Morgunblaðið - 11.09.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 25
THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S
Frímerki · Mynt · Vín · Skartgripir
Muslingevej 40 · 8250 Egå · Tlf. +45 8612 9350
www.thauctions.com · e-mail: tr@thauctions.com
FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT
Laugardaginn 16. september n.k. munu
sérfróðir menn frá fyrirtækinu verða á
Íslandi í leit að efni á næstu uppboð.
Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á
Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju
ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu.
Leitað er eftir frímerkjum, gömlum
umslögum og póstkortum, heilum
söfnum og lagerum svo og gömlum
seðlum og mynt.
Boðið er upp á umboðssölu eða staðgreiðsluviðskipti eftir óskum viðskiptavinarins.
Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 16. sept. kl. 10:00-13:00
og geta líka komið í heimahús eftir kl. 14:00.
Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991.
Raðauglýsingar 569 1100
BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag og breytingu
á deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með
auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi
í Reykjavík.
Melavellir á Kjalarnesi.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina að Melavöllum
á Kjalarnesi sem afmarkast af jörðunum Dalsmynni
í norður, Melgerði í austur, Ártúni til suðurs og opnu
svæði til vesturs.
Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði á
Aðalskipulagi og eru innan svæðisins í dag þrjú
sambyggð alifulglahús og íbúðarhús. Skipulagið
gerir ráð fyrir að afmarkaðir séu nýir byggingareitir
innan ákveðinnar byggingarlínu og verða bygging-
ar að vera innan byggingareita.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Ármúli 1.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits sem af-
markast af Lágmúla, Háaleitisbraut, Ármúla og
Hallarmúla, vegna lóðarinnar að Ármúla 1.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að leyft verði að rífa
núverandi byggingu samkv. gildandi skilmálum,
fjögurra hæða bílageymsla verði reist á lóðinni
og átta til níu hæða bygging þar ofan á, 1/3
hluti níundu hæðar verður inndreginn og myndar
þakgarð. Breytingar á gatnamótum Ármúla og
Háaleitisbrautar eru einnig sýndar á uppdrætti og
skal aðlaga lóðarmörk og frágang að þeim.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu-
lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að
Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15,
frá 11. sept. til og með 23. október 2006. Einnig
má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.
skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal
skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is,
til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags-
fulltrúa) eigi síðar en 23. október 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 11. september 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Rangt ráðuneyti
ÞAU mistök urðu á sunnudag í frétt
um hvalveiðar að Ásta Einarsdóttir,
lögfræðingur sjávarútvegsráðuneyt-
isins, var sögð starfa hjá samgöngu-
ráðuneytinu. Beðist er velvirðingar
á því.
LEIÐRÉTT
FRÉTTIR
GRAFARVOGSBÚAR, Vestur-
bæingar og íbúar í Hlíðahverfi og
miðborg glöddust um helgina,
reyndar hverjir í sínu lagi.
Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða
fór fram á Miklatúni. Markmið há-
tíðarinnar var að kynna íbúum
hverfisins það tómstundarstarf sem
þeim býðst í hverfinu.
Þá var Hagamelshátíð haldin á
laugardag í tilefni af stórafmæli
götunnar, en í ár eru 60 ár frá því
að fyrsti hluti hennar var byggður
og 50 ár frá því að annar áfangi
hennar var byggður. Á þessu ári
fagnar einnig Melaskóli 60 ára af-
mæli og Melabúðin 50 ára afmæli.
Síðast en ekki síst var Graf-
arvogsdagurinn haldinn í níunda
skipti. Dagskráin var fjölbreytt,
m.a. var útimessa við Borgarholts-
skóla.
Hátíðahöld í hverfum borgarinnar
Morgunblaðið/Sverrir
Útimessa Fjórir prestar messuðu við Borgarholtsskóla í Grafarvogi á Grafarvogsdeginum sem var haldinn í níunda sinn á laugardag.
Morgunblaðið/Ómar
Skemmtilegt Hagamelur á afmæli og var haldið upp á það um helgina.
Morgunblaðið/Sverrir
Á hraðferð Á Miklatúni var tómstundastarf í Hlíðum og miðborg kynnt.
♦♦♦
STJÓRN Samtaka sjálfstæðra skóla
býður nýtt leikskólaráð og menntaráð
velkomið til starfa í Reykjavík. Í
ályktun frá samtökunum kemur fram
að málefni leik- og grunnskóla eru
einna mikilvægustu málaflokkar inn-
an stjórnkerfisins og mikið í húfi að
fagmennska ráði ríkjum í skólamál-
um.
„Við í stjórn Samtaka sjálfstæðra
skóla væntum þess að stofnun sér-
staks leikskólaráðs sé til vitnis um að
málefni leikskólans verði í enn meiri
brennidepli en hingað til og að brýn
úrlausnarefni verði jafnframt leyst í
málefnum beggja skólastiga. Lýsum
við yfir fullum vilja til þátttöku í öllu
því sem verða má starfi leik- og
grunnskóla til heilla, hér eftir sem
hingað til, og erum reiðubúin til víð-
tæks samstarfs um skólamálefnin.“
Sem veganesti inn í starfið fram-
undan benda samtökin nýju leik-
skólaráði á brýn úrlausnarefni:
„Þar sem nánast öll börn á leik-
skólaaldri dvelja á leikskóla er með
sanni hægt að segja að leikskólinn sé
fyrsta skólastigið. Leggja þarf
áherslu á að efla þetta skólastig í hví-
vetna, bæði faglega og í rekstrarlegu
tilliti. Nýjar ákvarðanir um aukið
gjaldfrelsi í leikskólum kalla á að
rekstrargrundvöllur sjálfstæðu skól-
anna verði tryggður í ljósi þess að for-
eldraframlög minnka. Hraða verður
undirbúningi svo að breytingar gangi
áfallalaust fyrir sig – og setji ekki
rekstrarforsendur í uppnám.“
Of lágt hlutfall fagmenntaðs starfs-
fólks sé almennt á leikskólum borg-
arinnar. Þrátt fyrir launahækkanir sé
ljóst að erfitt verði að fullmanna
skólana eftir sumarafleysingar.
Starfsmannaeklu undanfarinna ára
þurfi að uppræta.
Samtök sjálfstæðra skóla
Mörg úr-
lausnarefni
bíða leik-
skólaráðs