameigin-
legir í því sem þessi lönd eru að
glíma við,“ segir Þór. „ Með þess-
ari ráðstefnu erum við því að
styrkja okkur og þá nemendur
sem hafa verið hér á Íslandi.“
Sjávarútvegsskólinn tók til
starfa 1998, en í ágúst það ár hófu
fyrstu 6 nemendurnir nám – allir
frá Afríku. Nú tekur skólinn inn
ríflega 20 manns á ári en nemend-
ur hafa komið frá hátt í 25 lönd-
um; bæði frá Asíu og Mið-Amer-
íku, en meginþorri þeirra er þó frá
Afríku. Um 130 manns hafa út-
skrifast frá skólanum. Þór segir
að í haust muni skólinn taka inn
sinn níunda árgang, en um er að
ræða sex mánaða prógramm sem
keyrt er einu sinni á ári, frá sept-
ember og fram í mars.
ÞSSÍ hefur mjög einbeitt sér að
stuðningi og þróun í fiskimálum í
þeim ríkjum þar sem stofnunin
rekur þróunarverkefni; sem eðli-
legt má telja í ljósi sérþekkingar
Íslendinga í þeim geira. Vilhjálm-
ur segir sjávarútveg vera töluvert
stóran atvinnuveg í Namibíu og
áherslur ÞSSÍ hafi skilað góðum
árangri. „Stærsta verkefnið okkar
hérna alveg frá upphafi hefur ver-
ið að koma á rekstri sjómanna-
skóla. Það hefur tekist mjög vel og
nú erum við næstum alveg hættir
að aðstoða þann skóla því hann er
hreinlega orðinn svo öflugur að
þess þarf ekki lengur. Við höfum
sent mikið af kennurum hingað
niðureftir, sendum líka namibíska
kennara heim til Íslands og
reyndar til annarra landa einnig.
Þetta hefur skilað sér í því að nú
er þessi stofnun vel búin, bæði af
tækjakosti og mannskap. Við telj-
um því að óhætt sé fyrir okkur að
draga okkur út úr þessu verkefni.
En það er auðvitað grundvallar-
markmið í allri þróunarsamvinnu,
að veita aðstoð sem orðið getur til
þess að hlutirnir verði sjálfbærir.“
Fréttaskýring | Ísland og þróunarlöndin
Afríkuþjóðum
veitt aðstoð
ÞSSÍ og Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
halda ráðstefnu um fiskimál í Namibíu
Afríka er fátækasta álfa jarðar.
Þróunarsamvinnustofnun
Íslands í sex löndum
ÞSSÍ er sjálfstæð ríkisstofnun
sem heyrir undir utanríkisráðu-
neytið. Henni er ætlað að vinna
að tvíhliða samstarfi Íslands við
þróunarlönd. Áhersla er lögð á
samvinnu við þau lönd þar sem
lífskjör eru lökust og er aðstoðin
einkum veitt á þeim sviðum þar
sem Íslendingar búa yfir sér-
stakri þekkingu og reynslu. ÞSSÍ
rekur nú umdæmisskrifstofur í
Malaví, Mósambík, Namibíu, Úg-
anda og á Sri Lanka og undirbýr
jafnframt verkefni í Níkaragva.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
VERÐ á áskriftarstöðvum 365 mun
hækka frá og með 20. júlí nk. Hækk-
un verðs á áskrift að Stöð 2 nemur
8% og hlutfallslega sama hækkun
verður á áskriftarverði svokallaðra
erlendra pakka. Hækkun áskrift-
arverðs að sjónvarpsstöðinni Sýn
verður 12% hjá M12 áskrifendum og
13% hjá almennum áskrifendum.
Samkvæmt upplýsingum frá 365
er verið að bregðast við hækkun á
vísitölu neysluverðs og auknum
kostnaði við erlent efni sökum veik-
ari stöðu krónunnar gagnvart er-
lendum gjaldmiðlum. Einnig megi
rekja hækkunina að einhverju leyti
til harðnandi samkeppni um sjón-
varpsefni, sérstaklega íþróttaefni,
sem hafi leitt til þess að efnið hafi
hækkað í verði. Fyrst og fremst sé
þó um að ræða leiðréttingu til sam-
ræmis við verðbólguna.
Áskriftarverð
hækkar hjá 365
NÁTTÚRUVAKTIN hefur sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem
drög að matsáætlun vegna lagn-
ingar 2. áfanga Sundabrautar eru
harðlega gagnrýnd. Segir í til-
kynningunni að aðeins einn val-
kostur, og tilbrigði við hann, sé
lagður fram til mats á umhverf-
isáætlun sem nú liggi fyrir til
kynningar.
„Það er brýnt að vel takist til
við lagningu 2. áfanga Sundabraut-
ar um einu samfelldu óspilltu
ströndina og grunnsævið í Reykja-
vík við Leiruvog/Blikastaðakró,“
segir í tilkynningunni. Þar er lögð
áhersla á umhverfis- og náttúru-
verndargildi Leiruvogs og
Blikastaðakróar auk þess sem
bent er á að staðirnir eru báðir,
ásamt Varmá og Úlfarsá, á nátt-
úruminjaskrá og náttúruverndar-
áætlun 2004 til 2008.
Vilja brú og göng
Segir í tilkynningunni að láglend
ströndin sé fjölbreytt, þar sé að
finna margar strandgerðir svo sem
klettaströnd, malarkamb, sand-
fjöru og lífríkar leirur. Dýralíf sé
mikið og fjölbreytt auk þess sem
mikilvægi svæðisins fyrir íbúa
þess sé ótvírætt sem útivistar-
svæði.
„Sá valkostur sem kynntur er í
drögum að matsáætlun kemur
hvorki til móts við hagsmuni nátt-
úruverndar né lífsgæði íbúa, þvert
á móti mun þverun Eiðsvíkur og
Leiruvogs á uppfyllingum valda
óafturkræfum náttúruspjöllum þar
sem gjörbreytt virkni sjávarfalla
mun til muna auka setmyndun inn-
an mannvirkjanna,“ segir í til-
kynningu Náttúruvaktarinnar,
sem beinir þeim tilmælum til
framkvæmdaaðila að í matsáætlun
verði kannaðir til hlítar kostir þess
að þvera Eiðsvík með brú, en
Leiruvog með jarð- eða botnlæg-
um göngum.
Matsáætlun Sundabrautar gagnrýnd
SJÚKRABÍLL í forgangsakstri lenti
í því óhappi í Langadal í gær að rek-
ast utan í spegil bifreiðar sem kom á
móti honum. Við þetta sprakk rúða í
sjúkrabílnum og þurfti að skipta um
sjúkrabíl sökum þess. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar á
Blönduósi ók lögreglubíll á undan
sjúkrabílnum og segir varðstjóri at-
vikið til marks um það hversu lítið
megi út af bregða til að óhöpp verði.
Skipta þurfti um
sjúkrabíl eftir smá
árekstur