Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 19
brot Áhöfn risaborsins smokraði sér í gegnum borkrónuna að verki loknu til að
ast gestunum hinum megin við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.
ors undir Fljótsdalsheiði á enda
ndasprettsins
ði áfanganum ákaft og menn voru
æmdinni við Kárahnjúka.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
ð sig í gegnum síðasta berghaftið.
»Þrír risaborar voru fengn-ir til landsins til að bora
aðgöng og aðrennslisgöng
milli Kárahnjúka og Fljóts-
dals.
»Fyrsti borinn kom tillandsins í desember árið
2003 og hinir tveir í byrjun árs
2004.
»Þvermál borhausanna er7,2 metrar og heildar-
þyngd hverrar borvélar um
600 tonn.
»Borinn mylur niður bergiðog skilar mulningnum á
færiband sem fest er neðan á
hann. Færiböndin flytja svo
mulninginn út úr göngunum.
»Færiböndin við borinn semfór í gegnum Fljótsdals-
heiðina eru um 17 kílómetra
löng.
Í HNOTSKURN
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Opnast hefur ný leið til aðsmygla fíkniefnum hingaðtil lands eftir að varnarliðiðhætti að fylgjast með
óþekktum flugvélum í lofthelgi Íslands.
Hægt er að fljúga hingað til lands og
lenda með smyglvarning án þess að
flugmálayfirvöld verði þess vör.
Varnarliðið fylgdist þar til í lok maí á
þessu ári með allri flugumferð sem fór
um íslenska lofthelgi, þar með taldar
óþekktar flugvélar. Ef slíkar flugvélar
sáust á ratsjá var sá möguleiki fyrir
hendi að senda orrustuþotur til móts
við þær. Þetta var einkum hugsað til að
bregðast við hernaðarógn, en á sama
tíma gerði þetta kerfi þeim erfitt fyrir
sem gátu hugsað sér að smygla fíkni-
efnum eða öðrum varningi hingað til
lands með litlum flugvélum.
Flugvélar eru með svokallaðan rat-
sjársvara, sem gefur flugmálayfirvöld-
um upplýsingar um staðsetningu flug-
vélarinnar. Flugumferðarstjórar
Flugmálastjórnar sjá einungis flugvél-
ar sem eru með kveikt á þessum rat-
sjársvörum, en hægt er að slökkva á
þeim með einu handtaki. Þegar það er
gert koma vélarnar því ekki fram á
skjám flugumferðarstjóra, og eru í
raun ósýnilegar öðrum en þeim sem
skima eftir þeim með berum augum,
eftir að varnarliðið hætti eftirliti sínu.
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir
að í raun sé um tvær mismunandi teg-
undir af ratsjám að ræða. Varnarliðið
hafi einkum nýtt sér upplýsingar úr
svokallaðri frumratsjá, sem sendir út
merki sem endurkastast af flugvélum,
og staðsetur þær með endurkastinu.
Flugmálastjórn nýti hins vegar upplýs-
ingar úr svokallaðri svarratsjá, sem fái
upplýsingar frá ratsjársvörum flug-
véla.
Varnarliðið fylgdist með frumratsjá,
en notaði einnig upplýsingar úr svar-
ratsjá til að skilja frá þá flugumferð
sem átti löglegt erindi hingað til lands,
auk þess sem stjórnstöð varnarliðsins
fékk flugáætlanir þeirra sem flugu um
lofthelgina.
