Morgunblaðið - 11.09.2006, Side 4
UM 300 gestir sóttu styrktartónleika fyrir tíu ára
dreng að nafni Frank Bergmann Brynjarsson sem
haldnir voru í Festi í Grindavík í gærkvöldi en Frank
greindist með hvítblæði fyrr á árinu.
Hann er nú í Svíþjóð þar sem hann gengst undir bein-
mergsskipti og eru foreldrar hans í fylgd með honum.
Tónleikarnir voru hugsaðir til að styrkja fjölskylduna
og heppnuðust afar vel, að sögn Sigríðar Lovísu Tóm-
asdóttur, sem skipulagði tónleikana ásamt öðrum.
Íþróttaálfurinn byrjaði skemmtunina og svo tók við
grindvíska hljómsveitin Bigalow, þá KK og Rúnar Júl,
svo óperusöngvararnir og grínistarnir Davíð og Stef-
án, Bjarni Ara og Ástvaldur Traustason, Jónsi í Svört-
um fötum, Gréta Mjöll og svo lauk tónleikunum með því
að Skítamórall tók lagið en Gunnlaugur Helgason var
kynnir á tónleikunum. Á myndinni má sjá Idol-Ingó
taka lagið fyrir krakkana.
„Það hefur hjálpað okkur mikið hvað listamennirnir
voru fórnfúsir en sumir lögðu mikið á sig til að koma
og spila,“ sagði Sigríður um árangur söfnunarinnar.
Reikningsnúmerið fyrir þá sem vilja styrkja Frank
Bergmann er 0143-26-199 og kennitala 140996-3199.
Sungið til styrktar Frank
Morgunblaðið/Ómar
4 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Costa del Sol þann 5. október. Þú bókar og tryggir þér sæti
og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum
kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Costa del Sol
5. október
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 saman í íbúð í viku.
Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
„EF EKKI er komið til móts við
blinda nemendur grunnskólanna þá
er beinlínis verið að brjóta á rétt-
indum þessara samfélagsborgara
okkar, það fer ekki á milli mála,“
segir Ragnar Aðalsteinsson, hæsta-
réttarlögmaður. Í Morgunblaðinu í
gær var haft eftir móður tveggja
daufblindra stúlkna á grunnskóla-
aldri að þjónusta við blind börn væri
nánast engin hér á landi og ekki lagt
upp úr því að þau yrðu læs, auk þess
sem ráðgjafarþjónustu við kennara í
skólum landsins skorti sárlega.
Ragnar segir að það verði lesið úr
meginreglum um mannréttindi og
reglunni um jafnan rétt borgaranna,
að samfélaginu sé skylt að koma til
móts við sérstakar þarfir blindra og
heyrnarlausra og gera þeim kleift að
taka þátt í samfélaginu. „Ríkinu er
skylt að bjóða þessum börnum upp á
kennslu að því marki sem mögulegt
er og getur ekki borið kostnað fyrir
sig.“
Í lögum um málefni fatlaðra segir
að fatlaðir skuli eiga rétt á allri al-
mennri þjónustu ríkis og sveitarfé-
laga og fötluðum beri að veita þjón-
ustu sem miðar að því að gera þeim
kleift að lifa og starfa í eðlilegu sam-
félagi við aðra. „Löggjöfin er út af
fyrir sig ágæt, en framkvæmdin er
ekki nógu góð,“ segir Ragnar.
Engin þjónusta við blind og
sjónskert börn eins og stendur
Árið 2004 var blindradeild Álfta-
mýrarskóla lögð niður, en deildin var
stofnuð árið 1983 í þeim tilgangi að
auka samskipti blindra og sjón-
skertra við aðra nemendur en áður
hafði sérstakur blindraskóli verið
starfræktur. „Börnin fóru út í bekk-
ina en í blindradeildinni var þeim
kennt það sem fötlun þeirra kallaði
á, s.s. athafnir daglegs lífs, lestur
blindraleturs og námstækni,“ segir
Margrét Sigurðardóttir sem starfað
hefur sem blindrakennari um 35 ára
skeið, en hún lét nýlega af störfum
sem slíkur. Margrét segir að þegar
mest hafi verið hafi 14 börn notið
stuðnings blindradeildar Álftamýr-
arskóla og mörg þeirra barna sem
fengu stuðning í gegnum árin hafi
haldið námi áfram að grunnskóla
loknum.
