Morgunblaðið - 11.09.2006, Síða 36
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 254. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Suðvestan 8–13
m/s og skúrir, en
hægari vindur og
víða léttskýjað á
austanverðu landinu. Hlýj-
ast á Austurlandi. » 8
Heitast Kaldast
17°C 8°C
ÞETTA er fyrsta dýrið sem stoppað
er upp í heilu lagi hér á Íslandi. Og
vissulega eru ekki margir sem eru
með uppstoppað sauðnaut í kjall-
aranum heima hjá sér,“ segir mál-
arameistarinn Páll Jónatan Pálsson
á Akranesi en hann fór í veiðiferð
til Grænlands á síðasta ári ásamt
fjórum öðrum íslenskum veiði-
mönnum.
„Ég held að ég geti sagt að þetta
sé eftirminnilegasta ferðalag sem
ég hef farið í. Sauðnautið sem ég
skaut er tarfur, líklega um 10 ára
gamall, og danski eftirlitsmaðurinn
sá til þess að aðeins tarfarnir væru
skotnir. Enda er verið að grisja í
stofninum á þessu svæði.“
Tarfarnir eru með í það minnsta
fjórar kýr í hjörðinni og oft eru
kýrnar fleiri. Að sögn Páls Jón-
atans fóru kýrnar strax að tarfinum
eftir að hann féll. „Þær mynduðu
hring í kringum hann og ætluðu
greinilega að hjálpa dýrinu með
einhverjum hætti. Kýrnar voru
ekkert á förum þegar við nálg-
uðumst hjörðina til þess að ná í
tarfinn. Við þurftum að reka þær
með látum í burtu en í þessari hjörð
var tarfurinn, kálfur og fjórar
kýr.“ | 10
Með sauðnaut í kjallaranum
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Veiðimaður Páll Jónatan Pálsson
við sauðnautstarfinn sem hann
veiddi á Grænlandi á síðasta ári.
Blönduós | Réttað var í Auðkúlurétt
í A-Húnavatnssýslu í gær en réttin
er að sögn fróðra manna fjárflesta
réttin á landinu. Heimtur voru
mjög góðar og telja menn að um
14.000 kindur hafi komið af fjalli og
er orðið æði langt síðan jafn margt
fé hefur komið saman í Auðkúlu-
rétt. Í fyrra töldu menn að um
10.000 fjár hefðu heimst í fyrstu
göngum svo hér er um töluverða
aukningu að ræða milli ára.
Gangnamenn fengu sæmilegt veður
til smalamennsku á Auðkúluheiði
og töluðu sumir jafnvel um að einn
daginn hefði verið of heitt og féð
því rekist illa. Sæmilega viðraði á
fólk í réttunum en þó gekk á með
smá skúrum.
„Þetta er einmitt rétta réttar-
veðrið,“ varð einum bónda úr
Blöndudal að orði – því að skúr-
irnar héldu mönnum frá drolli og
að verki. Greiðlega gekk að draga
féð í dilka enda óhemju margar
hendur að verki.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Fleira fé en oft áður
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
MEÐ BROTTHVARFI varnarliðs-
ins frá landinu og lokun stjórnstöðv-
ar sem fylgdist með óþekktum flug-
vélum í lofthelgi Íslands hefur
opnast ný leið til að smygla fíkniefn-
um til landsins. Ekkert eftirlit er nú
haft með því hvort hingað koma litl-
ar flugvélar sem geta lent á af-
skekktum stöðum og affermt eitur-
lyf án þess að nokkur verði þess var.
Grundvallarmunur er á þeim rat-
sjárkerfum sem varnarliðið notaði,
og því kerfi sem Flugmálastjórn
nýtir sér við eftirlit með flugumferð.
Varnarliðið notaði svokallaða frum-
ratsjá, sem sendir út merki sem
nemur allar flugvélar sem fara yfir
landið.
Flugmálastjórn notar annað kerfi,
sem treystir á upplýsingar frá flug-
vélunum sjálfum til að staðsetja
þær, en hægt er að slökkva á bún-
aðinum sem sendir gögn til flug-
umferðarstjóra og veldur það því að
flugvélin sést ekki á ratsjá hér á
landi.
