Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.09.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 19 SUÐURNES Reykjanesbær | Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu íbúðahverfis og þjónustu- miðstöðvar fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Njarðvík. Þá lítur vel út með sölu á bú- seturétti í íbúðunum, samkvæmt upplýs- ingum verkefnisstjóra Nesvalla. Í fyrsta áfanga byggja Nesvellir nítján raðhús, 59 öryggisíbúðir og 2.200 fermetra þjónustu- og félagsmiðstöð. Raðhúsin verða afhent íbúum í júlí á næsta ári, helmingur öryggisíbúðanna verður afhentur í október en þá verður þjónustumiðstöðin einnig opn- uð og loks er fyrirhugað að afhenda fyrri hluta öryggisíbúðanna í apríl 2008. Síðar er fyrirhugað að reisa sérhannaðar íbúðir í fjölbýlishúsum og hjúkrunaríbúðir, auk fleiri öryggisíbúða og raðhúsa. Hafin er sala á búseturétti í íbúðum á svæðinu og lítur vel út með það, að sögn Sigurðar Garðarssonar verkefnisstjóra Nesvalla. Verkefnið var kynnt eldri íbúum í Reykjanesbæ á fundi í Kirkjulundi á dög- unum og komu um 200 manns á fundinn. Segir Sigurður að síðan hafi þó nokkrir fest sér íbúðir. Að Nesvöllum ehf. standa fasteignafélög sem Glitnir, Sjóvá, Húsanes og fleiri aðilar standa að. Sigurður Garðarsson segir að þróunarverkefni Nesvalla hafi vakið athygli enda ljóst að víðar sé þörf á búsetukosti af þessu tagi. Áhugi sé hjá félaginu að þróa sambærileg verkefni víðar og hafi viðræður farið fram við nokkur sveitarfélög um það. Framkvæmt á Nesvöllum Stykkishólmur | Búist er við að húsaleiga á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi hækki á næstunni um allt að 10%. Rekstrarreikningur heimilisins var lagður fram á stjórn- arfundi fyrir skömmu og kom þar fram að 7,2 milljóna króna tap var á rekstrinum. Kemur þetta fram á fréttavefnum skessuhorn.is. Rekstur heimilisins er tvíþættur, annars vegar dvalarheimilið sjálft, en rekstur þess gekk ágætlega og fór aðeins um 100 þúsund kr. fram úr fjárframlögum. Hins vegar er rekst- ur þjónustuíbúða. Sá rekstur skilaði tapi og í kjölfar umræðna um málið var rætt um að hækka húsaleigu um 10%. Ákvörðun hefur ekki verið tekin, segir á vef Skessuhorns, en búast má við að þetta haldist í hendur við hækkun á leigu félagslegra íbúða, en hún hækkaði um 10% og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð mið- að við vísitölu fjórum sinnum á ári. Komið að viðhaldi Jóhanna Guðbrandsdóttir, fram- kvæmdastjóri Dvalarheimilisins, sagði í samtali við Skessuhorn að leiga hefði ekki verið hækkuð í hús- unum síðan árið 1999. Nú væri svo komið að mikið tap væri á rekstr- inum og ef ekkert yrði að gert mundi það halda áfram að aukast. Komið væri að viðhaldi húsnæðisins og það kostaði töluvert. Hún sagði að hækkanir kæmu allt- af illa við fólk, en hún efaði ekki að íbúar myndu skilja ástæðu þessara hækkana. Jóhanna sagði að nauð- synlegt væri að koma hlutunum þannig fyrir að svona hlutir gerðust nokkuð sjálfkrafa, þannig að tekjur stæðu undir gjöldum. Búist við 10% hækk- un leigu Sauðárkrókur | Nokkur alþjóða- bragur er sagður á bæjarlífinu á Sauðárkróki eftir að slátrun hófst hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Meira en helmingur starfsfólks kemur frá útlöndum. Fram kemur á fréttavefnum ska- gafjordur.com að af 110 til 120 starfsmönnum séu 69 útlendingar. Við sláturtíðina eru nú starfandi 18 Ný-Sjálendingar, 