Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 246. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Skjáinn og Digital Ísland
The Contender
Í kvöld kl. 21.00 á SKJÁEINUM
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
HUGGANDI BÍBÍLÍNA
SÍMAVIÐTAL VIÐ PÁFAGAUK SEM ÞVAÐRAR ÚT Í EITT
OG SKIPAR UNGLINGNUM Á HEIMILINU Í BAÐ >> 15
TÖFF SNILLD
REYKJAVÍK EINS
OG CANNES
TEITI FLUGUNNAR >> 27
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og eigin-
kona hans, Laura Bush, lögðu í gær blómsveiga á
staðinn þar sem Tvíburaturnarnir í New York
stóðu og minntust þannig þeirra sem urðu fórn-
arlömb sjálfsmorðingja al-Qaeda sem flugu far-
þegaþotum á turnana fyrir réttum fimm árum, að
morgni 11. september 2001. Árásirnar á New
York og Washington kostuðu um þrjú þúsund
manns lífið, langflestir dóu í New York. Þáttaskil
urðu í sögunni, heimsmynd Bandaríkjamanna
gerbreyttist, þeir voru ekki lengur öruggir í skjóli
úthafanna. Hryðjuverkahættan og viðbrögð
gagnvart henni urðu helsta viðfangsefnið í utan-
ríkisstefnunni. Bush lýsti yfir hnattrænu stríði
gegn hryðjuverkum, nokkrum vikum eftir árás-
irnar hófu Bandaríkin stríð gegn stjórn talíbana í
Afganistan og árið 2003 stríð gegn Írak sem Bush
og menn hans sökuðu um samstarf við al-Qaeda.
AP
Reiturinn George W. Bush forseti og eiginkona hans, Laura Bush, leggja blómsveiga á litla tjörn á
staðnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu á Manhattan. Fimm ár eru liðin frá sjálfsmorðsárásunum.
Minningarstund
í New York
AP
Sorg Jody Greene, dóttir eins af fórnarlömbun-
um, í Pennsylvaníu þar sem ein þotan hrapaði
eftir að farþegar réðust gegn ræningjunum.
STJÓRNVÖLD á
Sri Lanka segja að
nokkrir tugir upp-
reisnarmanna úr
röðum Tamíl-Tígra
hafi verið felldir í
hörðum bardögum
á Jaffnaskaga í
norðanverðu eyrík-
inu um helgina.
Alls hafi 28 stjórn-
arhermenn fallið
og vel á annað
hundrað særst. Á
vefsíðu Tígranna
var fréttunum vís-
að á bug og sagt að
aðeins fjórir liðs-
menn samtakanna
hefðu fallið.
Tígrarnir berjast
fyrir sjálfstæðu ríki þjóðarbrots Tamíla en mik-
ill meirihluti íbúanna er af þjóðerni Sinhala sem
ráða mestu í landinu. Báðir aðilar ýkja að jafn-
aði mannfall í lið fjandmannsins. Talsmaður
varnarmálaráðuneytisins í höfuðborginni Col-
ombo sagði í gær að stjórnarhermenn væru að
tryggja yfirráð sín á svæði á Jaffnaskaga sem
þeir hefðu náð á sitt vald um helgina. Tígrarnir
hefðu hins vegar sýnt harða mótspyrnu og með-
al annars beitt stórskotaliði en markmið þeirra
væri að leggja undir sig helsta flugvöllinn á
skaganum.
Talið er að um 8.000 óbreyttir borgarar séu
nú í sjálfheldu á skaganum vegna átakanna en
bardagarnir hafa teppt allar samgöngur á landi
til svæðisins. Stjórnvöld og alþjóðlegar stofn-
anir hafa þó flutt marga á brott með skipum og
einnig hafa verið fluttar birgðir af nauðsynjum
á staðinn.
Meira en 60.000 manns hafa fallið í átökum
Tígranna og stjórnarliða síðustu áratugina.
Norðmenn höfðu milligöngu um vopnahlé árið
2002 en það er mjög ótryggt og yfir 1.500
manns hafa fallið í átökum í landinu frá því í
desember. Tígrarnir saka nú stjórnvöld um að
hunsa tilraunir norskra sáttasemjara til að
stöðva átökin. Fjölmiðlar í Colombo hafa síð-
ustu daga fullyrt að Norðmenn séu hættir að
vera hlutlausir, þeir styðji nú Tamíla og séu því
gagnslausir sáttasemjarar.
Harðir
bardagar
á Jaffna-
skaga
»Íbúar á Sri Lankaeru um 20 millj-
ónir, flestir búddistar
af þjóðerni Sinhala.
Tamílar eru hins veg-
ar hindúar.
»Norrænir eftir-litsmenn hafa síð-
ustu árin fylgst með
vopnahléi sem að
nafninu til er enn í
gildi.
»Evrópusam-bandið hefur skil-
greint Tamíl-Tígrana
sem hryðjuverkahóp.
Í HNOTSKURN
TENGSL eru á milli aldurs móður
við fæðingu barns, hvort barn hefur
verið fyrirburi og hvort gripið hefur
verið inn í fæðingu með keisara-
skurði eða töngum og þess hvort
barn greinist með ofvirkni. Þetta
sýna niðurstöður rannsóknar sem
sérfræðingar hjá Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (BUGL) gerðu. Í ljós
kom að marktæk tengsl eru á milli
þess að mæður séu innan við tvítugt
þegar þær eignast börn og að þau
greinist með ofvirkni síðar á lífsleið-
inni. Fyrirburar reyndust fjórum
sinnum fleiri meðal hinna ofvirku
barna en almennt gerist en einnig
kom í ljós að ofvirk börn voru oftar
tekin með keisaraskurði eða töngum
en íslensk börn almennt.
„Það er talið að erfðir skýri of-
virkni í 70% til 95% tilfella og þess
vegna væri mjög gott að vita hvort
foreldrarnir væru með ofvirkni, í
rannsókn sem þessari. Þær upplýs-
ingar höfum við ekki og þess vegna
má helst sjá niðurstöður okkar sem
vísbendingu um orsakaþætti,“ segir
Margrét Valdimarsdóttir, ein þeirra
sem unnu að rannsókninni. | 9
Börn ungra
mæðra lík-
legri til að
verða ofvirk
ÞRÍR frambjóðendur í þingkosning-
unum í Svíþjóð hafa hlotið sektir og
allt að sex ára fangelsisdóm fyrir
kynferðislegt ofbeldi gegn börnum,
að sögn vefsíðu Dagens Nyheter í
gær. Einn mannanna, sem er hægri-
maður í flokknum Moderaterna,
hlaut tveggja ára fangelsi fyrir of-
beldi gegn fimm og sex ára stúlkum.
Maðurinn segir börnin sjálf hafa átt
frumkvæðið. Jafnaðarmaður var
dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi
fyrir ofbeldi gegn stjúpdóttur sinni
frá því hún var átta til 12 ára.
„Ég afplánaði dóminn,“ segir mað-
urinn í samtali við blaðið og segist
ekki álíta að hann hafi glatað trausti
almennings vegna málsins.
Beittu börn
ofbeldi en
vilja á þing
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
♦♦♦