Morgunblaðið - 11.09.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Nýjar dragtir
Lokað í dag í Bæjarlind
Opnum kl. 13:00 á morgun, þriðjudag
... Opið í Eddufelli
Eddufelli 2
sími 557 1730
Bæjarlind 6
554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra flutti ávarp á stofnfundi Lög-
reglustjórafélags Íslands á laugar-
daginn. Þar
fjallaði hann m.a.
um frétt Morgun-
blaðsins af 16 ára
pilti sem stakk
karlmann á hol til
að myrða hann.
Björn spyr hverj-
ar afleiðingar
þess hefðu orðið
hefði piltinum
dottið í hug að
búa til sprengju og athuga tjónið af
henni og vitnar til orða geðlæknis
sem telur líklegt að drengurinn sé
hafi skert veruleikaskyn vegna
tölvuleikja eða vídeómynda.
Björn fjallaði um handtöku
dönsku leyniþjónustunnar á ungum
mönnum í Odense sem grunaðir voru
um að undirbúa hryðjuverk. Spurn-
ingar hefðu vaknað um hvort gögn
leyniþjónustunnar dygðu til að fá
mennina dæmda í gæsluvarðhald en
það gengið eftir. Hann telur fráleitt
að ekki þurfi ráðstafanir hérlendis til
að bregðast við annars konar hættu
við öryggi borgaranna en áður.
Ræddi um
viðbrögð við
afbrotum
Björn Bjarnason
MARKTÆK tengsl eru á milli ald-
urs móður við fæðingu barns, hvort
barn hafi verið fyrirburi og hvort
gripið hafi verið inn í fæðingu með
keisaraskurði eða töngum og þess
hvort barn greinist með ofvirkni.
Þetta kemur meðal annars fram í
niðurstöðum rannsóknar sem nokkr-
ir sérfræðingar hjá Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss (BUGL) gerðu og birtust
í Læknablaðinu nú í mánuðinum.
Margrét Valdimarsdóttir, ein
þeirra sem unnu að rannsókninni,
segir að niðurstöðurnar séu áþekkar
niðurstöðum nokkurra erlendra
rannsókna sem bendi til að tengsl
séu á milli nokkurra þátta á með-
göngu og fæðingu og þess að börn
greinist með ofvirkni. „Þetta bendir
til þess að staðan sé svipuð hér á
landi og erlendis,“ sagði Margrét í
samtali við Morgunblaðið í gær. Tal-
ið er að allt frá 720 upp í 3.300 börn á
aldrinum sex til 18 ára geti verið of-
virk hér á landi en helsta einkenni
ofvirkni, eða ofvirkniröskunar, eru
hreyfiofvirkni, hvatvísi og athyglis-
brestur sem eru í ósamræmi við ald-
ur og þroska. Gögn úr sjúkraskrám
196 barna sem komu til greiningar á
BUGL voru notuð við rannsóknina
og fylltu foreldrar barnanna út upp-
lýsingaskrá þar sem spurt var um
þroskaferil barnsins, heilsufarssögu,
meðferðarsögu, skólasögu, félags-
sögu og félagslegan bakgrunn. Auk
Margrétar unnu þau Agnes Huld
Hrafnsdóttir og Páll Magnússon sál-
fræðingar og Ólafur Ó. Guðmunds-
son yfirlæknir að rannsókninni en
þau starfa öll á BUGL. Fyrri rann-
sóknir hafa bent til þess að ýmsir
þættir orsaki ofvirkni en erfðaþátt-
urinn vegi þó þyngst. „Það er talið
að erfðir skýri ofvirkni í 70% til 95%
tilfella og þess vegna væri mjög gott
að vita hvort foreldrarnir væru sjálf-
ir með ofvirkni í rannsókn sem þess-
ari. Þær upplýsingar höfum við ekki
og þess vegna má helst sjá niður-
stöður okkar sem vísbendingu um
orsakaþætti,“ segir Margrét.