35 Pólverjar, 11 Svíar og einn Norðmaður. Þar að auki eru starfandi allt árið 2 Serbar og 2 Pólverjar. Ný-Sjálendingarnir eru allir þaulvanir lambaslátrarar eða kjötskurðarmenn. Margir Pól- verjarnir eru vanir slátrarar og kjötskurðarmenn, en eru almennt ekki vanir lambaslátrun. Fram kemur á vefnum að fjöldi útlendinga við sláturstörf á Krókn- um hefur aukist ár frá ári. Ástæðan er sú að erfiðlega gengur að fá Ís- lendinga til starfa en störfum hefur fjölgað þar sem gengið er end- anlega frá vöru í sláturtíð til sölu í verslanir, ýmist ferskri eða fros- inni. Útlendingar ann- ast slátrun hjá KS Húsavík | Rúmlega 140 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga rituðu nöfn sín á undirskriftalista þar sem menn lýstu þeirri von sinni að Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, héldi áfram í því starfi. Kemur þetta fram á fréttavefnum skarpur.is en þar er vitnað til viðtals í blaðinu Skarpa þar sem fram kemur að allt bendi til þess að hann hætti um næstu áramót. Fram kemur að starfsfólkið virti ákvörðun Frið- finns en vildi að hann héldi áfram þeim störfum sem hann hefði innt svo vel af hendi. Vilja halda í fram- kvæmdastjórann Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Íbúar eru fluttir inn í fyrstu íbúðirnar sem Búmenn byggja við hjúkrunarheimilið Víði- hlíð í Grindavík og hafinn undir- búningur að byggingu fleiri íbúða. Forgang hafa félagsmenn sem orðnir eru sextugir. „Við erum búin að vera lengi að reyna að koma þessu þarna fyrir og þetta hefur verið sérstakt áhugamál mitt,“ segir Bogi G. Hallgrímsson, fyrrverandi stjórn- armaður í Félagi eldri borgara í Grindavík og einn af íbúum í nýju Búmannaíbúðunum við Víðihlíð. Hann segir að málið hafi verið komið á nokkuð góðan rekspöl fyr- ir nokkrum árum þegar orðið hafi meirihlutaskipti í bænum og það frestast. Síðan hafi Búmenn komið inn í verkefnið og nú hafi langþráð- ur draumur hans ræst. Erfitt að selja gömlu húsin Nýju Búmannaíbúðirnar eru tíu talsins, í parhúsum. Þær eru allar tveggja herbergja en með bílskúr, samtals tæplega 110 fermetrar að stærð, og síðan eru garðskálar við sjö húsanna. Að sögn Daníels Haf- steinssonar, framkvæmdastjóra húsnæðissamvinnufélagsins Bú- manna, hefur verkefnið verið unn- ið í náinni samvinnu við Félag eldri borgara og Grindavíkurbæ. Þótt Búmenn byggi íbúðir fyrir fé- lagsmenn sem orðnir eru fimmtug- ir var frá upphafi ákveðið að eldri félagsmenn, sextíu ára og eldri, hefðu forgang að þessum íbúðum. Það væri vegna nálægðarinnar við Bogi er að verða áttatíu og eins og hefur séð um sig sjálfur frá því hann missti eiginkonu sína. „Já, ég er einn. Það er eini gallinn við þetta.“ Hann segir að gat sé í eld- húsinnréttingunni fyrir upp- þvottavél en þar verði sett spjald fyrir. „Ég hef alltaf verið duglegur við að vaska upp og hef nógan tíma til þess núna,“ segir hann. Bogi á enn stórt íbúðarhús í Grindavík. Hús seljast hægt um þessar mundir og segir Bogi að það hafi valdið fleiri íbúum vand- ræðum. „En auðvitað seljast húsin, það tekur bara tíma,“ segir hann. hjúkrunarheimilið og öryggisins sem því fylgdi. Rætt hefur verið um að íbúarnir geti fengið mat og ýmsa aðra þjónustu í Víðihlíð. Allar íbúðirnar í þessum fyrsta áfanga gengu út og að sögn Daní- els er nú verið að undirbúa bygg- ingu tíu íbúða til viðbótar á þessum stað. Býst hann við að þær verði auglýstar á næstu vikum. Bogi