Þorgeir segir að það geti vel verið
löglegt að slökkva á ratsjársvara um
borð í flugvélum, í sjónflugi sé ekkert
sem skyldi flugvélar til að hafa kveikt á
þeim. „Í sjónflugi er þess ekki endilega
krafist að vélar séu á ratsjá, en við
mælum auðvitað eindregið með því að
menn séu með þetta í gangi. Í nánast
öllum tilvikum eru flugmenn með rat-
sjársvara í gangi, þeir vilja auðvitað
láta sjá sig, og koma í veg fyrir að þeir
fari of nálægt öðrum vélum.“
Dyrnar ekki galopnar
Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að
hann hafi vissulega heyrt af þessum
nýja möguleika til að smygla varningi
hingað til lands. „Það hefur verið talað
um þetta sem möguleika, en þetta hef-
ur ekki verið skoðað eða rætt sérstak-
lega. En þegar heildarþarfir fyrir varn-
ir verða skoðaðar kann þetta að vera
eitt af þeim mörgu atriðum sem þarf að
skoða. Við erum í ákveðinni upplýs-
ingaöflun, og það er ekki bara þessi leið
sem hugsanlegt er að nota [til að koma
fíkniefnum hingað til lands],“ segir
Grétar.
Hann bendir á að þótt ekki sé fylgst
með óskráðum flugvélum í lofthelginni
þýði það ekki að dyrnar séu galopnar.
„Við erum tengdir í ýmsa gagnabanka
og net, svo ef menn eru að koma hingað
þá eru ýmsar leiðir fyrir okkur til að
komast að því. En þetta er ein leið, það
eru þúsundir annarra sem menn nota á
hverjum tíma. En þetta verður örugg-
lega eitt af því sem menn munu velta
fyrir sér, og hvernig er hægt að koma í
veg fyrir þetta.“
Flugmálastjórn fær öll gögn frá
bæði frumratsjá og svarratsjá, en þar
er einungis unnið úr upplýsingum frá
svarratsjánni. Þorgeir segir að engin
ástæða hafi verið til þess hingað til að
vinna úr frumratsjárgögnum, það hafi
ekki verið hlutverk Flugmálastjórnar.
Til þess að hægt væri að nýta frumrat-
sjárgögnin þyrfti að setja upp nýjan
hugbúnað, en það sé síður en svo óvinn-
andi vegur.
Þorgeir bendir á að fyrirtækið Flug-
kerfi sé þessa dagana að afhenda kerfi
fyrir flugvöll í Suður-Kóreu, sem nýti
upplýsingar frá frumratsjá. Flugkerfi
hannaði hugbúnað Flugmálastjórnar,
og er að 2⁄3 hluta í eigu Flugmálastjórn-
ar. „Þannig að við erum með þessa
tækni í okkar höndum, ef svo má
segja,“ segir Þorgeir.
Þarf að geta brugðist
við smygltilraunum
Einn viðmælenda Morgunblaðsins,
sem hefur sérþekkingu á þessu sviði,
bendir á að ekki sé nægilegt til að koma
í veg fyrir smygl hingað til lands með
litlum flugvélum að Flugmálastjórn
sjái flugvélar sem fljúgi hingað til
lands. Einhver tæki verði líka að vera
til staðar til að bregðast við, vakni
grunur um að flugvél sé með smygl-
varning sem til standi að afferma á
litlum flugvelli, eða öðrum stað þar sem
hægt er að lenda. Þar sem ekki séu orr-
ustuþotur til staðar mætti hugsa sér
hraðskreiða vél sem tollverðir gætu
notað til að taka á móti slíkum vélum.
Ekkert slíkt hafi þó verið skoðað af
nokkurri alvöru hér á landi.
Flugstjórnarmiðstöðvar skiptast á
upplýsingum um flugáætlanir, en ljóst
er að flugvélar sem ætlunin væri að
nýta til að smygla eiturlyfjum eða öðru
hingað til lands myndu annað hvort
ekki gefa upp flugáætlun, eða gefa upp
ranga flugáætlun. Þorgeir bendir á að
ef flugvél slökkvi á ratsjársvara taki
hernaðaryfirvöld í því landi sem flogið
er frá mögulega eftir því. Þótt sé ekki
ljóst hvort þau yfirvöld myndu koma
boðum til yfirvalda hér á landi flygi
flugvélin inn í íslenska lofthelgi. Áður
hafi verið einfaldari boðleið milli er-
lendra hernaðaryfirvalda og stjórn-
stöðvar varnarliðsins hér á landi, en nú
sé búið að leggja þá starfsemi niður.
