Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 4

Morgunblaðið - 20.09.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GRÍÐARLEGT umferðaröngþveiti myndaðist í Austurbæ Reykjavíkur í kjölfar þess að loka þurfti Miklu- braut til austurs frá Grensásvegi þegar vöruflutningabifreið valt skömmu fyrir kl. 11 í gærmorgun. Vegurinn var lokaður í um þrjár klukkustundir og hafði áhrif á tug- þúsundir bifreiða sem komust hvorki lönd né strönd þegar umferð- arteppan var sem mest. Varðstjóri hjá lögreglunni segir viðbúið að allt fari í hnút ef loka þarf Ártúns- brekku vegna óhapps. Lögreglunni í Reykjavík barst til- kynning um að vöruflutningabíll á austurleið hefði oltið neðarlega í Ár- túnsbrekku kl. 10:55 í gærmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og sak- aði hann ekki. Á bílnum var festi- vagn og á honum gámur sem í voru um 20 tonn af gleri sem dreifðust yf- ir veginn. Mikil mildi þykir að ekki hafi verið mikil umferð á veginum þegar óhappið varð en bersýnilegt er að stórslys hefði getað orðið hefðu bifreiðar orðið fyrir vöruflutn- ingabílnum ellegar farminum. Veginum var fljótlega lokað og mynduðust langar raðir um aðliggj- andi vegi. Um og eftir hádegi keyrði svo um þverbak og voru dæmi um að ökumenn sætu fastir í bílum sín- um í einn til tvo klukkutíma – á ferð- um sem annars taka tuttugu til þrjá- tíu mínútur. Umferðaröngþveitið var mest á Reykjanesbraut, Grensásvegi og Bústaðavegi, auk þess sem umferð gekk afskaplega hægt um Stekkjar- bakka og á Breiðholtsbraut. Langur tími í hreinsunarstarf Ekki löngu eftir að slysið varð bárust upplýsingar frá lögreglunni um að stefnt væri að því að opna Miklubraut á nýjan leik um kl. hálf eitt. Ekki varð af því og um eitt- leytið bárust svo upplýsingar um að búast mætti við að vegurinn yrði lokaður til að minnsta kosti til kl. 14:15 – hálftíma síðar opnaðist veg- urinn loksins aftur. Árni Friðleifsson, varðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík, segir hreinsunarstarf hafa tekið lengri tíma en búist var við. „Þetta er náttúrlega seinvirkt að hreinsa svona glersalla upp og það þarf stór- virkar vinnuvélar í það, sem tekur sinn tíma. Þetta voru um tuttugu tonn af gleri sem sölluðust þarna yf- ir akreinarnar og út frá umferðarör- yggissjónarmiði var ekki hægt að hleypa bifreiðum inn á veg með öll- um þessum glerbrotum,“ segir Árni sem telur lokunina hafa haft áhrif á tugi þúsunda bifreiða og vafalaust hafi margir ökumenn verið orðnir þreyttir á ástandinu. „Þetta sýnir bara hvernig ástandið er og að það vantar fleiri umferðaræðar. Þetta sýnir hvað best hversu gríðarlega mikil umferð er um Ártúnsbrekku og þegar það þarf að loka henni út af svona óhappi þá er viðbúið að Aust- urbærinn fari í einn hnút.“ Vantaði fleiri lögreglumenn? Ökumenn sem höfðu samband við Morgunblaðið bentu á að lítið hefði verið um umferðarstjórn meðan lok- að var um Ártúnsbrekku og segja gangi umferðarljósa ekki hafa verið breytt þrátt fyrir hinn mikla fjölda bíla sem sátu fastir. Það hafi orðið til þess að tefja frekar fyrir umferð. Árni segir að lögreglumenn hafi reynt að stýra umferð eftir bestu getu. „Við vorum með sex lögreglu- menn sem voru í kringum þessar lokanir og þeir reyndu að stýra um- ferð eftir besta mætti þar. En við þurfum auðvitað að sinna annarri löggæslu einnig og þetta var einfald- lega látið nægja að þessu sinni.“ Aðspurður hvort umferðaröng- þveitið hafi verið lögreglunni ofviða segir Árni slíkt ekki rétt. „Auðvitað hefðum við viljað vera með menn á öllum gatnamótum en við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og það var ekki hægt að þessu sinni. En ég vil ekki meina að þetta hafi verið okkur ofviða, það er ekki rétt. Þetta sýnir einfaldlega að umferðarþung- inn er orðinn það mikill að ein svona stór umferðaræð má illa við að tepp- ast.