Þetta staðfestir Þorgeir Pálsson
flugmálastjóri. Hann bendir þó á að
ekki sé vitað til þess að neinar
óþekktar flugvélar hafi verið hér á
sveimi áður en varnarliðið hætti eft-
irliti sínu. Þetta sé þó þekkt leið til
að smygla fíkniefnum, yfirvöld á
Flórída í Bandaríkjunum hafi til að
mynda komið upp þéttu neti ratsjáa
til að reyna að stemma stigu við
smygli á fíkniefnum með litlum flug-
vélum.
Skoðað í samhengi
við varnarmál?
Grétar Már Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu,
segir að hann hafi vissulega heyrt af
þessum nýja möguleika til að
smygla eiturlyfjum hingað til lands.
„Það hefur verið talað um þetta
sem möguleika, en þetta hefur ekki
verið skoðað eða rætt sérstaklega.
En þegar heildarþarfir fyrir varnir
verða skoðaðar kann þetta að vera
eitt af þeim mörgu atriðum sem þarf
að skoða,“ segir Grétar.
Sérfræðingur sem rætt er við í
Morgunblaðinu í dag bendir á að
ekki væri nægjanlegt að láta flug-
stjórnarmiðstöð Flugmálastjórnar
fylgjast með óþekktum flugvélum.
Það mundi lítið gagn gera nema
hægt væri að bregðast við á ein-
hvern hátt. Nú þegar orrustuþotur
séu ekki lengur staðsettar hér á
landi þyrfti að beita öðrum aðferð-
um, svo sem að hafa hraðskreiða
flugvél til taks til að senda tollverði
til móts við óþekktar flugvélar sem
grunur leiki á að beri smyglvarning.
Ný leið til að
smygla fíkni-
efnum opin
Litlar flugvélar geta smyglað fíkniefn-
um til landsins án þess að sjást á ratsjá
Smyglflugvélar | Miðopna
»Ljóst er af umfangi smygl-mála hér á landi undan-
farið að kostnaður við að fá
flugvél til að flytja fíkniefni
hingað til lands er „vasapen-
ingur“ fyrir þá sem standa í
slíku smygli, segir sérfræð-
ingur.
»Ekki er ólöglegt aðslökkva á ratsjársvara,
sem gefur flugmálayfir-
völdum upplýsingar um stað-
setningu flugvélar. Þessi tæki
eru þó nær undantekning-
arlaust höfð í gangi.
»Flugmálastjórn fær gögnúr frumratsjá, sem nota
má til að finna óþekktar flug-
vélar, en vinnur ekki úr þeim,
enda var það á hendi varnar-
liðsins þar til stjórnstöð þess
hætti starfsemi í lok maí sl.
Í HNOTSKURN
ÁRNI Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands og Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, segjast
hafa efasemdir um að markaður sé
fyrir hvalkjöt hér á landi eða annars
staðar.
Þá sé ljóst að hvalveiðarnar hafi
áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi
og segir Erna að á meðan ekki sé
markaður fyrir kjötið sé erfitt að sjá
tilganginn í því að rugga bátnum
með því að taka upp atvinnuveiðar á
ný.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær telur sjávarútvegs-
ráðherra að lögformlegar heimildir
séu til staðar fyrir hvalveiðum í at-
vinnuskyni þótt ekki hafi verið tekin
pólitísk ákvörðun um að hefja veið-
arnar. Árni segist vera ósammála
því að lagalegur grundvöllur sé til
staðar og að aðrar þjóðir muni taka
undir þá túlkun okkar. Hörður Sig-
urbjarnarson, framkvæmdastjóri
hvalaskoðunarfyrirtækisins Norð-
ursiglingar, segir að engar for-
sendur séu fyrir því að leyfa veiðar á
nýjan leik og að hart verði brugðist
við af hálfu þeirra sem vinni við
hvalaskoðun ef atvinnuveiðar verði
teknar upp við Ísland. | 6
Segja ekki
markað fyr-
ir hvalkjöt
Morgunblaðið/Ómar
LISTAKONAN Yoko Ono mun 9.
október nk. taka fyrstu skóflustungu
að friðarsúlu sem reisa á í Viðey.
Dagsetningin er ekki tilviljun því
fyrrverandi eiginmaður Ono, Bítill-
inn John Lennon, var fæddur þenn-
an dag árið 1940. Þá á sonur þeirra,
Sean, einnig afmæli þennan dag.
Yoko Ono mun veita sérstök frið-
arverðlaun, kennd við hana og
Lennon, í Höfða sama dag. | 13
Fyrsta skóflustunga
að friðarsúlu
Morgunblaðið/Ómar
Þorgeir
Pálsson
Grétar Már
Sigurðsson