Eftir að deildin var lögð niður árið
2004 brást Reykjavíkurborg við
vandanum með því að útvega blind-
um börnum á höfuðborgarsvæðinu
fimm klukkustunda ráðgjafarþjón-
ustu í hverri viku, en börnum í sveit-
arfélögum úti á landi var ekki boðið
upp á þá þjónustu. „Þjónustan er
hins vegar engin eins og staðan er í
dag,“ segir Margrét. „Foreldrar
barnanna eru óöruggir og leita til
Sjónstöðvar sem ekki getur bent
þeim á neitt úrræði, enda fellur það
ekki undir hlutverk Sjónstöðvar að
annast kennslu.“
Margrét telur að brýn þörf sé á
þjónustumiðstöð fyrir blind börn
eins og víða sé á hinum Norðurlönd-
unum. Þar taki fagfólk á vandanum,
miðli upplýsingum til almennra
kennara sem kenna blindum og sjón-
skertum börnum og taki börnin
reglulega til þjálfunar og mats.
Dæmi um að foreldrar flytji
af landi brott með börn sín
Halldór Sævar Guðbergsson, for-
maður Blindrafélagsins, segir
ástandið meðal blindra skólabarna
grafalvarlegt og félagið muni í vetur
leggja sig fram við að bæta stöðu
þeirra. „Það er fullljóst að sjónskert
börn sitja ekki við sama borð og önn-
ur hér á landi og við vitum þess
dæmi að foreldrar þeirra hafi flutt af
landi brott í þeirri von að börnin
fengju betri menntun,“ segir Hall-
dór. Hann telur líklegt að stjórnvöld
muni bregðast við þeim vanda sem
nú hefur skapast með því að ráða
einn kennara í fulla stöðu við að veita
blindum börnum ráðgjöf og kennslu í
skólum landsins í vetur. „Við lítum
svo á að þar sé aðeins um bráða-
birgðalausn að ræða og vonumst til
þess að hér verði byggð upp öflugri
þjónustu í náinni framtíð og lítum til
þjónustumiðstöðva blindra á Norð-
urlöndunum í því samhengi,“ segir
Halldór. Verði slíkri þjónustumið-
stöð komið á fót hér á landi segir
Halldór að það liggi fyrir að byggja
verði upp fagþekkingu, kennarar
þurfi að afla sér umframmenntunar
til þess að geta annast kennslu
blindra, en þeir kennarar sem eru
sérmenntaðir sem blindrakennarar
hér á landi eru teljandi á fingrum
annarrar handar í dag.
»Átta sjónskert börn hófunám í grunnskólum landsins
í ár, en 74 blindir og sjónskertir
nemendur eru þar fyrir.
»Ráðgjöf fyrir hópinn er afskornum skammti að mati
Blindrafélagsins. Í fyrra starf-
aði aðeins einn kennari við ráð-
gjöf, í 5 klst. á viku.
»Enginn blindrakennari hef-ur verið ráðinn til þessara
starfa í vetur og hefur Blindra-
félagið lýst yfir þungum
áhyggjum vegna ástandsins.
Í HNOTSKURN
„Sjónskert börn sitja ekki
við sama borð og önnur“
Blindrakennarar eru teljandi á fingrum annarrar handar
Morgunblaðið/Þorkell
Mannréttindabrot „Ef ekki er komið til móts við blinda nemendur grunn-
skólanna þá er beinlínis verið að brjóta á réttindum þessara samfélags-
borgara okkar, það fer ekki á milli mála,“ segir hæstaréttarlögmaður.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
GÖNGUSTÍGAR, girðingar og
merkingar á Geysissvæðinu eru
ekki í nægilega góðu horfi, og reglu-
lega leggja ferðamenn á svæðinu sig
í mikla hættu með því að fara of
nærri hverunum.
