Morgunblaðið - 11.09.2006, Síða 15
Halló, halló … Hvað seg-irðu … Rrrrrrrrósa …íííí, ertu góður Bíbí-lína … brrrrrrr,
mamma mín … fitfjú, grrrr …
hahahahaha, Bíp … píb …“
Hljóðin sem berast frá hinum
enda símalínunnar virðast helst
eiga upptök sín í gömlu útvarps-
tæki eða yfirbrunnu vélmenni úr
vísindaskáldsögu en hvorugt er þó
raunin. Það er Bíbílína, tveggja
ára gamall regnbogagári sem læt-
ur gamminn geisa við blaðamann
milli þess sem hann reynir að
þvaðra ástargaukinn Stínu „til við
sig,“ eins og eigandi þeirra, Sig-
urður Valur Sigurðsson, orðar það
svo pent. „Bíbílína talar alltaf
mannamál við Stínu þótt sú síð-
arnefnda tali ekki neitt því
Bíbílína kann ekkert annað. Þau
eru miklir vinir.“
„Bíbílína, ertu góður?“
Þrátt fyrir nafngiftina er Bíbí-
lína karlkyns en nafnið er leitt af
nafni forvera hans sem andaðist
fyrir aldur fram. „Hann Bíbí sem
var mjög vel talandi veiktist einn
daginn og dó,“ útskýrir Sigurður.
„Það var mikið áfall fyrir fjöl-
skylduna enda var hann bara eins
og hálfs árs. Þá vorum við búin að
taka frá annan unga sem við
ætluðum að gefa en til að lækna
harm fjölskyldunnar tókum við
hann að okkur sjálf.“ Hann bætir
því við að Bíbílína hafi verið fer-
lega skemmtilegur frá upphafi.
„Við vissum ekki að hann væri
karlfugl því kyn gáranna kemur
ekki í ljós fyrr en þeir verða kyn-
þroska. Þá kemur blátt ofan á
gogginn á karlinum en áður en
það gerðist var Bíbílína búinn að
læra nafnið sitt. Okkur fannst
bara fyndið að leyfa því að halda
sér.“
Bíbílína er ákaflega mannelskur
og æstur í allan félagsskap. „Hann
er alltaf á öxlinni á manni og var
fljótur að herma eftir þegar fólk
flautaði. Þá byrjuðum við að segja
„Halló, halló …“ og reyndum að
endurtaka það nógu oft svo að
hann lærði það líka. Síðan hefur
hann lært frasa eins og „Bíbílína,
ertu góður?“ og „Rósa, hvar ertu?“
sem hann segir með miklu rúllandi
err-i en konan mín heitir Rósa.
Þetta tónar hann nákvæmlega eins
og við segjum það og smám saman
höfum við bætt fleiri orðum við.“
Romsa á símsvara
Sjálfur hefur Bíbílína verið iðinn
við að „pikka upp“ orð og frasa á
borð við „sonasonasona, ég skal
hugga þig,“ sem eftir Sigurði að
dæma hljómar ákaflega blíðlega úr
munni gauksa. „Svo æpir hann á
son okkar: „Daníel! Farðu í bað!“
Þegar slökkt er á gemsa dóttur
minnar svarar sjálfvirkur símsvari
þar sem Bíbílína romsar upp úr
sér einhverju misviturlegu.“ Þá er
ekki laust við hégómleika hjá
Bíbílínu því helst losnar um mál-
beinið hjá honum þegar hann sér
eigin ásýnd í spegli.
En fylgir hugur máli þegar hinn
fiðraði félagi hefur upp raust sína?
„Nei, hann veit ekkert hvað hann
er að segja,“ svarar Sigurður að
bragði og skellihlær. „Hann er svo
vitlaus að það tekur ekki nokkru
tali. Þrátt fyrir það hefur hann
mjög þroskað tilfinningalíf. Hann
finnur alveg hvernig skapi við er-
um í og hegðar sér í samræmi við
þá skapsveiflu sem hann fær.
Sömuleiðis sjáum við glögglega í
hvernig skapi hann er. Oft er hann
reiður við okkur og er með stæla
og merkilegheit en þess á milli er
hann mannelskur með eindæm-
um.“
Sigurður starfar m.a. í Latabæ
þar sem hann teiknar „story-
board“ eða myndstiklur eins og
það heitir á góðri íslensku. „Þar er
Bíbílína hrókur alls fagnaðar enda
sest hann á axlirnar á hverjum
sem er og nartar í eyrnalokka eða
þvaðrar upp í þau eyru sem fyrir
honum verða.“
Sonasona-
sona, ég skal
hugga þig …
Morgunblaðið/Eyþór
Félagslyndir Sigurður „ræðir“ við vinina Bíbílínu og Stínu.
Blátt á goggnum Enginn vissi
hvort Bíbílína væri karl eða kona
fyrr en hann varð kynþroska og
blái bletturinn á trýninu ljóstraði
upp um kynferði hans. Þá var hann
þegar búinn að læra nafnið sitt.
Bíbílína, arftaki Bíbí heit-
ins, þvaðrar út í eitt og
skipar unglingnum á
heimilinu reglulega í bað.
Bergþóra Njála Guð-
mundsdóttir tók síma-
viðtal við þennan mál-
glaða páfagauk.
ben@mbl.is
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 15
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#
tíska
Guerrilla-búðin hættir
SENN líður að því að verslunin Guerrilla Store
muni hætta í húsnæði Slippsins við Héðinsgötu.
Verslunin var opnuð 24. september í fyrra og
mun eins og Guerrilla-rekstur gerir ráð fyrir hætta
í húsnæði Slippsins hinn 25. sept. næstkomandi.
Í fréttatilkynningu frá Guerrilla-versluninni kem-
ur fram að verslanir með þessu nafni séu með vörur
frá hátískufyrirtækinu Comme des Garcons og bjóði
upp á fatalínur allt frá 1980 til dagsins í dag og eru
eldri línur CDG aðeins fáanlegar í Guerrilla-
verslunum.
Segja má að á undanförnu ári hafi miðborgin náð
að teygja sig vel inn á Mýrargötuna en þar eru að
spretta upp óhefðbundnar og skemmtilegar versl-
anir víðs vegar um svæðið. Verslunin verður opin
alla daga í september.