Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TILLAGA borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þess efnis að hafin verði vinna að mótun fjölskyldustefnu fyrir Reykjavík var sam- þykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gær. Í tillögunni segir að markmið með mót- un fjölskyldustefnu sé að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir það mikilvægt að Reykjavíkurborg myndi sér sína eigin fjölskyldustefnu líkt og fyrirtæki og fleiri aðilar hafi gert. Þannig komi fram hvernig borgin vilji búa að starfsfólki sínu, borgarbúum og börn- um í borginni. „Við eigum ekki að bíða eftir öðrum heldur segja hvað við viljum leggja áherslu á en höfuðborgin á að vera í fremstu röð í þeim efnum,“ segir Björn Ingi og bendir á að þetta undirstriki þær fjölskylduáherslur sem nýr meirihluti vilji inn- leiða. Aðspurður um hvernig fjölskyldustefnan muni birtast borgarbúum segir Björn Ingi að þeir muni sjá að þetta snúist um forgangsröðun. „Þegar við höfum sett þessi mál á oddinn mun verða lögð áhersla á að hrinda þeim í framkvæmd. […] Í öllum helstu baráttumálum og framkvæmdum verður horft til þess hvaða áhrif það hafi á fjölskylduna.“ Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, segir að Birni Inga, sem formanni Fjöl- skyldunefndar sem skipuð var af Alþingi, hefði ver- ið í lófa lagið að leggja málið betur upp. Hann bendir á að framkvæmdaáætlun vegna skýrslu um stöðu barna og unglinga sem tók fimm ár að gera hafi ekki litið dagsins ljós en hún sé á ábyrgð Björns Inga. „Þessi mótun fjölskyldustefnu í Reykjavík sem nú fer af stað þarf fast land til þess að standa á og þar hefði ég haldið að umrædd fram- kvæmdaáætlun myndi nýtast.“ Björn Ingi segir að Fjölskyldunefndin eigi að skila framkvæmdaáætlun fyrir áramót og það verði gert. Það standi ekki í vegi fyrir því að Reykjavíkurborg setji fram sína eigin stefnu. Fjölskyldustefna í Reykjavík á að birtast í framkvæmd Morgunblaðið/Ásdís Í HNOTSKURN »„Fjölskyldustefnan skal vera skýrstefnumótun um framtíðina en þó lif- andi plagg sem er endurskoðað reglulega til að vera í takt við tíðaranda og sam- félagsbreytingar,“ segir í tillögunni. »Borgarráð mun skipa fimm mannastýrihóp sem ætlað er að vinna að mót- un fjölskyldustefnunnar og leggja hana fyrir borgarráð eigi síðar en 1. maí nk. Fulltrúi Samfylkingar segir Fjölskyldunefnd í lófa lagið að leggja málið betur upp ÁKVEÐIÐ var samhljóða á fundi í Verði – fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær að val á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins vegna þingkosninganna á vori komanda færi fram með sameiginlegu prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum dagana 27. og 28. októ- ber. Samkvæmt prófkjörsreglum eiga allir fullgildir fé- lagar sem búsettir eru í kjördæminu og náð hafa 16 ára aldri rétt til þátttöku, svo og þeir sem undirrita inngöngubeiðni í flokkinn fyrir lok kjörfundar. Fund- urinn fór fram í Valhöll síðdegis. Að lokinni afgreiðslu á tillögu stjórnar Varðar-Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna, um prófkjör flutti Geir H. Haarde, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræðu. Á mynd- inni sem tekin var í upphafi fundarins má m.a. sjá Geir H. Haarde, Magnús L. Sveinsson, formann stjórnar Varðar, Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde og Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis. Morgunblaðið/ÞÖK Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákveða prófkjör í október Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BÚNAÐARSAMTÖK Vesturlands samþykkti á síðasta aðalfundi sínum ályktun þess efnis að álftin verði tek- in af lista yfir alfriðaða fugla. Að sögn Eiríks Blöndal, fram- kvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, telja bændur á Vest- urlandi álftina hafa fjölgað sér svo mjög að hún skemmi akra og tún þegar hún hópast saman á korn- ökrum eða í nýrækt. Segir hann tals- vert tjón hafa hlotist af þegar álftir hafi safnast saman í tuga og jafnvel hundraða tali. „Bændur þurfa að fá leyfi til að verja akra sína og tún. Menn eru orðnir þreyttir á því að sjá það sem þeir eru að rækta fara fyrir lítið þeg- ar álftirnar leggjast á akrana,“ segir Eiríkur og bendir á að fuglarnir éti bæði uppskeruna og troði niður akra og eyðileggi þá þannig. „Í nýsáðum túnum eru þær skæðar með að stór- skemma þau og rífa plöntur upp með rótum.“ Spurður hvort ekki sé hægt að girða túnin og verja þau með þeim hætti svarar Eiríkur því neit- andi og segir það afar erfitt. „Eina ráðið er að fæla fuglana í burtu, sér- staklega þegar þeir koma í svona stórum flokkum.