segir að íbúðirnar séu skemmtilegar og vel sé frá þeim gengið sem og garðinum og að- komunni. Hann er einn þeirra sem létu byggja garðskála við íbúðina og segist ekki sjá eftir því. Sextíu ára og eldri hafa forgang í Búmannaíbúðir við Víðihlíð Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Húsnæði Fólk úr hópi eldri Búmanna hefur forgang að nýjum íbúðum félagsins sem byggðar eru í nágrenni hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar. Fyrstu íbúarnir hafa nú flutt inn og byrjað er að undirbúa næsta áfanga. »Allar íbúðirnar eru tveggjaherbergja en með bílskúr, alls 110 fermetrar. Garðskálar eru við sjö þeirra. »Rætt er um að íbúarnir getifengið þjónustu í Víðihlíð. »Búmenn undirbúa byggingutíu íbúða til viðbótar við Víðihlíð. Þær verða auglýstar á næstunni. Í HNOTSKURN Blönduós | „Þetta er ósköp venju- legur garður hjá okkur,“ segir Margrét Björnsdóttir en hún og maður hennar, Jón E. Kristjáns- son, fengu viðurkenningu menning- ar- og umhverfisnefndar Blönduós- bæjar fyrir snyrtilegan garð á Blönduósi en þau búa í Brekku- byggð 22. Hjónin á Geitaskarði, Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sig- urðsson, fengu sams konar viður- kenningu fyrir góða umgengni á sveitabýli í sveitarfélaginu. Í umsögn nefndarinnar sem for- maður hennar, Nína Margrét Pálmadóttir, hafði orð fyrir kemur fram að Ásgerður og Ágúst hafi hugsað um býlið á Geitaskarði af myndarskap og haft snyrti- mennsku í fyrirrúmi. Staðarlegt sé heim að líta á höfuðbólið og ekki hafi dregið úr myndarskapnum þótt búskapur hafi dregist saman enda sækist ferðamenn eftir atlæti á bænum. Mest lítið gert Nefndin segir að Margrét og Jón hafi af miklum dugnaði og natni hugsað um garðinn sinn. Hann er sagður vel skipulagður hvar sem á hann er litið, fjölbreytt- ur, með margar fjölærar plöntur og vel hirtur í alla staði. Margrét Björnsdóttir segir að þau hjón hafi keypt húsið fyrir sex- tán árum, þegar þau fluttu til Blönduóss. Þá hafi þar lítill garður verið. „Við höfum svo sem mest lít- ið gert. Aðeins plantað hríslum og slegið blettinn,“ segir Margrét. Þegar hún er minnt á umsögn um- hverfisnefndarinnar um fjölbreytt- an garð viðurkennir hún að þau hafi sníkt trjáplöntur hér og þar og sett niður og eitthvað orðið að hirða um þær. Margrét segist mest hafa hirt um garðinn enda hafi hún hætt fyrr að vinna en eiginmaðurinn. „En hann er nú farinn að hjálpa mér með þetta,“ segir hún. Margrét og Jón eru nú bæði hætt að vinna og finnst Margréti ágætt að hafa garðinn til að dunda sér í þótt hún segi að ekki þurfi að eyða miklum tíma í hann. Það dugi að vera duglegur á vorin og eitt- hvað fram á sumar. Þau hjónin bjuggu áður á bæn- um Köldukinn en fluttu á Blönduós fyrir sexán árum, eins og fyrr seg- ir. Þar vann Jón við flutninga en Margrét á héraðshælinu. Gestir í garðinum Viðurkenningunni fylgir bæði veggskjöldur og viðurkenningar- skjal og sú kvöð að gestir geti komið og skoðað garða og þar með hið gæna handbragð viðurkenning- arhafa. Það er ágætt að hafa garðinn til að dunda sér í Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Viðurkenningar Þau hlutu verðlaun fyrir snyrtilega garða, f.v., Jón Krist- jánsson, Margrét Björnsdóttir, Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson Veittar viður- kenningar fyrir snyrtilega garða og góða umgengni á Blönduósi LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.