Morgunblaðið - 11.09.2006, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ María RósaJakobsdóttir
fæddist á Syðri-
Tjörnum í Eyja-
fjarðasveit hinn 16.
október 1951. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Ak-
ureyrar hinn 30.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru hjónin Bene-
dikt Jakob Jóns-
son, bóndi í Péturs-
borg, f. 9.
september 1929, d.
29. júlí 1969, og Brigitte
Bartsch frá Þýskalandi, f. 16.
janúar 1931. Áttu þau saman
fimm börn. Hin eru Lotta W.
bóndi, f. 10. október 1950, maki
Jón Gústafsson bóndi, f. 9. mars
1946; Jóna Bergdal listamaður,
f. 10. ágúst 1953, maki Jör-
undur Torfason kafari, f. 1. júní
1952; Jón Wilhem, f. 16. ágúst
1954, d. 1971; og Hilmar J. lag-
ermaður, f. 10. júní 1957, maki
Hanna Sigmarsdóttir leikskóla-
kennari, f. 29. desember 1960.
Síðar átti Brigitte
Bartsch Konráð
Bartsch tónlistar-
mann, f. 10. ágúst
1971, maki Kristín
McQueen tónlistar-
maður, f. 1. sept-
ember 1978.
Eiginmaður Mar-
íu er Jóhannes
Haukur Jóhann-
esson bifvélavirki,
f. 23. janúar 1951.
Sonur hennar er
Helgi Jakob Helga-
son, sem starfar
sem bifvélavirki, f. 26. nóv-
ember 1968, maki Ólöf María
Jóhannesdóttir kennari, f. 14
febrúar 1968, þau eiga tvö börn,
Maríu Katrínu, f. 14. janúar
1998, og Jóhannes Þengil, f. 18.
nóvember 2001.
María ólst upp í Pétursborg
og bjó síðan á Akureyri. Hún
starfaði lengst af við ummönnun
á Öldrunarheimilinu Hlíð.
María Rósa verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku María systir. Vegir guðs
eru órannsakanlegir, af hverju þú?
Baráttan við þessi veikindi sem þú
þurftir að heyja gerðir þú með
hetjuskap. Þú kvartaðir aldrei þótt
þú vissir að hverju stefndi og þú
varst alltaf jafn falleg þar til yfir
lauk. Nú ertu laus við þennan lík-
ama sem var orðin þér ofviða. Síð-
asta spjallið við þig verður geymt í
minningunni sem dýrmætt gull.
Takk fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman, veiðiferðirnar, ferða-
lögin, terturnar, klippingarnar,
pössun á börnunum mínum, þú
varst nú hálfgerð skámamma
þeirra. Svo reynsluna okkar sem
við áttum saman, hún gaf okkur
betri skilning á lífið.
Við vorum ólíkar en mikið saman,
sérstaklega þegar við vorum litlar,
þá sulluðum við í lækjunum og fjör-
unni og gerðum bú í klettunum. Svo
þegar þú varst orðin dama var
gaman að komast í snyrtidótið þitt
og var oft tekið til hendinni,við að
snyrta sig. Ilmvatnið þitt var eitt-
hvað sem einkenndi þig og allir löð-
uðust að. Við áttum góða æsku,
takk fyrir það. Þú varst lánsöm að
eignast Helga Jakob sem var sól-
argeislinn okkar þegar pabbi dó.
Einnig varstu lánsöm að hitta Hauk
sem Helgi valdi handa þér (eins og
kom fram í brúðkaupinu) sem hefur
reynst þér sem klettur á erfiðum
stundum. Sólargeislana sem Helgi
og Ólöf eru búin að gefa þér, María
Katrín og Jóhannes Þengill sakna
þín sárt eins og við öll.
Megi guð styrkja ykkur í sorg-
inni, elsku Haukur, Helgi, Ólöf og
börn.
Þú ert hetja, rólega systir. Ég
sakna þín sárt og takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Jóna Bergdal.
Elsku Maja frænka.
Takk fyrir allar góðar minning-
arnar og tímann sem við áttum
saman með þér í þessum heimi.
