Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 8

Morgunblaðið - 20.09.2006, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það færist aldeilis fjör í hokrið, þegar súlustaður verður kominn við hvert kot. VEÐUR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! '- '( '- '- '. '/ .0 .( '- .. // 1 2! 1 2! 1 2! 1 2! )*2! 1 2! 2! 2! 2! 2! 2!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   .3 .- .4 ./ .( .( .3 .4 .5 .( .- 6   *%   2!    2! 1 2! ) %   *%   2! 2! 1 2! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) .- 7 5 ( .. +' ' 5 .' .4 .3 2! 2! 6 *%   6 6   %   2! 2! ) % 2! 2! 2! 9! : ;                           !  "     #$!  %  &   '     $!      !  #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ; -         /    !!     : *  ;!  < *%  = >      >         - .0 :    <6    * <4>.08 1 > 2!  >  *  < (>./8      *   > ?    <   (>./8< )  %  *%   >   <  !     >   @%       ;: *2  *A    "3(4= =<4>"?@" A./@<4>"?@" ,4B0A*.@" ./( /-- 0<4 0<- 4'5 7/3 54- '// ../' ./// .4/3 (/( .7/( .5/. '.4' .-47 70- 70( 34. 3// .5/3 .5-' .5'3 .503 '/44 '.04 /<- .<( .<' .<( 0<( 0<4 0<4 0<4 /<( '<. .</ '<0 0<7 0<3           Fyrir þá sem halda að nafn Orku-veitu Reykjavíkur feli í sér skil- greiningu á starfsemi fyrirtækisins, þá er það misskilningur. Í raun er vandfundið hvað fellur ekki undir starfsemina eins og hún er skil- greind í ársskýrslunni árið 2005.     Tilgangur Orkuveitu Reykjavíkurer vinnsla og framleiðsla raf- orku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyr- irtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi sem nýtt getur rann- sóknir, þekkingu eða búnað fyr- irtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt ann- arri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Orkuveitu Reykjavíkur er heimilt að reka dótturfélög og eiga hlut í öðrum félögum.“     Svo mörg voru þau orð.     Tæplega 5,9 milljarða kostnaður erótrúlega hár fyrir höfuðstöðvar fyrirtækis sem veitir rafmagni og vatni á heimili borgarbúa. En ef til vill gleymist að taka með í reikning- inn að Orkuveitunni virðist ekkert óviðkomandi á yfirborði jarðar.     Enda hefur ekkert skort á hug-myndaauðgi hingað til. Það sést vel á því að samningaviðræður eru framundan við nýsköpunarfyr- irtækið Brú um að taka yfir „óhefð- bundin“ fyrirtæki Orkuveitunnar, s.s. hörframleiðslu, risarækjueldi og ljósmyndabanka!     Og nú hefur Össur Skarphéð-insson fundið sólarglætu í þess- um annars dimma skuldadal sem grafinn var af R-listanum. Hann skrifar í pistli að „glæsilegt hús Orkuveitunnar“ sé „frábær staður til að halda einvígi og skákmót“.     Það er nú það. STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Allt fyrir skáklistina SIGMUND HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt pilt á tvítugsaldri í tólf mánaða fangelsi, en þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir til fimm ára, fyrir að hafa í júní sl. veist að föður sínum og stungið hann með hnífi í hægri síðuna. Faðir piltsins hlaut af lífs- hættulegan áverka. Pilturinn var auk þess dæmdur til að greiða rúmar 820 þúsund krónur í sakarkostn- að. Málsatvik voru þau að þann dag er árásin átti sér stað hafði faðir piltsins hringt heim og skipað syni sínum að færa sér hleðslutæki fyrir farsíma. Því hafði pilturinn neitað staðfastlega en faðirinn kom þá heim nokkrum mínútum síðar, reiður og ölvaður, og réðst á son sinn. Fyrir dómi kvaðst ákærði hafa verið sárreiður í garð föður síns á þeirri stundu og ákvað því að fara á veitingastað þar sem faðir hans var. Þeir feðgar hefðu rifist þar heiftarlega og m.a öskraði pilturinn á föður sinn að hann vildi drepa hann. Reyndi fað- irinn þá að rétta syni sínum hníf og sagði ítrekað „Dreptu mig þá“. Eftir frekara rifrildi missti pilt- urinn stjórn á sér og greip til hnífsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að málið sé um margt sérstætt og óvenjulegt. Varð m.a. að leggja það til grundvallar að faðir piltsins hefði ráð- ist á son sinn með líkamlegu ofbeldi skömmu áður en árásin var gerð. Þá þótti liggja fyrir að faðirinn hefði ítrekað reynt að reita son sinn til reiði og kall- að hann aumingja. Héraðsdómarinn Jónas Jóhannsson kvað upp dóminn. