Morgunblaðið - 11.09.2006, Page 27
Um þessar mundir er
Reykjavík eins og Cann-
es á góðum degi; frábært
úrval kvikmynda í höfuðstaðnum eft-
ir algjört unglingamyndabíósumar!
Þegar myndin Börn eftir Ragnar
Bragason, í samvinnu við snillingana
í Vesturporti, var vígð í Háskólabói á
laugardagskvöldið var svo sem ekki
rauðum dregli fyrir að fara né heldur
fáklæddum meyjum. Það dró þó ekki
úr eftirvæntingu bíóunnenda eins og
rithöfundaparsins Hallgríms Helga-
sonar og Oddnýjar Sturludóttur sem
voru mætt í sparifötunum og með
góða skapið. Myndin er tekin í svart/
hvítu sem reyndist skemmtilegt mót-
vægi við litagleðina í fatavali gesta
eins og sjónvarpsdrottningarinnar
Sirrýjar Arnardóttur en hún var
töffari í hárauðum leðurjakka og
leiddi stolt eiginmanninn, leikarann
Kristján Franklín, sem á einmitt
hlutverk í myndinni. Súperleikarinn
Ingvar Sigurðsson leit stórvel út
enda búinn að gista undanfarið í íbúð
Geralds Butler í London, kynþokka-
hönksins sem fer með aðalhlutverkið
í Bjólfskviðu. Eins og til siðs er
mættu leikarar filmunnar; Ólafur
Darri Ólafsson, Gísli Örn Garð-
arsson og Sigurður Skúlason auk
annarra. Áhorfendur voru í hópi leik-
ara og aðstandenda myndarinnar,
vina og blaðamanna auk stöku snobb-
gesta og frumsýningarfiðrilda eins og
fröken Flugu. Sjaldan hefur ykkar
stúlka verið viðstödd jafn mikil fagn-
aðarlæti og þegar sýningu Barna
lauk en salurinn reis úr sætum,
blístrandi með þrumandi lófaklappi.
Því næst þekktust fjölmargir frum-
sýningargestir boð í Þjóðleik-
húskjallarann hvar haldið var bíó-
partí og mönnum gafst tækifæri til að
ræða um myndina og skjalla hver
annan. Næst var haldið á Cafe Ros-
enberg í Lækjargötu og „tjillað“ í
góðum félagsskap. Afslappaður stað-
ur sem býður oft upp á lifandi tónlist
án aðgangseyris. Smart. Það var líka
bæði smart og spes hjá Spessa,
myndlistarmanninum sem opnaði
sýninguna Verkamenn í 101 Galleríi
á Hverfisgötunni á föstudaginn. En
margmennt var ekki og ekki heldur
hjá Höllu Gunnarsdóttur sem opnaði
sama dag í Gallery Turpentine í Ing-
ólfsstræti. Vafalaust við veðrið að
sakast en hvorki mönnum né hund-
um var út sigandi þennan dag sökum
rigningar og hvassviðris. Hárgreiðsla
Flugustelpu fauk til andskotans um
leið og hún yfirgaf slottið sitt en þá
var bara að grípa til skvísuráða,
renna greiðu þétt gegnum hárið og
Voila! Orðin glamúrus með wet look.
Það fór femínískur sæluhrollur um
okkar konu þegar hún mætti ásamt
öðrum stór-mennum á forsýningu
myndarinnar Þetta er ekkert mál,
heimildarmyndar um Jón Pál Sig-
marsson í Smárabíói, í leikstýringu
Steingríms Óskarssonar. Fluga undi
sér vel innan um kraftakarla eins og
Hjalta Úrsus Árnason og forseta lýð-
veldisins, Ólaf Ragnar Grímsson.
Það var fremur fámennur fagn-
aður sem haldinn var í tilefni af út-
gáfu glæsilegrar bókar Páls Stef-
ánssonar sem nefnist PS, en tekið
skal fram að góðmennt var þó. Auk
góðmennisins Flugu forvitnu, voru
mættir í Iðusal í Lækjargötu rit-
stjóraþrenningin Haraldur J. Ham-
ar, Jón G. Hauksson og Benedikt Jó-
hannesson auk Kristjáns B.
Jónassonar, þróunarstjóra Eddu.
P.s.: Palli var aldrei slíku vant EKKI
í stuttbuxum við uppákomuna heldur
klæddur þessum líka „trendí“, tein-
óttu jakkafötum …
flugan
Snobbgestir og snillingar
Morgunblaðið/Eggert
Pála Marie og
Egill Einarsson.
» Í Smárabíóivar hátíðar-
frumsýning á
kvikmyndinni
Þetta er ekk-
ert mál, heim-
ildarmynd
um Jón Pál
Sigmarsson.
Hjalti Úrsus Árnason
og Dóra Jónsdóttir,
móðir Jóns Páls.Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Eggert» Vesturportfrumsýndi
kvikmyndina Börn
í Háskólabíói.
Björn Hlynur Haraldsson
og Krummi.
Andri Snær Helgason, Nína Dögg
Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson
og Rakel Garðarsdóttir.
Páll Stefánsson og
Helga Guðný,
hönnuður PS Ísland.
» Í Iðuhúsi var teiti í tilefni afútkomu PS Ísland, ljósmynda-
bókar Páls Stefánssonar.
… „trendí“ í teinóttu og tröllvaxnir testesteróntöffarar …
Kristján B. Jónasson, útgefandi bókarinnar,
Sigríður Guðjónsdóttir og Haraldur Hamar.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2006 27
menning
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14
Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20
ALLIR Í LEIKHÚSIÐ
Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgar-
leikhúsið í fylgd með forráðamönnum.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI
Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept.
fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu.
Sun 17/9 kl. 20 UPPS.
Mán 18/9 kl. 20
Þri 19/9 kl. 20
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar.
Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN.
MEIN KAMPF
Lau 23/9 frumsýning UPPS.
Mið 27/9 kl. 20
Fös 29/9 kl. 20
MIÐASALA HAFIN.
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„EKKI HUGSA.
DANSAÐU!“
Miðasala 568 8000 www.id.is
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Kortasala hafin!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Litla hryllingsbúðin – síðustu aukasýningar
Fim 14. sept kl. 20 Ný aukasýn. í sölu núna!
Fös 15. sept kl. 19 örfá sæti laus
Lau 16. sept kl. 19 UPPSELT – síðasta sýning
Leikhúsferð með LA til London
Expressferdir.is - 5000 kr. afsláttur fyrir kortagesti.
www.leikfelag.is
4 600 200