Ungar mæður líklegri til
að eignast ofvirk börn
Þeir þættir sem voru skoðaðir
voru aldur móður við fæðingu, hvort
barn hefði verið fyrirburi, hvort
barn hefði verið tekið með keisara-
skurði eða töngum, fæðingarþyngd
barns, áfengisnotkun, reykingar eða
lyfjanotkun móður á meðgöngu. Í
ljós kom að marktæk tengsl eru á
milli þess að mæður séu innan við
tvítugt þegar þær eignast börn og að
þau greinast með ofvirkni síðar á
lífsleiðinni. Benda niðurstöðurnar til
þess að konur sem eru undir 20 ára
aldri við fæðingu barns séu 2,5 sinn-
um líklegri til að eignast barn sem
greinist með ofvirkni en ef móðirin
er eldri en 20 ára. Skýringin á þessu
gæti til dæmis verið erfðaþátturinn,
því meiri líkur eru á því að ofvirkar
konur eignist börn ungar. Fyrirbur-
ar reyndust fjórum sinnum fleiri
meðal hinna ofvirku barna en al-
mennt gerist en einnig kom í ljós að
ofvirk börn voru oftar tekin með
keisaraskurði eða töngum en íslensk
börn almennt. Margrét segir að
þessi tengsl ofvirkni við fæðingar
með keisaraskurði eða töngum hafi
reynst afar sterk en þrátt fyrir að
þessi tengsl séu fyrir hendi sé því
enn ósvarað hvort orsakasamhengi
sé milli þáttanna og ofvirkni hjá
börnum.
Óljóst hvort reykingar, áfengi
eða lyfjanotkun hafi áhrif
Í rannsókninni kom fram að ekki
reyndust vera marktæk tengsl milli
allra þáttanna sem athugaðir voru
og ofvirkni. Hlutfall mæðra sem
reyktu á meðgöngu í rannsóknar-
hópnum var ekki marktækt hærra
en hjá þeim sem ekki reyktu. „Sum-
ar erlendar rannsóknir hafa sýnt að
allt að tvöfalt meiri líkur eru á því að
barn greindist með ofvirkni ef reykt
var á meðgöngu. Við spurðum mæð-
urnar oft talsvert langt aftur í tím-
ann um reykingar á meðgöngu og
e.t.v. kann það að hafa haft áhrif á
niðurstöðuna,“ segir Margrét að-
spurð hvers vegna íslenska rann-
sóknin hafi ekki sýnt þessi tengsl.
Ekki reyndust heldur marktæk
tengsl á milli lítillar fæðingarþyngd-
ar og tíðni ofvirkni hjá börnum. Ekki
var athugað hvort mæður ofvirkra
barna hefðu fremur notað áfengi eða
lyf á meðgöngu en mæður annarra
barna þar sem ekki reyndust vera til
gögn um viðmiðunarhópa á Íslandi.
„Vegna þess hvað erfðirnar skipta
miklu máli teljum við okkur ekki
geta fullyrt með vissu að það sé or-
sakasamband milli þáttanna í rann-
sókninni og ofvirkni, jafnvel þótt
tengslin hafi stundum mælst mjög
mikil.“ Í niðurstöðum sínum benda
höfundar á að veita megi ungum
mæðrum aukinn stuðning og þjón-
ustu og er nefnt í greininni að íhuga
mætti miðstöð innan heilsugæslunn-
ar þar sem foreldrar gætu fengið
sérhæfða fræðslu og stuðning. „Því
fyrr sem hægt er að veita stuðning
því betra,“ segir Margrét.
Ofvirkni tengd ýmsum þáttum
í meðgöngu og fæðingu barna
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Skýringar Meiri líkur eru á að ofvirkar konur eignist ungar börn.
»Talið er að allt frá 720 uppí 3.300 börn á aldrinum 6
til 18 ára geti verið ofvirk hér
á landi.
»Erfðir eru einn helstiorsakaþáttur ofvirkni en
talið er að erfðir skýri ofvirkni
í 70% til 95% tilfella.
»Ljóst þykir þó að tengsleru á milli ýmissa þátta í
meðgöngu og fæðingu barna
og ofvirkni þeirra síðar meir.
» Íslenskir vísindamennhafa fundið að marktæk
tengsl eru annars vegar á milli
aldurs mæðra við fæðingu
barna, hvort börn fæðast fyrir
tímann og hvort taka þarf
börn með keisaraskurði eða
töngum og hins vegar ofvirkni
barna.
»Nota má niðurstöðurnartil að greina hvaða börn
eru líklegri en önnur til að
verða ofvirk.
Í HNOTSKURN
Mánudagur 11. sept.
Aloo-saag spínatpottur og buff.
Þriðjudagur 12. sept.
Eðalbuff m. sætri kartöflu.
Miðvikudagur 13. sept.
Próteinbollur m. cashewhnetusósu.
Fimmtudagur 14. sept.
Karri korma m. nanbrauði.
Föstudagur 15. sept.
Fyllt paprika m. brokkolisalati.
Helgin 16.-17. sept.
Ítalskur pottur m. pastasalati og buff.
Fréttir á SMS