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Herdís Hallmars- dóttir hdl. varði piltinn. Stakk föður sinn með hnífi í síðuna Eftir rifrildi rétti maðurinn syni sínum hníf og sagði margoft „Dreptu mig þá“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ingi- mundi Birnir, forstjóra Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga: „Vegna frétta í fjölmiðlum um flutning framleiðslu ELKEM frá Noregi til Íslands er rétt að taka fram eftirfarandi: Innan móðurfélagsins ELKEM fer stöðugt fram mat á því hvar skynsamlegast er að framleiða hinar ýmsu afurðir. Íslenska járnblendi- félagið hefur á undaförnum árum sótt æ meira inn á svið sérhæfðari framleiðslu, fyrir sérhæfðari mark- aði. Það þýðir fleiri framleiðsluskref og sífellt flóknari framleiðsla með auknum virðisauka. Það hefur hins vegar ekki verið tekin ákvörðun um flutning á magn- esíumkísilmálframleiðslu frá Noregi til Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Stefnt er að niður- stöðu í því verkefni í haust. Ef af verður er um að ræða nýtt fram- leiðsluskref sem nýtir beint málm frá einum af núverandi ofnum. Orkuþörf fyrirtækisins myndi ekki aukast af þessum sökum. Engin ákvörðun hjá Elkem Orkuþörf myndi ekki aukast hjá fyrirtæk- inu á Grundartanga LÖGREGLAN á Selfossi handtók þrjú ungmenni í gærmorgun eftir að grunur vaknaði um að þau hefðu brotist inn í félagsheimilið Árnes í fyrrinótt. Ekki var hægt að yfir- heyra þau fyrr en seint í gærdag vegna annarlegs ástands. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er um að ræða tvo karlmenn á þrítugsaldri og stúlku á sautjánda aldursári. Þau hafa öll komist í kast við lögin og mega jafnvel bera heitið „góðkunningjar lögreglunnar“. Um klukkan hálf átta í gærmorgun bár- ust lögreglu upplýsingar um dvalar- stað fólksins, í húsnæði í nágrenni Selfoss. Var fólkið handtekið og fannst þýfi í bifreið sem það var með til umráða. Eftir nokkra eftir- grennslan kom í ljós að bifreiðinni hafði verið stolið á Húsavík og að sögn lögreglu er ekki talið ósennilegt að þýfi úr fleiri innbrotum hafi auk þess verið í bifreiðinni. Engin fíkni- efni fundust á ungmennunum en þau voru þó ekki í viðræðuhæfu ástandi, hugsanlega vegna ölvunar. Samkvæmt upplýsingum frá for- svarsmanni félagsheimilisins Árness var aðkoman skelfileg í gærmorgun. Ungmennin höfðu komist inn í hús- næðið með því að brjóta stóra rúðu með þungum blómapotti. Þegar inn var komið höfðu þau unnið skemmd- ir á innanstokksmunum og sparkað upp hurðum. Höfðu þau m.a. á brott með sér skjávarpa, fartölvu og pen- ingaskáp sem hafði að geyma þó- nokkurt magn af fjármunum. Að auki höfðu þau farið ránshendi um bar félagsheimilisins og þaðan stolið áfengi og tóbaki, auk þess að tæma sjóðsvélina. Verðmæti alls þessa er talið nema allt að einni milljón króna. Ungmenni í ráns- ferð á stolnum bíl Í HNOTSKURN »Tveir piltar á þrítugsaldri ogsextán ára stúlka voru hand- tekin í nágrenni við Selfoss eftir innbrot í félagsheimilið Árnes. »Lögregla gat ekki yfirheyrtþau fyrr en seint í dag sökum annarlegs ástands. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.