Morgunblaðið birti í gær mynd af
ferðamönnum á svæðinu þar sem
hópur fólks stóð uppi við Geysi
sjálfan. Ragnheiður Björnsdóttir,
formaður Félags leiðsögumanna,
segir að þar sé um mikið hættuspil
að ræða. Hverinn hafi breyst árið
2000, og nú komi stundum spýjur úr
honum sem geti valdið mikilli hættu
ef fólk stendur of nærri.
Gera verði betri girðingar
„Þarna eru bönd sem segja ekki
neitt, þau enda án þess að ná í hring
í kringum hverina,“ segir Ragnheið-
ur. Þannig geti ferðamenn komið
þannig að hverunum að þeir viti
ekki hvorum megin við bandið eigi
að vera.
Ragnheiður segir að það verði að
vera almennileg girðing svo ferða-
menn vaði ekki út á svæðið. Ef ekki
sé talið æskilegt að koma upp girð-
ingum sé í það minnsta rétt að gera
göngustígana betri til að ferða-
mönnum sé ávallt ljóst hvort þeir
séu á öruggri gönguleið eða hvort
þeir eigi það á hættu að stíga í sjóð-
andi hver.
„Ég segi mínum hópum alltaf að
halda sig á stígunum, en svo kemst
maður í bobba þegar göngustígar
eru ekki afmarkaðir. Svæðið er
þannig að á sumum stöðum er eng-
inn gróður, og þar gæti fólk haldið
að væri göngustígur. En þar er
kannski ekki óhætt að ganga, og
maður getur farið niðurúr hvenær
sem er,“ segir Ragnheiður.
Hættuspil að fara
nærri hverunum
Morgunblaðið/Haraldur Þór Stefánsson
Hættuspil Þessir ferðamenn lögðu
sig í mikla hættu svo nærri Geysi.
Göngustígar og
girðingar ekki í
góðu horfi
RÖSKLEGA 31 milljón króna safn-
aðist í landssöfnun Rauða kross Ís-
lands (RKÍ), „Göngum til góðs“, um
helgina. Aldrei hafa fleiri Íslendingar
lagt söfnun RKÍ lið, en rúmlega 2.500
sjálfboðaliðar náðu því markmiði að
ganga í hvert hús í þéttbýli á landinu.
„Þetta gekk alveg óskaplega vel og
við erum afskaplega þakklát bæði
þessum mikla fjölda sem kom og
gekk með okkur og ekki síður fólkinu
sem tók á móti og lagði til fé,“ segir
Kristján Sturluson, framkvæmda-
stjóri RKÍ. Hann segir þá sem gengu
hafa verið mjög sátta við viðtökurnar
og fólk jafnvel sagt þeim að það hafi
beðið tilbúið eftir heimsókninni.
Kristján segir að eitthvert fé eigi
eftir að bætast við þá rúmu 31 milljón
króna sem komin var í kassann í gær.
Tæplega 20 deildir Rauða krossins á
landsbyggðinni eigi eftir að telja og
ekki sé ljóst hversu mikið hafi verið
lagt beint inn á reikning Rauða kross-
ins. Einnig sé það gjarnan svo að
hringt sé í söfnunarsímann eitthvað
fram eftir vikunni.
„Ég er bjartsýnn á að árangurinn
verði svipaður og fyrir tveimur árum,
og jafnvel betri,“ segir Kristján. Árið
2004 söfnuðust um 35 milljónir króna,
en inni í þeirri upphæð var stórt
framlag einstaklings. Það er því ljóst
að árangurinn af söfnun sjálfboðalið-
anna var meiri en síðast.
Söfnunarfénu verður varið til að-
stoðar börnum í sunnanverðri Afríku
sem eiga um sárt að binda vegna al-
næmis. Fólki sem ekki gafst kostur á
að gefa í söfnunina á laugardag er
bent á að hægt er að koma fram-
lögum út vikuna í söfnunarsíma
Rauða krossins, 907 2020, þar sem
1.200 kr. dragast af næsta símreikn-
ingi, eða á reikning söfnunarinnar,
1151-26-000012, kt. 530269-2649.
Aldrei fleiri hafa
„gengið til góðs“
Yfir 31 milljón kr. safnaðist í landssöfnun