“ Segir stofninum hnigna hratt verði veiðar leyfðar Að sögn Eiríks sendu samtökin umhverfisráðuneytinu formlegt er- indi nú í sumar þess efnis að ráðist yrði í einhverjar aðgerðir eða kerf- isbreytingar til þess að bændum veitist leyfi til að verja tún sín fyrir álftum, með eða án takmarkana eða skilyrða. Aðspurður segist Eiríkur vongóður um jákvæð viðbrögð yf- irvalda við þeirri beiðni. Að sögn Ævars Petersens, fugla- fræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, telur íslenski álftastofninn um 24 þúsund fugla. Segir hann stofninn ekki hafa vaxið hratt á um- liðnum árum og óttast að verði álfta- veiðar leyfðar geti það haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir stofninn. „Ég er hræddur um að honum myndi hnigna hratt ef veiðar yrðu leyfðar sökum þess hversu auðvelt er að skjóta álftir. Við myndum því ekki mæla með því að teknar væru upp veiðar,“ segir Ævar og tekur fram að ekkert nýtt sé að bændur sækist eftir því að fá að skjóta álftir. Aðeins hafa verið veitt tvö leyfi til að skjóta álftir á sl. árum Aðspurður segir Ævar vissulega eitthvað um það að álftir komi sam- an í stórum hópum á túnum bænda, en hefur efasemdir um að hér sé um stórvægilegt vandamál að ræða. „Vissulega fara þær bæði í tún og kornakra, enda hér grasbítar á ferð. Þetta gerist þegar menn eru að rækta, þá laðar það að þessa fugla,“ segir Ævar og telur ekki til neina eina skyndilausn til að bregðast við ásókn fugla í tún og akra. Samkvæmt upplýsingum frá Ein- ari Sveinbjörnssyni, aðstoðarmanni umhverfisráðherra, hefur ráðu- neytið í samstarfi við aðila á borð við Bændasamtök Íslands og fleiri hags- munaaðila verið að skoða hvað lög um vernd og veiðar á villtum dýrum og fuglum frá árinu 1994 leyfa, en beiðni bænda um að verja tún sín með því að skjóta álftir er ekki ný af nálinni. Bendir Einar á að álftin sé frið- aður fugl samkvæmt lögunum, en í reglugerð með þeim er heimilt að veita tímabundið leyfi til veiða þegar fuglar valda greinilegu tjóni ein- hvern tiltekinn tíma árs að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar um villt dýr. „En það á yfirleitt aðeins við af- mörkuð tiltekin dæmi, en ekki al- tækt fyrir heilt hérað eða allt land- ið,“ segir Einar og bendir á að slíkt leyfi hafi aðeins verið veitt í tveimur tilvikum á síðustu árum. Tekur hann fram að hann sjái ekki fyrir sér að bændur fái almennt leyfi til að skjóta álftir í því skyni að vernda tún sín nema til komi lagabreyting á villidýralögum. Breyta þyrfti villidýralögum sem samþykkt voru 1994 ef veita á leyfi fyrir því að skjóta álftir Bændur vilja fá að skjóta álftir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Áhyggjur Bændur óttast aukna ásókn í akra og tún að undanförnu. LAGT er til að hugtakið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er og refsingar við slíku broti hertar upp í allt að 16 ára fangelsi sam- kvæmt frumvarpi til breytinga á hegningarlögum sem Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra kynnti á rík- isstjórnarfundi í gær. Einnig er kveðið á um refsingu fyrir samræði eða önnur kynferðismök við barn undir 14 ára aldri, að refsimörk verði þau sömu og fyrir nauðgun. Rýmkun hugtaksins er á þá leið að nauðgun teljist „önnur kynferðis- nauðung og misnotkun á bágu and- legu ástandi“ og því að þolandi „geti ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Við það muni brot þessi varða mun þyngri refs- ingu en nú er, fangelsi frá einu ári og allt að 16 árum í stað fangelsis allt að 6 árum. Þá er lagt til að lögfest verði ákvæði um nokkur atriði sem verka skuli til þyngingar við ákvörðun refs- ingar fyrir nauðgun en eitt þeirra er ungur aldur þolenda. Þá er lagt til að ákvæði um refsingu fyrir að stunda vændi sér til framfærslu falli niður. Þess í stað verði lögfest ákvæði um refsinæmi þess að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í opinberum auglýsingum. Harðari refsing fyrir nauðgun VILJI er til þess bæði hjá ríki og sveitarfélögum að málefni fatlaðra verði flutt frá ríki til sveitarfélaga. Þetta segir Vil- hjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, en hann gerir ráð fyrir því að ný stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga muni taka mál- ið upp innan tíðar. „Ég tel að nú eigi að taka þær við- ræður upp aftur sem fóru fram milli ríkis og sveitarfélaga fyrir þremur til fjórum árum síðan,“ segir Vil- hjálmur og bendir á að þá hafi ekki verið eining um það hvernig ganga ætti frá tekjustofnum til að tryggja að sveitarfélögin gætu unnið verkið með eðlilegum hætti. Nú sé hins veg- ar tímabært að vinna að framgangi málsins en áður verði að tryggja tekjustofna og ákveða með hvaða hætti þeir fjármunir verði færðir til sveitarfélaganna. Málefni fatlaðra verði flutt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilji bæði hjá ríki og sveitarfélögum ♦♦♦ VINSTRI grænir í Reykjavík sam- þykktu á fundi sínum í gærkvöldi sameiginlegt forval með Suðvest- urkjördæmi. Bornar voru upp og samþykktar forvalsreglur í sameig- inlegu forvali flokksins 11. nóv- ember nk. Er um að ræða fléttulista, þ.e.a.s. konur og karlar skiptast á á listunum og skal hver þátttakandi velja þrjá aðila í efstu fjögur sætin. Gert er ráð fyrir fundi um forval í Suðvesturkjördæmi í næstu viku. Vinstri grænir samþykkja forval KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild seint á mánudagskvöld með 1. og 2. stigs bruna á hendi. Maðurinn hafði verið að fylla á kveikjara en ekki vildi betur til en svo, að eldur kviknaði og barst í rusl í íbúðinni. Þurfti að kalla á slökkvilið til að slökkva eldinn og reykræsta. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er atburður af þessu tagi afar fáttíður. Brenndist við að fylla á kveikjara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.