Einnig er ljóst að hægt er að forðast
að sjást á ratsjá, m.a. með því að fljúga
svo neðarlega að flugvélin sjáist ekki.
Þorgeir segir það raunar alltaf hafa
verið einhvern möguleika að komast
þannig framhjá frumratsjá hér á landi,
en sökum góðrar staðsetningar rat-
sjárstöðva, sem og slétts hafflatar um-
hverfis landið, hafi þurft talsverða sér-
þekkingu til þess. „Það var aldrei hægt
að útiloka neitt, en þetta verður auð-
veldara ef enginn er að skoða frumrat-
sjárgögnin. Þá er allt opið, og menn
geta flogið án þess að sjást á ratsjá.“
Vel þekkt smyglleið
Það er síður en svo ný aðferð til að
smygla fíkniefnum milli landa að nota
sér litlar flugvélar og reyna að komast
hjá því að sjást á ratsjá. Það hefur verið
vandamál um áratugaskeið í Flórída í
Bandaríkjunum, þar sem yfirvöld hafa
komið upp þéttriðnu neti ratsjáa til að
reyna að koma í veg fyrir smygl, segir
Þorgeir. Hann bendir þó á að ekki sé
vitað til þess að neinar óþekktar flug-
vélar hafi verið hér á sveimi á undan-
förnum árum.
Sérfræðingur á þessu sviði sem rætt
var við bendir á að það hefði átt að
liggja í augum uppi þegar íslenskum
stjórnvöldum var tilkynnt um fyrir-
hugað brotthvarf Bandaríkjahers að
þessi leið til að smygla fíkniefnum
hingað til lands myndi opnast.
Þetta sé vel þekkt leið til að smygla
eiturlyfjum, og þegar ljóst hafi verið að
varnarliðið myndi hætta að sinna þessu
eftirliti hefði átt að bregðast strax við.
Ljóst megi vera af umfangi smyglmála
sem fjölmiðlar hafi sagt frá undanfarið
að kostnaðurinn við að útvega litla flug-
vél sé „vasapeningur“ fyrir þá sem vilja
smygla fíkniefnum hingað til lands.
Fréttaskýring | Ný leið til að smygla fíkniefnum opnaðist
vegna brotthvarfs varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli
Smyglflugvélar
sjást ekki á ratsjá í
íslenskri lofthelgi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Greið leið Litlar flugvélar sem ekki þurfa langar flugbrautir geta nú komist
hingað til lands með smyglvarning án þess að þær sjáist á ratsjá.
»Varnarliðið fylgdist meðsvokallaðri frumratsjá, sem
nemur allar flugvélar í íslenskri
lofthelgi, og gat brugðist við
óþekktum flugvélum með því að
senda orrustuþotur til höfuðs
þeim. Þessu eftirliti var hætt í
lok maí sl.
»Flugmálayfirvöld fylgjasteinungis með svokallaðri
svarratsjá, sem fær upplýsingar
frá flugvélunum um staðsetn-
ingu þeirra. Sé slökkt á bún-
aðinum sem á að senda upplýs-
ingarnar sést flugvélin ekki á
ratsjá hér við land.
»Eftir að varnarliðið hætti aðfylgjast með óþekktum flug-
vélum eru flugvélar sem ekki
senda flugmálayfirvöldum upp-
lýsingar ósýnilegar í íslenskri
lofthelgi, nema skimað sé eftir
þeim með berum augum.
»Alþekkt er sú aðferð að notalitlar flugvélar til að smygla
fíkniefnum. Sú aðferð hefur m.a.
verið mikið notuð til að koma
fíkniefnum til Flórída í Banda-
ríkjunum og eru yfirvöld þar
með þéttriðið ratsjárnet til að
reyna að koma í veg fyrir slíkt.
Í HNOTSKURN