“ Þriggja bíla árekstur á Bústaðavegi Þriggja bíla árekstur varð á Bú- staðavegi á milli tvö og þrjú í gær- dag og er talið að rekja megi hann að miklu leyti til þeirrar miklu um- ferðar sem myndaðist vegna um- ferðaróhappsins í Ártúnsbrekku. Engin slys urðu á fólki en tvær bif- reiðanna voru mikið skemmdar og þurfti að flytja þær á brott með dráttarbíl. Er það eina slysið sem tilkynnt var um meðan Miklabraut var lokuð en ljóst þykir að ef slys hefðu orðið á fólki hefði verið afar erfitt að koma sjúkraflutningamönnum til nauð- staddra. „Ég held nú að í flestum til- fellum sé hægt að koma sjúkrabif- reiðum að ef á þarf að halda. Þær geta einnig farið á móti umferð ef þess gerist þörf,“ segir Árni Vigfús- son aðstoðaryfirlögregluþjónn sem telur afar erfitt fyrir lögregluna að verjast umferðarteppum eins og þeirri sem myndaðist í gær. „Svo er það þannig að þegar umferð er orðin þetta mikil þá leysir lögreglumaður ekki vandræðin, vegirnir bara bera þetta ekki.“ Tugþúsundir í vandræðum í umferðinni Morgunblaðið/Júlíus Dreifðist víða Vöruflutningabifreiðin bar gám sem innihélt um 20 tonn af gleri og tók það lögreglu og slökkvilið um þrjár klukkustundir að þrífa veginn. Mikil mildi var að enginn bíll var í námunda þegar óhappið átti sér stað. Teppa Umferð af Reykjanesbraut og upp á Stekkjarbakka gekk afskaplega hægt fyrir sig og urðu margir ökumenn fyrir verulegum töfum þess vegna. Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í HNOTSKURN »Lögreglunni í Reykjavíkvar tilkynnt umferð- aróhapp í Ártúnsbrekku kl. 10:55. »Vöruflutningabíll með um20 tonn af gleri hafði oltið og dreifðist farmurinn víðs vegar um veginn. »Miklubraut til austurs fráGrensásvegi var lokað frá klukkan ellefu til að verða þrjú um miðjan dag. »Gífurlegt umferðaröng-þveiti skapaðist í kjölfarið og töfðust ökumenn um allt að tvo tíma á ferðum sínum. BORHOLA í Bjarnarflagi sem boruð var í sumar skilar nú um 11–12 MW- orku miðað við rafmagnsframleiðslu. Þetta þykir gott afl en víða um land eru álíka kraftmiklar holur eða kraft- meiri. Holan ber nafnið BJ–13 og var henni fyrst hleypt upp þann 12. sept- ember sl. Árni Gunnarsson, verkefn- isstjóri hjá Landsvirkjun og Þeista- reykjum ehf. vegna jarðhita- rannsókna á Norðausturlandi, segir að þá hafi hún verið spræk eins og kálfur að vori og gefið um 15–20 MW. Síðan hafi hún dalað aðeins og sé núna í kringum 11–12 MW. Hugsan- lega muni holan ná sér aftur á strik eða dala enn frekar, reynslan verði að skera úr um það. „Þetta verður vissu- lega að teljast mjög góð hola þó þær gerist vissulega öflugri. Við eigum eina holu í Kröflu sem var um 20 MW í upphafi og eftir á annan áratug í blæstri gefur hún okkur um 16 MW,“ segir Árni. Hann bendir einnig á að á Reykjanesi hafi verið boraðar holur sem gefi um 10–15 MW og á Hellis- heiði og Nesjavöllum séu einstaka holur sem séu álíka öflugar. Á Þeistareykjum er verið að ljúka við gerð þriðju rannsóknarborhol- unnar. Talið er að hiti í henni sé um 300°C. Óvíst er hversu mikill kraftur til rafmagnsframleiðslu fæst úr henni en úr því fæst ekki skorið fyrr en henni verður hleypt upp. Að sögn Árna er hola 1 mjög góð og gefur hún um 6 MW. Hola 2 gefur mikið af vatni en ekki mikið af háþrýstigufu og því er frekar horft til þess að nýta hana til niðurdælingar eða vatnsöflunar til hitaveitu. Ný borhola skilar 11–12 MW Morgunblaðið/Birkir Fanndal Spræk Er borholunni var hleypt upp var hún spræk eins og kálfur að vori en síðan hefur hún dalað. Í HNOTSKURN » Af þeim 13 holum semhafa verið boraðar í Bjarn- arflagi eyðilögðust tíu meira eða minna í Kröflueldum. » Holur 11 og 12 gefa hvorum sig 5-6 MW. Að hluta er jarðgufan frá þeim notuð til rafmagnsframleiðslu en hluti fór til Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn sem nú er aflögð. Vonir standa til að nýtt fyr- irtæki, Grænar lausnir, muni kaupa gufu af Landsvirkjun. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.