Ferðirnar á milli Moldhauga og
Pétursborgar voru ansi margar og
eftirminnilegar þegar öll börnin
voru að alast upp, samtals 12 börn
og því alltaf fjör. Engin veit hvað
við höfum langan tíma hér en þú
nýttir tímann þinn vel og varst allt-
af glöð, falleg og brosandi hvar sem
við hittum þig. Þú undirbjóst næsta
líf eins og góð húsmóðir undirbýr
næsta dag.
Það var alltaf svo gott að heim-
sækja ykkur Hauk í Eyrarveginn,
heimilislegt og notalegt. Þið eruð
svo rík að eiga Helga Jakob, Ólöfu
og litlu barnabörnin ykkar.
Elsku Haukur, Helgi Jakob, Ólöf,
Birgitta, Lotta, Jóna, Himmi,
Konni og fjölskyldur, megi góður
guð styrkja ykkur.
Þinn föðurbróðir,
Þorsteinn og Þóra, börn
og fjölskyldur.
Elsku Maja frænka, það er með
miklum trega að ég kveð þig.
Þú, fallega sál, ert farin frá okk-
ur, ó hversu sárt þín verður saknað.
Þú varst svo falleg, brosmild og góð
manneskja. Er ég hugsa til þín þá
get ég ekki annað en séð þig brosa
svo fallega til mín. Þótt þú værir
veik þá tókstu á móti manni með
brosi á vör á sjúkrahúsinu, þú varst
svo sterk, algjör hetja.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig elsku Maja mín, enda
eyddum við systurnar, ég og Hidda,
mörgum stundum hjá þér. Þú átt
ansi mikið í okkur systrunum enda
svona skámamma okkar. Við ferð-
uðumst svo mikið sama í Aðaldalinn
og Ormarsá og á ég svo margar
góðar minningar eins og þegar ég,
þú, mamma og Hidda vorum í
göngutúrunum okkar í Aðaldalnum,
syngjandi allar í kór. Þú gafst þér
tíma til að vera með okkur systr-
unum, greiddir okkur og málaðir og
við fengum að klæða okkur í kjól-
ana þína og skó og svo var mynda-
taka. Við áttum sameiginleg áhuga-
mál, skór voru þar á meðal. Ég
settist með þér niður um daginn og
við fórum í gegnum skókassann
þinn með flottu skónum þínum og
þú varst að segja mér sögurnar bak
við skóna. Frá frægu skónum sem
voru sendir til þín beint á ballið.
Það var bara eitthvað við það að
koma til þín og Hauks og eins og
Ágúst frændi minn sagði einhvern
tímann að þá fór hann heim til þín
og þú varst ekki heima en hann
stakk nefinu inn um bréfalúguna til
að finna bara Maju-lyktina. Það var
svo gott að koma til þín og finna
Maju-lyktina.
Ég sakna þín, Maja frænka, en
ég á margar minningarnar og þeg-
ar ég hugsa til þín sé ég þig brosa
til mín svo fallega, þú ert hetjan
mín.
Ásdís Jörundsdóttir.
Elsku Maja frænka. Ég vart trúi
því að tími sé kominn til að kveðja
þig. Þú varst án efa besta frænka
sem hægt er að hugsa sér og svo
miklu meira en það. Þú varst góður
vinur, gott að tala við þig og alltaf
jafn gaman að hitta þig. Þú hafðir
notalega nærveru, svo róleg, þægi-
leg og glæsileg kona sem heillaðir
alla með brosinu þínu.
Ég og Ásdís systir vorum alltaf
mikið hjá þér, má segja að við höf-
um átt þig sem sparimömmu. Þú
varst alltaf svo blíð og góð og héld-
um við mikið upp á þig. Svo áttir þú
yndislegan mann, hann Hauk, sem
er engum líkur og Helgi hefur alltaf
verið okkur systrum sem bróðir.
Þar sem við höfum eytt mörgum
skemmtilegum stundum saman á ég
margar fallegar minningar um góða
tíma með þér. Eyddum við stelp-
urnar (þú, ég, mamma og Ásdís)
ófáum stundum saman í Aðaldaln-
um meðan karlarnir voru að veiða.
Aldrei leiddist okkur því við
skemmtum okkur alltaf svo vel að
syngja, skoða náttúruna og bralla
ýmislegt. Það eru margar sögurnar
sem koma upp í hugann sem gaman
væri að rifja upp með þér og við
hefðum án efa hlegið mikið. Þú og
mamma hlóguð allavega í marga
daga þegar ég datt í pollinn í ára-
bátnum og Ásdís ofan á mig. Ég
rennblotnaði og hafði ekki aukaföt
en þú varst svo úrræðagóð, klæddir
mig í ullarbuxur af Hauki og bast
þær upp með trefli.
Mér þykir afskaplega vænt um
að þið Haukur gátuð heimsótt mig í
sumar, einnig var frábært að eiga
stund með ykkur í brúðkaupinu hjá
Helga og Ólöfu þar sem þú varst
svo falleg og glæsileg eins og alltaf.
Ég vildi að ég hefði getað verið
miklu meira hjá þér síðustu dagana,
en þykir svo gott að ég komst norð-
ur þegar þú fórst á spítalann og að
við náðum að spjalla og eiga fallega
stund og ég gat kvatt þig, elskulega
Maja frænka. Ég minnist þín sem
bestu frænku í heimi og verður þín
sárt saknað.
Guð gefi Hauki, Helga, Ólöfu,
litlu englunum og ömmu Brigitte
styrk á þessum erfiðu tímum.
Hildigunnur Jörundsdóttir.
Mikil baráttukona er fallin frá,
kona sem sýndi baráttuvilja og
æðruleysi. Þeir eiginleikar hennar
komu berlega í ljós þegar hún
veiktist af illvígum sjúkdómi sem
hafði betur eins og oft áður. Við
María kynntumst árið 1981, þá unn-
um við báðar á Dvalarheimilinu
Hlíð og síðan höfum við alltaf verið
mjög góðar vinkonur. Eins og segir
í sálminum þá er margs að minnast,
því margt höfum við gert og brallað
saman. Það voru notalegar stundir
sem við áttum saman, þá fórum við
gjarnan inn á Greifann eða ein-
hvern annan veitingastað og sátum
og röbbuðum um heima og geima.
Við kölluðum þessar stundir sál-
fræðitímana okkar.
Þetta átti að vera stutt brekka og
fljótfarin en erfið varð hún, en alltaf
varst þú jákvæð og með þínu jafn-
aðargeði tókst þér að gera þetta
einhvern vegin léttara en maður
átti von á. Ég gæti skrifað margar
blaðsíður því af nægu er að taka, en
ljúfu og góðu minningarnar ætla ég
að geyma með mér. Í dag kveð ég
góða og trausta vinkonu með mikl-
um söknuði. Guð geymi þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Elsku Haukur, Helgi Jakob, Ólöf,
María Katrín og Jóhannes Þengill.
Guð styrki ykkur í þessari miklu
sorg og söknuði.
Þín vinkona,
Sigrún Geirsd.
Ég hef ekki oft kynnst mann-
eskjum eins og henni Maríu. Þegar
ég hitti hana fyrst fyrir nærri 16
árum, leið mér eins og ég hefði
þekkt hana alla tíð. Hún var svo
óendanlega hlý, góð, skilningsrík og
gat gefið manni svo góð ráð þegar
eitthvað bjátaði á. Hún töfraði fram
dýrindis krásir algjörlega án fyr-
irhafnar við öll tækifæri. Er kú-
rekakássan hennar ógleymanleg.
Við spjölluðum alltaf mikið og ég
man þegar ég oft ætlaði aðeins að
skreppa til hennar Maju, þá voru
liðnir þrír til fjórir klukkutímar áð-
ur en ég vissi af. Elsta barnið mitt
og Konráðs bróður hennar Maríu,
hann Daníel Máni, fæddist svo á af-
mælisdaginn hennar, þann 16. nóv-
ember 1992. Á milli Mána og Maríu
var alltaf sérstakur strengur og
áttu þau saman margar dýrmætar
samverustundir sem eru enn dýr-
mætari núna í minningunni. Við er-
um almættinu eilíflega þakklát fyrir
fermingardaginn hans Mána. Þar
var María ásamt Hauki sínum og
fjölskyldunni allri á Akureyri og
áttum við þar saman yndislegan
dag.
Í huga allra barna sem kynntust
Maríu var hún einstök. Hún var svo
einstaklega barngóð og tók öllum
börnum eins og þau væru hennar
eigin. Hún bar virðingu fyrir börn-
um, talaði við þau eins og jafningja
og hafði einlægan áhuga á því sem
þau voru að gera og hugsa.
Þeir eru margir sem eiga núna
um sárt að binda. María snerti við
öllum sem hana þekktu og gaf svo
mikið af sér af því að henni þótti
svo vænt um fólkið sitt allt.
Þegar við hittum hana í eitt af
síðustu skiptunum á FSA, þá kom-
um við til hennar saman ég og
Heiðar Ingi, maðurinn minn, Kon-
ráð barnsfaðir minn og bróðir Mar-
íu og Kristín konan hans ásamt
börnunum okkar Konráðs; Mána,
Sóleyju Ylju og Unni Blæ. Þá reis
María upp í rúminu og sagði: „Nei,
er ekki stórfjölskyldan mætt!“ Þar
áttum við svo saman yndislega
stund sem er geymd eins og fjár-
sjóður ásamt öllum minningunum
sem við eigum um hana Maríu
Rósu.
Elsku Haukur, Helgi, Ólöf, María
Katrín, Jóhannes Þengill, Brigitte,
Lotta og Jón, Jóna og Jöri, Himmi
og Hanna, Konni og Kitta. Það eru
forréttindi að fá að kynnast konum
eins og Maríu. Þið eruð öll einstök.
Guð geymi ykkur og styrki.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir.
María Rósa
Jakobsdóttir
Arnarvatnsheiðin
full af frelsi og kvaki.
Hestur, hálfur peli,
og hamingjan sjálf
á baki.
(J.Þ.B.)
Kæri bróðir. Á kveðjustund kem-
ur upp í huga mér hve góða æsku við
Sigurður Sigurðsson
✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist
á Hamraendum í
Stafholtstungum í
Mýrasýslu 5. desem-
ber 1931. Hann lést á
heimili sínu í Hátúni
12 í Reykjavík 17.
ágúst síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Borgarneskirkju
2. september.
áttum saman á
Hamraendum í Staf-
holtstungum. Mig
langar til að kveðja
þig með línum úr
ljóðabókinni Hugleið-
ir:
Líf þitt var mynd
mótuð skörpum línum
með hrolli af frosti
og flæðandi hita af eldi.
Þinn dagur var skammur,
náði naumast að kveldi
en skylt var ávallt
með rökkrinu og rómi
þínum.
(J.Þ.B.)
Far þú í friði. Friður Guðs þig
blessi.
Ída Sigurðardóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
EINAR JÓNSSON,
Sóleyjarima 9,
Grafarvogi,
áður Karfavogi 17,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 12. september kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
minningarkort Hjartaverndar.
Þorgerður Egilsdóttir,
Brynhildur Inga Einarsdóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson,
Sigurlaug Sandra Einarsdóttir, Skúli K. Skúlason,
Anna Guðríður Einarsdóttir, Atli Norðdahl,
Egill Örn Einarsson, Helga Fjóla Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
ÓLÖF HELGA GUÐNADÓTTIR
húsmæðrakennari,
Aratúni 38,
Garðabæ,
lést föstudaginn 8. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Guðný Benediktsdóttir,
Rósa Kristín Benediktsdóttir, Gunnar Jónatansson,
Hildur Benediktsdóttir, Björn Þór Guðmundsson,
Hrönn Benediktsdóttir, Hörður Bjarnason,
Ingvar, Pétur Smári, Guðni Bergur, Sunna Hrund,
Hilmar Benedikt og Brynjar Kári,
Viðar Guðnason.
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is